Leita í fréttum mbl.is

Skondin skeyting

fréttar í Stöð2 þegar hún sýnir frétt um mögulega sigurgöngu óstofnaðs flokks hægri Evrópusinna.

Fyrst kemur myndskeið frá Landsfundi Sjálfstæðismanna í þéttskipaðri Laugardalshöll. Síðan kemur myndskeið þar sem Árni Páll gefur sigurmerki til fundar fyrir framan hann  og brosir í allar áttir.

Auðvitað vita allir að Árni Páll hefur aldrei verið hylltur nema fyrir framan fámenna hjörð í félagsheimili af smærri gerðinni  eins og hæfir flokksfundi Samfylkingarinnar. En á góðum degi fyllir slík samkunda kannski liðugt hundraðið.

Þetta var því skondin skeyting myndskeiða sem sýnir kannski útlendingum fjöldann flykkja sér um Árna Pál sem leiðtoga Evrópusinna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Hef ekki forsendur til að gagnrýna líkamlegt atgervi þessa leiðtoga.

Hins vegar hefur umræðan skautað fram hjá líkamlegum kvillum annarra leiðtoga, sem augljóslega hefðu útilokað a.m.k. ökuréttindi - en nægðu ekki til valdaafsals: Seingrímur Joð eftir útafakstur, Ingibjörg Sólrún þrí-heilaskorin, Katrín Júl - heilablædd en varð samt fjármálaráðherra, sjónskertur Össur, hvað þá Helgi Hjörvar, með sína SÝN á máefni flugs... og er upptalningin fráleitt hafin...

Þorkell Guðnason, 13.4.2014 kl. 01:56

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Menn verða að komast niður á jörðina Halldór.Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hafa sjálfstæðismenn,hægrimenn aldrei haft eins mikið fylgi eins og í dag.Er ekki kominn tími til að menn rói sig.

Sigurgeir Jónsson, 13.4.2014 kl. 02:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og þá á eg að sjálfsögðu við   fólk sem boðar þá sjálfstæðisstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa.Einstök atriði um ESB aðild eiga og geta varla ráðið urslitum hvort fólk aðhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins eða ekki, eða skoðanir einstakra manna á því.

Sigurgeir Jónsson, 13.4.2014 kl. 02:30

4 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já það er rétt Hálldór minn - þú þarft að fara að róa þig pínulítið. Þú þarft að skoða málin í því ljósi sem þau blasa við en ekki bölsótast út í alla þá sem þér mislíkar við - Ísak hefði tekið þig upp og lamið á puttana á þér með reglustiku eða sagt þér að standa úti í horni í 15 mínútur. Heimurin breytist ekki við það eitt að bölsótast ´t hann og alla sem einhverju ráða eða hafa ráðið. Þú þarft að setjast niður og líta á STAÐREYNDIR. Af hverju er fylgið að flýja flokkinn þinn - það kemur ekki til baka með því að bölsótast út í allt og alla. Það kemur bara með því að breyta um stefnu og lagfæra það sem rangt er

Kristmann Magnússon, 13.4.2014 kl. 12:03

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Meinarðu Mannsi að við eigum að koma í ESB-kórinn með þér og Möggu dóttur þinni?

Halldór Jónsson, 13.4.2014 kl. 19:04

6 Smámynd: Kristmann Magnússon

Við Margrét erum mekki í neinum ESB kór, en við viljum bara fá að sjá HVORT við fáum ekki einhverjar undanþágur og góðan samning - Við vitum ekkert hvað við fáum nema að við klárum samningana - og það veist þú líka mjög vel innst inni.

Þú og þið NEI sinnar eruð að berjast fyrir einhverjum óskiljanlegum hópum, sem kvíða mikið fyrir samkeppni EF við náum góðum samningi og við skulum bara hafa það á herinu að það eru örugglega sjávarútvegskórinn og bændamafían. Þið eruð ekki að hugsa um hag almennings í þessu stríði ykkar - þið eruð að berjast fyrir fjármögnun Valhallar og Morgunblaðsins með þessu annkannalega hátterni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að þessu avallt barist fyrir því að við gengum í Nato að við fengum EFTA samninginn en nú þegar komið er að enn mikilvægara máli - þá er ykkur skipað fyrir af klíkum að EF þið berjist ekki á móti ESB, já þá skuluð þið nú fara að leita að öðrum fjárfestum sem halda ykkur uppi ! !

Þú of þið þurfið ekki að koma í neinn kór með okkur hinum- þið eigið bara að láta skynsemina ráða og kanna hverju við getum náð fram í umræðum við ESB. EF við náum ekki nægjanlega góðum samningi þá segjum við ÖLL Nei Takk. Þetta er nú ekki flóknara en þetta Halldór minn

Kristmann Magnússon, 13.4.2014 kl. 20:59

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvorki fékkst landbúnaðar- né sjávarútvegskaflinn opnaður, svo hlé var gert á viðræðum í tíð fyrri stjórnar. Ekki heyrðist múkk í Austurvallarvitringunum þá.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.4.2014 kl. 21:24

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvað viltu bíða lengi Mannsi? Hefur ekki Fjeldsted rétt fyrir sér um að það var Össur sem gerði hléið vegna þess að hann mátti ekki við því að uppvíst yrði um ósveigjanleika ESB í sjávarútvegsmálunum. Makríllin kom svo á eftir og þá sástu hvað er í pakkanum. Nei, það dugar ekki þér.

Halldór Jónsson, 14.4.2014 kl. 08:36

9 Smámynd: Kristmann Magnússon

Halldór minn - - Þetta er nú bara gelt í honum Fjeldsted og ekki svaravert.en ég hef nú alltaf litið á þig sem skarpan, duglegan og skemmtilegan penna og vin og það er einmitt þess vegna sem mér mislíkar orðbragðið á þér þegar þú talar til þeirra sem ekki eru á sama máli og þú.

Við vitum öll að síðasta ríkisstjórn og þá sérstaklega VG átti í miklum vandræðum með andstæðinga innan sinna raða það var ekki bara Jón Bjarnason heldur fjöldi öfgasinnaðra flóttamanna hjá þeim. Landbúnaðar og Sjávarútvegskaflarnir voru aldrei opnaðir og við komum aldrei til með að vita nokkuðum örlög þeirra nema að fara í viðræður um þá. Þið andstæðingar áframhaldandi umsóknar vitið ekkert betur en aðrir um niðurstöður ur þeim umræðum því það sem fram kemur hjá ykkur eru bara fullyrðingar en ekki heilagur sannleikur og til þess eins ætlaðar að slá ryki í augu almennings. Fyrir hverja eru þið eiginlega að berjast - það væri gaman að fá að vita því skynsamur maður eins og þú nú ert alla vega flesta daga, þá skil ég bara ekki fyrir hverja þið eruð að berjast. Það vantar púsl í þetta púsluspil hjá mér alla vega ! !

Hafðu það alltaf sem allra best en farðu að gæta tungu þinnar ! ! !

Kristmann Magnússon, 14.4.2014 kl. 11:40

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi þú ættir að vita það að það voru Frakkar sem tóku ekki í mál að opna sjávarútvegskaflann þó að Íslemdingar hafi lýst áhuga sínum á því.

Niðurstaðan liggur fyrir hjá öllum sem eru meðalsnotrir.Lissabon sáttmálinn er stjórnarskrá ESb. Frá honum verður ekki vikið. Það er þursaháttur að berja hausnum við steininn eins og þú gerir og kalla eftir pakkakíkjum.

Okkar viðræður voru fyrirfram glatað bjölluat.

Halldór Jónsson, 14.4.2014 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418276

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband