Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson stendur við orð sín

Í dag barst mér bréf frá formanni mínum þar sem í stendur þetta m.a.:

"....Höfuðskylda okkar allra er að hlúa að þeim sem minna mega sín og aðstoða þá sem hjálpar eru þurfi.

Fyrir þinginu liggur frumvarp um breytingar á almannatryggingum Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag var samþykkt, að tillögu minni og félagsmálaráðherra, að leggja til verulegar breytingar á málinu.

Við lögðum til að komið verði á frítekjumarki að fjárhæð 25.000 kr. vegna allra tekna auk þess sem lágmarksbætur hækki í 280.000 kr. um næstu áramótin og 300.000 kr. 1. janúar 2018..."

 

Bjarni segir ennfremur:

"Við sjálfstæðismenn leggjum verk okkar á kjörtímabilinu í dóm kjósenda af stolti. Á kjörtímabilinu hefur orðið algjör viðsnúningur í efnahagsmálum.

Hér er lítil verðbólga, atvinnuástand einstakt, laun hafa hækkað og kaupmáttur vex hröðum skrefum. Aukinn stöðugleiki í efnahagsmálum hefur skilað öllum almenningi meiri hagsæld og öryggi. Ekki aðeins á íslenskan mælikvarða, heldur í samanburði við önnur vestræn lönd..."

Að síðustu segir Bjarni Benediktsson:

"..Ég hef þá bjargföstu trú að við Íslendingar séum á réttri leið. Við eigum að halda áfram á þeirri braut sem við höfum markað..."
 

"...Það hefur skilað árangri. Við göngum til kosninga sannfærð um að þannig verði það áfram.
 
Því við erum á réttri leið"
 
 
 
Bjarmi Benediktsson hefur staðið við orð sín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel Halldór.

En af hverju alltaf korteri fyrir kosningar..??

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 17:30

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

það er vegna þess Sigurður K. H. Að formaðurinn talar ekki nema í vörn. 

Halldór hefur sagt eitthvað það sem kom formanninum í vörn og þá talar hann.

Ég hinsvegar virka ekki í þessu efni, ekki nógu merkilegur. 

Hrólfur Þ Hraundal, 7.10.2016 kl. 20:43

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Síðustu sekúndur í miðnætti tifar klukkan inn og þá er hlaupið til handa og fóta þegar séð verður að atkvæði öryrkja og ellilífeyrisþega eru á leið annað.

Það átti að vera löngu búið að hlúa að téðum hópum, ekki bara rétt í lokinn til að bjarga eigin orðspori. Það er skammarlegt hvernig komið hefur verið fram við þessa hópa.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.10.2016 kl. 21:00

4 identicon

 

Ávallt heill og sæll Halldór.

Mig langar til þess að að bæta við hugleiðingar mínar, eftir lestur bloggskrifa þín í dag." Bjarni stendur við".

 Við skulum muna að korter fyrir síðustu kosningar sendi Bjarni bréf til gamlingja, þar sem hann lofaði verulegum kjarabótum þeim til handa.  Loforðin sem bréfið boðaði var ekki  efnt.  Um síðustu áramót voru kjör aldraða afgreidd með nafnakalli á Alþingi. Hvernig greiddi Bjarni atkvæði ?

Nú er loksins komið tækifærið sem er til boða fyrir þá sem eru með gömul og útjöskuð flokkskírteini.  Nú geta allir hætt hjarðmennskunni. Losað sig úr vistaböndum.  Sem oft er ánægja að lesa bloggfærslur þínar, en sjaldan sem bloggið í dag, og sjá þar raunsæar skoðanir þínar. Greining þín er skír, og við skoðun er ekkert framboð sem uppfyllir skoðanir og sem gætu fallið að þínum samkv. bloggi þínu í dag, nema Íslenska Þjóðfylkingin.  Enginn má misbjóða samvisku sinni,

Eðvarð Lárus Árnason, 7.10.2016 kl. 18:18

Eðvarð Lárus Árnason (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 21:10

5 identicon

Halldór minn ég held að þú sért kominn eitthvð langt í burtu frá raunveruleikanum. Bjarni að gera eitthvað fyrir þá verst settu eftir að kjörtímabilinu lýkur. Kanntu annan?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 21:57

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki einu sinni kortéri fyrir kosningar. 300 þús kallinn verður ekki kominn fyrr en árið 2018, meira en tveimur árum eftir að allir aðrir höfðu fengið hækkun afturvirkt á sama tíma sem aldraðir og öryrkjar voru eini látnir sitja eftir. 

Bjarni lofaði líka fyrir kosningarnar 2013 en loforðin voru strokuð út í bókstaflegri merkingu strax eftir kosningarnar. 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2016 kl. 23:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er rétt sem Ómar segir,ekki fyrr en árið 2018.. Nefnið einhvern stjórnmálamann í áhrifa stöðu sem ekki svíkur ehv.heit/loforð sitt við kjósendur sína.--- Í loforðaflauminum gleymist að þeir verða aldrei einráðir. 

 Væri þá ekki réttast að þeir skilyrtu það með; "Ef samráðsflokkurinn samþykkir það"?  

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2016 kl. 01:59

8 identicon

Leiðinlegt að lesa þessa vælandi og vanþakkláttu karla úr vinstrinu sem vilja ekki sjá það augljósa að Sjálfstæðisflokkurinn er á réttri leið með þjóðarskútuna, við vonum að áfram megi halda uppi þróttmiklu efnahagslífi og ekki komi hér vinstri stjórn sem væri vís til að glundra niður góðum árangri.

Guðrún Norberg (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 11:09

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er rétt hjá þér Helga Kristjánsdóttir, þar sem þú segir, þeir verða aldrei einráðir.  

Ég hef oft haldið því fram að margir flokkar styrki ekki lýðræðið, en þannig umræða er yfirleitt ekki velkomin.  

Mitt álit er að þrír flokkar séu nóg og fjórir aldeilis yfirdrifið, allt umfram það er ávísun á upplausn, vandræði og hrossakaup.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.10.2016 kl. 12:04

10 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - er ekki að koma í ljós að þetta útspil er bara plat - mér sýnist það á nýjustu fréttum og er EKKI óvænt.  ekkert nema upphrópanir hjá þessari ríkisstjórn

Rafn Guðmundsson, 8.10.2016 kl. 12:35

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Hvað finnst ykkur um það sem Björgvin Guðmundsson skrifaði áðan:

Ríkisstjórnin leggur til gagnslaust frítekjumark!

Í dag er í gildi 109 þúsund króna frítekjumark á mánuði vegna atvinnutekna aldraðra.Samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra á að fella þetta frítekjmark niður og i staðinn á að koma 45% skerðingarhlutfall við útreikning lífeyris almannatrygginga.Í frumvarpinu kemur fram útreikningur sem leiðir í ljós,að skerðing lífeyris almannatrygginga eykst verulega vegna atvinnutekna  vegna þessara nýju reglna.Nú þykist ríkisstjórnin vera að bæta úr þessu með þvi að tilkynna 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna!M.ö.o: Í stað 109 þúsund króna frítekjumarks á að koma 25 þús kr frítekjumark.Það sér hver maður,að þetta er gagnslaust.Það fer enginn eldri borgari út að vinna upp á þessi býti.Skerðingin heldur áfram og við það bætst skattaskerðingin.Atvinnutekjurnar væru rétt rúmlega fyrir kostnaði við að koma sér að og frá vinnustað.Ef ríkisstjórnin vill gera eitthvað raunhæft til þess að stuðla að atvinnuþátttöku eldri borgara ætti hún að ákveða strax að gera  lífeyri almannatrygginga skattfrjálsan eins og er í Noregi. 25 þúsund króna frítekjumark vegna atvinnutekna er brandari og skiptir engu máli fyrir eldri borgara.

Björgvin Guðmundsson



Ágúst H Bjarnason, 8.10.2016 kl. 13:06

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Frítekjumörkin má deila um síðar, en skattleysismörkin ætti strax að draga við framfærslumörkin, 300 þús pr mánuð.  Kemur ekki aðeins ellilífeyrisþegum til góða heldur líka unga láglaunafólkinu sem þarf að búa í haginn fyrir sína framtíð.  Er reyndar undarlegt hvað skattleysismörkin eru lág nú (um 150 þús). Virðisaukaskattur af neyslunni ætti að duga.  Hvarflar að mér að hér sé verið að tryggja sveitarfélögunum tekjur því ekki fær ríkið neitt fyrr en ofar dregur í launaskalanum.

Kolbrún Hilmars, 8.10.2016 kl. 15:35

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Guðrún Norberg, er það ekki aðalatriðið að glundroðinn taki ekki við?

Er þetta rétt hjá Bjögga? Þá skil ég ekki dæmið. Hann fékk 94 % af kröfum sínum um næstu áramót og afganginn ári seinna.

Er það virkilega að það sé verið að auka skerðingar á eldri borgara? Getur einhver útlistað þetta betur?

Halldór Jónsson, 8.10.2016 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband