Leita í fréttum mbl.is

Ábendingar Gulla

koma ýmsar athyglisverðar fram í viðtali í Morgunblaðinu um helgina.

Þar flettir Gulli ofan af ýmsum trúarsetningum Evrópusinnanna sem þeir því miður komast oft upp með að þylja í síbylju sem stórasannleika.

Meðal annars segir Gulli:

"Fólk getur haft ýmsar skoðanir á Evrópusambandinu og Evrópusamrunanum, en nei, það er alveg rétt að fríverslunarstefnan fer ekki saman við áhuga á inngöngu í ESB.

Þar verður fólk að hafa hugfast eðli ESB, sem er tollabandalag. Innan þess ríkir hindrunarlaus fríverslun, en út á við er það eftir sem áður tollabandalag og hefur raunar stóran hluta tekna sinna af tollum.

Það þýðir að það hefur reist tollamúra umhverfis Evrópu, sem má deila um hvað er skynsamlegt, en fyrir lítið land eins og Ísland, sem á svo mikið undir góðum viðskiptum við allan heiminn, væri það mjög hamlandi.“

Væri innganga í ESB andstæð íslenskum hagsmunum?

„Að þessu leyti tvímælalaust. Auðvitað eru fleiri hagsmunir sem þarf að vega og meta, en heilt yfir litið þá samræmdist innganga ekki íslenskum hagsmunum.

Það þarf ekki annað en að líta á tollana til þess að sjá það. Á Íslandi bera 90% tollskrárinnar engan toll. Í ESB eru aðeins 27% tollskrárnúmera sem ekki bera toll. Af því einu er augljóst að vöruverð myndi hækka tilfinnanlega hér við inngöngu í ESB.“

Fer mikið fyrir þessu atriði í málflutningi Samfylkingarflokkanna beggja þegar þeir þrugla um fullveldisafsalið við inngöngu í ESB? Fá atkvæðisrétt við borðið eins og þeir kalla það? 

 

Svo er það bullið um gjaldmiðilsmálin. Landsöluliðið þrátyggur að krónan kosti okkur svo mikið að upptaka Evru sé eina vitið.

Um það segir Gulli:

"Því lítillega tengt eru gjaldmiðilsmálin, sem Íslendingar hafa talað um í meira en öld, nú upp á síðkastið evruna. Þú ert ekki alveg þar?

„Mín skoðun hefur alveg legið fyrir í því, en menn þurfa ekkert að hafa hana til leiðsagnar. En eins og kemur fram í þessari skýrslu, þá tala staðreyndir málsins sínu máli.

Ef menn vilja taka upp annan gjaldmiðil – og það gerum við ekki nema að gaumgæfa það mjög vel, það verður enginn dans á rósum að skipta um gjaldmiðil – þá þurfum við að vera undir það búin að vera með gjaldmiðil sem ekki tekur neitt mið af íslenskum aðstæðum, gengið ekki í takt við útflutningsatvinnuvegina, vaxtaákvarðanir ekki í takt við efnahagsástand og áhættu í íslenskum fjárfestingum og svo framvegis, alveg óháð því hvaða gjaldmiðill yrði fyrir valinu.

Það er enginn vandi að finna ýmsa galla á krónunni, en við sjáum líka við aðstæður eins og núna að krónan er til mikillar sársaukaminnkunar og gengið hreyfist í takt við aðstæður. Það þýðir einfaldlega að atvinnuleysi er miklu minna en annars væri, svo við tölum nú bara hreint út á máli sem allir skilja. Við Íslendingar þolum atvinnuleysi mjög illa og við eigum ekki að þola það.

Svo að krónan er alls ekki án verulegra kosta heldur. En ef menn vilja þrátt fyrir allt taka upp annan gjaldmiðil, þá þarf að vanda valið og gera það á málefnalegum og skynsamlegum forsendum. Það er hins vegar einhver landlægur misskilningur að evran sé mikilvægasti viðskiptagjaldmiðill okkar. Sem er einfaldlega rangt.

Það er án nokkurs vafa dollarinn og um það er ekkert hægt að deila þegar menn skoða tölurnar. Og þannig hefur það verið lengi. Dollarinn er mun stærri hvað varðar útflutninginn, en ámóta stór þegar kemur að innflutningnum.“

Geta menn eins og dr. Benedikt í Samfylkingu ll(Viðreisn) og Logi Már í Samfylkingu l haldið áfram að bulla um að krónan sé ónýt og að Evran eigi að takast hér upp án þess að færa rök fyrir máli sínu?

Eða þarf ekki röksemdir í stjórnmálum á Íslandi?

Hvað ætlar þetta fólk að segja í kosningabaráttunni síðar á árinu? Á bara að þylja eitthvað Píratabull sem helst enginn skilur?

Þessar ábendingar Gulla voru gulls í gildi til að greina hismið frá kjarnanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Æi krónan er slappur gjaldmiðill. Þegar við yfirgáfum danska kónginn voru krónurnar jafn háar núna er munurinn 1 á móti 2100.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.1.2021 kl. 13:57

2 identicon

Gulli hefur kosningaárið með lystilegum hálfsannleik. Til dæmis: Það þarf ekki annað en að líta á tollana til þess að sjá það. Á Íslandi bera 90% tollskrárinnar engan toll. Í ESB eru aðeins 27% tollskrárnúmera sem ekki bera toll. Af því einu er augljóst að vöruverð myndi hækka tilfinnanlega hér við inngöngu í ESB.“ Fjöldi tollskrárnúmera segir ekki alla söguna, ekki einu sinni hálfa söguna. Fjöldi tollskrárnúmera segir eiginlega ekki neitt.

Hvað ætli ESB sé með mörg hundruð tollskrárnúmer yfir tól og tæki til kjarnorkuvera til dæmis? Hvað ætli þau séu mörg hjá okkur? Hvað hækkar vöruverð hjá okkur ef við tökum upp öll þau tollskrárnúmer sem finnast hjá ESB en ekki okkur? Er óhagstæðara að borga 4% toll af ESB tollskrárnúmerum en 60% af okkar fáu tollskrárnúmerum? Er óhagstæðara fyrir okkur að borga 5% toll af úraníum en 55% af kálfafóðri? Þessu svarar Gulli ekki en kemur með fullyrðingu um hækkun vöruverðs sem byggð er á vafasamri ályktun. Þetta er greinilega kosningaár.

Og Gulli er ánægður með krónuna. Stjórnvöld elska krónuna ekki að ástæðulausu. Enda frábært tól til að losa stjórnmálamenn undan því að þurfa að gera eitthvað þegar erfið efnahagsleg vandamál koma upp. Krónan reddar málunum með því að lækka laun almennings sjálfkrafa og hækka vöruverð þegar vanda ber að höndum í efnahagsmálum. Hókus pókus, efnahagsaðgerðir óþarfar, almenningur tekur höggið en ekki ríkið. Og ráðherrar fá að sofa út, rólegir með að ekkert mikilvægt bíði þeirra á kontórnum. Sofa út meðan óheppnir starfsbræður þeirra, sem ekki búa við þessa töframynt, sitja sveittir og andvaka við að auka tekjur, bæta samkeppnishæfni, efla atvinnuvegina og bjarga fjárhag ríkisins meðan kjósendur þeirra halda sínum launum og verðlag helst stöðugt.

En Gulli sefur ekki út, það er kosningaár og það þarf að skrifa mikið án þess að segja nokkuð.

Vagn (IP-tala skráð) 17.1.2021 kl. 15:10

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Árlega höfum við þurft að bæta við um 27 kr fyrir danska krónu þau 77 tæpu ár lýðveldisins. 66% tímans hafa sjallar stjórnað fjármálum lýðveldisins.

27 krónur árlega 

Svo tala menn um að það sé vitlegt að íslenskir stjórnmálamenn  stjórni gjaldmiðlinum 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.1.2021 kl. 15:10

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þess má geta að þegar þetta er ritað, í maí 2019, kostar einn Bandaríkjadalur um 122 nýjar íslenskar krónur. Hefur gengi íslensku krónunnar því fallið um 99,95% gagnvart Bandaríkjadal frá árinu 1944. Kaupmáttur íslensku krónunnar hefur þó fallið enn meira enda hefur kaupmáttur dollarans minnkað töluvert á þessum árum. Frá lýðveldisstofnun, í júní 1944, hefur verðlag á Íslandi margfaldast 23.541 falt. Það jafngildir því að kaupmáttur krónunnar hafi minnkað um 99,996%. Meðalverðbólga á þessum tíma hefur verið um 14,4%

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.1.2021 kl. 15:17

5 identicon

Viðtalið við Guðlaug Þór í MBL var góð. Gulli er í vinahópnum með ÍSLENDINGUM og afþakkar ESB fárið og veika evru.  ESB sinna verður að útiloka í embættismanna kerfinu og á virtu Alþingi. Nauðsinlegt er að útskýra tilurð ESB sinna og fyrir hvað þeir standa. Það gustar af BREXIT og góðri samvinnu okkar.

Gerum allt sjálfir á eigin vegum.

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 17.1.2021 kl. 17:06

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Viðtalið við Guðlaug Þór í MBL var góð. Gulli er í vinahópnum með ÍSLENDINGUM og afþakkar ESB fárið og veika evru.  ESB sinna verður að útiloka í embættismanna kerfinu og á virtu Alþingi. Nauðsinlegt er að útskýra tilurð ESB sinna og fyrir hvað þeir standa. Það gustar af BREXIT og góðri samvinnu okkar.

Gerum allt sjálfir á eigin vegum.

 

Gísli Holgersson (IP-tala skráð) 17.1.2021 k

 

Tek undir  með Gísla. Hann er klár á hvar skórinn kreppir.

Halldór Jónsson, 18.1.2021 kl. 13:29

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Óráðshjalið í Kerrunni um Gulla og krónuna gef ég ekki mikið fyrir.

Halldór Jónsson, 18.1.2021 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband