Leita í fréttum mbl.is

Stór-Þýzkaland

er kallað Evrópubandalagið öðru nafni.

Það er alveg sama hvernig maður lítur á Þýskaland, það vill bara vera stórt. Ekki endilega eins stórt og USA eða Kína. Ekonomische Grossmacht  mit Wohlstand für alle Deutsche. 

Ef maður flýgur yfir landið að næturþeli þá er það svipað og að fljúga yfir New York svæðið. Eitt samfellt ljósahaf. Munurinn á Þýskalandi og Ameríku er hinsvegar landrýmið. Þýzkarinn á aðeins þetta ljósahaf, allar þessar verksmðjur og velsæld á miklu minna svæði en Kanarnir. Þetta er einskonar risastór mauraþúfa þar sem unnið er sleitulaust og án teljandi truflana af hugsunum um eitthvað annað en að græða meira í dag en í gær. Þetta ríki knýr áfram ESB og sukkið þar. Þeir gera allt sem þeim er yfirleitt sagt. Meira að segja að borga fyrir letingjana í suðrinu og froskana vestanmegin þó þeir tauti í skegg sér.Froskarnir eru gagnlegir til þess að skaffa rafmagn sem þeir búa purkunarlaust til með kjarnorku sem Þjóðverjar gera ekki af því að þeir eru opinberlega svo grænir . En allir vita hvað raunveruleikinn í þeim efnum er. Það sem er gott fyrir Þýzkaland mengar ekki.

Það eru margir sem eru ekki mikið hrifnir af Þjóðverjum almennt. Þó ég dáist að þeim á vissan hátt þá hef ég alltaf vissa fyrirvara á þeim. Finnst þeir margir vera smáborgarar upp til hópa sem ég skil aldrei til fulls.Margir benda á Hitler sem dæmi um illsku kynstofnsins. Um hann vita Þjóðverjar nútímans ekkert mikið og vilja skiljanlega ekki vita. Skólatextarnir eru mjög fátæklegir um hans regeringtíð og valdatöku.Þeir vilja sem minnt um hann tala, kannski skiljanlega af því að það er búið að nugga þeim svo upp úr þessu öllu.

Menn af öðrum þjóðum segja að svona skepnuskapur gat aðeins gerst í Þýzklandi Hitlers sérstaklega. En ég held að allir einstaklingar geti orðið að skepnum við vissar aðstæður. Hitler tókst sitt glæpaverk vegna svakalegrar málafylgju, hávaða og góðum samstarfsmönnum og gersamlegrar fyrirlitningar á þýskum alþýðmönnum og kjósendum. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt vegna þess hversu heimskur og óupplýstur hann var um heiminn.

Þýzkarar  eru svo þægir við kanslara sína að undrum sætir. Ef þú ert orðinn kanslari þá ertu alltað því Guð í þeirra augum. "Yfirvöldunum þóknast þú"  sungum við mörlandar einu sinni líka. Því kanslarinn segir alltaf Deutschland Deutschland über alles, über alles auf der Welt og það dugar venjulegum vel uppöldum þýzkara. Hann elskar sitt land ofar öllu, sínar evrur, sína þjóð.  Þeir elskuðu Friðrik mikla sama hversu mikið blóð hans regeringstíð hafði kostað. Hann var þeirra Friðrik sem myndi aldrei svíkja. Þeir flykktust út á göturnar til að fá að standa þögulir með hattana í höndunum þegar gamli Friðrik reið fetið í tóbaksblettuðum og snjáðum úniformi sínum til Potsdam að heimsækja elliæra töntu sína og drekka með henni te og éta kremkex á hverjum sunnudegi eftir hádegi. En hún átti víst ekki aðra að.

Þannig er þetta í enn dag. Það er bara evran eða markið sem skiptir þýskarann máli.Allt annað er krúsidúll eins og Iacocca hefur eftir kallinum í GM. Og það er kanslarinn sem á að vernda þá og peningana frá öllu illu.

Almennt menntunarleysi venjulega þýskarans, alþýðumannsins og kjósandans,  veldur því að hann dregur allt aðrar ályktanir af umheiminum en við. Yfirvöldunum þóknast þú .. sérstaklega þegar það kemur við pyngju annarra.

En þetta þýzka fólk er almennt gott fólk, vinnusamt, ærlegt og hjartahreint. Kannski er það frekt fyrir sig og sína og kröfuhart við þá. En það er líka kröfuhart við sig sjálft. Það hefur sjálfsstjórn. Þar skilur á milli þeirra og okkar. Sjálfstjórn þjóðar.  Við Íslendingar erum ekki þjóð í þeim skilningi heldur hrærigrautur hagsmunahópa og sérvitringa sem hafa takmarkaða samkennd með næsta manni. Áberandi skort á samábyrgð í gjaldtöku og gjaldfrekju. Það er þar sem skilur á milli þýzkarans og flestra annarra þjóða.

Stór-Þýzkaland ræður Evrópu. Eki bara núna heldur allar götur síðan  Napóleon beið sinn ósigur við Leipzig. Þessi landlukta meginlandsþjóð ber ægishjálm yfir allar þjóðirnar í ESB. Like it or not. Þeir munu stjórna áfram.

Mér finnst það makalaust hversu margir Íslendingar halda að okkar litla og lausgyrta þjóð geti haft sömu mynt og Stór-Þýzkaland.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Sæll, genosse Halldór;

Það andar nokkuð köldu frá þér í garð þýzku þjóðarinnar í þessum pistli.  Þó má vel greina, að þú berð taugar til hennar.  Það mætti greina einkenni hverrar stórrar Evrópuþjóðar með þessum hætti og fá út ófélega útkomu.  Brezka ríkisstjórnin kom mjög illa fram við Ísland fyrir 5 árum, en fyrir það vil ég ekki fordæma Englendinga, Skota, Wales-búa og N-Íra.  Mín greining mundi líklega leiða til þeirrar niðurstöðu, að Þjóðverjar væru beztu vinir Íslendinga, ef svo má að orði komast.  Þar með er engan veginn sagt, að ég vilji, að Ísland verði hluti af Sambandslýðveldinu Þýzkalandi eða ESB.

Bjarni Jónsson, 2.11.2013 kl. 13:32

2 Smámynd: Björn Emilsson

Þjóðverjar eru stríðsþjóð. Þeir eru fjölmennastir innflytjendur Bandaríkjanna. Má þar rekja stríðsrekstur þeirra um víða veröld.

Björn Emilsson, 2.11.2013 kl. 15:32

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt Halldór og niðurstaðan af akstri mínum, þvers og kruss um ísland á liðnum fjörutíu árum skal ég segja, að þjóðverjar eru i engu verri en frakkar og spánverjar, Ítalir eða Írar.  En þannig er að á löngum leiðum er oft þægilegt að fá einhvern til að spjalla við.  Bretarnir eru heldur skárri viðræðu, en þeir eru svolítið köflóttir og um 20 -30 % þeirra væru sinni þjóð til meiri sæmdar heima hjá sér.

En þessi Merkel kerling er ljóslega að hamast við að sölsa undir sig Evrópu, en með annarri aðferð heldur en Hitler.  Það er þess vegna ekkert merkilegt þó að aðilar sem hafa verið tilkvaddir með ærnum fórnum, í tvígang til að bjarga Evrópu undan sjálfri sér leggi við hlustir eins og málum er háttað nú um mundir.

En andarteppan Íslenska, er einstök enda uppræktuð í hinu svo kallaða ríkisútvarpi.     

Hrólfur Þ Hraundal, 2.11.2013 kl. 17:32

4 Smámynd: Elle_

Hitler tókst sitt glæpaverk vegna svakalegrar málafylgju - - -

Mæli með eftirfarandi í NYTimes (thelede.blogs.nytimes.com/):

October 17, 2013

Executing Italian Civilians Was 'Terrible' for the Executioners, Nazi Said Before Death

thelede.blogs.nytimes.com/

Þori ekki að stela of miklu en set þetta inn:

Asked why he had not disobeyed the order, Priebke claimed “it was impossible,” because a fellow officer said that any dissenters would be shot. “Before starting the retaliation,” he recalled, the officer “told everybody that those were Hitler’s orders, and we had to execute them. Anybody who didn’t want to do that would have had to line up with the victims to be executed, too.” 

Elle_, 2.11.2013 kl. 20:37

5 Smámynd: Ágúst Marinósson

Enn einn hrokafulli íslendigurinn sem telur sig þess umkominn að dæma heilu þjóðirnar. Talar með lítilsvirðingu um "þýskara" Væri það ekki meira í takt við tímann að sýna frekar svolitla auðmýkt. Þjóðremba sett fram á þessum tímum virkar svolítið illa á flesta.

Svo hafa þjóðverjar af einhverjum ástæðum alltaf verið frekar vinveittir íslendingum.

Ágúst Marinósson, 2.11.2013 kl. 20:42

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mein sehr geehrte Herren

Bjarni: Die Deutschen sine kein Kriegsvolk. Ende.

Fáar þjóðir hafa fengið sig jafn saddar af hernaði og Þjóðverjar.

Í mínu ungdæmi heyrði ég einn gamlan hermann sem var orðin kænpuvert segja í öli sínu við aðra gamla hermenn sem voru að tala um stríðsafrek sín: "Mér verður illt þegar ég sé vopn. Ég er búinn að sjá hvað vopnin gera. Ekki meira".

Ég sem byssueigandi hef oft hugsað um þessi orð þegar ég fægi mína gripi. Enda hefur mér aldrei fundist byssurnar mínar vera annað en fagrir smíðisgripir, íþróttaaáhöld eða þá veiðitæki eins og stengurnar og veiðihjólin mín. Vitanlega vildi ég ekki lána þær til brjálæðings.

Það má nota sporjárn til að skapa fagra hluti. Það má líka drepa með sporjárni eða tálguhníf eða snæri. Það er hugurinn sem skiptir öllu máli í mannheimi. Níðingsverkin byrja í hugarheimum.

Við erum sem betur fer flest útbúin með virðingu fyrir lífi sem heilagri eign þess að hefur. En við erum ekki öll heilbrigð eða jöfn þó að kratar haldi því fram.

"It is a helluva thing to kill a man, take away everyting he has or will ever have "

segir Clint Eastwood í hlutverki atvinnudrápara í myndinni Unforgiven.

Betur væri að fleiri hugsuðu svona áður en þeir láta stjórnast af eigin geðveiki og vopnadýrkun.

Vopnin sjálf eru hlutlaus og eru ekki vandamálið. Það er maðurinn sjálfur, Adolf Hitler eða hvaða brjálæðingur sem er, sem er vandamálið.

Björn, ég held að þú megir ekki alhæfa svona. Bandaríkjamenn eru friðelskandi fólk. Þeim hefur hinsvegar verið þröngvað til ýmislegs sem þeir ekki vilja. Af hveju þurftu þeir að blanda sér í Bosníustríðið? Vegna þess hversu Þjóðverjar eru orðnir brenndir af blóðsúthellingum að þeir kveinka sér við tilhugsunina. Þeir vilja ekki lengur drepa.

Bandaríkjamenn vilja heldur ekki þurfa að drepa. En þeir láta sig hafa það ef þess er þörf. Þeim fannst sjálfsagt að taka Osama ekki höndum heldur bara að lóga honum a staðnum. Var það rangt miðað við það sem á undan var gengið? Hversvegna hlera þeir allt sem þeir geta? Vegna þess að þeir vilja verða fyrri til. Hver vill það ekki? Fljótari að skjóta. Það er innbyggt í vestranum.

Hrólfur

Hefurðu hugleitt hvaða starf sá tekur að sér sem gerist leiðtogi milljóna þjóðar? Hvaða vandamál og áhyggjur sækja að honum vilji hann vera forsjármaður þjóðar sinnar?

Mér finnst fáránlegt ef forseti Bandaríkjanna lætur ekki safna öllum þeim upplýsingum sem hann getur til að fyrirbyggja tjón á eigin þegnum.

Mtndir þú gera eitthvað annað? Myndir þú ekki hlera Jón Baldvin ef þú teldir hann hættulegan?

Halldór Jónsson, 2.11.2013 kl. 20:56

7 Smámynd: Elle_

Ef?  Ef hvað?

Elle_, 2.11.2013 kl. 21:09

8 Smámynd: Sandy

Þjóðverjar mega eiga það umfram marga íslenska þegna að þeim þykir vænt um land sitt og tungu, öfugt við marga íslendinga sem tilbúnir væru að selja ömmu sína tvisvar ef peningum væri veifað framan í  þá.

Sandy, 3.11.2013 kl. 07:18

9 identicon

Þeir sem búa í Frakklandi kallast Frakkar en ekki "Froskar".

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 3.11.2013 kl. 09:41

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Æ Ágúst minn, af hverju læturðu svona. Þýzkari, Mörlandi. Tjalli, Kani

Halldór Jónsson, 3.11.2013 kl. 15:46

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Sandy, ég er stundum kallaður nasisti, fasisti og rasisti af því að ég læt stundum í ljósi þjóðernislegar skoðanir á því að ÍSlendingar eigi að varðveita kynstofn sinn eins og aðrar auðlindir landsins.

Halldór Jónsson, 3.11.2013 kl. 15:47

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ágætis pistill Halldór. Við skulum muna að þeim Þjóðverjum fjölgar, sem einnig hræðast evruna og afleiðingar þessa að Þýskaland er übergross.

Það er nú einu sinni svo, að Þýskaland hefur sölsað undir sig Evrópu. En engin ástæða er til að gera Ísland að hluta af þeirri sorglegu valdafýsn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.11.2013 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 3418435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband