Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurflugvöllur

hefur fengið enn eitt áfallið sem menn sáu ekki fyrir til fulls.

Það var að Hanna Birna var í fullum rétti sem ráðherra að selja Jóni Gnarr neyðarbrautina sem enginn sá nú fyrir að Hæstiréttur myndi löggilda.

Nú getum við vallarvinir aðeins horft til Höskuldar Framsóknarmanns til að koma til bjargar. Hann hefur kjark til þess að flytja frumvarp til varnar vellinum. Ekki veit ég hvernig þingmenn flokksins míns bregðast við en ekki er ég fyrirfram mikið bjartsýnn á heilindi þeirra þegar til stykkisins kemur. Þeir hafa nefnilega sagt eitt fyrir kosningar og á landsfundum en þagað þess á milli nema kannski Jón Gunnarsson sem viðraði svipaðar hugsanir og Höskuldur. En síðan hef ég ekkert heyrt.

Hann Birna hefur sjálf bundið endir á sinn pólitíska feril þannig að hvergi fáum við færi á þakkargjörð til hennar fyrir afrek hennar. Höskuldur á hinsvegar eftir að standa við stóru orðin og þjóðin á svo eftir að sjá hvernig Dagur Bé, innanríkisráðuneytið og Alþingi hyggjast skipta kostnaðinum af nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni á milli sín.

Rögnunefndin hlægilega, sem hefði betur heitið Dags-nefndin, sem komst að þeirri niðurstöðu  að bygging nýs flugvallar væri hagkvæm í Hvassahrauni  skautaði alveg framhjá besta kostinum sem er Bessastaðanes. En margir hinna vísustu manna á fyrri tíð færðu rök að því á á mismunandi tímum að því að þar væri besta flugvallarstæðið, að Reykjavíkurflugvelli frátöldum.

Málið er auðvitað í pattstöðu þar sem menn munu aldrei ná neinni lendingu í málinu öðru vísi en að breyta og bæta Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Allt annað er draumórarugl og óábyrgur dilletantismi í fjármálum sem lifir sinn sumardag aðeins undir núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Svo margir gáfumenn verða varla kosnir saman í hóp aftur á einn stað og nú er þar að finna.

Á meðan er tillaga Höskuldar góð millileið fyrir Reykjavíkurflugvöll.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór jafnan - sem oftar, og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Þér: að segja, skyldum við EKKI, treysta Höskuldi Þórhallssyni í þessu máli / fremur en mörgum, annarra.

Þessi pjakkur - (Höskuldur Þór Þórhallsson) fór jafn mikið undan í flæmingi:: og þau Vigdís Hauksdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sumarið 2010, þegar ég hugðist afla liðveizlu þeirra, til myndunar öflugrar andspyrnuhreyfingar, gegn þáverandi óstjórnar klíku hérlendis, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar (2009 - 2013), helzt: vopnaðrar.

Hafði ég þá í huga: möguleika á tengingu við Serbnesku Þjóðfrelsishreyfinguna / liðsmenn Konungssinna og annarra Hægri manna í Serbíu, sem og Spetsnaz, einna öflugustu sér sveita Rússneska Hersins.

Komst - því miður, ekki lengra, þar sem áhugi þeirra 3ja reyndist vera 0 (enginn), þó svo ég hafði hitt Vigdísi á stuttum fundi:: það sama Sumar (2010) árangurslausum, en Höskuldur og Sigmundur Davíð gáfu ALDREI færi á að hitta mig, í þessu samhengi.

Tek fram: að hugmyndir mínar, um mögulega liðveizlu Serba og Rússa við Íslendinga, náði ég ekki að ræða frekar, við þau Höskuld / Vigdísi né Sigmund Davíð.

Slíkur var - OG ER doði þeirra, til nokkurra þjóðþrifaverka, eins og subbulegur ferill þeirra, undanfarin árin, sýna okkur hvað bezt, nema skófla undir sig, og sinna prívat hagsmuna, Verkfræðingur snjalli.

Því spyr ég: hvers vegna, skyldir þú (eða aðrir: yfirleitt) vænta einhverra frekari varna af hálfu Höskuldar Þórs Þórhallssonar, í þágu mikilvægis OG BRÝNNAR ÞARFAR hnökra lauss rekstrar Reykjavíkur flugvallar, til mjög langrar framtíðar litið, Halldór minn ???

Með beztu kveðjum - samt sem áður, af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 12:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég heyrði ekki betur en Friðrik Pálsson, sá ágæti maður, væri enn í vígahug á Stöð2 í gær. Ég vona hann láti ekki þar við sitja en haldi áfram að hvetja menn til að verja flugvöll allra landsmanna. 

Undirmá Hönnu Birnu gætu kostað flokkinn mikið fylgistap í haust kosningunum.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2016 kl. 13:06

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Undirmál -skal það vera.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2016 kl. 13:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

það gefst yfirleitt ill að ætla að gera þingmenn og leiðtoga úr venjulegu skrifstofufólki Kolka mín kær.

" Hossirðu heimskum gikki, hann gengur lagið á, og ótal asnastykki, af honum muntu fá."

Við skulum muna þetta í næstu prófkjörum. Dr. Jósef sagði við Zöru Leander: Kunst kommt nicht vom Wollen, sondern Können!

Halldór Jónsson, 10.6.2016 kl. 18:31

5 identicon

Sæll Halldór, við verðum víst að bíta í það súra epli að það voru flokkssystkyn okkar, þær Hanna Birna og hinar prinsessurnar tvær í borgarstjórnarflokknum sem brugðust algjörlega í þessu máli. Þær kusu flugvellinn niðurlagðann árið 2024 og Dagur situr með pálmann í höndunum.

Ertu svo að samþykkja að við skattborgarar eigum að borga nýjan flugvöll? Það kemur ekki til greina, Rvkborg, sem fær fullt af blokkarlóðum að selja, hlýtur að borga nýjan völl. Svo yrði því vellt inn í lóðargjöldin og niðurstaðan yrðu dýrustu lóðir í sögunni og þegar bætist við 5-10 metra niður á fast hafa engir efni á að búa þarna nema fyrrverandi ráðherrar og sendiherrar. Og það í svona Breiðholtsblokkum eins og verðlaunatillagan um byggð þarna sýndi! Þetta gengur bara ekki upp.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.6.2016 kl. 19:43

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll samflugmaður Örn

Já ekki heiðrum við minningu þeirra svo mikið er víst.

Það er eitt sem tryggir það að enginn annar flugvöllur rís en Reykjavíkurflugvöllur, það er það að EssBjörn ,Dagur Bé og allt þetta lið eru svoddan Guðsvolaðir aumingjar  sem aldrei geta neitt gert nema kjafta og skuldsetja höndina sem fæðir þá. Þeir þora engu nema framkvæma smávitleysur eins og Grensásveg og þenja út félagsmálin, þeir geta ekki neitt eins og venjan er um svona pennasköft. Berðu þá saman við Geir Hallgrímsson og Gústaf Elí Pálsson eða þá Davíð Oddsson. Þvílíkir lúserar sem varla gætu fært vatnsfötu yfir gólf af sjálfsdáðum, þeir myndu þurfa nefnd í málið og svo verktaka til að framkvæma. Eða þá þessi Halldór Auðar Svansson, vildi einhver ráða hann í vinnu óséð?

Halldór Jónsson, 10.6.2016 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418321

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband