Leita í fréttum mbl.is

Enoch Powell

er ekki lengur mikið á milli tannanna á vinstri menningar elítunni eins og hann var. Kratarnir úthrópuðu hann með öllum nöfnum í bókinni eftir að hann flutti  hina frægu ræðu sína"Rivers of Blood" 20. apríl 1968. Í henni sagði hann fyrir um að um aldamótin myndu nær 10 % af Bretum vera innflytjendur. Hann hvatti til stjórnunar á innflæðinu og vildi nota opinbert fé til að kaupa þá sem þegar væru komnir til að snúa aftur til síns heima.

Þegar þessi ræða var flutt var Powell einna helstu leiðtogum Íhaldsflokksins. Eftir hana rak Heath hann úr skuggaráðuneytinu. En Enoch var ekki lengi haldið utan áhrifa og komst hann til mikilla metorða í bresku þjóðlífi og hlaut alþjóðlega viðurkenningu fyrir sín störf. Þrátt fyrir það að hafa snúist gegn flokki sínum um tíma. Hann var eindreginn andstæðingur inngöngu Breta í Evrópusambandið, stuðningsmaður járnfrúarinnar í Faklandseyjastríðiu og jafnvel meira að segja ýtti henni áfram í því máli með kyngimagnaðri ræðu. Ennfremur var hann Evruandstæðingur eins og Thatcher, félagi í Mont  Pelerín samtökunum eins og Hannes Hólmsteinn. Milton Friedmann hrósaði honum opinberlega fyrir peningastefnu sína og hagfræðiþekkingu.

Ræðumaður var Enoch Powell með eindæmum og vald hans á enskri tungu var þvílíkt að hann gaf ekki Churchill mikið eftir. Hann var málamaður mikill og lærði af sjálfsdáðum.  Hann náði tign undirhershöfðingja (Brigadier) í stríðslok en lenti ekki í orrustum og þjáði það hann til æviloka að hann skyldi lifa meðan aðrir féllu. Hann sagði þegar á hann var gengið um það hvernig hann vildi að menn myndu muna eftir honum. Það er þeim í sjálfsvald sett,  svaraði hann. Svo bætti hann við að sjálfur hefði hann kosið að hafa fallið í styrjöldinni.

Powell fæddist 1912 og dó 1998. Síðustu orð hans voru, að hádegisverðurinn, sem var aðeins næring í æð á spítalanum, fyndist sér vera ómerkilegur og ekki það sem hann óskaði sér.

 Powell sætti einskonar galdraofsóknum á sinni tíð  fyrir skoðanir sínar í innflytjendamálum og kratar reyndu að búa til úr honum ófreskju. Þessum manni sem var eindreginn andstæðingur dauðarefsinga, studdi réttindi samkynhneigðra, sölu ríkisfyrirtækja, einkavæðingu og pengingastefnu til hagstjórnar. Hann horfði fram í tímann sem stundarvinsældasjúkum samtíma stjórnmálamanna var um megn að viðurkenna. Sagan sýnir hinsvegar að hann hafði rétt fyrir sér í flestu sem hann sagði fyrir um 1968 og vandamálin sem hann ræddi um þá hafa aðeins versnað. Hann notaði orð eins  negri um blökkumenn hiklaust sem rétthugsunin bannar víst í dag.

Sagt er að sagan endurtaki sig. Hér á Íslandi er hrópuð ónefni að hverjum þeim sem lætur skoðanir í ljósi í ínnflytjendamálum og vill stjórna innflæði annarra þjóða til lands síns. Það er sama kjarkleysi sem hrjáir íslenska stjórnmalamenn nútímans og hrjáði breska stjórnmálamenn á tíma Enochs Powells. Þeir stinga frekar höfðinu í sandinn og drepa málum á dreif frekar en að hafa kjark til að ræða málin opinskátt. Stöðug vinsældakosning er ofar sannfæringu venjulegra þingmanna.

Einn þingmaður lýsti eitt sinn yfir eindregnum stuðningi við Enoch. Það hnussaði í karli og hann spurði hvar eru greinarnar og ræðurnar frá þér til stuðnings við mig? Hvar er fjárhagsstuðningur þinn við baráttumálin mín?  Viltu útskýra í hverju þessi stuðningur þinn felst?

Hann hafði áður sagt frá ótal dæmum um að fólk þyrði ekki að tala vegna ótta um refsiafleiðingar og óþægindi. Er þetta ekki núna í okkar þjóðfélagi spurning um kjark manna til að tala eða kjarleysi af ótta við hinar sjálfskipuðu refsinornir kratanna sem sjá um róg og niðurrif allra sem ekki hafa réttar skoðanir?

Hér má kynna sér hina frægu blóð-ræðu Enochs frá 20.04.1968. 

https://www.youtube.com/watch?v=3MtIF6tw-Io

Ræðan uppskrifuð : http://right2think.org/index.php/politics-main/68-rivers-of-blood-speech

 Er ekki merkilegt hvernig sagan endurtekur sig?

Er ekki Enoch Powell maður sem vert er að virða?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Powell var ekki verri í þýsku, en móðurmálinu eins og margir aðdáendur hans.

Sigurgeir Jónsson, 9.8.2014 kl. 20:40

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

hárrétt kæri Halldór - Enoch Powell er maður sem á virðingu skilda.

Powell, ólíkt flestum þeim sem á opinberum vettvangi tala, hafði kjark og þor til að segja sannleikann. Aðrir tala eftir því sem þeir halda að fólk vilji heyra.

Það hefur jafnvel verið fyllyrt að hefði hann flutt blóðræðuna sína eitthvað örlítið síðar, hefði hann sigrað E. Heath í formannskosningunum í Íhaldsflokknum. Stjórnmálamenn eru oft hræddir við þá sem eru hreinskiptir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.8.2014 kl. 01:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Cachoetes, það var ræðan sem skildi þá að því Heath rægði hann. Ég held að Powell hafi verið langtum meiri maður en hann. Thatcher gat ekki annað en haldið áfram í Falklands stríðinu eftir að Enoch flutti meistaralega hvatningu...what mettle she is made of..

Halldór Jónsson, 10.8.2014 kl. 09:48

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þar erum við sammála kæri Halldór. Powell var „alvöru“ eins og stundum er sagt. Það voru alvöru töggur í honum eins og Churchelll og Thatcher.

Í „Thatcher memoirs“ segir um þetta :

„Others shared my view that the Task Force would have to be used, but doubted the Government's will and stamina to do so. Enoch Powell expressed this sentiment most dramatically when he looked directly across the Chamber at me and declared sepulchrally:

The Prime Minister, shortly after she came into office, received a soubriquet as the ‘Iron Lady’. It arose in the context of remarks which she made about defence against the Soviet Union and its allies; but there was no reason to suppose that the Right Hon. Lady did not welcome and, indeed, take pride in that description. In the next week or two this House, the nation and the Right Hon. Lady herself will learn of what metal she is made.

[Footnote: Later, when the war was won, Enoch Powell returned to the subject in a Parliamentary Question: "Is the Right. Hon. Lady aware that the report has now been received from the public analyst on a certain substance recently subjected to analysis and that I have obtained a copy of the report? It shows that the substance under test consisted of ferrous matter of the highest quality, and that it is of exceptional tensile strength, is highly resistant to wear and tear and to stress, and may be used to advantage for all national purposes". Ian Gow had the two quotes printed and framed for me as a Christmas present in 1982; they hang still on my office wall.]“

Slóð :

http://www.margaretthatcher.org/search/displaydocument.asp?docid=109110&doctype=1

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.8.2014 kl. 17:30

5 Smámynd: Jón Magnússon

Enoch Powel var viðurkenndur mennta- og gáfumaður, en það dugði ekki til. Honum var gert ómögulegt að starfa innan Íhaldsflokksins og var áhrifalaus því miður frá því að hann flutti eina merkustu ræðu sína. Þá eins og nú vilja stjórnmálamenn ekki horfast í augu við veruleikann.

Jón Magnússon, 10.8.2014 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 3418461

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband