Leita í fréttum mbl.is

Svívirðileg aðför

Borgarstjórnar Reykjavíkur gegn Reykjavíkurflugvelli er sett í gang núna kortéri fyrir kosningar.

Auðvitað lögleg en siðlaus með öllu. Land var prakkað út í samsæri stjórnmálaafla sem voru í krossferð gegn flugvellinum til þess að eyðileggja hann og vaxtarmöguleika hans er núna sett í skipulag.  Í bígerð er að byggja íbúðir þvert fyrir flugvöllinn þannig að ekki sé hægt að framlengja hann út í sjó sem liggur beint við. Þetta á að hindra með því að þvergirða fyrir hann og eyðileggja alla vaxtarmöguleika hans. Algerlega að óþörfu.

Flest þau pólitísku öfl sem að þessari svívirðu stóðu upphaflega eru löngu komi út á ruslahauga sögunnar fyrir önnur heimskupör sín og verða þar. En þessi aðför stendur enn og á að keyra eins langt og hægt er af leifum þessa liðs. Þessar fyrirætlanir verður að stöðva með öllum ráðum og inngripi ríkisstjórnar ef með þarf.

Reykjavíkurflugvöllur mun eignast nýjan skilning þegar núverandi afturhaldsmeirihluti í Borgarstjórn reykjavíkur  verður kosinn frá innan fárra mánaða. Flugvöllurinn er forsenda höfuðborgar Íslands og verður auðvitað þarna um marga áratugi enn. Hann mun vaxa og blómgast og moka síauknum milljörðum inn í vasa íbúa höfuðborgarinnar hér eftir sem hingað til. Standa undir borgarlífinu svo sem allstaðar gerist í nútíma borgum. Millilandaflug mun án efa stóraukast frá vellinum með tilkomu nýrra kynslóða farþegavéla sem varla suðar í meira en bæjarlæk.

Reykvíkingar, kjósið afturhaldið frá völdum í komandi Borgarstjórnarkosningum í Reykjavík  í vor!

Reykvíkingar, látið ykkur þessa svívirðilegu aðför að Reykjavíkurflugvelli varða og mótmælið þessum skemmdarverka-og skaðræðishugmyndum Borgarstjórnarafturhaldsins af öllum krafti!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband