Leita í fréttum mbl.is

Loksins er komið að Steingrími J.

og verkum hans á sviði Hrunsins.

Nú hefur Víglundur Þorsteinsson birt niðurstöður athugana sinna á framkvæmd Neyðarlaganna sem áttu að milda áhrifin á almenning. Öll spjót beinast nú að þætti Steingríms J.í því að snúa út úr Neyðarlögunum sem stórsköðuðu almenning og fyrirtæki að því er fram kemur hjá Víglundi. Afskipti og tiltektir Steingríms Jóhanns af bankamálum og ekki síst sparisjóðunum hafa til þessa verið afskaplega umdeild em ekkki fengist rædd til neinnar niðurstöðu.

Væntanlega kemur að því að stjórn og starfshættir Steingríms J. verði loks enduskoðaðir. Almenningur slapp með naumindum undan því versta þegar Forsetinn afstýrði því að Steingrímur kæmi Icesave I klafanum á íslenska ríkið.

Flestir stóru erlendu lánveitendur íslensku bankanna voru með lán sín tryggð hjá vátryggingafélögum. Þeir gátu því fengið meginhluta tryggingafé sitt greitt og selt hrakvirði eða sjálfsábyrgð krafna sinna til spákaupmanna, sem gera út á mikla áhættu í von um happavinning. Slíkt happ hlutu þeir í Steingrími J. Sigfússyni sem tók á móti þeim  með opinn faðminn og afhenti þeim tvo íslenska banka upp í kröfur sínar. Almenningi sagðist hann vera að bæta lánveitendum tjón sitt.

Aðfarir hans í Landsbankanum þegar hann lofaði andvirði gjaldeyrisforða þjóðarinnar upp í skuldir þess gjaldþrota fyrirtækis voru annar þáttur í ráðstöfunum hans sem valda þjóðinni hvað mestum skaða.. Afskipti hans af Saga Capital, Sjóvá og Verðbréfastofunnar eru svo enn aðrar ráðstafanir sem ollu enn tjóni. Sjálfur telur Steingrímur sig víst hafa bjargað þjóðinni með einstakri fórnfýsi sem er auðvitað aðeins til marks um algert vanhæfi hans í störfum sem að fjármálum Íslands lúta.  

Víglundur Þorsteinsson á þakkir skildar fyrir þrotlausa vinnu og þrautseigju sína. Án efa mun úlfahjörð vinstri manna ráðast á hann  og reyna að tortryggja og ófrægja á allan hátt. Víglundur mun standa það af sér og halda áfram að draga fram sannleikann í bankamálunum og þætti Steingríms J. Sigfússonar í þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar H Jóhannesson

Jafnt þarft og það er að draga fram þátt Steingríms í þessu máli má ekki gleyma stuðningi Samfylkingar við hann. Þeir mærðu hann endalaust og hvöttu hann til óyndisúrræða.Þeir gengu ekki síður fram en Steingrímur í Icesave og níddu okkur niður sem lögðust gegn þeim samningi. Þar var ég ekki í fylkingarbrjósti heldur stuðningsaðili þeirra manna sem við eigum mikið upp að inna. Víglundur er núna að komast í þessa sömu hetjulega sveit. Þökk sé honum.

Valdimar H Jóhannesson, 23.1.2015 kl. 14:39

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Góður pistill og þarfur kæri Halldór.

Kominn var tími til að illvirki jarðfræðinemans gegn þjóð sinni og umbjóðendum yrði dregið fram í dagsljósið með svo óyggjandi hætti og Víglundur hefur opinberað með afgerandi gögnum þar um. Ekki má gleyma því að flugfreyjan studdi jarðfræðinemann dyggilega í öllum subbuskapnum gegn hagsmunum þjóðarinnar og skattgreiðenda. 

Allt þetta mál hrópar á að Landsdómur verði kallaður saman til að taka mál landráðaráðherrannna fyrir og það verði dæmt í málinu. Hafi einhvern tímann verið þörf þá er núy nauðsyn.

Ekki má gleyma mótleik vinstri elítunnar - lítip hefur verið rætt um þetta mikla mál - en málefni fyrrum innanríkisráðherrans í lekamálinu mikla og sósarnir teknir í viðtal hver á fætur öðrum vegna bréfs umboðsmanns Alþingis og niðurstöðu hans í því máli. Ekki dettur téðum Tryggva í hug að taka fyrir þessi skjalfestu lögbrotum jarðfræðinemans eða leka Katrínar Jakobsdóttur á trúnaðarskjölum í ráðherratíð sinni sem er bæði skjalfest sem og eftir hennar eigin orðum þar um.

Lítið fer af rannsókn saksóknara í þessu landráðamáli heldur !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2015 kl. 20:11

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega kominn tími til að upplýsa þjóðina um stjórnarháttu síðustu ríkisstjórnar, Halldór.

Vissulega mærði flugfreyjan jarðfræðinginn, Valdimar, enda hann hennar helsti stuðningsmaður í aðlögunarferlinu. Og vissulega var þjónkun við erlendu kröfuhafana, bæði því sem Víglundur upplýsir sem og icesave málunum runnin undan rifjum vilja til að liggja undir hæl Brasselkommissara!

Þetta mál sem Víglundur upplýsir landsmenn um á ekkert erindi fyrir Landsdóm, Predikari. Þetta mál á að afgreiða fyrir dómstólum landsins. Vissulega þarf alþingi að grípa til 49 gr. stjórnarskrár gagnvart þeim þingmönnum sem málið snýst um, en það ætti ekki að vera vandamál.

Gunnar Heiðarsson, 23.1.2015 kl. 22:19

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

auðvitað á að rannsaka þettt - verður sennilega gert ef einhver fótur er fyrir þessum ásökum.  kannski þar að rannsaka vþ líka

Rafn Guðmundsson, 23.1.2015 kl. 23:19

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Rafn !

Ertu rkki læs ? ? ? Lestu skjölin - þau eru ekta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2015 kl. 23:33

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Víglundur á heiður skilinn en rannsóknarblaðamennirnir ættu að éta sin eigin skít með Steingrími. 

En það skulum við hafa í huga Halldór að réttar farið á Íslandi sýnist ekki allt sem skyldi, svo ég reikna ekki með miklu. 

Hrólfur Þ Hraundal, 24.1.2015 kl. 00:16

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta drengir góðir. Hvað sagði ekki Frelsarinnum þá sem ekki vita hvað þeir gjöra? Steingrímur er bara afleiðing af heimsku kjósenda. Gömul skítalykt hverfur ef loftað er út.

Halldór Jónsson, 24.1.2015 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband