Leita í fréttum mbl.is

Voru kosningaúrslitin?

krafa um það að Samfylkingin skyldi ráða úrslitum hvaða ríkisstjórn yrði mynduð á Íslandi?

Var stjórnamyndun Pírata það sem þjóðin þráði að sjá í 34 atkvæða meirihlutastjórn? 

Mér finnst eiginlega ekki hægt að spyrja Samfylkinguna eina þessarrar spurningar. Ábyrgðin liggur víðar.

Þau sjónarmið heyrast að núverandi stjórnarflokkar hafi tapað kosningunum. 29 á móti 34. En hverjir sigruðu meira en aðrir töpuðu? 

Staðan er fyrir mér einföld. VG heldur á lyklinum af þriggja flokka stjórn með öruggan meirihluta. Þessi lykill hefur verðmiða. Sá verðmiði mun kosta almenning þessa lands fjárútlár og lífskjararýrnun. En hvað er að fást um það við þessar aðstæður?

Verðum við ekki að borga það sem mesta farsældin krefst?

Voru kosningaúrslitin ekki krafa um meiri stöðugleika en stórar kollsteypur?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjarri fer því, að Samfylkingin eigi nokkurt erindi inn í þessar stjórnarmyndunarumræður, en er nokkuð hlustað á fólkið í landinu? Ég hef spurt í Velvakandabréfi, hver stjórni eiginlega landinu, og mér finnst svarið einfalt: Sovétfréttastofa Rúv. Það er hún, sem valdi forsetann og nú lemur hún á flokkunum "sínum", þar á meðal Samfylkingunni, að mynda stjórn, sem heimt er að sitji heilt kjörtímabil, hvernig sem það kemur nú til með að ganga. Það skal bara ganga, takk, hvað sem hver segir. Og engar kosningar að vori, takk, segir Steingrímur. Þegar hann sagði þetta í hádegisfréttunum, þá var mér nú spurn, hvað núverandi starfsstjórn hefði verið að láta eftir að hafa kosningar í haust, þegar stjórnarandstaðan heimti slíkt, þegar hún er sjálf ekkert nema harkan sjö, þegar stjórnarflokkarnir og þeirra kjósendur heimta slíkt. Bjarni og Sigurður Ingi eru alltof góðir í sér gagnvart þessu liði, sem mæta kröfum þeirra og þeirra kjósenda með hörkunni sjö. Hvað myndi líka gerast, ef við kjósendur D og B-listanna mættum á Austurvelli og lemdum potta og pönnur til að árétta kröfur okkar um kosningar í vor, eins og kjósendur og áhangendur stjórnarandstöðunnar hafa gert í tíma og ótíma út af öllu mögulegu sem ómögulegu? Ætli því yrði ansað? Það held ég varla. Það er hálf hjákátlegt að hugsa til þessa, hvernig þessir flokkar eru og hversu harðir á sínu, en okkar flokkar ekkert nema eftirlátsemin, sem þessi stjórnarandstaða á að engu leyti skilið. Eitthvað, sem bæði Spaugstofan og Matthildingar hefðu getað spaugað með á sinni tíð. Þetta er alveg dæmalaust hreint, hvernig stjórnmálin eru hér á Íslandi í dag. Ég er svo sem ekkert hissa á því, þótt það sé gert grín að okkur erlendis, þótt það sé ekki nema fyrir það t.d. að kjósa Pírata í svona miklum mæli og láta þeim eftir stjórnarmyndunarumboðið, sem hefði hvergi þekkst nema hérna, og fyrir svo margt annað. Annars er ég komin á þá skoðun, að það þurfi að breyta kosningalöggjöfinni, líkt og Finnar gerðu, þegar einir 18 flokkar buðu sig fram þar í landi í einum kosningum, og þeir bættu því þá við í kosningalöggjöf sína, að ekki megi bjóða fram meira en 10 flokka í mesta lagi. Við þyrftum að setja álíka klausu inn í kosningalöggjöf okkar, svo að dreyfingin verði ekki svona mikil á atkvæðum, eins og varð í kosningunum í haust. Annars gæti svo farið, að þjóðin yrði öll í kjöri í einhverjum kosningunum, ýmist í einkaframboðum eða flokksframboðum. Þá færi í verra. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt, að skerpa á þessu í kosningalöggjöfinni og takmarka fjölda þeirra flokka, sem mega vera í framboði. Annað gengur ekki. - En mér líst mjög illa á útlitið í stjórnmálunum, eins og þau eru í dag, og hvernig þessi framhleypna, hápólitíska og freka fréttastofa Rúv hagar sér og er að skipta sér af því, sem hún á og má lagalega séð ekki skipta sér af svona beint, eins og hún gerir. Þetta getur ekki gengið svona lengur, og verður að fara að gera eitthvað í málinu til að stöðva þetta. Til hvers að láta kjósendur segja sitt álit í kosningum, og svo er ekkert farið eftir því eða því ansað, eins og t.d. með Samfó? Þetta gengur ekki lengur. Það segir sig sjálft.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2016 kl. 13:52

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna kemur Guðbjörg Snót akkúrat inná meinið í þjóðfélaginu núna, þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru greiningu.  Þessi úrslit kosninganna í haust kalla einmitt á aðrar kosningar í vor og vonandi verður þjóðin þá búin að átta sig að mestu á því að vera ekki að kjósa einhver "grínframboð" sem standa hvorki fyrir eitt eða neitt.....

Jóhann Elíasson, 11.12.2016 kl. 15:21

3 identicon

Það sem útlendingar eru að veltast um af hlátri yfir í Íslenskri pólitík. Það er hvað margir kjósa alltaf þá sem stálu bönkunum og settu allt á hausinn. Þetta bara skilja útlendingar ekki.

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.12.2016 kl. 02:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband