Leita í fréttum mbl.is

Leysum vanda ríkissjóðs!

og lækkum skatta.

Stingum á fasteignabólunni sem gerir unga fólkið vonlaust með að geta nokkurn tímann keypt sér íbúð. Skar það engann í hjartað að hlusta á ungu konuna í sjónvarpinu sem fékk þann dóm í greiðslumati Ríkisins að hún skyldi gleyma því að hún myndi nokkru sinni geta keypt sér eigin íbúð.

Ég er alveg viss um að ef greiðslumat hefði verið búið að finnast upp í gamla daga, þá hefði ég ekki getað eignast eigin íbúð þegar ég baslaðist í það. Líklega hefðu fáir af jafnöldrunum getað það heldur.  Fólk bara byrjaði að byggja sjálft í þá daga, þrælaði og puðaði og flutti inn á steininn beran. Nú er þetta allt í höndum á einhverjum excel-krökkum sem auðvitað geta ekki fengið annað en mínus út. Byggingaverktakar eru með einokun á markaði og græða sem aldrei fyrr.

Það er enginn dálkur fyrir bjartsýni eða kjark í exceltöflunni. Þar er hinsvegar dálkur fyrir skatta og brennivín og bensín, sem Ríkið okrar samviskulaust á af því það vantar alltaf pening í ört vaxandi Ríkisbáknið. Ríkið og kratisminn er því undirstaða ógæfu fólks hvernig sem á það er litið. Eyðileggur líf unga fólksins sem er læst í fátæktargildrunni. Skattleggur og eyðir. Það er hinn íslenski veruleiki.

það er engin ráð hægt að gefa þessari ungu menntuðu konu önnur en að flytja til útlanda. Ég veit um að iðnaðarmenn hafa 338 Nokr/klukkustund. Þrefalt kaup miðað við íslenskt kaup. Borga 30 % í skatt en fá svo 10 % af því endurgreitt síðar. Þýðir eitthvað að segja við þetta fólk að það eigi að  vinna Íslandi allt, byggja upp landið og kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Er þaðan  nokkuð annað þaðan að frétta en meira bákn og meiri skatta? Hvar eru hugsjónir Sjálfstæðisflokksins staddar í því allsherjar krateríi sem heltekið hefur þessa þjóð lífeyrissjóðasukks og millifærslna?

Ef Ríkið myndi sækja sér sína peninga í lífeyrissjóðina þá gera þau hundruð milljarða ríkissjóð skuldlausan og vaxtagreiðslulausan.

Segja við lífeyrissjóðafurstana: Nú getum við en ekki þið.

Hvar er Sjálfstæðisflokkurinn og sjálfstæðisstefnan?  Í leiguhúsnæði  hjá Framsókn?

Leysum vanda ríkissjóðs  sem er vandi þjóðarinnar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Man þegar smáíbúðahverfið byggðist upp. Menn voru svo sælir og glaðir og nýttu helgar og sumarfrí til að koma húsum sínum upp. Þá var algengt að sjá konur vinna við bygginguna. Iðnaðarmenn eins og smiðir járnabindingamenn,píparar,rafvirkjar,skiptust á vinnuframlagi. Bróðir minn og mágkona ljóma þegar þau minnast þessa tíma,akkurat þannig komu þau þaki yfir höfuðið.

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2014 kl. 14:05

2 Smámynd: Sveinn Snorrason

Þörf hugvekja. Minnir um margt á hugarfar minnar kynslóðar. þegar við vorum að taka þátt í fyrstu alþingiskosningunum eftir stofnun lýðveldisins. Það var snemmsumars 1946.

Fullir bjartsýni um farsælt uppbygginarsarf með auknu frjálsræði, eflingu atvinnuvega og nýsköpun atvinnutækja og húsakosts bárum við gæfu til þess að skilja og berjast fyrir því, að Sjálfstæðisflokknum yrði falið eftir kosningarnar að mynda og veita forrystu styrkri ríkisstjórn á sem breiðustum grundvelli. Okkur tókst það.

"Og senn fóru allir að hlaða og hýsa

og heimsins byggðir að endurrísa.

Og söngvar lífsins upphófust senn."

Sveinn Snorrason, 6.7.2014 kl. 15:22

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Helga. ég hef reynt að tala fyrir þessu á fundum sjálfstæðismanna.Þeir hafa engan áhuga á þessu. Bara excel og kaupa íbúðir.

Sveinn Snorrason, ert þetta þú gamli vinur og lögfræðingur úr verslunarráðinu?

Já það eru breyttir tímar.

Halldór Jónsson, 6.7.2014 kl. 17:13

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þú villt lækka skatta Halldór Jónsson.

Við skulum lækka þá eða leggja skattana af.

Hér á að koma broskall.

Aldrei að skipta við fjárfesta.

 

Ríkið láti Landsbankann  útbúa kvittanir, bókhald fyrir sig.

Til að byrja með höfum við 5% umsýsluvexti til að kosta bókhaldið, umsýsluna.

Síðan stýrum við bókhaldi í umferð, til að fullnýta mannskap og auðlindir.

Stýringin taki tillit til gjaldeyristekna.

Erlend lán sjeu aðeins tekin til að borga orkuver og því um líkt sem borgar sig sjálft.

Ég verð að fara núna,

Egilsstaðir, 07.07.2014  Jónas Gunnlaugsson

 

http://www.publiceye.org/conspire/flaherty/flaherty1.html

https://www.google.is/?gws_rd=cr,ssl&ei=cvS5U-C6J-q00QWE-oD4CQ#q=tax+1913

https://www.google.is/?gws_rd=cr,ssl&ei=_fG5U9vxEMn_ygPopoG4Dg#q=federal+reserve+1913+conspiracy

Jónas Gunnlaugsson, 7.7.2014 kl. 01:35

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hér áður átti að sjálfsögðu að vera 0,5% umsýsluvextir.

Þú villt lækka skatta Halldór Jónsson.

Við skulum lækka þá eða leggja skattana af.

Hér á að koma broskall.

Aldrei að skipta við fjárfesta.

 

Ríkið láti Landsbankann  útbúa kvittanir, bókhald fyrir sig.

Til að byrja með höfum við 0,5% umsýsluvexti til að kosta bókhaldið, umsýsluna.

Síðan stýrum við bókhaldi í umferð, til að fullnýta mannskap og auðlindir.

Stýringin taki tillit til gjaldeyristekna.

Erlend lán sjeu aðeins tekin til að borga orkuver og því um líkt sem borgar sig sjálft.

http://www.publiceye.org/conspire/flaherty/flaherty1.html

https://www.google.is/?gws_rd=cr,ssl&ei=cvS5U-C6J-q00QWE-oD4CQ#q=tax+1913

https://www.google.is/?gws_rd=cr,ssl&ei=_fG5U9vxEMn_ygPopoG4Dg#q=federal+reserve+1913+conspiracy

Ég verð að fara núna,

Egilsstaðir, 07.07.2014  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 7.7.2014 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband