Leita í fréttum mbl.is

Leppríki Þýskalands.

Ung stúlka , Birna Björg Halddórsdóttir, skrifar athyglisverða grein í Mbl. um hvernig hún upplifir Evrópusambandið.
Það er nefnilega að renna upp fyrir mörgum, að ESB er aðeins nýtt nýlenduveldi Þýskalands. Það sem Hitler tókst ekki tókst þeim sem á eftir komu;  Adenauer  Erhard og Kohl. Iðnaðarvél Þýskalands er búin að ná tökum á Evrópu, og er nú búið að gera tugi landa  að nýlendum sínum. Frakkland er orðið leppríki án þess að vita það sjálft þar sem það hefur aldrei geta stjórnað þegnum sínum eins og Þjóðverjar hafa getað. Það lifir í skugga þýska arnarins og étur úr hreiðri hans.
Mörg lönd hafa látið glepjast af því að halda að þeir geti haldið uppi sömu mynt og Þýskaland. Það geta engin ríki í Evrópu keppt við Þýskaland að framleiðni. Írar, Spánn, Grikkland, Finnland eru dæmi um hvernig þetta fer. Allstaðar eru það kratar sem hafa prakkað þjóðirnar inná sínar ranghugmyndir sem sitja núna uppi með tóma sjóði og bullandi atvinnuleysi því framleiðnin er svo miklu minni en í Þýskalandi.
Þjóðverjar eru hinsvegar á góðrii leið með að útrýma sjálfum sér með því að hætta barneignum og flytja síðan inn þræla frá óþjóðunum. Það fólk tekur hinsvegar aldrei við þjóðfélaginu því múhameðsmenn munu ekki ná valdi yfir vélinni nema til að drepa á henni. Því fer þetta eins og í gamla Rómaveldi, að skattlöndin sigra keisaradæmið. Þýskaland fer niður og áhrif þess minnka, en Barbararnir gera innrásir og rupla og ræna því sem eftir er.
Grípum niður í Birnu Björgu Halldórsdóttur:

.....Og fyrst lág skólagjöld eru efst í huga ungra Evrópusinna, mætti í því samhengi rifja upp að Ísland myndi alltaf borga meira til samneyslu og styrkjakerfis ESB en það fengi frá ESB, væri Ísland þar inni. Þetta er vegna þess að framlög miðast við þjóðartekjur á mann - og á Íslandi eru þær langt yfir meðallagi innan ESB. .....

Hversu miklu þurftum við að fórna fyrir inngönguna í »fyrirheitna landið« sem Eiríkur Bergmann og félagar lofuðu okkur? Fiskurinn í sjónum er ekki lengur okkar - heldur kvóti í eigu sjómanna í Bretlandi, Portúgal, Spáni og víðar, allar landbúnaðarvörur koma aðsendar frá Evrópu því það eru engir bændur á Íslandi lengur, Alþingi er að mestu leyti valdalaust og við erum ennþá að bíða eftir evrunni þar sem við uppfyllum ekki ennþá Maastricht-skilyrðin. Og hvað fengum við í staðinn?

Unga fólkið greiðir lægri skólagjöld en áður en það skiptir engu máli því það fær enga vinnu. Atvinnuleysið er 8,3%, tvöfalt hærra hjá ungu fólki en samt er það undir meðaltali innan Evrópusambandsins. Við eigum þrjú atkvæði af 350 í ráðherraráðinu sem er innan við 1% og 5 atkvæði af 750 á Evrópuþinginu í Brussel sem er um 0,6% atkvæða. Við erum langminnsta ríkið í Evrópufjölskyldunni - en við erum ekki einu sinni litli bróðir heldur bara litli puttinn á litla bróður.

Við hugsum kannski oft til þess hvernig það væri að vera komin út úr sambandinu en leiðin þangað út er svo torveld og löng að við nennum því ekki. Að auki hefur ríki sem segir sig úr sambandinu enga milliríkjasamninga og það tekur mörg ár að koma þeim á aftur. Við einfaldlega þorum ekki.

Hver er svo staðan í dag? Það er staðreynd að fjöldi ungs fólks íhugar landflótta - ef það er ekki farið nú þegar. Með öðrum orðum er gríðarlegur spekileki yfirvofandi. Ef þetta burðuga unga fólk flýr land í unnvörpum er okkur mikill vandi á höndum.

Til eru stjórnmálamenn - æðstu ráðamenn þessa lands - sem halda því fram að aðild að Evrópusambandinu sé lausnin á vandamálum okkar og muni tryggja að unga fólkið haldist heima. Þeir ýta undir ýmsar mýtur sem eiga sér litla stoð í raunveruleikanum.

Þeir vilja halda því fram að Ísland muni ná góðum samningum við sambandið - að viðræðurnar verði bara eins og hlaðborð sem hægt er að velja girnilegustu réttina og sleppa hinum. Í sögu ESB hefur engin þjóð hlotið heiðursaðild að bandalaginu nema kannski gamla Kola- og stálbandalagið (sem við tilheyrum að sjálfsögðu ekki).

Engin smáríki hafa fengið að beygja, hvað þá brjóta reglur ESB og það er óskhyggja að halda að Ísland fengi varanlegar undanþágur frá sameiginlegu fiskveiðistefnunni, landbúnaðarstefnunni, tollastefnunni eða öðru reglugerðafargani. Það verður ekki samið - ESB er heilsteyptur pakki sem þjóðir taka við í heild sinni eða sleppa með öllu.

Ástæðurnar fyrir því að ganga ekki í ESB eru svo margar og veigamiklar að hvorki evrurökin, lág skólagjöld né loforð jafnaðarmanna um ódýrar kjúklingabringur duga til að réttlæta aðild.

Erum við virkilega tilbúin að fórna fullveldinu, fæðuöryggi, samningsfrelsi og umráðum yfir auðlindunum fyrir þetta ? Ég á mjög bágt með að trúa því.

Ef það er einlægur ásetningur ráðamanna okkar að ganga inn í Evrópusambandið, myndi ég heldur vilja vera níræð en nítján ára svo ég þyrfti að horfa sem styst upp á Ísland sem sjávarþorp í Evrópu.

Framundan er löng og ströng barátta. Lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar kusu að sækja um aðild að Evrópusambandinu, þvert á þjóðarvilja; við töpuðum kannski orrustunni en stríðið en ennþá í fullum gangi. Sjáum nú til þess að þjóðin kjósi rétt loksins þegar samningurinn verður lagður fyrir hana. Það gerum við með upplýstri umræðu því vel upplýst þjóð kýs gegn ESB-aðild. Gerum það fyrir unga fólkið og komandi kynslóðir því það eru þau sem erfa landið."

Maður fyllist von um að þjóðin eigi möguleika á að átta sig á Vefurum Keisarans í Samfylkingunni þegar maður les svona skrif frá ungri konu. Við hinir eldri, sem eigum að geta áttað okkur á sögulegu samhengi Evrópusögunnar sjáum í hendi okkar hvert stefnir með Evrópusambandið. Það fer um það eins og breska heimsveldið, það deyr innanfrá.

Látum ekki kratana blekkja okkur með fagurgala. Við erum ríkasta þjóð í Evrópu ef rétt er á haldið og eyðileggjum það ekki eins og margar Evrópuþjóðirnar hafa gert með óhóflegum innflutningi óskylds fólks.

V.Kratahjalið er bull og blekking. Eins og Birna Björg segir er langt í Evruna hjá okkur fyrr en við erum búin að borga Icesave fyrir Steingrím. Hver vill skipta sínu fé núna á 300 krónum fyrir Evru ef það væri í boði ? Og ef ekki nún, þá hvenær? Og á hvaða gengi ?

Við Íslendingar eigum langtum meiri möguleika einir og sér heldur en verða nýlenda Þýskalands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir að vekja athygli mína á þessari fínu grein Halldór. 

Hér er smávegis með kvöldmatnum, þetta var að gerast rétt í þessu:

WSJ; Austria Nationalizes BayernLB Unit 

Þetta er frétt úr evruríkinu Austurríki sem liggur umvafið fjallagörðum Skjaldborga Brussel. MYNT AUSTURRÍKIS ER EVRA

Tralla lalla la.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 14:01

2 identicon

Gunnar linkurin virkar ekki....

og já frábær grein hjá þessari stúlku...svona gerist þegar fólk leitar sér upplýsinga um málefnin en lætur ekki mata sig af matreiddum staðreyndavillum

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:26

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ef þetta er sama stúlkan og ég heyrði flytja kröftuga ræðu í nóvember, sem ég tel nokkuð víst, þá heitir hún Brynja (ekki Birna). Hún er með eigin bloggsíðu þótt hún skrifi ekki um Evrópuríkið þar, a.m.k. ekki ennþá.

Haraldur Hansson, 14.12.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Karen. rétt. WSJ hefur flutt síðuna

Hér er Bloomberg: Bloomberg: Austria Decides to Nationalize Hypo Alpe-Adria Bank (Update3)

Og Reauters

MUNICH, Dec 14 (Reuters) - German Landesbank BayernLB [BAYLB.UL] said it did not need additional capital to shoulder writedowns from the nationalisation of its Austrian unit Hypo Group Alpe Adria.

BayernLB, on Monday said it would sell its 67 percent stake in HGAA to Austria for one euro, a move that will lead to writedowns of 2.3 billion euros ($3.37 billion) for the Munich-based lender.

BayernLB's core capital ratio will take only a marginal hit from HGAA writedowns, a source familiar with the matter said.

Its core capital ratio was 10.7 percent as of end of June.

BayernLB, which is owned by Bavaria, will give an additional 825 million euros in capital, and leave 3 billion euros of liquidity in HGAA.

Hypo, Austria's sixth-biggest bank, which is also a major lender in the former Yugoslavia, needed a bailout after requiring up to 1.7 billion euros for writedowns and loan losses which threatened to wipe out a large part of its capital.

Austria is taking over 100 percent of Hypo from BayernLB [BAYLB.UL], insurer Grawe and the Austrian state of Carinthia, after shareholders agreed to inject around 1 billion euros in capital.  

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 18:04

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fín grein og ekki verra að stúlkan bendir á flækjustigið sem þátttaka í ESB leiðir af sér. Þegar þjóð afsalar þér réttinum til að semja um málefni sín við aðra, þá er það nánast ókleifur hamar að vinna markaði á ný.

Viðkvæði þeirra sem reka ESB áróðurinn er að líki manni ekki vistin í sæluríkinu, þá geti menn bara gengið út. En eins og Brynja Björg bendir á þá er það hægara sagt en gert.

Ísland er ekki á flæðiskeri með svona ungmenni.

Ragnhildur Kolka, 14.12.2009 kl. 19:16

6 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Framtíðin er björt.

Takk fyrir þetta Halldór

Guðmundur Jónsson, 14.12.2009 kl. 22:09

7 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Flott grein og gott að vekja athygli á henni.

Stórveldi rísa og hníga. Það er þeirra eðli og náttúra.

Sama gerðist með íslenska viðskiptastórveldið. Það reis hratt og hneig enn hraðar í fjálsu falli og er enn á niðurleið.....

Vonandi verður það okkar gæfa til lengri tíma litið að blómatími auðvisanna stóð ekki allt of lengi.....

Ómar Bjarki Smárason, 14.12.2009 kl. 23:01

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Það var verra að nafnist skyldi skolast til hjá mér, hvernig sem það nú gerðist. Það er gaman fyrir okkur , aðra en Steingrím J. að vita til þess að svona skoðanir er að finna innan flokksins hans. Ekki veit ég hvað Steingrímur gerir til þess að þagga niður í Brynju, en Steingrímur vill sjálfsagt að VG syngi  eina rödd með sér í hallelújakafla Evrópukórsins svo hann fái að vera ráðherra enn um stund. 

Halldór Jónsson, 14.12.2009 kl. 23:39

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vg liðar eru nú bara sendir í frí þegar mikið liggur við, Halldór. Það þarf ekki að koma á óvart þó Ásmundur Einar þurfi að fara að undirbúa sauðburðinn eða sinna öðrum meira áríðandi málefnum þannig að hægt verði að kalla inn mann eða konu með rétta skoðun á Icesave og ESB málum. Og kannski fellur ESB afgreiðslan saman við sauðburðinn í vor....? Og það er heilmikið bókhald í tegslum við búskapinn og svo fæðast börn í sveitinni flest vor, bara spurning um hvar og nákvæmlega hvenær.....!

Ómar Bjarki Smárason, 14.12.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 3418236

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband