Leita í fréttum mbl.is

Rófan og hundurinn

eins og sjá má á teikningu Storms P er snjallræði Samfylkingarinnar til að heilla kjósendur.                  

þjóðarbrauðið Hvernig á að skilja tillöguna um fyrirframgreiddar vaxtabætur öðruvísi en verið ég að ota fólki út í kaup sem það ræður ekki við að borga.

Af hverju er ekki greiddur út ellilífeyrir fyrirfram? Eða atvinnuleysisbætur?

Fólk megi fara í fæðingarorlof núna vegna framtíðarbarna?

Örvæntingarútspil flokks sem er hugsjónalega gjaldþrota og í bráðri útrýmingarhættu? 

(Við boðum fyrirfran greiddar vaxtabætur til íbúðarkaupa. Við skerum báða enda af þjóðarbrauðinu og borðum það svo endalaust)

Er þetta ekki sagan um rófuna og hundinn?    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örvænting samfylkingarinnar, er nú orðin algjör, enda flokkurinn í útrímingarhættu, hvar á að taka penigana, hækka skatta á allan almennig í landinu?                             Fyrirframgreiddar vaxtabætur til næstu 5 ára, 3 miljónir vegna fyrstu íbúðar, eins og ástandið er á fasteignamarkaðnum, mun þetta strax hækka fasteignaverð um þessar vaxtabætur, þannig að íbúðarverð mun aðeins hækka. Fjárlög eru aðeins gerð til eins árs í senn, því ekki hægt að lögleiða þetta til næstu 5 ára.Vaxtabætur eru bæði tekju og eignategdar, þannig að sá sem notfærir sér þetta og fer síðan í starf sem er mjög vel launað, á hann að endurgreiða vaxtabæturnar, það þarf nú aldeilis her manna til að fylgjast með því, eða sá sem flytur til Noregs á öðru ári, á hann að endurgreiða vaxtabæturnar, til að meiga fara úr landi. Eða sá sem fær 50 miljóna bónus hjá slitastjórnum bankanna, eða sá sem fær mikinn arf, mann situr hljóðan að lesa þessa þvælu samfylkingarinnar.                          Síðan koma Píratar með Borgara laun fyrir alla, sem þíðir að hækka þyrfi skattprósentuna í 70%, og svo segjir Smári Pírati að 40-50% atvinnuleysi sé ekkert tiltökumál.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 14:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Heldurðu nafni minn að fólk sé ekki farið að hugsa?

Hugsi hvað það hefur fengið, aukinn kaupmátt, lægra verðlag með styrkingu krónunnar, lága verðbólgu.? Eru fólk sammála að nóg sé komið af sv góðu, nú sé um að gera að leggja allt undir í þeirri von að Birgitta eða Benedikt geri betur?  Ekki þyrði ég að veðja á þetta fólk.

Halldór Jónsson, 6.10.2016 kl. 17:10

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við getum þó öll verið sammála um að þessi gjörningur myndi skaffa mörgum vinnu hjá hinu opinbera. Þarna þyrfti að stofna Lánasýslu ríkisins 2 fyrir málið sem héldi utan um útgreiðslur og endurgreiðslur auk sérstakrar innheimtudeildar þegar aðstæður lánþeganna breytast. 
Engum virðist þó detta í hug að lina skattálagningu fólks almennt svo það verði sjálfbjarga um þessa hluti.

Kolbrún Hilmars, 6.10.2016 kl. 17:41

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Erum við þá ekki Kolbrún í hlutverki hundsins. Þeir sníða af okkur rófuna til að búa til batterí fyrir sig sjálfa, Tryggingastofnun eða Lánasýslu. Og þegar við erum að éta rófuna höldum við að kratarnir hafi skaffað okkur matinn. Svon gengur þetta í veröld kratanna. Skattleggja okkur og eyða svo sjálfir í það sem þeim finnst sniðugt. Og við trúum þeim alltaf.Ríkispeningurinn er manna af himnum. Hallelúja fyrir krötum allra flokka.

Halldór Jónsson, 6.10.2016 kl. 18:21

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þARNA ER VERIÐ AÐ múta kjósendum  ! SÍÐASTA HÁLMSTRÁ FALLANDI FLOKKS- EINS OG þegar bjarni b. LOFAÐI AÐ LAGFÆRA RÁNSFENG STJÓRNVALDA Á EIGUM ELLILIFEYRISÞEGA- SEMSE- HÆTTA AÐ STELA TBUDDUNNI AF GÖMLUM KONUM- SVIK- SVIK SVIK SVIK

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.10.2016 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband