Leita í fréttum mbl.is

Alræðisvald æsingamanna

til eða efna til uppþota á vinnumarkaði er skilgreint í lögum nr.80 frá 1938 með svofelldum hætti:

 

     "    15. gr. laganna orðast svo:
     Þegar félag atvinnurekenda eða stéttarfélag ætlar að hefja vinnustöðvun er hún því aðeins heimil að ákvörðun um hana hafi verið tekin við

almenna leynilega atkvæðagreiðslumeð þátttöku a.m.k. fimmtungs atkvæðisbærra félagsmanna samkvæmt atkvæða- eða fé lagaskrá og að tillagan hafi notið stuðnings meiri hluta greiddra atkvæða.

Heimilt er að viðhafa almenna leynilega póstatkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um tillögu um vinnustöðvun og gildir niðurstaða hennar þá óháð þátttöku.

     Nú er vinnustöðvun einungis ætlað að taka til ákveðins hóps félagsmanna eða starfsmanna á tilgreindum vinnustað og er þá heimilt að taka ákvörðun um vinnustöðvun með atkvæðum þeirra sem henni er ætlað að taka til.Þarf þá fimmtungur atkvæðisbærra að taka þátt í atkvæðagreiðslu og meiri hluti þeirra að styðja tillögu um vinnustöðvun.

     Í tillögu um vinnustöðvun skal koma skýrt fram til hverra henni er einkum ætlað að taka og hvenær vinnustöðvun er ætlað að koma til framkvæmda.

Þá er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara.


     Samninganefnd eða til þess bærum fyrirsvarsmönnum samningsaðila er jafnan heimilt að aflýsa vinnustöðvun. Sömu aðilum er heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun, einu sinni eða oftar, um allt að 28 sólarhringa samtals án samþykkis gagnaðila, enda sé frestunin kynnt honum með minnst þriggja sólarhringa fyrirvara. Þó er jafnan heimilt að fresta boðaðri vinnustöðvun og yfirstandandi vinnustöðvun með samþykki beggja aðila."

Ákvörðun um vinnustöðvun verkalýðsfélaga eða atvinnurekenda er þannig tekin af fullkominni léttúð og ábyrgðarleysi allt niður í tíu prósent félagsmanna. Miðað við alvarleika vinnustöðvana, alvarlegri en til dæmis Forsetakosningar nokkru sinni, er það að þjóðfélagið er algerlega berskjaldað fyrir upphlaupum lítilla samstilltra aðgerðarhópa, sem ekki styðjast við neinn lýðræðislegan meirihluta. Eiginlega meira í ætt við úrtak í Gallup-könnun, þó vissulega séu skoðanakannanir venjulega ávísun á annað meira.

  Þó að póstkosningar séu heimilar eru þær sjaldnast viðhafðar og þá yfirleitt í skötulíki. 

Auðsætt er að aldrei létu upprunalegir lagsamiðir sér detta í hug að opinberir starfsmenn færu í verkföll. Lögin eiga því við allt annað þjóðfélag en nú er við lýði þrátt fyrir seinni tíma viðbætur og plástra.

Það er því morgunljóst að það þarf að skrifa þessi lög upp á nýtt og fá til þess hina vísustu menn. Það er held ég nauðsynlegt fyrir skilvirkni að fækka samningsaðilum og stækka félagaheildir á vinnumarkaði. 

Fyrsta sem verður að gera er að taka verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum því annars blasir upplausn réttarríkisins við. Kjaradómar verða að leysa þeirra mál með okkar bestu manna yfirsýn.

Það hlýtur að vera mögulegt að gera mun harðari kröfur um atkvæðagreiðslur um vinnustöðvanir og stóraukið hlutfall þeirra sem greiða slíku atkvæði. Við myndum aldrei sætta okkur við að Forseti lýðveldisins væri kosinn með fjórðungsþáttöku.  Eða að þátttaka í Alþingiskosningum eða sveitarstjórnarkosningum færi langt niður fyrir helmingsþáttöku.  Lýðræðisvitund þjóðar gæti ekki þolað slíkt og hún myndi grípa til ráðstafana í þeim tilvikum. Fyrirliggjandi vandi er engu minni fyrir þjóðina.

Eins og stendur hafa æsingamenn alræðisvald yfir örlögum þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 3418264

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband