Leita í fréttum mbl.is

Yfirgefum EES og Schengen

hið allra fyrsta. Höldum góðri samvinnu og samræmingu eins og okkur hentar. En sleppum dellunni.

Svo segir í leiðara Mogga:

"Fyrir nokkrum dögum var einu lengsta löggjafarþingi í langri sögu Alþingis frestað. Þingið samþykkti 105 frumvörp, stóð í 126 daga og fundaði í alls 830 klukkustundir. Af þeim tíma fóru 50 klukkustundir í umræður um fundarstjórn og annað sem að mestu má telja til málþófs.....

 

.... Allt of stór hluti af lagasetningunni er orðinn athugasemdalaus afgreiðsla á tilskipunum Evrópusambandsins sem eiga ekkert erindi við Íslendinga en íþyngja bæði fólki og fyrirtækjum.

Á hinn bóginn er of lítið um lagasetningu sem léttir byrðarnar eða treystir grundvallarréttindi borgaranna. Gæði lagasetningar verða með öðrum orðum ekki mæld í fjölda frumvarpa sem sam- þykkt eru heldur innihaldi þeirra.

Þingmenn hafa verið hvattir til að nota sumarið til að velta fyrir sér bættum vinnubrögðum. Enn brýnna er að þeir velti fyrir sér að bæta lögin.

Hvernig getum við ætlast til þess að Alþingismenn taki að sér að vera stimpilpúðar vegna þess að fyrri þing hafi skuldbundið þá til þeirra örlaga? Hvar er sjálfstæður vilji og samviska þingmanns sem hann er eiðsvarinn?

Það er komið nóg af EES og Schengen. Yfirgefum það allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sæll Halldór!

Hvað myndu kapparnir í Viðskiptaráðinu segja við því?

=Að gallarnir séu orðnir fleiri en kostirnir?

http://vi-web.esja.com/malefnastarf/malefnahopar/regluverk-og-eftirlit

Jón Þórhallsson, 8.7.2015 kl. 10:03

2 identicon

Ég held þú gerir þér ekki alveg grein fyrir því hvað það hefði í för með sér.

Þú gerir ráð fyrir því að ESB myndi hreinlega VILJA gera við okkur fríverslunarsamning.  Það er ekkert víst ef við segjum okkur úr EES.

Íslenskar vörur t.d. ættu í hættu að vera samkeppnishæfar erlendis vegna tolla.  

Til að nefna fáeitt þá ættum við ekki aðgang að ERASMUS og íslenskir nemendur ættu erfiðara um vik að sækja sér menntun erlendis.

Yrðum einnig eina norræna ríkið utan Schengen og þarf að leiðandi væri norræna vegabréfakerfið í hættu.

Þetta er nú bara það sem mér dettur í hug í fljótheitum.

Gaupi (IP-tala skráð) 8.7.2015 kl. 10:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gaupi, eða hver sem þú ert

Ég er ekkert hræddur við neitt af þessu sem þú nefnir. 

Þeir myndi vilja fiskinn okkar sem annars færi annað.Þeir tolla okkur ekkert frekar en Norðmenn. Við fengum skólavist án þessa Erasmus á árum áður. Það eru hagsmunir stórvelda að fá erlenda aríska nemendur fremur en þriðja heims.  Bretar eru utan Schengen. Norræna vegabréfasambandið hefur aldrei verið skítsvirði fyrir almenning hvort eð er. Jú, ég hef alveg gert mér grein fyrir krataáróðrinum fyrir ESB

Halldór Jónsson, 8.7.2015 kl. 14:04

4 identicon

"Það eru hagsmunir stórvelda að fá erlenda aríska nemendur fremur en þriðja heims."

Váá, þú ert ekkert grínast.

Sem betur fer mun þó sennilega mín skoðun á þessu máli vera framtíðin, og ekki þín.  Get huggað mér við það.

Gaupi (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband