Leita í fréttum mbl.is

Kool hjá Kollu !

Kolbrún Bergþórsdóttir Samfylkingarkona og Evrópusinni skrifar í Mogga í dag. Hún kveður uppúr í einum grænum  með þreytu og svekkelsi Kratanna yfir taglhnýtingi flokksins hennar  Vinstri grænum. Jafnframt er henni greinilega nóg boðið framferði krataforystunnar.

Kolbrún segir m.a.

"Fróðlegt væri að vita hver af forvígismönnum Samfylkingarinnar fékk þá fáránlegu hugmynd skömmu eftir bankahrunið að hægt væri að vinna með Vinstri-grænum í ríkisstjórn. Einnig væri áhugavert að vita af hverju það tókst svo vel að telja öðrum áhrifamönnum Samfylkingar trú um að þetta samkrull væri einmitt það sem þjóðin þyrfti á að halda. " ...

"Samfylkingin þoldi ekki endalaust pottaglamrið fyrir utan Alþingishúsið og öll ógeðfelldu öskrin og ópin. Samfylkingin reis ekki undir álaginu, neitaði að axla ábyrgð og hljóp fagnandi í fangið á mesta pólitíska afturhaldi nútíma stjórnmálasögu, sem er Vinstri hreyfingin - grænt framboð. ,,,"

"Það var æpandi lýður á Austurvelli sem samanstóð að mestum hluta af kjósendum Vinstri-grænna"....

"Vinstri-græn eru í eðli sínu stjórnarandstöðuflokkur. Þeim líður afskaplega notalega í stjórnarandstöðu þar sem önnur hver setning sem þau láta út úr sér er: Samviska mín leyfir mér ekki að ... "

"vegna þess að því fylgir sú óþægilega staða að verða að taka óvinsælar ákvarðanir."

Var ekki Ögmundur að segja af sér ?

Í kvöld kom svo yfirlýsing Steingríms J. að innan ríkisstjórnarinnar ríkti hin mesta eindrægni og ekki slitnaði slefan milli sín og Jóhönnu.

Þingmenn Samfylkingarinnar eru allir mállausir og heyrnarlausir, jafnvel Össur steinheldur sér saman og áttu menn nú öðru að venjast. Ekki heyist tíst í neinum þeirra um neitt sem máli skiptir, enginn hefur skoðun á aðgerðum Svandísar um útrýmingu stóriðju-og virkjanaáforma landamanna til næsta áratugar. Hafi menn velkst í vafa með hentistefnu og hvikulleik Krataflokksins þá geta þeir sömu klórað sér í höfðinu. Hvað stefnu er eiginleg fylgt af núverandi ríkisstjórn?

Kolbrún klykkir út með þessu :

"Saga Vinstri-grænna í ríkisstjórn er dapurleg og verður, þjóðarinnar vegna, vonandi ekki löng. Það er komið nóg. "

Óbilandi kærleikur á stjórnarheimilinu segir Steingrímur.

Ögmundur þegir eins og ugla á grein.

 

Er þetta bara "kool" hjá Kollu eða er fætur einhverra farnir að kólna í Samfylkingunni ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Kolbrún lýsti því yfir í vetur sem leið að hún væri gengin í Sjálfstæðisflokkinn - Ertu að vísa henni á dyr Halldór?

Helgi Jóhann Hauksson, 11.10.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Nei, það fór fram hjá mér. Ertu nú viss um þetta kall minn ?

Halldór Jónsson, 11.10.2009 kl. 22:55

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Já ég man það. Hún setti það í samhengi við það að Sjálfstæðismenn væru að hennar mati meira töff og meiri töffarar. Sem jú var mjög óvenjuleg framsetning á réttlætingu og rökstuðningi fyrir flokkaskiptum, þó hún teldi samt fleira til. Ég held hún hafi örugglega skrifað þetta í Moggann frekar en annarstaðar. - En skrifin voru mér sérlega minnisstæð.

Helgi Jóhann Hauksson, 12.10.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hinn 10.08.09 var nú Kolbrún ekki að skrifa vel um Sjálfstæðisflokkinn en þá setti ég þessar línur á bloggið: 

"Ég hef yfirleitt gaman að lesa það sem hún Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Meira segja það sem hún skrifaði í Mogggann um  helgina.

Þar tekur hún Sjálfstæðisflokkinn á hné sér. Rassskellir 1600 fulltrúa á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, mig með, fyrir að deila ekki skoðunum hennar og meðkrata, á nauðsyn þess að ganga í Evrópusambandið. Við séum lummó einangrunarsinnar og eigum að breyta því strax ef flokkurinn eigi yfirleitt að lifa. Og aumingja formaðurinn okkar, hann er ekki beysinn og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Hún Kolbrún getur sagt okkur til, hún hefur formúluna að því sem Sjálfstæðisflokknum er fyrir bestu. Alþjóðahyggju, ESB og væntanlega fleiri innflyjendur. Við vorum ágætir að samþykkja NATÓ á sínum tíma en síðan ekki söguna meir. Við erum bara orðnir einhver tegund af Framsóknarsveitakommum ef ég skil hana rétt. "

Sé hún í Sjálfstæðisflokknum þá hlýur það að vera í hjáverkum.

Halldór Jónsson, 12.10.2009 kl. 08:05

5 identicon

Liggur það ekki ljóst fyrir að verið sé að mynda en eina nýja stjórn á Íslandi, í reykmettuðum bakherbergjum.

En eins og staðan er er það lífsnauðsyn fyrir Samfylkinguna að hún sprengi ekki samstarfið heldur verður að ýta VG yfir bjargbrúnina, enda getur Samfylkingin ekki fengið það orðspor að fella tvær ríkisstjórnir á einu ári.

Í burðarliðnum væri þá stjórn D og S eða S með hlutum úr D og VG (án Hádegismóa-armsins) eða einhverskonar samsuða D, B, VG, og annarra. Gallinn er bara sá að ekkert þessara stjórnarmynstra mun lifa lengi og þá hefst sama ruglið aftur.

Það er alla vega vandlifað á þessum tímum í pólitík svo mikið er víst.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Benedikta E

Magnús Orri.

Þú getur alveg sparað þér þann stjórnarspádóm D og S það verður aldrei !

Enda er S búin að einangra sig í horninu - hún er ekki stjórntæk með neinum.................!

Benedikta E, 12.10.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Það er vonandi að Landráðaflokkurinn S verði ekki í ríkistjórn í 20 ár...

Ekki einu sinni Norsarinn skilur upp né niður í þessu fólki og sjálseyðingarhvöt þeirra sem það sýnir með bréfaskriftum.  (ABC nyheter). 

Jón Ásgeir Bjarnason, 12.10.2009 kl. 16:44

8 identicon

 það er ekki rétt að kolla sé í sjálfstæðisflokknum......hún er krati..sem vill vinna með sjálfstæðisflokknum

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 18:18

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er nú meira hvað þú, Halldór minn, ert upprifinn yfir öllu sem Kolla lætur út úr sér.

Sigurður Þórðarson, 12.10.2009 kl. 20:57

10 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ekki hissa á að Halldór sé hrifinn af Kollu. Hún er íhaldsöm hið ytra þó e.t.v. búi í henni krati..... sem sagt hálfgerður úlfur í sauðagæru.... en það er gaman að lesa pistlana hennar, því oft hefur hún aðra sýn á hlutina en aðrir. Eins og t.d. þegar hún fjallaði um heimsmeistarmótið í fótbolta og í ljós kom að hún hafði meiri áhuga á leikmönnunum en leiknum sjálfum....!

Ómar Bjarki Smárason, 12.10.2009 kl. 21:54

11 Smámynd: Elle_

Hver nennir að horfa á fullorðna menn í boltaleik?

Og annars tek undir með Jóni (16:44) um glataða flokkinn.

Elle_, 12.10.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband