Leita í fréttum mbl.is

Óverðtryggð húsnæðislán?

Eiga allir að fá svoleiðis lán einu sinni eða oftar á ævinni?

Það er helst að heyra að lunginn af unga fólkinu haldi því fram að svo eigi að vera.Og svo  auðvitað þingfíflin sem hæst blaðra.

Auðvitað er þetta pólitískt framkvæmanlegt. Það er bara að gera eitt pennastrik.

Það er auðvitað hægt að prenta svoleiðis lán handa öllum. Ekkert mál.

En hafa þau þá engin áhrif á þinn eigin hag þú almenni maður og kjósandi? Engin áhrif á verðbólguna? 

Myndu þau ekki hafa áhrif á fjárhag foreldra þeirra sem þau lán myndu fá? Eða á fjárhag allra þeirra sem eru búnir að borga upp sín húsnæðislán með öllu því amstri og puði sem því fylgdi alla ævina? Strit og erfiði og afneitun á öðrum lífsins gæðum? Loksins búin að borga og farin að njóta lífsins á síðustu dögum heilsunnar? 

Hvað kynslóðir eiga að fá sérmeðferð?  Þessi sem er núna 20-30? Ekki sú á undan sem varð að borga allt upp í topp?

Já komið nú ekki með það að við eldri höfum fengið allt gefins af því að lánin okkar voru ekki verðtryggð?

Ég er fæddur 1937 og mín húsnæðislán urðu fyrst bara verðtryggð að hluta til, svo alveg verðtryggð þegar ég byggði í annað sinn. En fyrstu lánin voru bara svo lítil að þau dugðu aðeins fyrir þriðjungi af lítilli íbúð, seinni lánin fyrir helmingi. Ekki 90 %. Það var nefnilega ekkert lánsfé í boði fyrir daga verðtryggingarinnar og lífeyrissjóðanna. Það skyldi þetta fólk athuga að eigi að þvinga út fé til að gefa það einhverjum útvöldum þá hverfur féð. Það verður að gera það upptækt með valdi til slíkra ráðstafana. Það mætti kalla það skyldusparnað þeirra eldri fyrir þá yngri?

Það vita Vinstri Grænir örugglega og þingfíflin myndu fara létt með það að taka það af öðrum en sjálfum sér. Þeir myndu hinsvegar passa sig sjálfa, svo mikið er víst.

Og hvernig er með sparisjóðsbækur foreldra lánþeganna? Á að verðtryggja þær eða bara láta þær brenna upp í verðbólgunni og borga þeim neikvæða vexti?

Er ekki kominn tími til að þessir verðtryggingarafnámspostular, þingfífl og verkalýðsframagosar fari að útskýra samhengi hlutanna?

Hvernig þessi óverðtryggðu húsnæðislán myndu virka hér eins og í öðrum löndum sem þeir tala um en vilja samt ekki erlend lán með lágum vöxtum?   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta með peningaútlán varð  ekki vandamál fyrr en um 1980.  Áður átti enginn pening sem hann þurfti ekki að nota sjálfur og gat lánað.  Það voru engir lífeyrissjóðir, bankar gátu ekki lánað meira en innlánin leyfðu. Fólk þurfti að leggja fyrir, byggja húsnæði sitt fyrir eigið aflafé, fá lánað vinnuafl ættingja og vina en ekki krónur.  Í þann tíð gat það tekið áratug að eignast íbúðarhæfa smáíbúð.  Enda þurfti enga verðtryggingu fyrir því sem ekkert var. Nema þá varðandi vinagreiðana, sem voru mældir á allt öðrum kvarða.

Kolbrún Hilmars, 12.3.2017 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Halldór. Þú innir eftir útskýringum á því hvernig óverðtryggð lán "myndu" virka. Það er er reyndar algjör óþarfi að spyrja að þessu í viðtengingarhætti því óverðtryggð lán eru nú þegar í umferð á Íslandi frá því almennt var byrjað að bjóða þau fyrir rúmum fimm árum eða svo.

Stutta svarið um hvernig óverðtryggð lán virka ólíkt hinum algengari verðtryggðu lánum, er að þau óverðtryggðu lækka við hverja afborgun sem greidd er af þeim, um sömu fjárhæð og afborgunin nemur. Lækkandi höfuðstóll hefur svo í för með sér að þeir vextir sem reiknast af þeim höfuðstól fara líka lækkandi að krónutölu eftir því sem á líður. Að þessu leyti eru þau ólík verðtryggðu lánunum sem fara hækkandi við hverja afborgun og þar með vextirnir sem reiknast af þeim líka, eða þangað til að bæði eftirstöðvarnar og greiðslubyrðin verða skuldaranum ofviða og hann þrýtur greiðslugetu. Það leiðir svo gjarnan til þess að gengið er að heimili hans og það selt á nauðungarsölu ef ekki tekst að ná fram neinni eftirgjöf eða lækkun skuldarinnar. Munurinn liggur sem sagt aðallega í því hvort hægt er að endurgreiða lánið eða ekki.

Helsta vandamálið sem enn er til staðar í tengslum við óverðtryggð lán er hversu háa vexti þau bera en þeir standa í um og yfir 6% sem er með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Góðu fréttirnar eru þó að þetta er auðvelt að laga, því vextir eru ekki náttútulögmál heldur ákvörðun. Alveg eins og hægt er að ákveða hvort maður fer fyrst í vinstri sokkinn eða þann hægri þegar maður vaknar á morgnana, er líka hægt að ákveða hvort vextir verði háir eða lágir. Reyndar er ekkert því til fyrirstöðu að sleppa því alveg að hafa vexti, þar sem þeir eru ekki lögmál heldur einfaldlega uppfinning. Við getum hæglega ákveðið hvort við notum þá uppfinningu eða ekki, rétt eins og við getum ákveðið hvort við notum uppfinninguna "gufuvél" eða ekki. Hún var kannski góð hugmynd á sínum tíma en fáir nota hana lengur þar sem tæknin og samfélagið hafa þróast í aðrar áttir og fundið betri og hagkvæmari lausnir á þeim viðfangsefnum sem henni var ætlað að fást við.

Til frekari fróðleiks má benda á almennar upplýsingar frá Neytendastofu um þróun höfuðstóls og greiðslubyrði þar sem óverðtryggð og verðtryggð lán eru borin saman.

Neytendastofa: þróun höfuðstóls og greiðslubyrði

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2017 kl. 17:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gott og vel Guðmundur. En hvaðan koma peningarnir sem á að lána út án vaxta. Þú kannski útskýrir það hvernig þeirra verður aflað. Eða er það ekkert mál?

Halldór Jónsson, 12.3.2017 kl. 20:00

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Halldór.

Ég sagði hvergi að það ætti endilega að lána peninga án vaxta heldur eingöngu að það væri mögulegt. Sönnun þess má sjá af því að á íslenskum lánamarkaði bjóðast nú þegar vaxtalaus óverðtryggð lán, svo sem til kaupa á bílum (lánveitandi Lýsing hf.) og listaverkum (lánveitandi Kvika banki hf.).

Þú spyrð hvaðan peningarnir komi eða hvernig þeira verði aflað? Svarið við því hlýtur að vera það sama og við spurningunni um hvaðan Lýsing eða Kvika banki fái þá peninga sem þeir lána út án vaxta eða verðtryggingar til fólks sem vill kaupa bíla eða listaverk. Fyrst hægt er að afla vaxtalauss lánsfjár til slíkra viðskipta hlýtur það með sama hætti að vera hægt til fasteignakaupa enda um mun traustari fjárfestingu að ræða sem rýrnar jafnan ekki að verðgildi.

Hvaðan koma peningar yfir höfuð? Svarið við því er í rauninni sáraeinfalt: ríkið lætur slá eða prenta þá peninga sem eru í umferð í formi seðla og myntar en þeir eru framleiddir hjá einkarekinni myntsláttu í Bretlandi. Þeir peningar sem eru í umferð í formi innlána í bankakerfinu eru framleiddir af bönkunum sjálfum með útlánum, sem þýðir jafnframt að það er við útlán sem vaxtastig fjármagns er ákvarðað og hvergi annarsstaðar enda eru seðlar og mynt bæði vaxtalaus.

Peningar og vextir eru aðeins mannlegar hugarsmíðar og því eru engin lögmál sem setja þeim neinar sérstakar skorður frá náttúrunnar hendi. Þess vegna getum við sem samfélag hæglega ákveðið að hafa þessa hluti með hverjum þeim hætti sem okkur sýnist vera skynsamlegur og skilvirkur í nútímasamfélagi. Alveg eins og við sem samfélag höfum frjálsar hendur til að ákveða sameiginlega með lögformlegum hætti hvort aka skuli vinstra- eða hægra megin á götum og vegum landsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2017 kl. 22:20

5 Smámynd: Halldór Jónsson

 Þess vegna getum við sem samfélag hæglega ákveðið að hafa þessa hluti með hverjum þeim hætti sem okkur sýnist vera skynsamlegur og skilvirkur í nútímasamfélagi. Alveg eins og við sem samfélag höfum frjálsar hendur til að ákveða sameiginlega með lögformlegum hætti hvort aka skuli vinstra- eða hægra megin á götum og vegum landsins.

Hverjir ákveða? Það er ekki samfélagið heldur einhverjir aðilar sem við ekki þekkjum. Peningakerfið er bara þarna af því að við viðurkennum það. Annars gætum við gert það sem við viljum.

Það eru bankarnir sem framleiða peningana og þei mun meira sem þeir lána  meira út.

Það er ekki hægt í þessu kerfi að lána öllum vaxtalaust eins og þeir bara vilja, hvorki til listaverka né fasteignakaupa. Ef prentað er og mikið þá springur kerfið. An vissir aðilar með bankaleyfi geta prentað handa sér til hvers sem hugurinn girnist. 

Auðvitað getur þjóðfélagið ákveðið að einhverjir hópar  skuli fá eitthvað ákveðið lánað. An þess þá verða þeir að samþykkja sem ekki fá þetta lánað, sem sagt pólitísk sátt verður að ríkja. Annars samþykkja menn ekki peningakerfið áfram. Sem er bara til meðan menn samþykkja það því það er ekkert annað en traust sem er á bak við það.  

Halldór Jónsson, 12.3.2017 kl. 22:36

6 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þegar bílasalan selur þér bíl vaxtalaust, þá kstar bíllinn sjö miljónir, 7.000.000.

Ef þú borgar bílinn út í hönd, þá kostar bíllinn nokkrum hundruðum þúsunda lægri upphæð.

Þú sem greiðir út í hönd, færð vaxtakostnaðinn dreginn frá verðinu á bilnum.

Með öðrum orðum, sá sem kaupir bíl vaxtalaust, greiðir vexti.

000

Það getur engin vitræn umræða farið fram um peningamál, fyrr en allir far að líta á peninga sem bókhald, sem bankinn einfaldlega skrifar í tölvuna í bankanum.

Bankinn, lánar aldrei neitt, skrifar aðeins bókhald.

Ef þú lækkar þetta sem við köllum krónupening í verði, þá lækkar þú allt bókhaldið, bókhalds tölurnar í verði.

Til að bókhaldi verði rétt, þá notum við verðtryggingu.

Það nær engri átt að fjárfestar reikni sérstaka verðtryggingu á útlán frá sér, og aðra verðtryggingu á innláns reikninga þegar fólkið geymir sína peninga í bankanum.

Það er lítið gagn í bókhaldi, peningum, sem er ekki í takt við vinnu og efni.

Alt þetta kerfi er til að þjóðfélagið gangi sem liprast.

Fólkið, heimilin, atvinnuvegirnir, á að vera númer eitt.

Fjármálastofnanir eiga að vera til að halda utan um bókhaldið.

Muna að allt kemur frá huganum, og vinnunni.

Ekkert kemur frá bankanum, nema þá góð ráðlegg

ing, hugsun.

Egilsstaðir, 13.03.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 13.3.2017 kl. 13:21

7 Smámynd: Elle_

Einu sinni taldi ég þetta vera svipað og Guðmundur lýsti en fór svo að skoða það nánar. Guðmundur er á vlligötum í skýringunum. Höfuðstóllinn hækkar vegna þess að það bætist inn í hann þar sem lánað er inn í hann AF ógreiddum höfuðstóli. En það má alltaf borga inn í höfuðstólinn og þar með lækka hann.

Nei það er ekki "náttúrulögmál" að hafa vexti svona háa, en á Íslandi ERU óverðtryggð lán með ógeðslega háa vexti og miklu dýrari og hættulegri en hin. Eða hví heldur Guðmundur að meginþorrinn eða yfir 70% taki frekar verðtryggð lán á Íslandi enn? Svo er það líka rangt að ekki hafi verið hægt að fá óverðtryggð lán á Íslandi fyrr en fyrir 5 árum, það var alltaf hægt.

Elle_, 15.3.2017 kl. 15:51

8 Smámynd: Elle_

Það er líka ein vitleysan enn (og kannski lygi oft líka) og heyrist of oft að eitthvað lán hækki bara og hækki við hverja afborgun. Það er ekki hægt, Guðmundur. Það endar alltaf á endanum í núlli. 

Elle_, 15.3.2017 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband