Leita í fréttum mbl.is

Hvar er eiginlega flokkurinn minn gamli?

em hafði sjálfseignarstefnuna í húsnæðismálum á oddinum í gamla daga. Eign fyrir alla var það sem keppt var að allstaðar seint og snemma.Menn lögðu nótt við dag og fluttu frekar inn á beran steininn heldur en að borga leigu.

Hefur þessi þróun haldið áfram? Hefur sjálft fólkið breyst?

Finnst ekki lengur svoleiðis fólk eins og var í Sjálfstæðisflokknum í gamla daga? Rúllaði sígarettur til að spara og drakk ekkert fínna en Brennsa aða smyglaðan sjénever. Eru landsfundarfulltrúarnir flestir orðnir að vel greiddum bréfaguttum og kvótakóngum? Hafa aðrir bara ráð á að kaupa miða á Landsfundinn? Eða bara nenna ekki meira?

Allt sjálfstætt fólk eins og Bjartur í Sumarhúsum er orðið að leigukrötum eins og menn sáu í Kaupmannahöfn þegar þeir sigldu til náms á síðustu öld. Þar virtust félagslegu úrræðin allsráðandi í húsnæðismálum ungs fólks. Þar kærðu menn nábúana fyrir skattsvik ef þeim fannst þeir lifa grunsamlega flott.

Minnir þetta ekki bara á nútímann hérlendis með alla Alþingismennina sem minna mest á gömlu dönsku kratana.

Hjá Erhardt fyrir sunnan Dybelsmöllen var allt þakið í Bausparkassen sem hjálpuðu fólki til að komast yfir húsnæði. Alveg eins og Sparisjóður Reykjavíkur og Nágrennis á sinni tíð áður en bréfaguttarnir náðu völdunum í honum. Nú er enginn svoleiðis sjóður eftir. Wholstand für Alle  sagði Ludwig. Og líka Masshalten,hafið hóf á ykkur,  ekki skrúfa upp kaupstaxtana eða verðlagið. Þið munið 1929 þegar frímerkið fór í milljón ríkismörk! Viljið þið að bjórinn hækki úr 50 penningum í 60 ? Nei, það látum við ekki gerast!

Nú  er Sjálfstæðisflokkurinn minn í ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Nú sýnist mér aðaláherslan hjá Framsóknarfélagsmálaráðherranum að skaffa fleiri leiguíbúðir, hækka bætur og styrki til leigjenda og heimta sama af sveitarfélögunum. Enginn minnist á eign fyrir alla. Ódýrar lóðir og ódýr hús. Nei, bar nógu flott og nógu dýrt.

Er Sjálfstæðisflokkurinn horfinn frá sínum gömlu hugsjónum? Hugsar hann meira núna um fleiri Seðlabankastjóraembætti, hagsmuni lífeyrissjóðanna sem vilja komast í erlent brask? Bæta við enn einni ríkisstofnun um félagslegar leiguíbúðir? Rétt eins og verið sé að finna upp hjólið aftur? Talar mikið um afnám einhverra gjaldeyrishafta sem ekki trufla nokkurn venjulegan mann. En höftin sýna fram á fáránleika lífeyrissjóðakerfisins sem valsar með ríkisskuldirnar eins og þær leggja sig og eiga ekkert í því fé og tekur því til sín sjöttapart af öllum launum í landinu á meðan ríkissjóður er tómur?

Er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bara fjórðungsflokkur til að vera? Eru allir hugsjónamenn sem voru þar einu sinni útdauðir? Tala þingmennirnir yfirhöfuð nokkuð við flokksmenn? Hugsa bara um sig og sín laun?

Er ekki bara allt þjóðlífið komið í fastar skorður kratískra félagshyggjulausna? Nefndir og ráð og ríkisvæðing. Af hverju láta verkalýðsfélögin ekki BHM og BSRB semja fyrst við ríkið áður en þau fara að reyna á sig? Hvað liggur þeim svona á að fara í verkfall strax?

Allt daglegt tal snýst um hagsmuni bankanna sem eiga víst orðið einhverja 600 milljarða í eigið fé án þess að hafa nokkru sinni orðið gjaldþrota þó að hrunið hafi gengið yfir.

Hver á þá þessa 600 milljarða? Skilanefndirnar? Ríkið? Einhverjir vogunarsjóðir?  Átti Steingrímur J. þá þegar hann gaf þá? Eiga hluthafar ekki neitt í félögum sem hafa ekki orðið gjaldþrota?

Ósköp finnst mér orðið dauft yfir vötnunum þegar ég minnist tíma Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Alberts sem byggði Valhöll skuldlausa sem nú er topp veðsett. Fleiri má nefna eins og Ingólf á Hellu, Jónas Haralz og Jóhannes. Þessir menn nenntu að tala við fólkið og hrifu það með sér. Þá voru auðvitað öll efni mun minni en í dag. En samt virtist allt ganga betur.

Hvar er eiginlega gamli flokkurinn minn?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það sem gerðist með gamla flokkinn þinn var að hann gaf eftir og lét staðlað uppeldi leikskólanna taka börnin í gíslingu.

Ragnhildur Kolka, 31.3.2015 kl. 19:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já frú Kolka,  en það var held ég sama fólkið sem fékk svo að eyðileggja reikningskennsluna í grunnskólanjum og svo fór lesturinn líka þegar blandað var í bekkina svo öllum leiddist, bæði þeim sem geta og ekki geta lært

Halldór Jónsson, 31.3.2015 kl. 22:40

3 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Ég held að viðhorf hafi breyst. Í þá daga var skyldusparnaður. Í dag held ég að ekkert af íslenskum ungmennum spari nokkurn skapaðan hlut. Það lifir fyrir daginn í dag. Það eru meiri útgöld nú á tækniöld en áður fyrr. Allir þurfa að eiga nýjustu tegund af síma, sem er ekki ódýr. Og svo þarf að kaupa sér fatnað skv. nýjustu tísku, sem er ekki ódýr, og líka fara til útlanda.

Fleiri þurfa að leigja sér húsnæði en áður. En f. nokkrum árum frétti ég af pari sem fór ekki að búa af því að þau áttu ekki nógu fín húsgögn.

Hér áður fyrr byggði fólk, og gat unnið í þessu sjálft, og það átti jafnvel hvorki ryksugu né ísskáp. Og það var hægt að sjá hvíta málningu á stofugluggum á einbýlishúsum sem fólk var að byggja. Það flutti inn í hús, eða hæð í húsi, án allra innréttinga og gólfefna, og lét stofuna skila afgangi.

En þetta fólk kom sér upp húsi/íbúð, og komu húsnæðinu í skikkanlegt horf eftir því sem efni leyfðu. Á þeim árum voru sem betur engin kreditkort, og skynsamlegar fjölskyldur lifðu ekki um efni fram. 

Enginn stjórnmálaflokkur getur bjargað þjóðinni, alveg sama nafni hvað hann nefnist.

Þjóðfélagið breytist, og áherslur breytast. En þeir skynsömustu lifa af. Þeir sem byrja að leggja fyrir ungir, komast betur af en þeir sem safna bara skuldum.

En ég held að skyldusparnaðurinn hafi verið skynsöm ráðstöfun á sínum tíma.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 1.4.2015 kl. 00:44

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sjálstæðisflokkurinn er heyglum horfinn. Forystan er litlaust samansafn af ofdekruðum pabbadrengjum og stúlkum. Árangurinn eftir því. Varla að finnist það kvikyndi innan forystunnar sem dýft hefur hendi í kalt vatn, með örfáum undantekningum, hvað þá brennt sig á einhverju og taka síðan afleiðingunum.. Litlaust dekurlið, sem kann ekki einu sinni að þrífa eftir sig skítinn. Þetta á reyndar við um nánast alla forkólfa stjórnmálaflokka á Íslandi í dag, því miður.

Hugsjónir og stefnur eru eitthvað sem er horfið út í hafsauga í hérlendri pólitík. Píratar "included", enda hafa þeir enga stefnu um neitt, nema að fá að vera bindis og kjólalausir á Alþingi, auk þess sem þeir vilja frjálst niðurhal á öllu efni á netinu og barasta "fuck you" höfundar.

Eigið rassgat "numero uno".

Engar kveðjur að sunnan, í þetta skiptið.

Halldór Egill Guðnason, 1.4.2015 kl. 03:27

5 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hollt hugvekja fyrir páska. 

Jón Baldur Lorange, 1.4.2015 kl. 07:22

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Holl átti hugvekjan að vera, og þörf.

Jón Baldur Lorange, 1.4.2015 kl. 07:24

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Skynsamlega mælt hjá Ingibjörgu Magnúsdóttur.  Þrátt fyrir smá galla á skyldusparnaðarkerfinu var það nú samt bara nokkuð gott kerfi.  Það er líka rétt hjá henni með unga fólkið í dag - það þarf allt að eignast allt eins og skot og auðvitað bara það nýjasta og dýrasta.  Við hjónin notuðum svalirnar hjá okkur sem kækliskáp í 4 ár áður en við eignuðumst kæliskáp og gekk bara ágætlega.

Kristmann Magnússon, 1.4.2015 kl. 17:18

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Mikið er gott að sjá að þið kjósendur eruð loksins að sjá þetta. Því miður voru Davíð Oddsson og Eimreiðingarnir bara Framsóknarplebbar og ekkert annað. Bara menn sem við vildum ekkert hafa með að gera og stefna okkar var að MOKA FRAMSÓKNARFLORINN.

Sjálfstæðisflokkurinn á og átti aldrei samleið með Framsóknarflokknum og hefur ekkert sést til stefnu okkar sjálfstæðismanna í yfir 20 ár. Í málefnum sjávarútvegs, málefnum einstaklingsins, frelsi í viðskiptum og athöfnum. Husið ykkur Flokkurinn hefur í 20 ár stutt EINOKUN og kvótastýringu í fiskveiðum og landbúnaði til stórskaða fyrir sjómanna og neytendur.

Vonandi hef ég loksins eignast samherja í að moka kvótagreifum og framsóknar pakki út úr Valhöll.

Ólafur Örn Jónsson, 2.4.2015 kl. 14:47

9 Smámynd: Sævar Helgason

Sú kynslóð er nú er kominn á aldur hefur sannalega lifðað margbreytilega tíma- en sjálfur  ég fæddur um sumarsólstöður árið 1938.
Eins og hér að framan er sagt byggðist tilveran öðru fremur á einstaklingnum, dugnaði ,ráðdeild og sparsemi við uppbyggingu tilverunnar.
Lán til húsnæðisframkvæmda voru yfirleitt lítil - fólkið vann mikið sjálft við sitt húsnæði til uppbyggingar og vann yfirleitt mjög langan vinnudag.
Fáir leikskólar voru fyrir börn og móðirin yfirleitt heimavinnandi við barnauppeldi og heimilið.

Að eignast sitt eigið húsnæði var algjört grundvallarmál - það gekk fyrir öllu .
Innbú smá safnaðist fyrir og bíll var síðast á planinu.
Og skuldir urðu þannig mjög litlar -yfirleitt.
Pólitíkin í landinu studdi mjög við sjálfseignarmálin.
Við þessi ,nú gömlu, getum litið stolt yfir farinn veg.
Unga fólkið ,í dag, má taka þessi gömlu gildi til lærdóms og eftirbreytni.
Góðir hlutir gerast hægt.  
Og Halldór, takk fyrir gott yfirlit 

Sævar Helgason, 2.4.2015 kl. 14:54

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hvar er eiginlega gamli flokkurinn þinn?  Löngu búið að pírata hann til nútímans. Eftir situr fylgið sem neitar að standa upp og horfa út um gluggann! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.4.2015 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband