Leita í fréttum mbl.is

Ofbeldi ef þið ekki makkið rétt

hjá Icelandair. Það eru skilaboðin.

"Lög kveða þó á um fund á tveggja vikna fresti þegar kjara­deil­ur eru komn­ar á borð rík­is­sátta­semj­ara. Icelanda­ir hef­ur gefið út að fé­lagið ætli að skoða „aðra kosti“ en þann að semja við FFÍ. All­ar ís­lensk­ar flug­freyj­ur og all­ir ís­lensk­ir flugþjón­ar eru þó í FFÍ, að sögn Guðlaug­ar og því er erfitt að sjá hvaða aðrar leiðir standi flug­fé­lag­inu til boða. 

„Al­mennt eru stétt­ar­fé­lög fé­lög launa­fólks sem eru var­in í stjórn­ar­skrá og at­vinnu­veit­end­ur eiga ekki að skipta sér af. Við erum líka meðlim­ir í evr­ópsk­um og nor­ræn­um sam­tök­um stétt­ar­fé­laga þannig að við erum með stuðning þaðan líka. Við erum með full­an stuðning bæði ís­lensku verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar og þeirr­ar er­lendu,“ seg­ir Guðlaug." 

Hvernig getur Atlanta starfað? Hvernig ætlar Play að starfa?  WOW var lággjaldaflugfélag segir flugfreyjufélagið og um slík félög gildir annað hjá okkur en um Icelandair.

Hefur enginn rétt til að standa utan stéttarfélaga? Hvað segir þessi ónýta stjórnarskrá sem Þorvaldi Gylfasyni er sérlega uppsigað við?

Við beitum ofbeldi ef þið ekki makkið rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þær gleyma því að það getur í rauninni hver sem er unnið sem flugfreyja eða flugþjónn. Það er engrar menntunar krafist og starfið er afar einfalt. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að Icelandair ráði bara nýtt fólk, það fólk gangi í nýja félagið, og vinni eftir kjarasamningi við það.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.5.2020 kl. 19:33

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað finnst þér um Það Þorsteinn að flugumferðarstjórar sem geta hvergi lært fagið nema hjá ríkinu geti myndað félag og farið í kjaraskrúfu gegn sama ríki? Ég á dáldið erfitt með að fatta þetta.

Halldór Jónsson, 23.5.2020 kl. 14:58

3 identicon

Þeir voru heppnir, sem sáu afbragðsmyndina á stöð 2 af   ALFREÐ ELÍASSYNI og LOFTLEIÐUM. Besti vinnustaður í 23 ár á YFIRBÓKUNARÁRUNUM LOFTLEIÐA frá 1962 til 1985, sem ég vann þar með úrvals starfsfólki og vinum. 

ALFREÐ ELÍASSON "Big Al", forstjóri var hetja og stofnandi LOFTLEIÐA, sem var vissulega stærra í sniðum og verðmætara en Flugfélag Íslands, þegar samið var um sameiningu félagana.

BLESSUN fylgi ICELANDAIR um alla framtíð.

GÍSLI HOLGERSSON - ICELAND (IP-tala skráð) 23.5.2020 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 3418449

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband