Leita í fréttum mbl.is

Alvarleg kennaratíðindi

finnast mér vera þau, að aðsókn í kennarastörf er að minnka.

Hefbundin kratasvör eru sem fyrr þau að hækka laun kennara. Bara nógu mikið og þá verði aftur nóg af kennurum.

En er það svo?

Þegar ég lít til baka þá get ég ekki hugsað það til enda ef ég hefði ekki notið þeirra afburða kennara sem ég var svo heppinn að fá frá 6 ára aldri. Hversvegna þeir voru að hafa fyrir mér þetta? Svo ósköp vanþakklátur og vitlaus ég var að fatta fæst af því sem þeir sögðu fyrr en löngu seinna. Meðal annars þann sannleika að ég væri fljótfær klaufi og vandaði mig ekki nógu mikið.

Ég minnist þess ekki að þetta hafi verið ríkir menn. En margir þjóðþekktir fyrir önnur störf  sín en kennsluna.

Svo hvað hefur breyst? Er ekki lengur í eðli fólks að vilja miðla ungu fólki því sem að gagni kemur? Nei ég held að mannlegt eðli breytist ekki. 

Það er þá eitthvað annað? Getur verið að starfsumhverfið hafi breyst? Kennurum hafi á seinni árum verið  lagðar skyldur á herðar sem þeir finna sig ekki lengur í?

Gæti orsökin verið blöndun nemenda í bekki eftir slembiaðferð í stað námsgetu eins og fyrrum spili hér inní? Hverjum kennara sé stillt upp við veggi þar sem honum er bannað að finna kröftum sínum stað? Hann fái ekki að gera það sem hann langar til sem er að kenna og sjá árangur vegna skrifræðis fólks sem er meira upptekið af pólitík en verkefninu?

Þess í stað á hann að fást við félagsleg vandamál, útlendinga og trega nemendur með hegðunarvandamál sem halda námshraðanum niðri eða eyðileggja þannig beinlínis starfsánægju kennarans? Þeir nenni því ekki lengur að fást við þetta kerfi sem bara versnar ár frá ári.Þeir finni sér önnur störf. Starfsgleðin sem felst í því að geta kennt og bætt heiminn hverfur fyrir vandamáladekrinu?

Ég held að kennaravandinn þurfi ekki fyrst og fremst að felast í kaupinu sem auðvitað þarf að vera mannsæmandi. En það getur verið að vandinn sé djúpstæðari en það.

Það eru hugsanlega hin alvarlegu kennaratíðindi að menn hafa misst sjónar á tilganginum vegna umbúðanna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær að einungis 2 stærðfræðikennarar munu útskrifast af menntasviði HÍ næsta vor. Á sama tíma kallar atvinnulífið eftir æ fleiri kennurum með sérsvið í stærðfræði eða náttúruvísindum. Þetta eru mjög alvarleg tíðindi og eflaust spila kjör kennara hér stóra rullu. Það eru gömul sannindi og ný (m.a. stutt af rannsóknum) að einstaklingar sem búa yfir hæfileikum í sviði stærðfræði eiga auðveldara með en flestir aðrir að verða sér úti um hálaunastörf. Þess vegna kemur frétt Stöðvar 2 ekki á óvart.

Jón Kristján Þorvarðarson, 14.11.2016 kl. 10:18

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð grein Halldór. Ég held að það megi alveg setja kennsluna á autopilot þ.e. þeim er ekki treystandi lengur að halda frið svo best er að setja kennslu efnin á netið og gefa fólki val. Þessir krakkar í dag eru ekki heimsk þegar þau fara í skóla og þau kunna að leita uppi upplýsingar á tölvum hvað þá smart símum sem flest eru með í dag. Ástralía byggir á þessu, USA er alltaf að auka foreldra kennslu ísland ætti að vera búnir að gera þetta í stað þess að rífast um nemendur í dreifbýlinu.

Valdimar Samúelsson, 14.11.2016 kl. 10:50

3 identicon

Það voru alvarleg kennaratíðindi þegar skólastjóri Melaskóla var látinn hætta vegna eineltis kennara og það var bara látið gott heita.  Þarna var ekkert hægt að skella skuldinni á heimska nemendur eða léleg laun.  Þetta var bara mórallinn meðal kennara.  Það er ömurlegt til þess að hugsa að börn séu dæmd til að standa og sitja eins og þetta fólk vill.

http://www.ruv.is/frett/skolastjori-melaskola-haettir-umraedan-ovaegin

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 14:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jæja? Þegar ég var í grunnskóla höfðu kennarar svipuð laun og Alþingismenn og reistu sér röð af einbýlishúsum gegnt Laugarnesskóla. 

Það var eftirsóknarvert að öllu leyti að vera kennari. 

Ómar Ragnarsson, 14.11.2016 kl. 15:35

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Elín það gengur meðal skólabarna 6 til 13 ára allaveganna að kennarar séu vinstri sinnaðir. Einn af mínum barnabörnum 6 ára sagði að það væri bara einn sem vild Trump og það virðist vera altalað að kennarar stunda áróður gegn Íslandi. Einn sagði mér að kennari sinn hafi sagt að Ísland væri sóðalegasta land í heimi og þetta er ekkert einsdæmi. Það er sorglegt þegar fólk sem á að mennta upprennandi kynslóðir séu svona þenkjandi.Það er margt að í þessum skólum okkar. 

Valdimar Samúelsson, 14.11.2016 kl. 15:46

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

 Jón K Þorvarðarson er þessi mynd tekin í Látravík.

Valdimar Samúelsson, 14.11.2016 kl. 15:49

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér eru Íslendingar í næst lægsta sæti:

Does It Pay to Become a Teacher?

http://economix.blogs.nytimes.com/2012/09/11/does-it-pay-to-become-a-teacher/?_r=0

Ágúst H Bjarnason, 14.11.2016 kl. 16:01

8 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Valdimar: Látrar í Aðalvík.

Jón Kristján Þorvarðarson, 14.11.2016 kl. 16:06

9 identicon

Þetta er því miður meinið Valdimar.  Þetta er ekki kennsla.  Þetta er heilaþvottur.  Trump fer sínar eigin leiðir.  Það er sennilega þess vegna sem hann fer svona í taugarnar á kennurunum sem blessuð börnin sitja uppi með alla dagana langa.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.11.2016 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3418242

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband