Leita í fréttum mbl.is

Verkfallagróði

þjóðarinnar er orðinn mikill uppsafnaður. Launataxtar hafa hækkað um mörg þúsund prósent og kaupmáttur hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi heimstyrjaldarinnar víst nokkuð í takti við aukningu þjóðarframleiðslu.

 

Það má dunda sér við að reikna út að mánaðar tekjumissir í verkfalli og 30 % taxtahækkun færir launþeganum ekki neitt fyrstu fjóra mánuðina eftir samninga eða svo.

Ríkið verður í kjölfarið að hækka skatta til að geta borgað nýja taxtann og svo að vinna upp minnkun landsframleiðslunnar um tólfta part til aðgeta borgað spítalana og skólana. Verðbólgan byrjar um leið og gengið fellur þannig að það vita allir að þetta gefur minna en núll til lengdar.

En heimskan er gjarnan notuð sem skiptimynt fyrir skynsemina sem segir að kaupmáttur lægstu launa hafi hækkað verulega síðustu tvö ár með sjálfvirku launaskriði. Kaupgjald stillir sig af á almennum markaði með framboði og eftirspurn. Þessvegna eru það aðeins opinberir starfsmenn sem eiga að standa í verkföllum því þeir eru að semja við sjálfa sig. Þessvegna gengur þeim svona illa og í raun þyrfti að taka þennan kaleik af þeim og fela markaðnum að leysa málin. Launin stíga þar til að einhver fæst  í þau en hníga ef biðraðir myndast.

En nú á líka að fara að greiða full laun í verkfalli og launahækkunina afturvirkt svo þetta er bara gaman. Íslendingar þola ekki við en einn mánuð í verkfalli sem er bara auka sumarfrí. Svo dreifum við þessu til að allt geti nú gengið fyrir sig, maður fái bjórinn sinn og brauð úr búðunum. Þetta er svona skemmtiskokk.

Í Svíþjóð var órói á vinnunmarkaði árin fyrir ágúst 1909 með tíðum árekstrum. Þá brast á allsherjarverkfall og verksvipting 800.000 manna. Þetta stóð í mánuð og endaði í miklum ósigri verkalýðshreyfingarinnar, réttindamissi, uppsögnum, gjaldþrotum og landflótta. Síðan hafa Svíar farið sér hægar í verkföllum og sagan um "stora strejken 1909"svífur enn yfir vötnunum. Vinnuveitendur hafa lock-out réttinn alveg eins og hinir hafa verkfallsréttinn en honum hefur aldrei verið beitt. En þá myndu menn kynnast ástandi sem ekki er vitað hvernig herlaus þjóð mndi bregðast við öðruvísi en með borgarastyrjöld. Svo þessi verkfallamál eru ekki bara grín eins og menn þekkja þau núna. Þau geta endað illa.

Það getur svo verið vandmeðfarið að reikna út verkfallagróðann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband