Leita í fréttum mbl.is

Alþingi fer á botninn!

þegar það felur Staðlastofnun út í bæ og einhverjum verkfræðistofum að reikna grundvöll lagasetningar sinnar sem þingið afgreiddi sem lög um jafnlaunavottun "faggiltra aðila" sem enginn veit hverjir faggilda.

Sigmundur Davíð virðist vera einn örfárra þingmann sem er með fullu viti og dómgreind. Auk hans er  dómgreind Davíðs Oddssonar  líka í gildi þótt ekki sé hann lengur á þingi. Hann skrifar svo í Morgunblaðið í dag:

"Lýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun á síðustu dögum þingsins er ófögur.

Sigmundur ritaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann sagði frá því hvernig frumvarpið hefði verið keyrt í gegn og fáir þorað að andmæla af ótta við að fá á sig skammir fyrir að vera á móti launajafnrétti. Sigmundur lýsir því hvernig hin nýsamþykktu lög, sem verði dýr og íþyngjandi fyrir fyrirtæki án þess að ljóst sé að þau skili til- ætluðum árangri, geri ráð fyrir að „faggiltir vottunaraðilar“, eins og þeir heiti á kerfismáli, muni hafa eftirlit með að „öll skilyrði staðalsins „ÍST 85:2012“ séu uppfyllt“.

Kostuleg – eða dapurleg, eftir því hvernig á er litið – er svo lýsing Sigmundar á því þegar þingmenn óska eftir að fá að sjá staðalinn sem vinna á eftir til að vita hvað þeir eru að samþykkja. Þá kemur fram að staðallinn sé höfundarréttarvarinn og óljóst hvort upplýsa megi hvað í honum felst. Niðurstaðan varð að sögn Sigmundar sú að „samþykkja lög um jafnlaunavottun þar sem velferðarráðuneytinu var falið að semja við Staðlaráð um heimild til að nota staðalinn“.

Svo segir Sigmundur: „Hið nýja ákvæði um birtingu stað- alsins var fjarlægt úr frumvarpinu. Niðurstaðan varð því sú að þingið sam- þykkti lög þar sem leynd hvílir yfir því hvað felst í lögunum og óljóst er hvað þau koma til með að kosta. Þá er ekki allt upp talið því staðlar eins og jafnlaunastaðallinn taka breytingum eftir aðstæðum.Það verður því ekki annað séð en að með lögfestingu tiltekins staðals sé Alþingi að gera tilraun til að fela þeim sem munu þróa staðalinn löggjafarvald.“

Þetta er alvarlegt mál sem Sigmundur lýsir og ótrúlegt að frumvarpið skuli hafa verið þvingað í gegnum Alþingi þrátt fyrir svo augljósa galla. Lög um jafnlaunavottun sem samþykkt voru í lok nýafstaðins þings byggjast ekki aðeins á vafasömum röksemdum, eins og oft hefur verið bent á. Þau voru líka illa undirbúin og illa unnin á þinginu svo með ólíkindum er.

Það gefur auga leið að þingið átti ekki að láta það eftir félagsmálaráðherra að gera þetta illa unna mál að einhverju forgangsmáli sem yrði að klára á fyrsta þingi þessarar ríkisstjórnar. Ólíkt sumu öðru sem þingið lét sig hafa að fresta var engin brýn þörf á að afgreiða frumvarp um jafnlaunavottun á nýafstöðnu þingi. Þetta er mál sem hefði átt að senda aftur heim í ráðuneyti með þeim skilaboðum að skoða betur grundvöll þess og undirbúa það betur áður en til greina kæmi að taka það til þinglegrar meðferðar."

Í eldhúsdagsumræðum fann ég  mig í því að efast stórleg um getu Alþingis til þeirra verka sem því eru falin. Hugsunin varð æ ágengari sem ég horfði lengur á þingmennina og hlustaði lengur á upplesturinn á tölvuritgerðunum í ræðustól. Varla örlaði á nokkurri sannfæringu né tilfinningu með örfáum undantekningum.

Eigi Ísland að komast af í harðnandi heimi þá þarf að hækka þröskuldinn fyrir sérvitringaframboð að koma fólki á þing. Hugsanlega að láta kosningar fara fram í tveimur umferðum eins og í Frakklandi. Með núverandi kerfi skolar þvílíkum vanþroska inn á Alþingi, sem eyðileggur getu þess til vitrænna starfa. En þetta er líklega óskhyggja og of flókið í framkvæmd.

Fólk verður hinsvegar að fara að hugsa hvað atkvæði þess þýðir og hætta að kjósa í blindni eftir útliti frambjóðenda og hárgreiðslu.Láta sig pólitík varða. Fjölmiðlar þurfa að herða sig og halda þingmönnum við efnið. Láta þá ekki sleppa við að svara. Miklu meiri aðgangshörku um málefni en minni um persónu þingmanns.

Þarna fór Alþingi á botninn og var þó ekki úr háum söðli að detta.

:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er rétt athugað hjá þér;

franska KOSNINGA-KERFIÐ væri heppilegra til að velja besta skipstjórann á Þjóðarskútuna.

Þar sem að völd, ábyrgð, yfirlýsingar og fjárhagsáætlanir myndu haldast betur í hendur.

Jón Þórhallsson, 14.6.2017 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418293

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband