Leita í fréttum mbl.is

Kreppan dýpkar !

Ég hitti vin minn sem vinnur við passamyndatöku. Hann segir að nú passamyndir hann fjölskyldur útlendinganna í stórum stíl sem flykkist úr landi. Svo passamyndi hann tvo íslenska iðnaðarmenn á dag, sem séu nú að fá sér passamynd vegna flutnings til Kanada.  Og  það eru margar svona ljósmyndastofur eins og mín segir hann.  Það koma engir aðrir  vegna þess að almenningur  er ekkert að fara að ferðast.

Landflótti er því  greinilega hafinn að áliti ljósmyndarans og byrjar auðvitað með atgerfisflótta. Þeir sem eitthvað kunna og geta fara en við aumingjarnir verðum eftir.

Hversvegna ?.

Jú, hér er ráðleysi og ræfildómur nýkosinna ráðamanna þvílíkur, að það er ekkert að gerast. Landið er án hagkerfis. Það er ekkert bankakerfi annað en greiðslumiðlunarkerfi rukkunaraðilanna í gangi. Vaxandi örvænting grefur um sig meðal almennings. Ólafur forseti vor gnýr saman höndunum og glottir breitt. Nú liggur ekkert á í stjórnarmyndun því að réttir aðilar eru með tögl og hagldir.

Þessir aðilar bara kjafta og kjafta um stjórnarmyndun en gera ekki neitt í efnahagsmálum. Eyjagarður norski lætur gengið sveiflast um 130 kall dollarann án þess að nokkur hreyfing sé á gjaldeyrismarkaði.  Stjórnmálamenn, bæði núverandi og afdankaðir, þvæla um ESB og upptöku evru  en gera ekkert til að leysa passamyndavandann sem blasir við núna.

 Það er talað um lausnir vandamála dagsins í dag með bollaleggingum um hvað getir orðið valkostur  eftir mörg ár. Á meðan er allt á hraðri leið til andskotans í þjóðfélaginu, upplausnin og atvinnuleysið vex,   en Neróarnir leika á blekkingafiðlur sínar á meðan húsið brennur.

Ég hef áður talað fyrir því að almenningur taki til sinna ráða og endurlífgi hagskerfið með útgáfu nýrra peninga.  Kreppuvíxillinn getur komið efnahagslífinu í gang. Hann byggist á þeirri einföldu hugmynda að endurvekja traustið milli manna. Virkja hinn atvinnulausa til að skapa verðmæti sem annars verða ósköpuð. Skapa nýtt hagkerfi á rústum hins gamla. En annaðhvort er þetta svo vitlaust hjá mér að enginn nennir einu sinni að ræða það, eða allir bíða eftir að Jóhanna og Steingrímur komi með fangið fullt.  En mér er vorkunn. Kannski er ég ekki einn um það að hafa ekki næga trú að gæsku þeirra og getu né leiðtogahæfileikum forseta vors á Bessastöðum, upplýsingagjöf Baugsmiðlanna eða íslensku réttarfari með eða án Evu Joly.

En úr því að enginn vill ræða þetta mál með mér,  þá  er ég  bara hættur að trúa því að stjórnvöld geti látið nokkuð nokkuð breytast í landinu fyrr en fjármagnsflutningar verða frjálsir aftur.  Ef  dollarinn yrði felldur með handafli í 300 kall á morgun,  myndi hann ekki fljótlega lækka í jafnvægisgengi aftur eftir að gömlu jöklabréfin hefðu verið hreinsuð út  á því gengi ?  

Ef það gerðist  yrði gamla góða krónan aftur frjáls og myndi verða gjaldgengur miðill á heimsvísu. Ný jöklabréf  kæmu aftur inn í hávextina okkar og jafnvægisgengi  fengist á ný. Ég veit ekki hvað það yrði nákvæmlega en ég get mér þess til að innan árs myndi dollarinn verða kannski kominn niður fyrir hundraðkall og atvinnuleysið niður fyrir 5 %.  

Ef þetta er allt vitlaust hjá mér, þá mega aðrir koma með réttar tillögur. Hagfræði er pottur sem allir geta mi... í sagði einhver. Því ekki bara að láta vaða ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 3418317

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband