Leita í fréttum mbl.is

Dúndurfundur með Bjarna

Bendiktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins var að enda í Kópavogi. Sjálfstæðishúsið var troðið og stóð fólk útá götu.

Bjarni flutti afburða góða ræðu og fór yfir stjórnmálaástandið. Hann rakti þá slæmu stöðu sem íslensk stjórnmal eru i með endurteknum kosningum sem nú fara fram á ársafmæli síðustu kosninga.

Íslendingum hefði aldrei gengið betur efnahagslega en núna og vekti árangur okkar athygli um víða veröld. Menn spyrðu, hvernig gátuð þið gert þetta að reisa ykkur svona hratt við eftir hrunið?. Kaupmáttur væri í hæstu hæðum og allir hagvísar væru upp á við. Einmitt þá töluðu vinstri flokkarnir um að hér væri allt í kalda koli. Öllu þyrfti hér að breyta, hækka skatta og álögur á atvinnulífið til að fá fé til að standa undir velferðarhugsjónum þeirra. Þeir gerðu sér ekki ljóst að efnahagslífið og  verðmætasköpun þess  væri forsenda þess að við gætum aukið velferðina. Þetta vildu þeir aldrei ræða. Í stað þess kysu þeir að vera með stjórnmálaumræðuna á lægsta plani og jafnvel persónulegu þegar Sjálfstæðisflokkurinn vildi hafa umræðuna uppi á málefnalega sviðinu. 

Bjarni fékk fjölda fyrirspurna og svaraði bæði greitt og vel. Hann lýsti því hvernig vinstri flokkarnir hefðu sett fram slíkar hugleiðingar og skilyrði við stjórnarslitin að kosningar hefðu orðið eina úrræðið sem mögulegt var. Kosningarnar nú væru þeirra verk.  Þeir hefðu sagt við sig, taktu bara Framsókn með og haltu áfram, engar kosningar viljum við. Ætlið þið þá að verja stjórnina spurði Bjarni? Neeeei, það gerum við ekki. Þú verður bara að redda þessu. En Viðreisn vill ekki vera með Framsókn. Þú verður bara að leysa þetta, við hjálpum þér ekki. En alls ekki viljum við samt kosningar, því veður þú að bjarga. En vegna þessarar afstöðu þeirra og ábyrgðarleysis, hvað var þá annað í stöðunni fyrir mig þegar svona gersamlegt ábyrgðarleysi gagnvart landi og þjóð er í boði?

Bjarni ræddi frítekjumarkið og lagði áherslu á þá skoðun sina að ef við aðeins hugsuðum um þá aldraða sem enn gætu unnið og hjálpuðum þeim þá værum við ekki að gera neitt fyrir þá verst settu sem ekkert hefðu fyrir sig að leggja nema strípaðar bætur. Við mættum ekki gleyma þeim. Við Sjálfstæðismenn mættum ekki gleyma því fólki, og nú benti Bjarni á 18 manna borð fyrir framan ræðupúltið og sagði, að á góðum degi ættum við kannski 6 manns af þeim sem þar sætu. Hinir myndu aldrei kjósa okkur. Ef illa gengi félli fjöldinn í kannski fjóra. Þarna væri verkefnið. Að tala við þetta fólk sem ekki kýs okkur eða er hikandi og getur ekki gert upp hug sinn fyrr en jafnvel í kjörklefanum.Fá það til að sjá ljósið og taka rökum. Bjarni notað borðin í salnum  ennfremur til að að taka dæmi af mismunandi stöðu aldraðra hvað varðar bætur og lífeyri og gera mönnum ljóst vandamálin vegna þessa.

Bjarni lagði þannig áherslu á það við fundarmenn að þeir ræddu málefnin við aðra, maður á mann út í þjóðfélaginu. Töluðu um ástand mála á Íslandi sem væri sem allir sæju með besta móti meðan vinstri menn töluðu bara um að allt væri hér á versta veg. Þessu þyrfti að mótmæla. Hér hefði matarverð undanfarið verið að lækka í fyrsta sinn í sögunni og lífskjör þar með batnað sem aldrei fyrr. Við þyrftum að leysa húsnæðismál unga fólksins og vextir þyrftu að lækka. En forsenda þess væri að ríkisfjármálin væru í lagi eins og hefði tekist í hans tíð í ríkisstjórnum undanfarin ár.

Bjarni benti á að á flokksfundi VG hefðu verið miklu færri en voru bæði á þessum fundi og á fundinum á Hilton fyrir skömmu þar sem þúsund Sjálfstæðismanna hefðu verið mættir. Fjölmiðlar, og ekki síst RÚV, hefðu tíundað vandlega allt sem á fundi VG  hefði verið sagt. En ekki aukatekið orð um hvað á okkar fundum hefði verið sagt og hér í dag væri heldur enginn fjölmiðill mættur.

Ekkert yrði því sagt opinberlega frá þessum fundi frekar en venjulega ef Sjálfstæðisflokkurinn ætti í hlut. Fjölmiðlar væru nær allir staddir vinstra megin við Sjálfstæðisflokkinn og ekki hvað síst RÚV.

Í lok fundar fór Bjarni yfir innflytjendamálin og þá sérstaklega hælisleitendamálin. Hann sagðist ekki sjá eftir einustu krónu sem færi í að leysa raunverulega neyð fólks sem ekki ætti í nein hús að venda og gæti með engu móti snúið til baka. Því fólki vildum við hjálpa og við hefðum til viðbótar sótt fólk í flóttamannabúðir til að reyna að bjarga því frá sárri neyð.  En hingað væri aðstreymi fólks sem væri bara á höttunum eftir því að misnota gestrisni okkar með blekkingum sjálfu sér til framdráttar eingöngu. Fólk frá öruggum ríkjum  rífi pappíra sína á landamærunum til að reyna að blekkja okkur og dylja þess hvert það væri í raun og veru. Fólk frá slíkum ríkjum gæti komið hingað á löglegan hátt ef það gæti fengið sér hér vinnu og með tíð og tíma unnið sér þegnrétt. En óheiðarlegt fólk sem væri bara að misnota okkur hefðum við ekkert við að gera.

 

Gerður var góður rómur að málflutningi Bjarna og var einhugur í flokksmönnum að duga sem best í kosningabaráttunni sem framundan væri.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

7.10.17. Jónas Kristjánsson. Losum okkur við bófana:

Sjálfstæðisflokkurinn er ábyrgðarlaus. Stjórnir með honum innanborðs gefast upp innan árs. Hann vinnur fyrst og fremst fyrir 1% þjóðarinnar, þá allra ríkustu. Stefnuskrár hans fyrir kosningar eru einskis virði. Þær eru tálbeita fyrir alla hina. Yfirleitt hafa þær virkað á heimskasta hluta þjóðarinnar, en nú er fylgið komið niður í  20%. Yfirgangur flokksins og frekja eru slík, að rest af fundarfólki verður málstola. Þetta er einfaldlega flokkur hinnar íslenzku mafíu, bófaflokkur landsins. Við komumst ekkert fram á veg fyrr en við losnum við hann úr stjórn, ráðum og nefndum og embættum og dómstólum. Hann er hreint eitur í pólitíkinni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 12:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er einfaldlaga gömul regla fréttastofa ljósvakamiðlanna að landsfundir flokka og fundir miðstjórna og flokksráða hefa forgang. Það er engin leið, hvorki vegna tíma né mannafla, að fara að elta uppi almenna umræðufundi hjá einstökum flokksfélugum út um allt land. 

Ómar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 15:43

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haukur. Þú mátt senda Jónasi þennan myndbút.

https://youtu.be/5hfYJsQAhl0

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2017 kl. 15:53

4 identicon

Ég las stundum stundin.is mér til gamans en er alveg hættur því vegna reglulega ógeðslegra rætina persónulega níðskrifa sem þar birtust hjá Illuga og fl. Einhverja hluta vegna þá vitnar RUV nær daglega í þessi sóðaskrif Stundarinnar

Mín viðbrögð við þessum skrifum voru að skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn 

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 16:40

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Dr.Haukur

geturðu ekki séð þessa síðu í friði með þínar dúmmvittigheder.Það hefur enginn áhuga að lesa þetta  þér um islenska pólitík og hún kemur þér heldur ekki við þar sem þú býrð erlendis

Halldór Jónsson, 7.10.2017 kl. 16:53

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó Grímur, þetta sem Ómar segir er yfirklór yfir þá stefnu RÚV að sniðganga SSjallaflokkinn en lepja upp allt sem kemur frá vinstrinu

Halldór Jónsson, 7.10.2017 kl. 16:54

7 Smámynd: Elle_

Eg verð að játa að ég sá Bjarna Ben í mannlegra samhengi en nokkru sinni fyrr þegar ég las viðtal við hann fyrir skömmu um hvað stjórnmál skemmi ego manns. Væru þannig í raun mannskemmandi.

Elle_, 7.10.2017 kl. 17:07

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ómar er ekki enn á hlutleysislínunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.10.2017 kl. 17:34

9 Smámynd: Elle_

Halldór, svo var þetta satt hjá þér með kaldakolið. Það var ekki neitt kaldakol.

Elle_, 7.10.2017 kl. 18:30

10 identicon

Hef í gegnum tíðina verið dyggur stuðningsmaður sjálfstæðisflokksins. Frá mínum sjónarhóli er aðeins einn maður sem virðist vinna af heilindum fyrir fólkið í landinu og þ.e. SDG.

Sennilega hefur enginn einstaklingur gert eins mikið fyrir þessa þjóð á eins stuttum tíma eins og SDG.

Ef sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram með þessa vinstri stefnu þá bara minnkar fylgið.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 21:42

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég nota kerfið maður á mann,það hefur reynst mér best.

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2017 kl. 22:01

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn, þeir SDG og Bjarni unnu nú vel saman.

Helga, þetta er okkar eini sjans gegn ofurveldi og áróðri RÚV og vinstrimanna

Halldór Jónsson, 8.10.2017 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418443

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband