Leita í fréttum mbl.is

Trump sigrar enn

Þrátt fyrir formælingar og hrakspár ýmissa góðkunningja minna þá er ekkert lát á mínum manni. Hann sigrar Bush svo afgerandi á K.O. að hann pakkar saman. Styrkist Trump við þetta eða ekki? Ég sé ekki nógu langt til þess.

En ég held að menn geri rétt í því að hætta að tala um Trump eins og hann sé einhver hálfviti. Maðurinn er ekkert í þá veru heldur klár og greindur. Og hann hefur greinilega líka pólitískt nef sem er talinn kostur í pólitík.

Ég held að Trump sé í sókn og hann muni sigra enn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einhversstaðar las ég Halldór að Trump hefði fyrir tja 20 árum síðan útlistað í bók hvernig hann myndi heyja kosningabaráttu sína, og passar það víst vel við kosningabaráttu hans í dag.

Ég á erfitt með að átta mig á manninum. Það læðist sá efi/grunur að mér að hann hafi fyrir löngu ákveðið að heyja EKKI kosningabaráttuna á þeim nótum sem búist er við af forsetaframbjóðanda, síðustu marga áratugina. Sé ef til vill að heyja hana á eldgamaldags máta eins og þegar rafmagnaðir fjölmiðlar voru ekki til: "townhall meetings" - en nú "nation wide".

En hvað veit ég. Ég botna lítið í manninum ennþá. Hann var á vef CNN í dag með sögu af Pershing hershöfðingja til frásagnar: Trump segir Pershing-söguna um byssukúlurnar sem lagðar voru í bleyti í svínablóði (Filippseyjar 1901 A.E.F.)

Sú saga gengur nú í Danmörku að hætt hafi verið við mosku-bygginu á Amager nýlega vegna þess að árið 2006 (sjá JP) tóku menn sig saman og helltu svínablóði yfir byggingareitinn og settu myndband af verknaðinum á Netið og sem Google hefur nú fjarlægt. Engin moska verður víst byggð þarna skv. Berlingske (m.b.dk).

Kannski að verðið á svínablóði fari hækkandi í takt við lækkandi olíuverð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 21.2.2016 kl. 19:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Gunnar,

Þó ég veðji á hrossið er ekki þar með sagt að ég sé alfarið ánægður í gæðingadómum um karlinn. Hann minnir mig dáldið a Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem var mestur ruddi íslenskra stjórnmálamanna á sinni tíð, þrælútspekúleruð og svo yfirgengilega ósvífin við andstæðinga sína sem hún hreinlega gargaði niður í kappræðum þannig að sæmilega kurteist fólk hafði ekkert að gera í hana. Ég ætlaði að setja uppalið fólk en af því að ég var stórvinur pabba hennar hans Gísla frá Haugi og ég veit að hann forguðaði stelpuna sína og ól hana vel upp. Hún var bara svona einbeitt og kaldrifjuð þegar hún fór í haminn og sveifst þá einskis,laug blákalt ef svo bar undir. Trump hefur ekki logið miklu að ég hef heyrt en hann er jafn andskoti ósvífinn í pontunni og Ingibjörg og gargar á andstæðingana svo mér ofbýður stundum ruddaskapurinn. En þetta er útspekúlerað hjá helvítis kallinum, -let them deny it og allt það-flut og flaut og puttarnir út um allt. Hvernig hann van kappræðurnar án þess að mæta í þær. Mjög óvenjulegt. Mér þætti fróðlegt að heyra ptívat álit Ingibjargar Sólrúnar á þessum Trump kalli og hans taktik en hún segist örugglega styðja Hillary án þes að henni dytti endilega í hug að kjósa hana.

Já, heldurðu að 100 svín gætu stoppað Dag og moskuna? Er það ekki eitthvað sem mennn verða að hugleiða? Ekki gætu þeir reist mosku í Svínadal nema að skíra hann upp?

Halldór Jónsson, 22.2.2016 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband