Leita í fréttum mbl.is

Af hverju er ekkert gert?

annað en að segja frá alls kyns neyð í húsnæðismálum?

Mæður á flótta undan ofbeldi. Engin búsetuúrræði. Heilabilaðir á hrakhólum , ekkert húsnæði. Fleiri íbúðir en eru í byggingu +i túristaútleigu hjá AirBandB. Ungt fólk ær ekki leigt.Allt svo dýrt. Eiginlega enginn getur tekið á leigu neitt húsnæði í samkeppni við túristana.

Svo auglýsa Stólpi Gámar lausnina í sjónvarpinu. Huggulegir íbúðargámar sem kosta skídogkanel. Dagur Bergþóruson og hans lið geta ekkert gert. Bara sagt SorrýStína. Segjast ætla að byggja 5100 íbúðir. Hvenær skiptir ekki máli, þeir bera enga ábyrgð á neinu, hvorki sem þeir segja né gera ekki.

Það væri hægt að reisa fullt af íbúðum í hvelli úr gámum ef búnar væru til götur með frárennsli og hita. Þær færu ekkert þó gámarnir færu. Nei, orkan beinist að léttlestakerfi jafnvel alla leið til Keflavíkur og þrengingu Grensásvegar. Og ráða fleiri félagsráðgjafa fyrir húsnæðislaust fólk.

Þvílíkir framkvæmdamenn sem geta bara ekkert gert í húnæðismálum nema til langrar framtiðar sem þeir vita að þeir munu ekki lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418413

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband