Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ofsóknir

hafa alltaf fylgt kommúnistastjórnum.  Nú kvartar Geir H.Haarde réttilega yfir afgreiðsluleysi kerfisins  sem sem er beinn þáttur í herferð ríkisstjórnarflokkanna á hendur honum. Reynt er að valda fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins sem mestum skaða með því að draga málið á langinn. Allur málatilbúnaðurinn eru auðvitað hreinar pólitískar ofsóknir sem þingmennirnir Helgi Hjörvar og  Ólína Þorvarðardóttir bera höfuðábyrgð á.

Aðfarirnar gegn Geir Haarde eru í stíl við það sem Steingrímur J. Sigfússon stóð fyrir í herferð sinni gegn Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi á síðasta ári.  Þá rak hann stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs fyrirvaralaust að næturlagi fyrir þá útblásnu sök að hafa reynt að varðveita verðmæti sjóðsins á hættutímum. En sjóðurinn skilaði þá  bestu ávöxtun allra lífeyrissjóða landsins þennan umrædda tíma. Glæpurinn var fólginn í því að helsti ávaxtarinn var ábyrgðaraðili sjóðsins, bæjarsjóður Kópavogs.Engu var stolið og engu var spillt.

Steingrími tókst síðan með hjálp öflugra sveita lyga og undirferlis að flæma oddvita Sjálfstæðisflokksins Gunnar Birgisson úr starfi bæjarstjóra Kópavogs og gera saklausan og duglegan framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins atvinnulausan til lengri tíma. Framkvæmdastjórinn fær ekki vinnu vegna þess að málinu lýkur ekki og er látið hanga yfir henni sem öðrum.  Málið er látið sitja fast í kerfinu og fæst ekki lokið þrátt fyrir þrýsting þolenda. Mörgum finnst glytta í rauðu úlfshárin þar að baki.  

Ríkisstjórn Íslands er núna að meirihluta til skipuð gömlum kommúnistum. Enginn þeirra sem í henni sitja hefur étið annað en ríkisbrauð um sína daga.  Hjá slíku fólki líður tíminn hægt og það gefur sér góðan tíma til að valda andstæðingum sínum í pólitík sem mestum skaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég hef skömm á svona vinnubrögðum,það var allta blásið upp og gert tortryggilegt,þótt lítið væri væri athugavert.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 23:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

´Þana klikkaði ´´eg tvítók enda að tala í síma um leið það gengur ekki. Kv. gangi ykkur .

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 3418272

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband