Leita í fréttum mbl.is

Bjarni góður!

Ég var ánægður með minn formann í eldhúsdagsumræðunum í kvöld. Bjarni Benediktsson flutti skilmerkilega ræðu af sannfæringarkrafti og þrótti. Það fer ekki á milli mála að þar fer forystumaður sem veit hvað hann er að tala um. Og þjóðin er sammála honum, það má glöggt sjá af allri umræðunni í öllum hornum þjólífsins. Nema í því sem opinberlega eru leifarnar af ríkisstjórnarherbúðunum.

Jóhanna var ósköp umkomulaus þar sem hún stautaði sig í gegnum stílinn sinn, vitandi að herinn hennar er flúinn. Ekki var boðskapurinn uppörvandi, meiri skattar, meiri píslir AGS, meira Icesave, meira Evrópubandalag. Henni er auðvitað vorkunn að standa þarna og tala um stefnu ríkisstjórnar sem er orðin þátíð. Það er ekki nein samstaða í stjórninni þar sem ljóst er að allmargir þingmenn VG ætla ekki að kyngja hverju sem er og láta handjárna sig við siglutré ríkisstjórnar SteinHönnu og sökkva með skipinu.

Hvað er í stöðunni ?

Á þingi sitja 12xVG, 15xD, 9xB og 4xfríliðar fyrir utan 23xS. Jafnvel þó að Sari gengi til liðs við D og B til að verja minnihlutastjórn Ögmundar og 3xVG þá gengur það ekki upp, til þess þyrfti alla hreyfinguna og þann óháða líka. Aðrar kombínasjónir er búið að prófa. Það er því stjórnarkreppa.

Svarið er þá kosningar ekki seinna en strax. Miðað við þá gjaldeyriseyðslu sem fyrir höndum er við umsóknina að ESB, þá er innlendur kostnaður við kosningar hverfandi. Það þarf því ekki að koma með kostnaðarrök á móti kosningum.

Ný ríkisstjórn myndi áreiðanlega láta verða sitt fyrsta verk að draga umsóknina um EB aðild til baka, fresta  Icesave málum, en endurnýja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, stækkun í Straumsvík og Helguvík. Gera eitthvað meira en bara tala um framkvæmdir og erlent fjármagn inn í landið. Gera eitthvað í bankamálunum og greiðsluvanda heimilanna. Hækka ekki skattana eins og SteinHanna boðar.

Það er lífsnauðsynlegt að reyna að gangsetja atvinnulífið. Bjarni Benediktsson bendir á leiðir sem eru mun líklegri til að verða léttbærari fyrir almenning en útópískar skattahugmyndir Steingríms og hugmyndasmiðsins Indriða, sem leiða beint til þess að drepa allt atvinnulíf niður í landinu, sökkva því í skuldir og skatta og fara endanlega með tiltrú viðskiptaheimsins á því, að hægt sé að fjárfesta á Íslandi til lengri tíma litið. 

Áfram Bjarni ! Fólkið heyrir til þín og Sjálfstæðisflokksins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það þarf ekki mikið til að gera þig ánægðann, og ekki eru nú kröfurnar miklar..

hilmar jónsson, 5.10.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Hilmar,

Viltu heldur borga Icesave,stóriðjustopp og hærri skatta?

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 07:53

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Helst ekki Halldór ef hjá verður komist.

Hinsvegar vil ég alls ekki aftur þá stjórn D og B sem upphaflega kom okkur í vandann.

hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 08:14

4 Smámynd: Jóhannes Birgir Jensson

Stóriðjan bjargar okkur ekki, við erum að borga fúlgur fjár með hverju starfi þar með virkjunum og erlendum lántökum.

Jóhannes Birgir Jensson, 6.10.2009 kl. 10:00

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Halldór, Ögmundur er við 5. mann, því Atli fylgir honum samkvæmt nýjustu fregnum.  Þá eru þetta 32 þingmenn en það eru veikir hlekkir svo sem Þorgerður, Ragnheiður og enn veikari hjá Framsókn eru Siv og Guðmundur Steingrímsson.  Steingrímur er ólíkindatól en tekur þó þann stól sem honum þykir bestur.

Sigurður Þórðarson, 6.10.2009 kl. 10:21

6 identicon

varla trúir þú að sjálfstæðismenn ætli sér að breyta af stefnunni-stefnunni sem skilað hefur okkur á leiðarenda,eða er eitthvað eftir af landinu sem þeir geta stolið ? sjálfstæðismenn hafa nú hingaðtil grímulaust ráðist á heimilin,selt landið og miðin glæpamönnum í "talsambandi við FLokkinn" og farnir að sýna andlitið aftur,samanber áðurnefndan Bjarna N1,Tryggva askar og Guðlaug Þór sem nú trompast yfir að komið hafa upp hugmyndir að stóriðjan greiði einsog aðrir við þessar aðstæður eitthvað til samfélagsins-það hugnast ekki sjálfstæðismönnum sem ekki hafa samúð með heimilinum,nei bara halda áfram að higla vinunum.landráðamenn. 

zappa (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 10:31

7 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er skrýtið að fólk haldi að það sé hætta á að árið 2000 renni upp aftur, eins og Hilmar segir!

Það er að vísu ekkert nýtt undir sólinni.  Þess vegna þarf að læra af mistökunum.  Verstu mistökin eru í uppsiglingu núna.  Hve margar ríkistjórnir hafa ekki leitt þegna sinna til örbirgðar með þeim aðferðum sem Jóhanna og Steingrímur eru að reyna núna??  Ég kann ekki einu sinni að telja það.  Kanski Hilmar kunni að telja svo hátt?

Jón Ásgeir Bjarnason, 6.10.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Kanski Zappa kunni að telja svo hátt!

Jón Ásgeir Bjarnason, 6.10.2009 kl. 10:40

9 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

 Jóhanna las sína  ræðu eins og  venjulega. Enginn leikaraskapur og  ekki mjög áheyrilegur  flutningur. Ræða  Bjarna  var  hinsvegar eins og  þaulæfður leikþáttur og tilþrifin  ekki lítil. Greinilega  fengið  góða þjálfun fagmanns/manna. Gallinn var bara sá  að innihaldið var upphitaður vellingur. Annars var þetta  bara gott , - á  ytra byrði.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.10.2009 kl. 11:59

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Eiður Svanberg

Fékkstu ekkert út úr innihaldinu hjá Bjarna? Heyrðirðu ekki hvað hann sagði um atvinnulífið?Heyrðirðu ekki hvað hann sagði um skattana?

Framkoman er ekkert sviðsett. Bjarni er bara svona í ræðustól. Svona var hann líka á fundi með okkur íKópavogi. Hann er bara eðilegur og meinar það sem hann er að segja.

Zappa, þú notar dulnefni til að skrifa skít um menn og málefni. Vinsamlega skrifaðu eins og maður og undir nafni ef þú þarft að skrifa á mína síðu.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 13:01

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar, nýir menn eru komnir fram í flestum flokkum. Flokkar eru ekki ábyrgir fyrir því sem einstakir flokksmenn afreka. Flokkar eru fjöldahreyfingar, þar í eru misjafnir sauðir.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 13:03

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhannes Birgir,

Þú ert þá fylgjandi kílówattskattinum ?

Vinsmalega legðu fram þína útreikninga sem sanna að við borgum með stóriðjunni.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 13:04

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Hilmar,

Vinsamlega upplýstu mig um það hver ræðumanna var þá betri og bestur.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 13:05

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Svandís bar af að mínu mati..

hilmar jónsson, 6.10.2009 kl. 13:56

15 Smámynd: Björn Birgisson

Kosningar? Hvað sérðu fyrir þér að komi upp úr kjörkössunum. Hverju munu kosningar breyta? Kannski engu og hvað gerum við þá? Við erum nýbúin að kjósa. Stjórnin er ekki fallin - hún tórir enn.

Björn Birgisson, 6.10.2009 kl. 14:04

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þeir sem vilja send IMF heim til EU eru mínir menn [af báðum kynjum].

Burt með einokun Bólgu vísitölu. Sparfjáreigendur sem fá greitt vexti vegna bólguvístölu geta hirt bólguvísutöluvexti af samsvarandi skammtíma bólguvísitöluvöxtum útlána.

Ég vil innleiða hér aftur langtímaverðtryggingar vísitölu stöðuleika miðað við gengi fasteignaverðs. Að hætti USA og EU.

Til þess að hægt sé að láta gengið falla og lækka stýrivexti í nokkra mánuði án þess að almenningur missi þakið yfir höfuðið.   

M.ö.o. Almenningur á Íslandi búi við sömu aðstæður og sá í USA og EU. 

Mér skilst að þjónustu orkuver í Frakklandi séu skuldbundin að skila arði í formi lægra orkuverðs til þess að framleiðslufyrirtækin geti skilað meiri hagnaði og borgað almenningi lægri laun. Rafmagns reikningar þar eru 3 til 8 sinnum lægri en á Íslandi. Þetta mætti gagna yfir alla þjónustugeirann hér. Ábyrgð stjórnenda þjónustugeirans gæti verið fólgin í því að halda embætti og fá bónus í hvert sinn sem lækkun á kostnaði [verðskrá] sannast.  

Ef auka á hér ferðamanna iðnað þá markaðasetja Ísland m.t.t. hátekjuferðamanna. Halda almennum lífskjörum uppi á Íslandi.

Skera þjónustukostnaðarfjármálageirann niður um 60%. Ekki endurreisa.

Ekki verður sleppt og haldið. Fylkingaríhaldið.

Júlíus Björnsson, 6.10.2009 kl. 14:48

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Björn, kosningar breyta öllu. Þá hverfa þessir hreyfingarmenn og dreifast á gömlu flokkanna, VG tapar og Samylkingin líklega líka, íhaldið styrkist og líka framsókn. Þá koma fleiri kaplar upp en er núna þegar enginn kostur er góður.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 21:08

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað ræðumennsku Sjálfstæðismanna snerti fannst mér Þorgerður Katríin reyndar betri en formaðurinn.

Ómar Ragnarsson, 6.10.2009 kl. 21:28

19 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hvorki Bjarni Ben, Steingrímur J eða nokkur annar geta kjaftað niður skatta eða skuldir.

Kokhreysti ver okkur kannski fyrir hálsbólgu og flensu, en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það er akkúrrat ekkert að marka það sem stjórnmálamenn segja.

Og Sjáfstæðisflokkurinn er því miður ekki stjórntækur með öll sína hagsmunatengs. Tími hans er útrunninn að sinni og hann á að hafa vit á að halda sig til hlés meðan hann byggir sig upp aftur með nýju óspilltu fólki.

Þjóðin vill hann ekki við völd meðan hún man enn eftir einkavinavæðingunni.

Þá fyrst þegar búið verður að dæma og loka nokkra af lykilmönnum að einkavæðingu bakanna og hruninu inni getur Sjálfstæðisflokkurinn farið að rífa kjaft og hafa sig í frammi.

Annars er eina von Sjálfstæðisflokksins hið vel þekkta gullfiskaminni þjóðarinnar....!

Ómar Bjarki Smárason, 6.10.2009 kl. 21:31

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Mikil skelfing er að heyra þetta hjá þér Omar Bjarki. Gamli Bjarni Ben sagði eitt sinn: "Munið þið piltar, þó við séum vondir þá eru aðrir verri."

Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað bestur. Hann ber sem slíkur engá ábyrgð á hruninu. Hann er fjöldahreyfing, hugsjónabandalag ekki  í eigu einstakra manna. Einstaklir félagsmenn geta hafa komið meira við sögu í hruninu en aðrir. Hvar eru þeir núna? Á AlÞingi ? Eða við völd ? Nýjir menn komnir.

 Framsóknarflokrinn ber enga ábyrgð á misgerðum  Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar eða Finns Ingólfssonar. Þessir menn fara einhverntímann í steininn og þá kemur það Framsóknarflokknum ekkert við.

Mér alveg ofbýður að heyra fólk tala svona eins og þú og það veldur mér vonbrigðum að heyra það frá jafn greindum manni og þú ert hversdagslega.

Þú verður að hugsa þetta uppá nýtt jarðfræðingur góður. En ykkur er kannske vorkunn að vera eins og þið eruð, Steingrímur J. er líka jarðfræðingur og það slær nú heldur betur útí fyrir honum.

En þetta með spakmæli Bjarna. Ef þú horfir á VG, eða Borgaraflokkinn eða hvað hann heitir, eða Samfylkinguna, þá sérðu hvað Bjarni meinti. Þessvegna geturðu ekki kosið neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn af því að hann er þó alltaf skárri en hinir . Q.E.D.

Halldór Jónsson, 6.10.2009 kl. 22:26

21 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú verður nú að horfa raunsætt á ástandið í þjóðfélaginu, Halldór, því Sjálfstæðisflokkurinn á í viðlíka tilvistarkreppu hjá þjóðinni og forsetinn hjá Sjálfstæðisflokknum. Þannig er þetta bara og hvorki ég né félagi Steingrímur J getum nokkuð við því gert.....

Ómar Bjarki Smárason, 6.10.2009 kl. 22:47

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn varstu ekki flokks-munaðarlaus?

Ég ber mikla virðingu fyrir öllum sjjónarmiðum (þó ég missi mig stundum í reiði vegna minnar eigin vanþekkingar).

Bjarni Ben er með gott hjarta en það er ekki vegna þess að hann sé í sjálfsflokknum heldur vegna hans eigin innri styrks og sannfæringu

Framtíð Íslands stjórnast ekki af flokkaklíku. Miklu frekar af heimsklíku. Kær kveðja frá einni óháðri í flokkapólitík Íslands.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2009 kl. 00:56

23 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig getur þú fullyrt það Ómar að fjöldahreyfing sem þú þekki er ekki sé í tilvistarkreppu ?

Ég efast um að þú vitir hvað sjálfstæðisstefnan sé ? Lestu hana fyrst.Áróður og álygar eru ekki tilvistarkreppa fyrir þann sem í því lendir. Persóna Óla forseta, orð, gerðir hegðun er það sem veldur áliti hans hjá þjóðinni. Þetta er gerólíkt.

Anna mín, ertu enn ekki búin að kynna þér sjálfstæðisstefnuna ? Hvað hefur landið uppúr því að þú sért óháð? Eða ertu bara svona feimin ? 

Halldór Jónsson, 7.10.2009 kl. 07:45

24 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Maður þarf greinilega að leggjast í lestur, Halldór. En það er ekki nóg að hafa stefnu, ef þjóðin treystir ekki þeim sem eru við völd í flokknum vegna tengsla þeirra við hagsmunahópa og fortíðina. Stundum þarf nefnilega að taka til og það er það sem þarf að gera í Sjálfstæðisflokknum til þess að hann verði trúverðugur. Þetta þurfa menn að þora að ræða og gera svo eitthvað í málum. Þetta verður hins vegar ekki gert með frekju og yfirgangi þeirra sem hafa best tengsl í hagsmunahópana og gömlu ræturnar.

Ég styð margt í stefnu Sjálfstæðisflokksins, en mér geðjast ekki að nánum tengslum valdaklíkunnar við þá sem komu okkur í þau vandræði sem þjóðin er í núna. Það hefur hins vegar ekkert með stefnu flokksins að gera.

Ómar Bjarki Smárason, 7.10.2009 kl. 12:48

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór minn. Ég hef mína eigin skoðun á sjálfstæðisstefnunni. Mín skoðun um sjálfstæðisstefnuna samræmist ekki svika-sjálfstæðisstefnunni sem hefur viðgengist hér á landi.

Landið hefur engu að tapa á því að ég sé óháð eins og það er kallað á pólitísku máli. Landið getur hins vegar tapað á sérhagsmuna samtökum hverju nafni sem þau nefnast.

Ég held einmitt að ég hafi endanlega sigrast á feimninni og það er ég þakklát fyrir. Óska öllum kjark til að standa fyrir sínum skoðunum óháð flokkastuðningi. Styrkur hvers og eins er ekki raunverulegur nema hann komi frá kjarna einstaklingsins.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.10.2009 kl. 16:42

26 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, hvaða helvítis valdaklíku ertu að þvæla um? Ertu að tala um Bjarna Ben? Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag? Ertu að tala um Davíð á Mogganum? Eða mig?

Anna, hvaða svika sjálfstæðisstefnu ertu að tala um? Glæpi bankastrákanna? Er það sjálfstæðisstefna ? Færðu rök fyrir því.

Halldór Jónsson, 7.10.2009 kl. 17:52

27 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Með illu skal illt út reka.....!!!

Ómar Bjarki Smárason, 7.10.2009 kl. 21:21

28 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er þá annarsstaðar en í Sjálfstæðislfokknum sérstaklega Ómar Bjarki. Icesave var ekki á ábyrgð flokksins, Heldur ekki einstakir ráðamenn sem klikka í starfi. Reyndu að greina á milli hugsjóna og einstakra manna.

Halldór Jónsson, 7.10.2009 kl. 22:57

29 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú ert kominn á fjandi gott flug, Halldór minn! Þú endar í ritstjórninni á Mogga

Ómar Bjarki Smárason, 9.10.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 3418279

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband