Leita í fréttum mbl.is

Fjölskyldur eru í samkeppni

við einstaklinga á húsaleigumarkaði. Líklega mikið  til við útlendinga.

Mér var sögð saga um að 4 herbergja íbúð í úthverfi sé leigð á 350.000 og gott ef ekki svart til viðbótar. Nokkrir einstaklingar komi og bjóði þetta. Þetta er bara einstaklings herbergis verð á hvern en auðvitað mun skemmtilegra. Við lékum þetta í Stuttgart í gamla daga 3 góðir félagar saman og áttum góða daga. Eigandinn í sjöunda himni með okkur. Ég sjálfur varð aldrei var við drauginn sem hinir sögðu að fylgdi íbúðinni sem var í frekar fornfálegu húsi með mikilli lofthæð. En vel í sveit sett fyrir okkur og í göngufæri við skólann.

Aukið aðstreymi erlends verkafólks mun auka á erfiðleika ungra fjölskyldna á almennum leigumarkaði. Það er þá eðlilegt að yfirleitt steinblindir stjórnmálamenn okkar fari að tala um nauðsyn félagslegra úrræða í húsnæðismálum. Sem er eðlilegt því að Sjálfstæðisflokkurinn, bæði í sveitarstjórnum sem og á landsvísu er búinn að týna niður gamla slagorðinu um "Eign fyrir alla". Enda er vanafylgi flokksins komið niður í samræmi við það.

Unga fólkið hættir að eignast börn og við flytjum inn óþjóðir til að vinna lægst borguðu skítverkin. Smám saman er þjóðinni skipt út fyrir önnur þjóðerni. Þetta er þróun sem er beint framhald af dekri sveitarstjórna við stórverktaka sem hækka fermetraverðið jafnt og þétt. Reynið að finna viðráðanlegar byrjunarframkvæmdir að litlum húsum á fasteignamarkaðnum eða lóð undir ódýrt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu? 

Meðan heldur slagurinn áfram á húsaleigumarkaðnum án þess að nokkur rönd sé við reist. Þess vegna  gapir unga fólkið upp í félagshyggjuflokkana en tengir ekki Sjálfstæðisflokkinn við sína hagsmuni á húsnæðismarkaði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418276

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband