Leita í fréttum mbl.is

Útundan mér

heyrði ég á slitrur af samtali Vilhjálm Bjarnasonar aðjunkts og dr.Péturs Blöndal í útvarpi. Margt fróðlegt var þar að finna en því miður missti ég af mörgu. Þarf eiginlega að spila það fyrir mér ef það er þá hægt.

 Vilhjálmur taldi að lífeyrissjóðir yrðu að fjárfesta í fasteignum  þegar annað væri ekki í boði og þeir hefðu átt að fjárfesta meira í útlöndum þegar þeir gátu. Ég hef ekki lengi verið trúaður á fjármálahæfileika þessa liðs sem stjórnar lífeyrissjóðunum. Maður fær skerðingu ofan á skerðingu lífeyrisins síns  af því að maður var ekki opinber starfsmaður í lifanda lífi meðan  þeir fá allt sitt á þurru. Ég fæ skerðingar vegna útlánatapa sjóðsins míns sem einhverjir afglapar sáu um með vitlausum fjárfestingum. Þeir opinberu fá siitt af fjárlögum án skerðinga, fimm milljarða frá fjármálaráðuneyti Steingríms. Þessar sjóðsstjórnir voru heldur aldrei bornar undir mig og ég fékk aldrei að kjósa þær. Ég gat ekki einu sinni rekið þá þó ég vildi þó mér væri sagt að ég ætti sjóðinn.

 Svo náði ég  náði ég því að  Pétur sagði það skoðun sína að ef allar nýjar skattahækkanir yrðu dregnar til baka þá myndi  efnahagslífið hrökkva í gírinn og fara í gang.

Ég gargaði á þá félaga  framan í útvarpið( sem náttúrlega svaraði öngu) : "Af hverju tökum við ekki skatta af öllum inngreiðslum í lífeyrissjóði ? Til hvers erum við að leyfa öllum þessum þorgeirum og hröfnum að dandalast með þessa peninga ríkisins  til þess að tapa þeim á vitlausu braski?  Af hverju hirðir ríkið ekki strax það sem því ber og þá fái lífeyrisþegar sinn lífeyri án skatta þegar þar að kemur?"

Af hverju breytum við þessu ekki strax Herr doktor Pétur ? Er þá ekki allur vandi ríkissjóðs leystur og við getum lækkað alla skattana?

Þetta kom svona útundan mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband