Leita í fréttum mbl.is

ESB-fárið

kemur betur í ljós með degi hverjum.

Sambandið er helsjúkt eins og allar stofnanir sem fá að þrífast á ólýðræðislegan hátt. Morgunblaðið í dag segir frá spillingunni innan sambandsins sem hefur smitast til Íslands, hugsanlega  í gegnum aðildarviðræðurnar, og fellt landið okkar úr 1. sæti fyrir óspillt ríki niður í það 12. spilltasta á alþjóðlegan mælikvarða.

Spilling hérlendis grassérar fyrir allra augum og líklega ber hæst starfsemi skilanefndanna við það eilífa verkefni sitt að stokka pappír í gömlu þrotabúum bankanna sem svo framlengja gjaldeyrishöftin og alla óárán með þjóðinni. Og raka svo til sjálfra sín fé svo að öllu venjulegu fólki ofbýður áján sinnum. Enginn ráðamaður gerir neitt í þessu. Af hverju ekki?

Svo er það lífeyrissjóðaspillingin sem grassérar líka með þjóðinni. En í þeim hreiðrar um sig allskyns sjálftökulið sem er ekki kosið af einum né neinum sem tengist eigendum lífeyrissins.  Þetta  lið er að ná hreðjatökum á islensku atvinnulífi. Bókstaflega engu ráði er ráðið lengur án aðkomu þessara sjálfskipuðu sérfræðinga á stórum jeppum. Enginn stjórnmálamaður opnar þverrifuna öðruvísi en að krefjast aðkomu lífeyrissjóðanna að þessu eða hinu gæluverkefni sínu á meðan enginn hlustar á Helga í Góu þegar hann bendir á neyðina í öldrunarmálunum. Nei, þá eru flugfélög og fasteignarekstur þýðingarmeiri verkefni fyrir lífeyrissjóði landsmanna.

 Ríkissjóður sér ekki úr augum fyrir skuldum meðan borðliggjandi er að hann liggur með eigin peninga í bóluhagkerfi lífeyrissjóðanna sem er að fjötra alla landsmenn í ríkiskapítalistahlekki sem eru annað form af sósíalisma andskotans. Ríikissjóður á nær hálfa sjóðina vegna óhafinna skattgreiðslna. Nei í stað þess borgar hann 90 milljarða í vexti af lánum sínum, kannski hjá þessum sömu lífeyrissjóðum.

Af hverju er þetta ekki skorið upp af þessum ungu mönnum sem við kusum til forystu?

Hví eru þeir svo lathentir við að losa okkur úr ESB-fárinu sem og fleiru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flowell

Þrátt fyrir spillingu úti hefur alltaf verið spilling hér innanlands líka, ESB viðræðurnar höfðu lítið sem ekkert að segja um okkar eigin spillingu. Það er alltaf mjög hættuleg stefna að finna aðra sökudólga þegar kemur að eigin göllum. Ef því er haldið til streitu mun okar eigin spilling aldrei lagast. Athyglin þarf að beinast inn á við, það er nauðsynlegt skilyrði fyrir efnahagslegum bata til framtíðar. Ef það er ekki gert er sjálft lýðveldið Ísland í hættu.

Spilling felldi þjóðfélag okkar, hún var hérna löngu fyrir ESB umræður, hefur alltaf verið hérna og hún er enn til staðar þrátt fyrir yfirlýstan vila allra þingmanna að gera eitthvað í því í kjölfar niðurstaðna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Því miður er það svo að ekkert hefur breyst síðan fyrir Hrun, ef menn viðurkenna það ekki til hlítar og breyta til, þá munu Íslendingar upplifa annað Hrun í náinni framtíð.

Málið er að okkar spilltu kerfi eru núna einfaldlga komin á leiðarenda, þ.e. það er ekki mögulegt að auka lífsgæði lengur með aukinni skuldsetningu eða brunaútsölu auðlinda, heldur þurfa Íslendingar loks að fara að huga að aukinni verðmætasköpun.

Það getur einungis verið jákvætt, en fyrst þarf að viðurkenna vandann, sem erum við sjálf.

Flowell, 4.2.2014 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418223

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband