Leita í fréttum mbl.is

7 útgerðir með 91 % kvótans.

Við eigum að klappa fyrir því bráðum að kvótanum verði ráðstafað til 25 ára til greifanna sem eiga hann þegar með þessum hætti.

Ég hitti sjómann sem rær við annan mann tæpa sólarhrings túra. Þeir leggja 12 kílómetra línu og kaupa sér leigukvóta eftir þörfum. Ef túrinn gefur eina og hálfa milljón, þá fer strax helmingurinn til kvótaeigandans. Hitt hafa þeir fyrir sig og kostnaðinn.

Hver er þessi kvótagreifi sem hirðir afraksturinn? Það veit enginn. Ekki er það  þjóðin svo mikið er víst. Af hverju má þjóðin ekki eiga kvótann?. Það er af því að hann er veðsettur bankanum í boði Steingríms J.

Halda menn að þetta sé óumflýjanlegt? Af hverju er ekki hægt að setja tilkynningu í útvarpið um að kvótakerfið hafi verið afnumið frá kl 10 í fyrramálið? Það er alveg hægt. Það er alveg hægt að stýra aflanum öðruvísi.  Það eru margir sem halda því fram að aflanum sé haldið niðri vegna þess að kvótagreifanrir hafi hag af því að halda honum niðri. Fiskivernd segja þeir. Grásleppan var lengst af utan kvóta, Enginn stofn hefur sætt annarri eins rányrkju.Kvenfiskurinn rifinn á hol fyrir hrognin og öllu öðru bara hent. Hefur ekki aflinn stýrt sér sjálfur? Annaðhvort veiðist eða ekki veiðist. Er hitt eitthvað öðruvísi?

Það er líklega ekki nóg að 7 útgerðir í réttri eigu  séu með 91 % af auðlindinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Já, þetta eru þínir menn sem ráða, Halldór, og nú er bara að taka upp símann....Þínir menn tóku af sægreifagjaldið sem var komið á, og gerðu það á háréttum tíma fyrir "sína" menn og tóku einnig stóreignaskattinn af í leiðinni. Þetta eru þínir menn, Halldór. Láttu þá bara heyra það !

Már Elíson, 1.2.2015 kl. 23:19

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Taka af hvaða sægreifagjald? Ég veit ekki betur en að það sé verið að borga veiðigjöld. Það er ekkert búið að taka það af enda er ekkert annað en eðlilegt að borgað sé afgjald fyrir nýtingu á takmarkaðri auðlind.

Halldór við getum farið 30 ár aftur í tímann og skoðað hvernig umhorfs var í sjávarútvegi þá. Það er janfvel nóg að skoða árbók Fiskifrétta. Tæp 100 skip með veiðirétt á síld sem dæmi að kroppa í fáeina þúsundatugi af tonnum um og upp úr 1990. Sjóðasukkið í algleymingi osfrv.

Frábær tími...

Sindri Karl Sigurðsson, 1.2.2015 kl. 23:31

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Þið kommarnir Már hækkuðuð gjaldið sem við höfðum lagt á upp úr þakinu. . Ég var alveg sáttur við talsverða hækkun veiðigjaldsins en það voru skiptar skoðanir.

Auðlegðarskattur sem svipti gamalt fólk eignum sínum var ekki skattur heldur vemjulegt kommaofbeldi

Smári

Já við skulum gjarna fara 30 ár aftur í tímann.Þá voru þær aðstæður að of mörg skip höfðu verið keypt með pólitík og voru menn við það að fara á hausinn. Ef þetta hefði verið látið afskiptalaust þá hefði þetta lagast af sjálfu sér.Í stað þess voru allir settir á kaup hjá þóðinni.Ef menn keyptu of mörg skip í síld þá fóru þeir á hausinn. Nú fer enginn á hausinn í útvegnum.

Halldór Jónsson, 2.2.2015 kl. 08:38

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flottur pistill hjá þér Halldór til hamingju gaman að sjá þegar hugaðir menn taka upp pennan og segja sannleikann. Náttúrulega eigum við öll hvar í flokki sem við stöndum að standa upp og ráðast gegn þessari fásinnu í stjórn fisveiða sem heftir frelsið og steypir þjóðinni í eilífðar fátækt. Ef forysta flokkanna hlustar ekki ekki á kjósendur eiga þeir ekki erindi í forsvar flokkanna.

Ólafur Örn Jónsson, 2.2.2015 kl. 11:48

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Akkúrat Halldór, þetta er málið. Hver borgar þessar kollsteypur síðan?

Þú veist svarið jafnvel og ég.

Sindri Karl Sigurðsson, 2.2.2015 kl. 12:57

6 Smámynd: Jack Daniel's

Flott að sjá þetta Halldór og hafðu þakkir fyrir.  Held að þetta sé hreinlega í fyrsta skipti sem ég er þér algerlega sammála því það hefur aldrei verið meiri þörf fyrir almenning að standa saman að því að kvótakerfið verði afnumið í eitt skipti fyrir öll og komið hér á fiskveiðikerfi sem kemur allri þjóðinni til góða.
Mæli með að fólk fari á http://soknarhopurinn.is og kynni sér það starf sem komið er af stað.
Í þessum hópi er fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum með fjölbreyttann bakgrunn og á öllum aldri sem hefur aðeins eitt markmið og það er að koma í veg fyrir að kvótagreifarnir fái full og óskoruð umráð yfir sameiginlegri auðlind allra landsmanna, hirði allann hagnað af henni og hendi mylsnunni til þjóðarinnar eins og stefnt er að í nýju frumvarpi sem leggja á fyrir vorþing.

Jack Daniel's, 2.2.2015 kl. 14:45

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir þessa hugvekju

Friðrik Hansen Guðmundsson, 2.2.2015 kl. 22:48

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sanntrúuðum verður gjarnan tíðrætt um tímana fyrir kvóta og helst þeir sem þá voru ófæddir.

Allt frá aldamótum 1900 og fram til fjórða áratugar voru útendingar að skarka með trollið við eldhúsglugga húsmæðranna á sjávarjörðunum.

Árið 1900 kvörtuðu sjómenn í Skagafirði við sýslunefnd um yfirgang "trollara" og báðu hana að hlutast til um að danska varðskipið Heimdal yrði sem oftast á ferð um Skagafjörð að sumri.
Ekki hafði nú þessi yfirgangur bresku togaranna meiri eyðingarmátt en svo að árið eftir segir skagfirsk heimild frá fiskveiðum með stuttri fregn:
Aflaföng reyndust góð.
Enn í dag, eftir meira en aldarlangt skark trollaranna á Halanum dóla jafnvel tugir togara með trollið á eftir sér í sömu togslóð á góðum degi.

Og Sindri Karl. Árið 1774 veiddust 269 þorskar fyrir öllu Norðulandi á einu sumri á 70 lesta skútu sem var stærsta fiskiskip okkar. Var of stórum skipakosti um að kenna og ofveiði árin á undan?
Hvenær varð það pólitískt snilldarbragð að ríkið tæki í taumana með offjárfestingu atvinnuveganna, Sindri Karl?
Og hvenær hættu náttúrulegar sveiflur í lífríkinu að stýra fiskigengd.? Og hvenær munu bjánar hætta að belgja sig út í umræðum um málefni sem þeir bera ekki skynbragð á?

Árni Gunnarsson, 3.2.2015 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband