Leita í fréttum mbl.is

Gjaldþrot Samfylkingarinnar

í húsnæðismálum í Reykjavík blasir við.

Aumkunarvert er að lesa skrif Hjálmars Sveinssonar um húsnæðismál á bloggi hans. Og ekki var hún betri greinin hans þar sem hann lýsti því fyrir Reykvíkingum hvert þeir gætu flutt. Ekki núna, þar sem minnst  er búið að byggja af þessum draumum Hjálmars,  heldur einhverntíman seinna eftir þetta kjörtímabil.

Þetta skrifar Hjálmar:

"

Þrátt fyrir mikil umsvif á byggingarmarkaði á höfuðborgarsvæðinu árin fyrir hrun blasir við skortur á litlum íbúðum á viðráðanlegu verði í Reykjavík. Á leigumarkaði ríkir neyðarástand. Margar skýrslur hafa verið skrifaðar um mögulegar úrbætur. Nýja ríkisstjórnin er búin að skipa enn eina nefndina.

Ein ástæðan fyrir ástandinu er sú að hér var byggt upp kerfi sem umbunaði fjármálaöflum og verktökum sem byggðu stórar og dýrar íbúðir. Afraksturinn blasir við í lúxusíbúðaturnunum við Skúlagötu.

Kannski er það skýringin á því að margir borgarbúar hafa illan bifur á „þéttingu“ byggðarinnar. Þeir sjá fyrir sér uppbyggingu rándýrra íbúða á miðborgarsvæðinu þar sem almenningur á enga möguleika á að búa. Reynslan sýnir að einmitt það mun gerast verði ekkert að gert. Það er meðal annars þess vegna að nú er verið að vinna að róttækri stefnubreytingu í Reykjavík.

Ný húsnæðisstefna kveður á um að byggðar verði 2.500 til 3.000 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir í Reykjavík næstu 3–5 árin. Gert er ráð fyrir samvinnu við traust húsnæðis- og byggingarsamvinnufélög og verkalýðshreyfinguna. Einnig hefur verið sett af stað hönnun svokallaðra Reykjavíkurhúsa, hagkvæmra fjölbýlishúsa þar sem félagsleg blöndun er tryggð. Stefnt er að byggingu 400 til 800 íbúða í 15–30 húsum á næstu 3 til 5 árum.

Húsnæðisstefnan er byggð á nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Þar er lögð áhersla á að húsagerðir og búsetukostir henti öllum félagshópum og allt að fjórðungur nýrra íbúða í borginni verði leiguíbúðir. Slíkar íbúðir eiga einkum að byggjast á miðlægum svæðum þar sem almenningssamgöngur eru góðar. Reykjavíkurborg mun leggja fram lóðir og lönd og annað sem til þarf til að þessi stefna verði að veruleika.

Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu í borginni í góðri samvinnu við Besta flokkinn. Samfylkingin hefur líka verið leiðandi á Alþingi í húsnæðisumræðunni. Undirbúningsvinnan hefur verið vönduð og mikil. Nú er kominn tími til að láta verkin tala. Það er stóra verkefni Samfylkingarinnar Jafnaðarmannaflokks Íslands næstu árin.

Það er hreinskilið af Hjálmari að viðurkenna berum orðum að neyðarástand ríki í húsnæðismálum í Reykjavík. Að stefnan í húsnæðismálum og þéttingu byggðar hafi algerlega mistekist. Að ekkert nema einhver undirbúningur hafi farið fram?. En ekkert byggt?  Verkin eigi hinsvegar að tala á næsta kjörtímabili? 

Er Samfylkingin líkleg til að láta verkin tala í Reykjavík? Flokkur sem hékk inni á einum dreifbýlisþingmanni? Heldur Hjálmar að Reykvíkingar muni endurkjósa hann út á efndirnar í húsnæðismálum? Er maðurinn ekki bara algerlega veruleikafirrtur?

Er Samfylkingin hreinlega ekki gersamlega gjaldþrota flokkur sem hvorki hjólar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Halldór - sem og aðrir gestir, þínir !

Hjálmar Sveinsson: var tiltölulega nothæfur á Rás 1, í alls lags specúalsjónum um Bókmenntir, sem annað ýmislegt, hér á árum áður.

En - hvað stjórnun og ákvarðanatöku ýmissa samfélagsmála snertir, svo sem húsnæðis- og gatnamál nágranna okkar í Reykjavík varðar t.d., er þetta mann-fífl á algjöru Steinaldar stigi, því miður.

Svona viðlíka flón: og þeir Ess Björn og Dagur B., svo ekki sé nú minnst á Svefngengilinn Halldór Halldórsson úr Valhöll (og vestan frá Ísafirði), sem veit nú ekki yfirleitt / hvort hann sé að koma, eða fara.

Og - ekki er það beysið yfirleitt, mannvalið í Borgarstjórn nágranna okkar beggja, suður í Reykjavík, Halldór minn.

En: eftir sem áður, toppar Holu- Hjálmar (Sveinsson) mannvalið í stjórnun Reykjavíkurborgar, síðan fígúran og leiðinda fyrirbrigðið Gísli Marteinn Baldursson var þar innanborðs, hér: á árum áður, Verkfræðingur góður.

Meðalgreind ofantalinna flóna - nær tæpast Marglyttu vitsmunum, þegar grannt er skoðað, fornvinur vísi.

Með beztu kveðjum: sem endranær - af Surðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 15:16

2 identicon

Það þarf engvu að bæta við athugasemd

Óskars Helga.

Vel orðað..cool

M.b.kv. til suðurlands.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 17:18

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Mér var skemmt að lesa þennan texta Óskar Helgi, það neistar sannarlega af þér í dag

Halldór Jónsson, 5.3.2017 kl. 18:00

4 identicon

Blöndalinn sagði nú um daginn að það væri bara misskilningur að það væri húsnæðisskortur. Áætlanir sýndu að það væri til nóg af húsnæði

Starfsmaður (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 18:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Núna eru tveir "Sjálfstæðisflokkar" og Björt framtíð í ríkisstjórn. 

Ekki orð um húsnæðismál í stjórnarsáttmálanum. 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2017 kl. 19:12

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er ríkisstjórnin tekin yfir stjórn höfuðborgarinnar, Ómar?

Gunnar Heiðarsson, 5.3.2017 kl. 19:23

7 identicon

Veit ekki betur en að í Svíþjóð þar sem ég á heim eru menn  í óða önn að flytja inn í íbúðir sem eru bara til ī munnveðri stjórnmálabjálfana td Reinfeld og hans arftaka.

Pall Kaj Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.3.2017 kl. 19:30

8 Smámynd: Hrossabrestur

Líklega er farið að slá út í fyrir Samfylkingarmanninum Ómari Ragnarssyni.

Hrossabrestur, 5.3.2017 kl. 20:43

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Uppsöfnuð þörf er 3-4000 íbúðir í höfuðborgina, við það bætist síðan árleg þörf upp á 1400 íbúðir vegna eðlilegrar fjölgunar íbúa.

Borgarstjórn ætlar að bjóða upp á 400 - 800 íbúðir á næstu þrem til fimm árum!!

Er ekki allt í lagi í kollinum á þessu fólki sem stjórnar borginni?!!

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2017 kl. 01:55

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek eftir því að Ómar Ragnarsson ber blaka af borgarstjórnarmeirihlutanum með því að beina talinu að ríkisstjórninni :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2017 kl. 12:54

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og hvar eru afrek Sjálfstæðismanna sjáanleg í því að skaffa ódýrar íbúðir einhverstaðar. Er Sjálfstæðisflokkurinn kannski orðinn gjaldþrota nema fyrir þá sem eiga nóga aura til að kaupa t.d. nýjar íbúðir í Hafnafirði 3 herbergaj á 45 til 65 milljónir. Sé ekki þessar ódýru íbúðir í Kópavog, Mosfellsbæ eða Seltjarnanesi. Nú eða Garðabæ. Nú svo hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í Ríkisstjórn í 4 ár og ekki sé ég að þeir hafi gert neitt fyrir ungafólkið sem þarf að kaupa sér íbúðir. Nema að leyfa þeim að eyða séreignarsparnaði sínum í útborgun.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2017 kl. 15:22

12 Smámynd: Halldór Jónsson

EEEEEEEN Sjálfstæðisflokkurinn sogaði alltaf í Ingibjörgu Sólrúnu hvernær sem eitthvað var sagt. Magnús Helgi Erkikrati er góður lærisveinn hennar. 

Það er ekki hlutverk stjórnmálaflokka að byggja heldur að skapa tækifæri fyrir fólk að byggja. Samfylkingin hefur ekki gert það í Reykjavík. Í Kópavogi hefur þó verið skárra ástand þó að Magnús sjái ekkert í blindu sinni.

Halldór Jónsson, 6.3.2017 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband