Leita í fréttum mbl.is

Guðni góður

í Mogga í morgun. 

Glöggur að vanda skrifar hann svo:( Bloggari feitletrar að vild)

"Afrek og árangur í efnahagsmálunum eru sjaldnast sett á oddinn í stjórnmálaumræðunni, ekki heldur á heimilum og vinnustöðunum fyrir kosningar. En nú erum við að ganga til kosninga sem ættu bara að snúast um eitt: hvernig tekst til að bæta lífskjörin áfram næstu árin og hvaða ávinning hefur efnahagslífið fært þjóðinni. Eða ætlum við að taka kollsteypu vegna þess að stjórnmálamennirnir eru sundraðir og lenda í átökum og við tekur margflokka ríkisstjórn og klofningur?

Við þekkjum söguna og sundurlyndið svo ekki sé talað um verðbólguna og átökin þegar ríkisstjórn er skipuð mörgum flokkum og sitt sýnist hverjum. Það blandast engum hugur um að sú ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem verið hefur við stýrið síðustu þrjú árin er langt komin með að leiða þjóðina inn á græna velli tækifæranna.

Og að sögn færustu efnahagssérfræðinga, bæði innlendra og erlenda, eru ár hagsældar fram undan næstu 5-7 árin verði engar æfingar og kollsteypur ástundaðar af stjórnmálamönnunum.

Píratarnir bjóða okkur í óvissuferð

Nú bjóða Píratar okkur og öllum stjórnarandstöðuflokkunum í óvissuferð, að hér taki við á viðkvæmum tímum fimm flokka ríkisstjórn, en það væri nú nýtt að svo margir flokkar mynduðu ríkisstjórnina. Og svo virðist að báðir gamalgrónu flokkarnir á vinstri vængnum, þ.e. Samfylking og Vinstri græn, taki þessu frumkvæði Píratanna fagnandi.

Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég farinn að sakna Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Við kjósendur verðum að spyrja: viljum við að þessi tilraun verði gerð? Við ráðum því með atkvæði okkar hvort Rauða rútan fær fararleyfi. Eitt er víst, að stærstu stefnumál þessara flokka allra snúast ekki um efnahagslegan stöðugleika heldur draumkenndar byltingar, bæði í atvinnulífinu og hvað t.d. landbúnað og sjávarútveg varðar.

Hvað segja bændur og fólkið í sjávarþorpunum um þá óvissu sem því er boðið upp á í umræðunni? Viðreisn blessuð varð til utan um áframhaldandi deilur um aðild að ESB og að reyna að koma krónunni fyrir kattarnef, þarna róa líka Samfylking og Píratarnir sem eiga sér sérstakan áhuga að auki að berjast gegn og breyta stjórnarskránni.

Í bakvarðarsveit athafnamannsins Benedikts Jóhannessonar og Viðreisnar fer „elíta“ lífeyrissjóðanna með Helga Magnússon og fleiri sem eiga sér draum um evru og inngöngu í ESB, sem fæstir telja nú raunhæft og margir fáránlega umræðu miðað við þróun evrunnar og stöðuna í Evrópusambandinu.

Árangurinn á kjörtímabilinu er öllum augljós

Rifjum nú upp stöðuna og styrkleikann í efnahagsstjórninni á kjörtímabilinu:

í fyrsta lagi er hagvöxtur hér meiri en í nokkru öðru vestrænu ríki, verðbólga er í sögulegu lágmarki, kaupmáttur hefur aukist verulega og með þeim hætti að á þessu ári hefur aukinn kaupmáttur bætt einum mánuði til viðbótar í launaumslagið.

Atvinnuleysið heyrir nánast sögunni til á ný og Íslendingar sem flúðu til útlanda í kreppunni eru komnir heim eða eru á leiðinni heim. Staða heimilanna er með þeim hætti eftir skuldaleiðréttinguna að þau eru betur stödd skuldalega en fyrir aldamót.

Losun fjármagnshafta var gerð með þeim hætti að ríkissjóður hefur ekki verið svo vel staddur í áratugi, hundruð milljarða komu í hlut ríkisins.

Svo vel tókst t.d. til í kjaramálum læknanna að sú umræða heyrist ekki lengur að þeir vilji ekki vinna hér og markvisst hefur heilbrigðiskerfið verið styrkt og nemur það nú 40 milljörðum á ári og vilji er og þörf að gera betur.

Brýnasta málið nú er að keyra raunvextina niður, þeir eru óraunhæfir, alltof háir og endurspegla ekki það sem gerst hefur í efnahagsmálunum. Gróði bankakerfisins segir okkur þá sögu að nú sé brýnt að lækka raunvextina verulega eins og Framsóknarflokkurinn boðaði í peningastefnunni nú á fundi þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og Lilju Daggar Alfreðsdóttur utanríkisráðherra þar sem þau kynntu stærstu atriði og áherslur flokksins í kosningunum.

Við skulum öll setjast niður og hugsa hvaða flokkar eru nú líklegastir til að verja hag launþega og heimilanna verði þeir í ríkisstjórn næsta kjörtímabil. Kosningar snúast um lífskjör og staðfestu, þú velur og þú berð ábyrgð á framtíðinni með atkvæði þínu."

Mér hefur svarað það unga fólk sem hvað það sjái við framboð Pírata?

Þeir eru bara HIPP & COOL.

Spáið þið eitthvað í verðbólgu, gengi, verðlag? Nei, okkur varðar ekkert um það því það snertir okkur ekki neitt.

Þá bara höfum við það. Það þýðir ekkert fyrir Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn að spyrja af hverju unga fólkið kjósi þá ekki? Þeir eru bara gamaldags og lummó en ekki hipp og cool.

 

Evrópusambandið skiptir ekki máli því unga fólkinu er slétt sama um hvort við erum utan eða innan. Það hefur enga skoðun á svoleiðis aukaatriðum. 

Svo unga fólkið ræður för.Við verðum bara að sætta okkur við það. Birgitta er hipp og cool en ekki við gamlingjarnir.

Guðni er samt nógu góður fyrir okkur gamlingjana sem erum að spekúlera í smáatriðunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband