Leita í fréttum mbl.is

Var hrunið flumbrugangur?

að einhverju eða öllu leyti? Var ekki hægt að fara allt öðruvísi að en að búa til glæpamenn úr banksterunum? Voru þeir kannski ekki bara skárri en skilanefndarræningjarnir sem leystu þá af hólmi?

Var það endilega betra að setja alla bankastjórana og bankaráðin af þegar Lehman fór á hausinn og ekki fengust frekari erlend lán?  Var eitthvað betra að fá slitastjórn inn í Landsbankann í stað hins gráklædda og bankastjóranna hans? Eða slitastjórnir Kaupþings á þeim bænum? Margfaldur kostnaður og peningabrennsla? Brunaútsölur á erlendum eignum? Endalausar vitleysur í ráðstöfun eigna?

Var ekki banka hrunið bara misskilningur að einhverju leyti? 

Hvað hefði skeð með Landsbankann til dæmis daginn eftir hrunið? Það var hægt að fá ríkisábyrgð á innistæðurnar eftir sem áður. Það var alveg hægt fyrir bankann að lenda í vanskilum erlendis. Það voru margir aðrir í vanskilum. Greiðslumiðlunarkerfið innanlands hefði gengið snurðulaust fyrir sig. National Bank of Iceland hefði þurft að verjast Bretum og Hollendingum sem gátu ekki neitt sérstakt nema það sem þeir gerðu. Icesave hefði verið alveg klár skuld bankans en ekki þjóðarinnar. Seðlabankanum komu ekki við erlendar skuldir óreiðumanna eða hvað? Engar þjóðaratkvæðagreiðslur þurftu að koma til. Allur málarekstur snéri að bankanum. Hlutbréfin hefðu auðvitað orðið verðlítil fyrst á eftir. En hvað gerði það til? 

Svipaða athugun má gera á hinum bönkunum. Þurfti þetta nokkuð að framkvæmast svona? Hafa ekki gjaldþrota bankastofnanir geta starfað hér áframeins og ekkeert hafi í skorist? Rak ekki ríkið sparisjóðina Kef og Byr eins og ekkert hefði í skorist?

Þeir sem hafa verið stjórnendur í fyrirtækjum á erfiðum tímum vita að það opnast yfirleitt aðrar dyr þegar einar lokast ef framleiðslutækin eru í lagi.

Hvað var í ólagi í Landsbankanum sem er í eitthvað betra lagi núna? Er þar ekki sama fólkið, sömu húsin, sömu græjur?  Hvern varðar um skuldir úti í bæ eða úti í löndum ef maður getur vígbúist og varist?

Ekkert áhlaup á bankann innanlands vegna ríkisábyrgðarinnar. Við hefðum bara gefið skít í ESA og EES reglurnar alveg eins og við gerðum svo með lokun á fjármagnsflutninga. Seðlabankinn hefði staðið með bönkunum í því.

Hér varð hrun sagði bankaflónið. Varð eitthvað fjandans hrun hér nema paníkk þar sem menn misstu stjórn á sjálfum sér? Fjármálaeftirlitið misskildi hlutverk sitt, Alþingi skildi ekki upp né niður hvað var að gerast. Var ekki allt gert vitlaust sem hægt var að gera öðruvísi?

Neyðarlögin voru tilbúin. Gátu þau ekki beðið eitthvað? Var ekki hægt að setja lögreglumenn inn í bankana til eftirlits með banksterunum alveg eins og slitastjórnirnar síðar? Og hver hefur litið eftir slitastjórnunum síðan? 

Voru bara ekki verstu kostirnir valdir? Var hrunið bara ekki flumbrugangur og vitleysa? .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já satt segir þú Halldór. Mikið til í þessu.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 5.10.2015 kl. 21:52

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sbr. þegar Steinunn Guðbjartsdóttir fór til New York með mál Glitnis en dómarinn sagðihenni að snauta heim til Íslands, Bandaríkjunum kæmi þetta mál ekkert við. Kostnaður milljónatugir.Af hverju eer þessi kelling ekki rekin úr slitastjórninni eftir þetta?

Halldór Jónsson, 5.10.2015 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband