Leita í fréttum mbl.is

STÉTT MEÐ STÉTT ?

"Veikleikar Sjálfstæðisflokksins" er yfirskrift pistils Styrmis Gunnarssonar í dag:

"Þótt takmarkaðar upplýsingar hafi komið fram um fylgi flokka í einstökum kjördæmum er þó ljóst að veikleikar Sjálfstæðisflokksins eru ekki síst meðal ungra kjósenda, kvenna og í Reykjavík, hinu gamla vígi flokksins.

Nú geta flokkar látið fara fram "prívat" kannanir fyrir sig í einstökum þjóðfélagshópum. Hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið gera slíkar kannanir er ekki vitað en þó mætti ætla að  flokkurinn hafi látið gera slíkar kannanir. (Alla vega hefði hann átt að gera það). Hafi það verið gert liggja fyrir einhverjar skýringar á þessum augljósu veikleikum.

Hins vegar hefur ekki verið auðvelt að sjá í kosningabaráttuflokksins einhver viðbrögð við þessum veikleikum.

Hvað veldur?

Framan af síðustu öld hafði Sjálfstæðisflokkurinn ótvíræða forystu meðal stjórnmálaflokka í að virkja krafta kvenna í stjórnmálabaráttunni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af notið mikils fylgis meðal ungs fólks. Nú er svo komið að jafnvel hægri sinnað ungt fólk á í einhverjum vandræðum með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

Staða flokksins í höfuðborginni er svo sérmál.

Það eru tvær vikur til kosninga og tími til kominn að horfast í augu við þessi vandamál"

Man einhver eftir "Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar"

Hún var notuð sem pólitísk verslunarvara til að leysa húsnæðisvanda verkafólks sem var þá mikill. Þá var reynt að lækka byggingakostnað og verð á húsnæði með þvi að beita tækni til að fjöldaframleiða íbúðir. Nú er almennt miklu hærra tæknistig í byggingariðnaði en var þá. En skipulagður lóðaskortur vinstri manna hefur keyrt markaðsverðið upp sem aldrei fyrr.

Myndi ódýrara húsnæði verka á unga fólkið?

Og líka kvenfólkið sem vill fá eigin heimili?

Nú er líklegt að framleiða megi íbúðir á svona 250.000 krónur fermetrann. Markaðsverðið er talsvert fyrir ofan þetta? Vill unga fólkið og kvenfólkið  þetta?

Þarf ekki Sjálfstæðisflokkurinn að leita að því hvar skórinn kreppir til dæmis hvað séreignarstefnuna varðar og þetta gamla góða ;

STÉTT MEÐ STÉTT ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418321

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband