Leita í fréttum mbl.is

Skipta frambjóðendur máli?

Ég held að það sé útbreiddur misskilningur að hverjir skipi framboðslista skipti kjósandann einhverju máli. Það vanþroska fólk sem hringir inn á Útvarp Sögu í nafni þjóðarsálarinnar til að tala við Pétur Gunnlaugsson sem handhafa sannleikans virðist halda að Sigmundur Davíð svo einhver sé nefndur geti komið einhverju til leiðar. Það skilur ekki samhengið milli þess sem Sigmundur gat þegar hann hafði baklandið sem samanstóð bæði af Sigurði Inga og hinum Framsóknarmönnunum. Þetta fólk skilur ekki muninn á manni og mönnum. En stjórnmál byggjast á samvinnu margra.  Það er í raun að segja að það myndi vilja Sigmund Davíð frekar en Sigurð Inga í forystu. En það er bara ekki svona eins og mál hafa þróast. Einyrkjar koma engu til leiðar í stjórnmálum. 

Það er búið að ausa þvílíku magni af óhróðri yfir Sjálfstæðisflokkinn og Bjarna Benediktsson sem samnefnara hans og alla ætt hans til viðbótar að það er líklega hvergi hægt að spúla það af hvernig sem reynt er. Fæst af ásökunum eru líkleg til að skipta máli í framtíðinni, hvort það heitir að flokkurinn sé samsettur af Panama-fólki, barnaníðingum eða hverskyns bandíttum, þá lemja sanntrúaðir hausnum við næsta stein.

Sé spurt hvort Bjarni sé orðinn reyndur og traustvekjandi stjórnmálamaður sem taki stjórnmál alvarlega, þá breytist afstaðan yfirleitt mjög fljótt.Fólk viðurkennir að honum sé alvara, hann hafi sýnt ábyrgð í orðum og gjörðum og hann vilji vel.Það er ekki svo sé spurt um frammámenn Pírata til dæmis. Fólk er ekki visst í sinni sök með þá eins og til dæmis Smára McCarthy, Jón Þór eða Birgittu. Sama má segja um fólk úr BF og Viðreisnarfólkið. Fólk er ekki tilbúið að gefa því framhaldseinkunn í trausti.

En persónur skipta líklega ekki öllu máli í pólitík þó að það hjálpi til að það sé viðkunnanlegt. Það er meira við hverju fólk býst.Fólk býst auðvitað ekki við neinu af stjórnmálaflokki sem það er búið að ákveða að sé bara flokkur illþýðis en ekki flokkur sem eigi enga sögu eða reynslu að baki. Það kýs ekki þann flokk. Þessu er ekki hægt að breyta í einhverri kosningabaráttu þegar fólk hefur trúarskoðun um annað og engin rökhyggja kemst að.

Hverju heldur fólk að það breyti hvort Flokkur Fólksins komist inn á þing með tug þingmanna? Allt fólk sem aldrei hefur á þing komið og hefur enga reynslu af stjórnmálum. Höfðum við ekki stjórn þar sem reynslulaust fólk sat? Verður næsta stjórn eitthvað öðruvísi undir forystu Katrínar Jakobsdóttur með hjörð af nýliðum í kring um sig?

Hverju breytir það þótt Sigmundur Davíð sé sólóþingmaður fyrir sig en einhver Framsóknarþingmaður  hverfi af þingi? Hverju breytir það þó Inga Sæland sé kominn á þing til að munnhöggvast við einhverja aðra þingmenn ef hún sækist ekki í samstarf við sér líka?

Það sem skortir mest er að það sé hægt að mynda stjórn sem er með öruggan meirihluta. Í það er ekki að stefna sem stendur vegna fyrirfram ranghugmynda um skítlegt eðli Sjálfstæðisflokksins sem virðist þjaka andlega heilsu þeirra sem hæst láta. Því miður þýðir eiginlega ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að bera af sér sakir gagnvart heilaþvegnu fólki og sanntrúuðu.

Flokkurinn getur núna ekkert annað en borðið fram grunnstefnu sína, sjálfstæðisstefnuna um þjóðlega umbótastefnu á grundvelli  einstaklingsfrelsis og athafnafrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum. Og auðvitað loforðinu um að standa vörð um sjálfstæði lands okkar og fullveldi þjóðarinnar án framsals til erlends valds.

Í raun og veru skipta einstakir frambjóðendur litlu máli eða röð þeirra heldur eru það málefnin og grundvallarhugsjónir sem skipta öllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Halldór! Já hverju breytir það ef einstaka þingmenn hverfa af braut.Er ekki Pétri Blöndal sárt saknað manns sem aldrei sýndi vandlætingu þótt hreppti ekki ráðherradóm. Nú er það svo að öll framkoma stjórnmálamanna og mælska skipta þó nokkru máli.Þannig er Bjarni Benediktsson og sýndi afburða framkomu eftir óvænt stjórnarslit.

En kjósendur láta ráðamenn í flokkum óspart vita hvað þeir eru óánægðir með,þótt þeir hlaupist ekki undan merkjum, það er landinu stórhættulegt. - Lá meira á hjarta en hef tekið of langan tíma í þetta,beðið er eftir mér. Mb.kveðju.

Helga Kristjánsdóttir, 25.9.2017 kl. 14:26

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk Helga,

Auðvitað skiptir málflutningur leiðtogans máli. En hinir á listanum skipta minna máli.

Halldór Jónsson, 25.9.2017 kl. 16:05

3 Smámynd: Hörður Þormar

Sigmundur Davíð hefur án efa marga góða kosti, en að mínu áliti hefur hann einn slæman ókost, hann er alltof sjálhverfur og ósamvinnuþýður.

Hörður Þormar, 25.9.2017 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 3418219

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband