Leita í fréttum mbl.is

Útiganga hrossa

er til skammar.

Ég fór um flóann í gær og sá fjölda hrossa á útigangi skjóllaus, vatnslaus og heylaus.

Óli Anton Bieltved á heiður skilið fyrir að skrifa um þessi mál og vekja athygli á lögbrotum hrossaeigenda.

Hann skrifar svo ´Mogga:

"....16. október 2014 undirritaði Sigurður Ingi, sjálfur bóndi og þá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, reglugerð nr. 910/2014.

Í henni segir m.a. í gr. 10: „Hross skulu hafa aðgang að fóðri a.m.k. tvisvar á sólarhring …“ og „óheimilt er að hafa hross án vatns lengur en 6 klst. og án fóðurs lengur en 14 klst.“.

Ennfremur: „Fóðrun skal hagað þannig að öll hross í hverjum hópi komist að fóðrinu samtímis.“

Í 18. gr. sömu reglugerðar segir um „útiganga“: „Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar eða hæðir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls.“

Í lögum nr. 55/2013, sem framangreind reglugerð byggist á, segir svo í 1. gr. Markmið: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur.“

Þessi lög og ofannefnd reglugerð mynda þann ramma, sem bændum ber að fylgja í sínu hrossa- og dýrahaldi. Þeir sem geta sagt við sjálfa sig: Ég reyndi eftir megni að fylgja þessum ramma, bæði í gegnum tíðina og nú, geta haft góða samvisku. Verið sáttir við sig og sitt. Hinir ekki."

Mér finnst að það eigi að draga þá drullusokka til ábyrgðar sem brjóta gegn þessum fyrirmælum. Lögbrotin blasa við hvar sem farið er um sveitirnar. Í stað þess er verið að vorkenna fólki sem hefur misst útigangshross sín úr harðrétti eins og gerðist í áhlaupinu.

Útiganga hrossa á skilyrðislaust að fylgja lögunum því annað er hreint dýraníð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Sammála !

En ég held satt að segja að það þurfi að fækka hrossum í landinu um 50% hið minsta.
Það særir augað að fara um hrossasveitir landsins og sjá ástandið á landinu.  Smáþýfðir hrossamóar svo langt sem auðað eygir. 
Það væri nær að beitarfriða þessi svæði og rækta þar skóg.

Þórhallur Pálsson, 23.12.2019 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 67
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband