Leita í fréttum mbl.is

Ofstæki kratanna

birtist manni í leiðara Fréttablaðsins í dag, því ofmetna auglýsingamálgagni Samfylkingarinnar. Ef menn vildu aðeins kynna sér ómarkvissa dreifingu Fréttablaðsins sést fljótt að blaðið auglýsir dreifingu sína og lestur með stórlega ýktum tölum.

Fyrir utan það að blaðið er svo afspyrnu leiðinlegt fyrir marga í einhliða krataofstæki sínu, að margir nenna hreinlega ekki að fletta því, þá er það óspennandi í útliti og allri gerð. Mjög sjaldgæft að nokkur maður með viti skrifi eitthvað í blaðið sem á erindi við aðra en heiladauða krata með Euroscklerosis á háu stigi. Aldrei myndi manni detta í hug að kaupa þetta blað sem sést á sölu þess til sveita. Enn hef ég ekki séð nokkurn mann kaupa þetta blað á 15 krónur úti á landi.

En það er hin hreina alþjóðahyggja kratanna sem ég ætlaði að ræða. En hún birtist meðala annars í "no-borders" kenningunni um að engar þjóðir eigi þau lönd sem þau byggja. Allir megi hrifsa allt sem þeim dettur í hug.

Í leiðara segir einhver Magnús svo:

"Eigingirni og sjálfselska eru dapurlegar kenndir sem búa í okkur flestum og birtast í ýmsum myndum. Öll höfum við staðið okkur að því að láta eigin hag og hentugleika ganga fyrir hagsmunum annarra með einum eða öðrum hætti og vonandi höfum við í framhaldinu kunnað að skammast okkar og sett okkur hærri markmið. En nú ber svo eymdarlega við að stofnaður hefur verið sérstakur stjórnmálaflokkur á Íslandi sem gerir út á þessa lágkúrulegu hvöt okkar. Gerir út á þá ankannalegu hugmynd að við sem þjóð, menning okkar og lífshættir, séu á einhvern hátt betri eða rétthærri en annarra sem þar af leiðandi eigi ekki að fá að njóta þess sem Ísland hefur að bjóða. Að við eigum Ísland og það sé því aðeins fyrir okkur sem hér erum borin og barnfædd ásamt kannski þeim sem eru okkur þóknanlegir. Þeim sem eru til í að vera eins og við. Íslenska þjóðfylkingin hélt aðalfund sinn í lið­ inni viku og tilkynnti í framhaldi um þá fyrirætlan flokksins að bjóða fram lista í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Helgi Helgason, formaður flokksins, tíundaði einnig helstu stefnumál, s.s. að herða innflytjendalöggjöf, banna íslam, vinna gegn fjölmenningu, bæta hag aldraðra og öryrkja og hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni svo sitthvað sé tíundað. Sé stefna flokksins skoðuð í heild sinni leynir sér ekki að hann dregur dám af vaxandi þjóðernishyggju á Vesturlöndum sem víða hefur fylgt hatursorðræða og athafnir sem engu samfélagi getur verið sómi að. Orðræða og athafnir sem hafa í gegnum tíðina leitt af sér kvalræði og hörmungar víða um heim og ættu að vera hverju einasta samfélagi víti til varnaðar..."

Hvað er rangt við það að þykja vænt um land sitt, tungu og sögu eins og fólk eins og Helgi Helgason hefur kynnst því í hálfa öld? Vilja ekki afhenda hvaða landhlaupastrák það með gögnum og gæðum af því að honum hentar að leggjast upp á okkur og heimta lifibrauð þegar honum passar?  Hvað væri á móti því að hætta að ráða ónýtt embættisfólk til að túlka Dyflinarreglugerðina svo þröngt að hundruðir af óskyldum kynstofnum hlaðast hér upp sem óafgreidd vandamál?

 

 

"... En að einangra bæði þjóðina og menningu hennar með útilokunum, höfnun á stöðu okkar sem þjóð á meðal þjóða og öllum þeim hætti sem Íslenska þjóðfylkingin virðist ætla sér getur einungis orðið til tjóns.  Engin þjóð er í eðli sínu annarri fremri, ekkert mannslíf öðru meira virði og engin menning er sjálfsprottin. Það er því á ábyrgð allra íslenskra stjórnmálaafla að sporna af öllu afli við þeim fordómum og þeirri skaðvænlegu þjóðernishyggju sem birtist kinnroðalaust í stefnu Íslenska þjóðernisflokksins...."

það er bannað að vera á annari skoðun en skoðun Baugs-og Samfylkingarinnar. Og málskrúðið sem notað er við bannsöngin er með ólíkindum sést á því hvernig þessi Magnús Guðmundsson leiðarahöfundur klykkir út með til að ófrægja Helga Helgason.

"....Þau íslensk stjórnmálaöfl sem þegar hafa með ýmsum hætti daðrað við hugmyndir á borð við þær sem birtast í stefnu Íslensku þjóðfylkingarnar þurfa að hafa í sér dug til þess að hafna þessum ósóma með afdráttarlausum hætti. Hafna því að eigingirni, sjálfselska og fordómar séu málsmetandi afl í íslenskum stjórnmálum svo enginn þurfi að óttast að viðlíka hugmyndir verði að vondum veruleika. Hvorki nú í haust né nokkurn tíma á meðan mennskan á sér hið minnsta athvarf á Íslandi."

Þarna skilgreinir hann föðurlandsást sem eigingirni, sjálfselsku og fordóma sem megi ekki vera að vondum veruleika. Er svona þankagangur bara í lagi?

 

Helga Helgason þekki ég frá bernsku hans og veit að hann er heiðarlegur piltur og vel ættaður og með heilbrigðar skoðanir sem vill þjóð sinni vel. Mér þykir að vísu miður hvernig hann hefur sóað sínu pólitíska lífi á ýmis vafasöm viðfangsefni sem hafa borið takmarkaðan árangur til þessa. Hann hefði betur verið með okkur lengur í Sjálfstæðisflokknum því þá væri hann kominn á þing fyrir löngu. Kannski gengur betur núna.

Að minnsta kosti eru margir arfavitlausir fyrir Útlendingafrumvarpinu nýja og hundfúlir yfir Óla Forseta að samþykkja þau án þjóðaratkvæðis.

En að bera saman þjóðernisskoðanir föðurlandsvinar eins og Helga Helgasonar við landsöluboðskap þessa " Krata-Magnúsar" og þeirra ESB-kaupmanna sem enn sitja Samfylkinguna og Viðreisn og fá út ólykt og fasisma er bara fanatík og jafnmikið fíbjakk og birtist í leiðaranum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

GB (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 11:46

2 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Halldór !

Magnús þennan Guðmundsson: Fréttablaðs snáp, sem og Semu Erlu Serdaroglu, hina Íslenzk- Tyrknesku vinkonu hans, ætti að gera brottræk af landinu, áður en þau ná, að eitra frekar út frá sér, með skrumskælingum sínum, öðru spéi.

Hið sama - gildir um Prests fíflið:: Davíð Þór Jónsson austur á landi, sem stýrði þróttmiklu klámblaði hérlendu, af miklum dugnaði á árum áður / og hefði átt, að halda sig við það, áfram.

Íslenzka Þjóðfylkingin: er hin mesta hófsemdar samkunda, sýnist mér alla vegana / og ég hygg: að þú farir nærri, um manngæzku Helga Helgasonar nafna míns Halldór, hann er allt of hógvær í samskiptunum við ráðandi öfl miðju- moðsins núsitjandi, sem og vinstra uppsópið, því miður.

Helgi Helgason: þyrfi að vera álíka harður í horn að taka, og þeir félagar mínir, Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu, einna fremstu Brimbrjótar Mið og Austur- Evrópu, gagnvart Múhameðsku plágunni, þar: um slóðir.  

Að minnsta kosti - skyldum við ekki gefa FERÞUMLUNG eftir, í samskiptunum, við Pírata samansafnið, frekar en No- Borders óþjóða lýðinn, á komandi tímum, Verkfræðingur góður.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 12:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir það báðir.

Óskar Helgi, þú ert glöggur á menn og málefni og gott að fá svona hliðarskeyti frá þér, þar sem annars gæti valdið samhengisleysi.

Ég heyri að Pétur Gunnlaugsson á Sögu kvartar sáran undan álygum á persónur þeirra Arnþrúðar, sérlega ásökunum um fyllerí frá þessum presti og ritstjóra Davíð Þór.Jón Valur bar vitni um tilhæfuleysi þessa í morgun.  Kanntu skýringar á atferli hans sérstaklega?

Halldór Jónsson, 5.7.2016 kl. 13:37

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Halldór.

Það er aumt þegar fjölmiðill boðar slík höft á mál- og félagafrelsi sem Baugsmiðillinn gerir, gegnum forustugreinar sínar.

Nú þekki ég hvorki til þessa nýja flokks né stofnenda hans og get ekkert tjáð mig um það mál. Hins vegar má alltaf lífga uppá þá flóru sem býður fram til kosninga og ekki vanþörf á einhverju mótvægi gegn öllum vinstriflokkunum, sem eru nú orðnir svo margir að erfitt er að halda um þá tölu.

Það er síðan kjósenda að velja þegar gengið verður í kjörklefana. Fari svo að þessi nýi flokkur fái gott fylgi, er það ekki merki um að kjósendur hans séu einhverjir ofstopamenn, alls ekki. Það er einungis merki um að þessi flokkur hefur þá eitthvað fram að færa sem kjósendum þóknast og aðrir flokkar þora ekki að boða.

Hvort ég muni kjósa þennan flokk veit ég auðvitað ekki, á eftir að kynna mér hvað þar er í boði, bæði málefnalega sem og mannakosti. Hins vegar er ljóst að ég mun aldrei kjósa Samfylkingu, né systurflokka hennar, Bjarta framtíð, Pírata né Viðreisn. Ekki að ég sé svo mikið á móti jafnaðarstefnu, þó vitað sé að jöfnuður hennar er einungis jöfnuður fátæktar. Innan þessara flokka er enga jafnaðarstefnu að finna, einungis uppdiktað ofmenntað fólk sem telur sig æðra en hinn venjulegi kjósandi. Slíkt fólk mun aldrei fá mitt atkvæði.

En örlítið meira um forustugreinina. Þessi Magnús sem hana ritar nefnir fjögur atriði úr stefnu þessa nýja flokks, sem dæmi um öfgahugsanahátt, öflugri löggjöf varðandi innflytjendur, bann við íslam, bætt kjör aldraðra og öryrkja og að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni skuli vera áfram!

Þessi Magnús er semsagt að segja að við eigum að opna enn frekar fyrir þeim sem hér enda, vegna þess að þeir eru stoppaðir á Keflavíkurflugvelli við að reyna að komast vestur um haf á fölsuðum skilríkjum, taka þessu fólki fagnaðar hendi.

Hann vill greinilega taka upp íslamska trú. Múhameðstrú hefði sennilega dugað flestum, en Magnús vill stíga skrefið til fulls og taka ofstækisfyllst afbrigði þeirrar trúar upp hér á landi. Hætt er við að málfrelsið kvenfrelsið, félagafrelsið, trúfrelsið og kynfrelsið, sem við höfum tekið upp, fari þá fyrir lítið! Sumt af þessu hefur vissulega verið baráttumál krata þessa lands, en ekki allt.

Þá vill Magnús ekkert vita af öldruðum og öryrkjum. Telur það rasisma að vilja hugsa til þeirra hópa.

Að lokum vill þessi ágæti maður að lífæðin milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar verði klippt í sundur og er hann þar vissulega á sömu slóðum og kratar.

Það er spurning hver öfgamaðurinn er, Magnús þessi sem skrifar leiðara Baugssnepilsins, eða sá sem er að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Magnús sækir sitt umboð til eins manns, meðan sá sem stofnar stjórnmálaflokk þarf að sækja sitt umboð til kjósenda.

Hvor er nær lýðræðinu?!

Gunnar Heiðarsson, 5.7.2016 kl. 14:24

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar Heiðar, objektivur að vanda. 

Ég tek undir það að Helgi Helgason er að sækja sér umboð sem er víðtækara en agavald eigenda 365.Orð Helga eru því ekki ómerkilegri en orð Magnúsar á nokkurn hátt þó honum finnist svo vera. Hrokann vantar ekki í Latte-Liðið

Halldór Jónsson, 5.7.2016 kl. 14:57

6 identicon

Það er oft grátbroslegt að lesa svona fordómafulla pistla eins og þessi Magnús skrifar, versta við það er að hann er að saka aðra um eigingirni og fordóma en áttar sig ekki á eigin fordómum og eigingirni.

halldojo (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 18:31

7 identicon

Komið þið sælir - á ný !

Halldór síðuhafi !

Hvað: Davíð Þór Jónsson snertir, sýnist mér, sé miðað við framgöngu hans á fyrri tíð:: sbr. svonefnda Radíusbræður (Sjónvarpsþáttum - gamansömum, á fyrri hluta 10. áratugar síðustu aldar), þar sem hann var í félagi við Stein Ármann Magnússon, þar sem efnistök þeirra voru misjöfn, og óþarflega oft neðan beltisstaðar, að mér fannst a.m.k. / að þá virðist mér: sem Davíð Þór karlinn, hafi ekki hlotið hið strangasta uppeldi, sem við fyrri kynslóðamenn (ég: frá síðari hluta 6. ára tugar, t.d.), áttum að venjast, sé mið tekið af pilti, svona: í hinu víðara samhengi, Verkfræðingur góður.

Eða - svo sýnist mér, að minnsta kosti.

Hinar beztu kveðjur - sem aðrar, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 20:11

8 identicon

Eigingirni og sjálfselska-get ég gengið inn í hans íbúð og hent honum út af því það er No-border regla sem gildir og engin á rétt á að eiga neitt? Er þetta fólk gegnum sneitt vanvitar?

Hvað eru margir flóttamenn inni á hans heimili í dag? Það væri kanki í lagi að sýna fordæmi?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 5.7.2016 kl. 22:38

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Þessir  menn eru rökheldir Valdimar, þeir eru ónæmir fyrir gagnrýni.

Halldór Jónsson, 5.7.2016 kl. 23:55

10 identicon

http://www.friatider.se/tidigare-anst-lld-migrationsverket-m-ste-g-ra-om-alla-asylbeslut

Hér er hægt að sjá hvernið "góða fólkið" í Svíþjóð vinnur.

Útlendinga nefndin ræður til sín suni-múslima og vinstri-aktivista til að vinna úr umsögnum flóttafólks.

Súni-múslimarnir higla sínum en hafna siha-og kristnum sem koma frá múslimsku löndunum en hvernig  öfga vinstri menn vinna þarna vil ég ekki vita um, en hér er mikil hætta á ferðum þegar svona sjúklingar eru í vinnu.

Lesið greinina mjög vandlega.

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 6.7.2016 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 3418439

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband