Leita í fréttum mbl.is

Stórmerk grein um manneldi

birtist í Mbl. í dag eftir Pálma Stefánsson efnaverkfræðing.

Fyrir þá sem ekki lesa Mogga er greinin hér:

"Efnahvörf í vatni eru almennt háð hitastigi, magni hvarfefna og sýrustigi. Lífefnahvörf líkamans eiga sér stað við stöðugt hitastig með hjálp lífhvata. Efnaskiptin eru í hámarki við ákveðið sýrustig umhverfisins en líkaminn gerir allt sem hann getur til að halda stöðugu sýrustigi fyrir hin ýmsu lífefnahvörf í frumum líffæranna. Magn hvarfefna kemur úr fæðunni við meltingu hennar. Sé ekki neytt nægra steinefna og vítamína fyrir bæði stöðugt sýrustigsjafnvægi og næga hvata dugar lítt gnótt hvarfefna. Frávik á sýrustigum hefur því áhrif á alla líkamsstarfsemina. Aðeins eru þó fimm efni í lykilhlutverki hér: prótín og fosfór sem eru sýrumyndandi í líkamanum og svo basarnir kalíum, kalsíum og magnesíum.

 

Það eru nákvæmlega 100 ár síðan óvart var gerð stór og merkileg »manneldistilraun«. Þetta var í fyrri heimsstyrjöldinni og þýska herskipið Krónprins Vilhjálmur hafði verið samfleytt til sjós í 255 daga og hafði tekið mat og kol úr 14 enskum og frönskum flutningaskipum sem síðan var sökkt. Maturinn var m.a. ferskt nautakjöt, brauð úr hvítu hveiti, sætt kex og kökur, sykur, soðnar kartöflur, niðursoðið grænmeti og oleumsmjörlíki. Yfirmenn fengu það litla sem fannst af fersku grænmeti. Er skipið neyddist til að leita lands í Virginíu í BNA voru 110 sjóliðar af 500 rúmfastir en aðrir stóðu varla undir sjálfum sér vegna þróttleysis. Bæði læknar og aðrir veltu þessu síðan fyrir sér en komust að engri vitrænni niðurstöðu lengi vel. Þótti undarlegt að kalk hafði fallið út í liðamótum og þau bólgnað svo að menn gátu að lokum ekki staðið á fótunum auk fleiri einkenna. Það var þó næringarfræðingur sem kom öllum til heilsu á mislöngum tíma með því að gefa þeim aðallega ávaxta- og grænmetissafa, þ.e. nóg af vítamínum og steinefnum sem þeir höfðu farið á mis við og útiloka dýraprótín.

Í dag vitum við að öll áhöfnin varð ofsýrð af mat sínum sem hafði breytt sýrustigum líffæranna vegna skorts á bösum í matnum. Beinin höfðu farið að leysast upp og afleiðingarnar komu fljótt fram. Það sem er merkilegt við þetta er hvað þrótturinn var fljótur að þverra hjá ungum dátum á besta aldri á þessu sýrumyndandi fæði sem á þeim tíma þótti þó herramannsmatur enda yfrið nóg af hitaeiningum. Það var eimitt kjötið (prótínið og fosfórinn ) sem eyddi basamyndandi steinefnum og rústaði sýru- og basajafnvægi líkama þeirra. Þetta gerist enn hjá okkur í dag en þar sem við neytum líka ávaxta og grænmetis gerist þetta á löngum tíma.

Síðan þetta gerðist hefur mönnum tekist að finna leið til að reikna út frá fimm jónuðum efnum úr mat nokkurn veginn það magn sem ákveðin matvæli mynda af sýrum eða bösum í líkamanum mælt í rafeiningunni meq og gera töflur fyrir meq í 100 g matvöru til að auðvelda að setja saman matseðil með jafnt af sýru og bösum. Formúlan sem notuð er til að reikna þetta er svonefnt PRAL-gildi: grömm prótín x 0,49 + milligrömm (mg) fosfór x 0,037 - mg kalíum x 0,021 - mg kalsíum x 0,013 - mg magnesíum x 0,26 og er útkoman fjöldi meq úr 100 g matvöru. Þetta eru einmitt aðalefnin í hverri frumu í okkur og mynda sýru- og basajafnvægi í henni en flest lífefnahvörfin eiga sér stað í frumunum. Sé útkoma PRAL-formúlunnar neikvæð er varan basamyndandi en jákvæð sýrumyndandi. Af þessu sést að eitt prótíngramm sem myndar 0,49 meq af sýru og fosfórinn 0.037 meq hvert mg hafa mest áhrif á að sýra líffærin. Basarnir eru þrír og er kalíum með 0,021, kalsíum með 0,013 og svo magnesíum með 0,026 meq milligrammið. Fullorðnir þurfa daglega í fæðu 1,6 g kalíum, 280-350 g magnesíum og 800 g af kalsíum og jafnt af fosfór. Því reiknast mér til að 50 g prótíns á dag ætti að vera nægjanlegt fyrir flesta. Prótínríkar matvörur eins og egg, ostar, kjöt- og fiskvörur eru því með yfirgnæfandi sýrumyndandi prótín og svo fosfór. Það eru aftur á móti ávextir og grænmeti sem eru basísk. Olíur og feiti eru yfirleitt hlutlaus en kornmeti og þar með brauð er sýrumyndandi. Í fæðunni er brennisteinn, fosfór, klór og joð sem öll mynda sýrur sem eru eitur ein og sér og leysa upp vefina að lokum ef líkaminn fórnaði ekki bösum til að gera sýrurnar óvirkar og skola þeim síðan út í þvagi og með svita.

Og það er mjög auðvelt fyrir alla að fylgjast með sýrustigi þvagsins með pH-litarstrimlum yfir sólarhringinn en normalt sýrustig getur þó sveiflast milli 5,5 til 7,5, lægst að nóttu til. Önnur sýrugildi benda til ójafnvægis og oftast ofsýringar vegna ofáts prótíns (kjöt, fiskur, egg og brauð). Það vantar þá augljóslega meira af basamyndandi matvöru í fæðið sem yrði besta forvörnin til betri heilsu. Að lokum vil ég benda á ágæta »handbók« um sýru- og basajafnvægið sem selst hefur í 300.000 eintökum eftir dr. med. Eva-Maria Kraske og heitir á þýsku: Saeure-Basen-Balance, Schluessel zu mehr Wohlbefinden. Þá eru pH-Fix 4.5-10.0 litarstrimlar frá Macherey-Nagel með 100 stk. í pakka ágætir til mælinga vilji menn prófa. Hvort tveggja kostaði um 20 evrur í lyfjabúð í München."

Nú vantar okkur að vita hvar við fáum þessa strimla til að mæla sýrustig okkar. Er komin þarna skýringin á liðverkjunum sem hrjá marga og lætur þá éta massavís af rándýrum liðpillum. Sérlega ef hægt er að fá bót með aukinni grænmetisneyslu og minna próteini.

Pálmi hafi þakkir fyrir þessa stórmerku alþýðugrein um manneldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418224

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband