Leita í fréttum mbl.is

Þorvaldur enn á ferð.

Enn drýpur úr Auðhumlu Baugs og Þorvaldar Gylfasonar. “Landið leikur á reiðiskjálfi” hjá Þorvaldi vegna spillingar Sjálfstæðisflokksins frá stofnunar hans. Vikulegir pistlar Þorvaldar í Fréttablaðinu um þetta sama mál eru orðnir jafnvissir og rigningin. “Ísland er sjálftökusamfélag. Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings.”

Man enginn eftir bitlingum Kratanna hér á árum áður? Hvernig börn ráherra ferðuðust um heiminn á grænum diplómatapössum? Veislum og áfengiskaupum á kostnað ríkisins ? Hvernig Krötum var raðað á allar lausar ríkisjötur í samkvæmt þriðjungaskiptareglunni?

Nei, þetta var partur af hefðbundnum helmingaskiptum” segir Þorvaldur eins og Kratar hafi hvergi að komið.

“Hver skyldi hafa reist sér sumarbústað í þjóðgarðinum á Þingvöllum næst Valhöll, sem nú er nýbrunnin? Það var formaður Þingvallanefndar, nema hvað, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins..

Já já, það voru margir hneykslaðir á ráðstöfunum Þingvallanefndar á sínum tíma. Hvernig var hún nú samsett ? Voru ekki Kratar í henni ? Hvað fengu þeir í sinn hlut ?

 Til eru skrifaðar heimildir á stangli um gamalt bankamisferli, til dæmis ritgerð í Skírni eftir Sigurð Nordal prófessor 1924 og nokkru yngri bréfaskipti bræðranna Bjarna og Péturs Benediktssona, sem ég hef rifjað upp á þessum stað og víðar, en misferlið var aldrei dregið fram í dagsljósið.”  Já Sjálfstæðisflokkurinn og allt sem honum tengist er í forgrunninum hjá Þorvaldi og kostunaraðilanum Baugi eins og fyrri daginn. Og nú skal ríkisvæða róg um lygi.Þorvaldur er hróðugur yfir  nokkurskonar "Stofnunar Gróu á Leiti "við Háskóla Íslands:  

“Í fyrsta lagi er nú starfrækt í Háskóla Íslands Miðstöð munnlegrar sögu, sem Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði, veitir stjórnarforustu. Til miðstöðvarinnar geta menn beint upplýsingum, sem þeir telja geta komið að gagni við að skrá sögu landsins rétt. Gefi nógu margir glöggir menn sig fram, hlýtur miðstöðin að veita upplýsingum þeirra í frjóan farveg.”...“Þjóðminjasafnið þyrfti að láta semja og senda út slíka spurningalista um gömlu spillinguna: forréttindi, frænddrægni, fyrirgreiðslu, klíkuskap, mútur, nápot og annað hefðhelgað svindl, sem fólk ýmist þekkir sjálft af eigin raun eða man eftir öðrum leiðum.”

 

Ætli það sé Sagnabrunnur Samfylkingarinnar sem ætlunin er að fylla með gömlum sögum um spillinguna?  Ekki ónýtt að geta átt gagnagrunn til að skrifa niður Sjálfstæðisflokkinn með því að finna sögur um einstaka flokksmenn hans.

  

Þorvaldur Gylfason er haldinn þeirri útbreiddu firru að Sjálfstæðisflokkurinn  sé ábyrgur fyrir einstökum flokksmönnum. Það hvarflar aldrei að honum hvert slíkur þankagangur leiðir ef Alþýðuflokkurinn til dæmis ætti í hlut. En prófessor ætti að geta greint betur hismið frá kjarnanum en sauðsvartur almúginn.

 

En ekki er Þorvaldi alls varnað:

“Ísland er sjálftökusamfélag. Forréttindahópum hefur með fulltingi stjórnmálamanna haldizt uppi að skara eld að eigin köku með því að skammta sjálfum sér hlunnindi og fé á kostnað almennings. Ókeypis úthlutun aflaheimilda til útvegsmanna samkvæmt lögum, sem þeir sömdu sjálfir og Alþingi samþykkti, er augljóst og afdrifaríkt dæmi. Illa útfærð einkavæðing bankanna fyrir fáeinum árum”

Hvort sem veldur að Baugur hefur aldrei verið í útgerð og kom ekki að bönkunum fyrr en á síðari stigum, að Þorvaldur skrifar þetta eða ekki, þá er þetta eitthvað sem ætti að hverfa á Íslandi framtíðarinnar. .

Það eru hinsvegar málefni framtíðar sem skipta máli í stjórnmálum. Ekki fortíðarstýring. Þetta gengur mörgum erfiðlega að skilja. Þorvaldur ætti að eyða meiri tíma í það en að rifja upp Gróusögur um einstaka Sjálfstæðismenn, lífs og kliðna.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú svolítið ti í þessu hjá Þorvaldi, ekki satt? Auðvitað eru fingurbendingar á heilu flokkana ódýr leið til gagnrýni, en margt hefur mátt betur fara sama hvort um er að ræða stjórnmálaflokka eða þrýstihópa. Ég tek mig stundum til og les http://sverrirhermanns.is/ . Þessi grein hér "Á glapstigum" er dæmi um merkilegar vangaveltur sem virðast að hluta til vera að koma fram núna. Internetið með bloggi og wiki síðum er nefnilega hinn nýi sagnabrunnur. Við getum verið alveg örugg með að séu frásagnir af spillingu og misnotkun sannar þá munu þær lifa á netinu, nýjum kynslóðum sem víti til varnaðar. Til þess þarf enga opinbera stofnun.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 09:37

2 identicon

Þetta hér er líka skyldulesning http://www.matthias.is/vigvelli_simenningar_ix/ þó svo að Matthías lendi líka í sömu þröngu fingurbendingu og Þorvaldur. Vandi Íslands er ekki né var Baugur hf. sem slíkur, heldur baugshugsun (hringamyndun) á flestum stigum samfélagsins. Komist menn uppúr þeim þröngu hjólförum sem flokkadrættir varða, þá blasir við ný sýn á veruleikann.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:14

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Nennirðu virkilega að eltast við krataþruglið? Það tíðkast mjög hjá Samylkingarliðinu nú um stundir að þrástagast á hrunflokkunum tveimur. Sf var einmitt á vaktinni þegar hrunið kom. Imba að baka pönnukökur í New York meðan allt var að fara til andskotans hér heima. Svona eins og þegar Neró spilaði á fiðluna. Bankamálaráðherrann Björgvin eins og álfur út úr hól. Vissi ekkert, gerði ekkert enda aldrei getað nokkurn skapaðan hlut. Ég vona að við losnum sem fyrst við kratana úr stjórn landsins. Ég blæs til fagnaðarteitis þega sá tími rennur upp.

Sigurður Sveinsson, 8.10.2009 kl. 10:59

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Nú er farið að týra á skarinu. Mbl ritstjórinn farinn að bloggast á í gegn um ritstjórnargreinar. Ég er sammála þér og honum um EES / ESB rökin og klisjurnar sem þú taldir upp eru meiriháttar. Hins vegar stillti ég dæminu svona upp í mínu bloggi. Er nokkur þjóð verr sett en við ( skuldalega séð ) og erum við þó í EES ? Engin veit hver staðan væri í dag hefðum við ekki gengið inn í EES og engin veit hver staðan verður 10-15 ár eftir hugsanlega inngöngu í ESB. En kannski þurfum við að fara tvívegis í kostnaðarsama þrautargöngu eins og Norðmenn og neita tvisvar til að boðberarnir gefist upp.

Sigurður Ingólfsson, 8.10.2009 kl. 11:44

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Um eitt getum við þó verið sammála Halldór.  Sjálftökusamfélagið var gegnsýrt af spillingu.  Leið margra var að gera eins, í stað þess að berjast gegn því. 

Við upprætum það ekki undir póltískum merkjum og rökunum; "hinn gerði það líka".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.10.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Brattur

Þessi síða minnir stundum á skrif Björns Bjarnasonar í Mogganum á tímum Kalda stríðsins.

Brattur, 8.10.2009 kl. 22:44

7 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Halldór,- ykkur íhaldsmönnum er ekki viðbjargandi. Það er hvorki hægt hægt að stjórna þessu þjóðfélagi eins og steypustöð eða olíufélagi. Það þarf miklu meira til.

Eiður Svanberg Guðnason, 8.10.2009 kl. 22:45

8 Smámynd: Elle_

Og vita vonlaust að stjórna landi eins og þrælabúðum.  Það þarf miklu meira til. 

Elle_, 8.10.2009 kl. 23:02

9 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ritstjórinn les greinilega bloggið þitt Halldór. Sjá ritstjórnargrein dagsins :

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/961367/

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 9.10.2009 kl. 02:04

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Eiður Svanberg

Þegar við frændurnir Sveinn og ég  stjórnuðum Steypustöðinni stóðu menn í röðum eftir því að fá að skipta á krónunum sínum og ótryggðum kvittunum frá okkur fyrir steypuinneign til næsta árs. Sem sagt kvittanir frá okkur voru betri en peningaseðlar með undirskrift Nordal og fleiri stórstirna.

Ég held nú að  fók myndi ekki treysta Steingrími J. fyrir sparifé sínu í sama mæli og okkur var treyst þá. Hver vill skipta á peningaseðli og inneignarnótu hjá íslenzku fyrirtæki, jafnvel ríkisfyrrirtæki,  í dag ? Eða loforði stjórnmálamanns ?O tempora ,O mores!

Ég held að það væri betur að ríkinu væri stjórnað  eins og Steypustöðinni var stjórnað á þeim miklu umbrotatímum sem þá ríktu. En þá voru stjórnvöld heldur ekki nærri eins vitlaus og þau eru núna, þó þau hafi verið kolvitlaus að flestra dómi þá.

Halldór Jónsson, 10.10.2009 kl. 00:36

11 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Man þetta vel og líka kratann sem var svo "hirðusamur" að hann var sendur í Alþjóðabankann..... þó það jaðri við að hafa verið fyrir mitt mynni....

Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 01:06

12 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

En varðandi gjaldmiðilinn, Halldór, þá er líklega öruggara að skipta á krónum og  vatnsflöskum hjá Jóni Ólafssyni.... það er líklega öruggara en gull í dag....

Ómar Bjarki Smárason, 10.10.2009 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband