Leita í fréttum mbl.is

Það dimmir enn !

 

Morgunblaðið skrifar leiðara um Icesave málið:

 

Þar stendur meðal  annars:

„Pukrið hefur einkennt Icesave-málið frá upphafi. Það bendir til að dómgreind forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar hafi þrátt fyrir allt verið í bærilegu lagi framan af. Þeir skynjuðu að málið þyldi ekki dagsins ljós. Þeim var jafnljóst að sannleikurinn myndi drepa fyrir þeim málið.

Hálfsannleikurinn yrði því að duga. Og hálfsannleikur oftast er óhrekjandi lygi eins og skáldið benti á. Þetta er svo sem allt nógu vont. En nú er komið á daginn að það voru samsæri í gangi. Sjálfur ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu var í makki með háttsettum fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, einhvers konar nútíma rentukammerherra sjóðsins gagnvart Íslandi.

Þar kemur fram að mennirnir við báða enda tölvupóstanna sem á milli fóru gerðu sér fulla grein fyrir því að það orkaði mjög tvímælis hvort bak þjóðarinnar mundi halda skuldaklyfjunum eða brotna undan okinu. Og trúnaðarmaður Íslands segir í sínum póstum að ekki sé hægt að láta þjóðina frétta af ráðabrugginu fyrir kosningar og verði jafnvel að bíða með að sýna á spilin þar til töluvert eftir kosningar. Og hann lagði til að póstarnir færu á slóðir sem minnst hætta væri á að almenningur fyndi. Svo halda sumir talsmanna vinstri grænna því fram að kosið hafi verið um málið í alþingiskosningunum í apríl sl. . Ótal ástæður hafa verið færðar fram fyrir því að óhjákvæmilegt sé orðið að binda afgreiðslu Kjósendum var þá með öllu hulið að þá var í gildi samkomulag sem getur ekki annað en flokkast undir samsæri gegn þjóðinni."

Svo mörg voru þau orð.

Hvað er eiginlega í gangi ?

Steingrímur J.Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir eru búin að skrifa undir samninginn við Breta og Holllendinga sem þeir Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson gerðu fyrir hönd íslenska ríkisins. Þetta fjas á Alþingi er bara um einhverja ríkisábyrgð á þessum óbærilega samningi sem við erum búin að fullgilda. Máið er tapað samkvæmt samningnum.

Það er eina vonin að taka málið í heild aftur upp á pólitískum grundvelli með milliríkjasamningi. Fá það viðurkennt að minnsta kosti að við verðum dæmdir hér á Íslandi og borgum í íslenskum krónum. Þær getum við prentað sjálfir og eytt skaðabótunum með verðbólgu eins og Þjóðverjar gerðu eftir fyrra stríð.

Vont, en það venst.

Þessi ríkisstjórn er að svíkja okkur inn í Evrópusambandið og beitir til þess öllum ráðum. Hið valdasjúka VG hafði þá aldrei neina sannfæringu, aðeins blinda valdagræðgi sem það er reiðubúið að selja allt annað fyrir. Og völdin er það að nota til þess að koma austur-þýsku hagkerfi á fót á Íslandi undir alræði kommúnista .

Það skýrist fyrir mér á hverjum degi sem líður. Ríkisyfirtökur fyrirtækja, kerfisbundin atlaga að kjörum almennings með skattaálögum en viðhald og aukning ríkisrekstrarins, gegn sparnaði með fjármagnssköttum,  gegn orkuframkvæmdum,  milljarðasóun  á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannhöfn, sem er ráðstefna undir gervivísindalegu yfirskyni  fyrir kokkteilhænsni  heimsins, sem sóla sig þar á sveita alþýðu þáttökulandanna , ráðstefna  sem er byggð á beinum fölsunum grunngagna sem heimurinn, utan Íslands auðvitað,stendur agndofa frammi fyrir.

Svo leyfir blaðamaður Mbl. Sér að skrifa:

„Sem betur fer hefur umhverfisráðherra sýnt þá staðfestu að lýsa því yfir að Ísland muni ekki sækja um undanþágur frá samningnum sem nú er í burðarliðnum úti í Kaupmannahöfn. Ísland hyggist vera þjóð meðal þjóða og axla sína ábyrgð, rétt eins og aðrir, enda höfum við feyki næg tækifæri til að draga úr losun okkar. Sé rétt á spöðum haldið felast í þeirri áskorun dýrmæt sóknarfæri því hún knýr okkur til að taka næstu skref inn í framtíðina og þróa nýjar lausnir sem bæði efnahagurinn og umhverfið geta grætt á. ben@mbl.is

Er hægt að finna nokkurs staðar, utan veggja Stjórnarráðsins,  svo mikla forheimskun og blindu  sem þetta skrif  ?

Það dimmir enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og það dimmir enn.  Nú eru öll myrkraverkin að koma upp úr leynihólfunum og allt er að verað kolsvart. 

Elle_, 8.12.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418235

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband