Leita í fréttum mbl.is

Strandveiðar gefnar frjálsar !

því miður ekki á Íslandi heldur í Noregi. Þar eru strandveiðar frjálsar frá áramótunum síðustu.

Ef við hefðum þessa skynsemi til að bera eins og frændur okkar Norðmenn, þá myndum við geta farið að dæmi Norðmanna og úthluta okkur sjálfum tvöföldun á makrílkvótanumn. Það er akkúrat sem Nojarinn gerir núna og gefur frat í Damanki og allt þetta Evrópubix. En við erum ákveðin í að minnka aflahlut okkar í heildaraflanum. Vegna hvers?

LÍÚ á ekki nógu mörg skip  sem hægt er að nota við þessar veiðar samtímis síldveiðunum.Ergo ástæðan fundin.

Ef við gæfum strandveiðarnar frjálsar og tvöfölduðum kvótann eins og Norðmenn þá geta allir bátar farið að snurpa makríl og fært nokkra milljarða í viðbót inn í þjóðarbúið. 

En gæfuleysið ræður för og þröngu sérhagsmunirnir eins og jafnan fyrr. Frjálsar starndveiðar eru löngu tímabærar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Norðmenn gáfu ekki einhverjar strandveiðar frjálsar.Þeir gáfu frjálsar veiðar í þorski á báta innan 11 metra,en tóku upp takmörkun í ýsu.Þeir vilja minnka makrílstofninn ,að því er virðist til að vernda síldina.Minkun makrílstofnsins myndi trúlega hafa þau áhrif að hann hætti að ganga á Íslandsmið.Láttu Samfylkinguna um ruglið Halldór.

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2014 kl. 16:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef borið þessa kenningu undir fagmann Sigurgeir, þetta hefur engin áhrif á makrílgengd hingað, styofninn er helmingi stærri en Hafró heldur.

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 16:18

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Norðmenn voru líka að auka ýsukvótann um 200% en ekki að "taka upp takmarkanir í ýsu".

Norðmenn virðast loksins búnir að átta sig á því að kenningar ICES (Alþjóða hafrannsóknarráðsins) eru að miklu leyti della - stórauknar veiðar á þorski í Barentshafi  frá árinu 2000 (þvert ofan í ráðgjöf ICES) og nú síðustu ár  - stórauknar veiðar á  makríl  - líka þvert á ráðgjöf ICES (pólitíska fiskveiðirágjöf ESB)

Íslenskir  ráðgjafar eru hins vegar flæktir í net ICES þar  sem þeir þiggja laun þar og ýmis ferðahlunnindi. 

Eftir allt klúðrið hjá ICES með þorskinn í Barentshafi - og nú síðast makrílinn - ættu íslendingar í ICES að hafa metnað til að segja af sér í þessari marklausu veiðirágjöf.

Svo þarf að stöðva  þá dellu að stungið sé af með  íslenskt innanríkismál (gögnin úr togarallinu) -  í skjóli nætur - og unnið úr gögnunum í Kaupmannahöfn frá lokum mars -  þangað til í Júní - og þá koma loksins "tillögur Hafrannsóknarstofnunar" - um hver LÍTIÐ á að veiða á Íslandsmiðum! Eru ekki til tölvur á Skúlagötu 4  með sömu forritunum - og há ICES? Af hverju þar að laumast með íslenskt innanríkismál og viðkvæmar upplýsingar til Kaupmannahafnar?

Þannig viðist búið að framselja veiðiráðgjöfina á Íslandmiðum úr landi - en fyrir  því er engin  lagaheimild og af hverju er þetta þá gert. Á ekki veiðiráðgjöfin að vera Íslensk - fyrir Ísland - en ekki einhver "samsuða" á vellingi þar sem grænfriðungum ESB er blandað í íslensk innanríkismál...

Það er heldur engin lagaheimild fyrir "20% aflareglu"  sem er della þegar það vantar fæðu hjá smáþorski - eins og hefur rýrt afrakstur þorskstofnsins stórlega á Íslandsmiðum frá 1983.

Ég vil hvetja til þess að opinberar ráðstefnur verðu haldnar um þessi málefni - og hætt að pukrast með þetta fjöregg þjóðarinnar hjá "einokunarklúbbi ICES" í kóngsins Kaupmannahöfn. 

Kristinn Pétursson, 3.2.2014 kl. 16:29

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stofninn fór ekki að ganga hingað fyrr en hann komst í ákveðna stærð.Fagmenn í fiskifræðum eru býsna margir.Þeir eru ekki sammála, sumir láta pólitísk viðorf ráða.Norskur fiskifræðingur hefur bent á að stofninn sé orðinn of stór,og það geti bitnað á öðrum stofnum.Það getur verið rétt.En makríllinn hefur verið á íslandsmiðum áður og horfið. 

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2014 kl. 16:41

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veiðar á bátum undir 11 metrum í ýsu, eru ekki frjálsa í Noregi, eftir þeim ulýsingingum sem hafðar eru eftir íslenskum smábátamönnum í N- Noregi.Ég treysti þeim upplýsingum þar til annað kemur í ljós. 

Sigurgeir Jónsson, 3.2.2014 kl. 16:47

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Fiskur segir þetta:

"Heyrði í útvarpsfréttum í dag (1/2) viðtal við Árna Kolbeinsson framkvæmdastjóra LÍÚ, þar sem sagði að það séu Norðmenn sem vilji auka makrílaflann en hann taldi Íslendinga þurfa að sýna ábyrgð og fara að vísindaráðgjöf ICES.

Hann er í samninganefndinni! Er það LÍÚ, sem ræður ferð? Því vilja þeir ekki veiða meiri makríl?

Ég man ekki betur en að sjávarútvegsráðherra sé nýbúinn að halda fram að mælingar Íslendinga og Norðmanna hafi sýnt að stofninn væri miklu stærri en talið hefði verið.

Hvað er í gangi?

Jón Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 13:26 "

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 17:54

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Er það ekki þetta og fleira sem tengist því sem þú ert að tala um Kristinn?

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 17:54

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er LÍÚ sem skammtar alla hluti

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 17:55

9 Smámynd: Kristinn Pétursson

Kjarni málsins eru ekkert "margar skoðanir" meðal fræðimanna.

Kjarni ágreiningsins er þessi:

Kenning kennd við Beverton Holt gerir ráð fyrir ENGRI samkeppni  innbyrðis í fiskistofnum - eða milli stofna.

Kenning kennd við Ricker - gerir hins vegar ráð fyrir mikilli samkeppni innbyrð'is i fiskistofni - og þá einnig milli stofna.

Hér er mynd af þessu: 

 Fræðimenn ICES - hanga allir á Beverton Holt kenningunni í aðalatriðum og þá er alltaf "ábyrgast" að veiða minna en meira...

Reynslan sýnir hins vegar, - að fiskistofnar virðast "regulera sig" miklu líkara  kenningu Ricker.  

Ég lét fagmenn gera samanburð á þessu  fyrir mig 1992-1993 og þá kom þessi mynd varðandi samanburð í heildarstofni þorsks - og nýliðun:

Heildarsamanburður fyrir 6 samanlagða fiskistofna sýndi þetta:

     

Ég hef enn enga umræðu fengið um þennan samanburð (gögn Hafró) annað en "að það eigi ekki að gera þetta svona" 

Það geta allir skoðað þessi mál - sem hafa á því áhuga - og þannig á það að vera. Þetta er ekkert "einkamál" örfárra manna í ICES.

Hér er enn ein mynd um klúðrið í þorskinum 1999-2002

     

 Þarna er þorskstofninn 1031 þús Tn 1999 og á að stækka í 1150 þús tn 2002 með 25% aflareglu - sem þá var búið að fara eftir með 95-97% nákvæmni ef miðað ver við frumgögn Hafró - en ekki eftir að þeir breyttu stofnstæðum aftur í tímann og sögðu "ofmat" fyrri ára (blekking)

Árið 2001 var stofninn aðeins 577 þús tn og þar töpuðust tæp 600 þúsund tonn á tveim árum.

Rétt skýring þarna er að dánarstu'ull virðist hafa hækkað í 43,5% árin 1999-2001 í stað áætlunar - 18%. Líffræðilega - virðist það rétta skýringin.

Aðferð ICES/Hafró - er hins vegar "árlegt endurmat" að falsa nýjar stofnstæðir aftur í tímann - þegar fiskur drepst úr hungri við þvingaða "uppbyggingu".

Norðmenn og Rússar virðast nú afa skilið þetta algerlega - og þá sitja Íslendingar eftr ein sog kjánar í fanginu á ICES.

Ég tel umræðu um þetta - mikilvægasta mál þjóðarinnar.  

Kristinn Pétursson, 3.2.2014 kl. 18:33

10 Smámynd: Kristinn Pétursson

Skýring : Myndirnar með svörtu línunum (fylgni) virðast sýna að við séum fræðilega stödd - lengst hægra megin í fræðikenningu Ricker.

Það þýðir að betra sé að auka sóknina - þá gefi þessi stofnar meiri afrakstur - sama niðurstaða og reynsla Normanna með þorsk í Barentshafi og nú síðast makrílinn 

Kristinn Pétursson, 3.2.2014 kl. 18:37

11 identicon

Hér kemur Kristinn enn aftur með sömu gröfin sem hann hefur verið að pósta á bloggið nú í mörg ár.  Hvar hefurðu fyrir því að ICES notist aðeins við líkan Beverton og Holt? Það fer eflaust eftir fiskistofnum hvort líkanið er betra eða líkir betur eftir því sem er að gerast í fiskistofnum þegar kemur að sambandinu milli hrygningarstofns og nýliðunnar. Beverton og Holt líkanið gerir ráð fyrir að þéttleikabundnir þættir hafi lítil sem engin áhrif. Við lítinn hrygningarstofn eykst nýliðun upp að ákveðnu marki en eftir því sem hrygningarstofn stækkar þá hafi það lítil áhrif og nýliðun sem er nánast sú sama þótt hrygningarstofn stækki. Ricker líkanið gerir hinsvegar ráð fyrir að þéttleikabundnir þættir hafi mikil áhrif þannig að nýliðun eykst til að byrja en eftir að hrygningarstofn hefur náð  ákveðinni stærð minnki nýliðun. Eitt sem einkennir bæði þessi líkön og Beverton og Holt og Ricker eru samála um er að ef enginn er hrygningarstofninn þá verður engin nýliðun (sjá, lengst til vinstri á grafinu). Ef við skoðum núna gröfin hans Kristins, þá verður að segja að þau eru mjög frábrugðin þessum líkönum. Ef við framlengjum línuna á hans grafi út á y-ásinn (lengst til vinstri) og lengra þar til við hittum þar sem 0 er á x-ás sjáum við að nýliðun er mest þegar enginn er hrygningarstofninn. Þannig eftir kenningum hans á auðvitað að veiða meira, og alls ekki að hætta veiðum fyrr en hrygningarstofninn er horfinn en þá er hámarks nýliðun samkvæmt þessu.

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 3.2.2014 kl. 21:37

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Davíð

Auðvitað verða kúrfurnar ekki svona. Er eki líklegt að þessar kúrfur lúti sömu lögmálum og Laffer kúrfurnar um undanlát skatttekna ef skatturinn fer yfir þolmörk. Dæmin hjá þér sýna auðvitað að svoleiðis lögmál hljóta að gilda. Þú ert líffræðingur og þú hlýtur að geta teiknað upp kúrfur sem eru réttari. Gerðu það fyrir okkur hina svo við sjáum hverju við eigum áð trúa.

Halldór Jónsson, 3.2.2014 kl. 22:46

13 identicon

þetta er rétt hjá þér halldór. Ég tók mig saman og bjó til graf með Hrygningarstofnstærð og nýliðun hjá þorski frá 1955 - 2012 og notaði einföldustu aðferðir til þess að fitta bæði BevertonHolt og Ricker ferill á gögnin. Tölurnar sem ég nota í þetta koma beint úr skýrslu HAFRO.

 

Nú geta menn vonandi spáð í hvor kúrfan virðist passa betur við gögnin. Í dag er hrygningarstofninn metinn vera um 479 þús. tonn. Stofninnstærðin er nánast þar sem Ricker ferillinn er í hámark, kannski aðeins farinn að halla niður á við. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1964 að stofninn fari yfir 450 tonn. þús. 

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 03:07

14 identicon

Eitthvað fór úrskeiðis, myndin kom ekki inn. En hér er hlekkur á myndina:

 http://dabbigisla.blog.is/img/tncache/s90/eb/dabbigisla/img/torskurnylidun1955-2012.png

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 03:17

15 identicon

Jæja þetta virkaði ekki heldur, kannski eitthver geti kennt mér að gera þetta. það er hægt að klikka á nafnið mitt til að sjá grafið

Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 4.2.2014 kl. 03:48

16 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það er rétt sem kemur fram hér, að umræðan um náttúrulega stjórn fiskveiða hérlendis er þröngsýn, takmörkuð og á mála hjá þeim sem fengu fiskinn *okkar* gefins.

Takk fyrir góðan póst - og margar fræðandi athugasemdir.

Guðjón E. Hreinberg, 4.2.2014 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 3418228

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband