Leita í fréttum mbl.is

Áhugaverðir tímar

eru þeir sem við nú munum lifa samkvæmt kínverskri skilgreiningu. En Kínverjar eiga það til að segja eitthvað í þá veru þegar þeir eru ekki alveg heilir í frambornum heillaóskum.

Í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Miðflokki eru mest venjulegt fólk og frekar  skynsamt. Og hafa talsverða stjórnmálareynslu samanlagt.  Þeir hafa 31 þingmann. Flokkur fólksins hefur talað skynsamlega um mörg mál sem mörgum hefur líkað þó reynsluminni sé í stjórmálum og tilfinningasamur. 

Er endilega víst að slík stjórn sé ekki möguleg?  Væri hún nokkuð undirlögð af stjórnarskrármálum, ESB eða Evrukenningum?  Væri hún nokkuð á leið úr NATO? 

Væri þetta stjórn sem væri hugsanlega hófsöm í álögum og skynsöm í innflytjendamálum?

Myndi hún hugsa eitthvað um þá sem minna mega sín?

Myndi hún hugsa um heilbrigðismál?

Myndi hún hugsa um menntamál?

Væri hún hugsanlega líklegri til að sýna ábyrgð og festu en Samfylking og VG sem gætu fræðilega samt myndað þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki? 

Það er ekki vitað hvernig þessari stjórn muni ganga með vinnumarkaðinn?  En skattalækkunarhugmyndir Bjarna Benediktssonar í stað taxtahækkana hafa fengið marga landsmenn til að hugsa upp á nýtt. Þó varla Loga Má né Katrínu.

Og með skynsamari hluta þingmanna innanborðs þarf þetta þá endilega að leiða til verstu niðurstöðu fyrir þjóðina?

Margt veltur auðvitað á því hvernig Framsókn og Miðflokki tækist  að ná saman. Persónulegs eðlis frekar en rökræns?

Allavega lifum við áhugaverða tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór og til hamingju með úrslitin.

Það eru sannarlega áhugaverðir tímar sem við upplifum, en líkt og oft, þá er ég þér sammála um efnilegasta kokteilinn sem samanstendur af D, B, M og F.

Hin hefðbundna hægri eða vinstri skilgreining á ekki lengur við, heldur er það nú aðeins spurning um þá er standa vilja vörð um fullveldið og aðildarsinna er álíta eigin hag betur borgið í Brüssel.

Jónatan Karlsson, 29.10.2017 kl. 18:09

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Þakka þér fyrir Jónatan að dæma mínar hugmyndir, sem sjaldnast fá framgangí á pólitík, ekki beint út í Hróa. Stóra spurningin eru þeir Simmi og Siggi, hversu brjálaðir þeir eru hvor út í hinn.En ef þeir næðu saman, þá væri þarna stjórn með glóru að ég hefði haldið. En það sem ég held er yfirleitt vitleysa sem ekki verður að veruleika.

Halldór Jónsson, 30.10.2017 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband