Leita í fréttum mbl.is

Úðakerfi hefðu bjargað kofunum í miðbænum frá því að brenna !

Aldeilis er makalaust að heyra fyrrverandi brunamálastjóra Bergstein Gissurarson og vin minn tala um að orsök brunans hafi verið skortur á brunastúkun í þessum húsum og skortur á viðvörunarkerfum. Eldvarnaeftirlitið hafi brigðist.. Auðvitað er þetta rétt hjá Bergsteini en af hverju yfirsést mönnum það sem er einfaldast, ódýrast og áhrifamets. Úðakerfi.

 

Það er svo hlægilega einfalt og ódýrt að leggja úðakerfi úr plasti í svona gamla kofa og tengja við vatnsinntakið. Svona kerfi bara slekkur í eldinum ef hann byrjar. Svo einfalt er það  Ég vildi að þið gætuð séð myndskeið sem ég hef séð sem sýnir tvö módel í brunatilraun. Annað er með sprinkler hitt ekki.

Munurinn er líf og dauði.

 

Í Scottsdale reyndu bófar að drepa mann með því að fara inn til hans þar sem hann svaf og hella bensíni yfir hann í rúminu. Þeir kveiktu svo í en gleymdu að það var úðakerfi í herberginu. Maðurinn lifði árásina af !

 

 

Upp með úðakerfin !

_______________

  

Hörmuleg slys á fólki hafa orðið nýlega sem endranær við húsbruna. Það kvikna eldar í innbúi í steinsteyptum húsum, sem verða fólki að fjörtjóni eða örkumlum.

 

Ekkert af þessu þarf að verða.

 

Í bænum Scottsdale í Arizona stóðu yfirvöld frammi fyrir því fyrir nokkrum áratugum að fjárfesta gríðarlega í slökkviliði bæjarins. Bæjarfeðurnir brugðu á það ráð, að tillögu slökkviliðsstjóra, að vísa málinu beint til húeigenda. Þeir settu í lög 1986 að í hvert nýtt hús skyldi lagt vatnsúðakerfi eða sprinkler eins og fólk kallar það. Þeir sem bjuggu í eldra húsnæði, fengu styrk frá sveitarfélaginu til að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður reyndist innan við 1% af byggingarkostnaði og  tryggingarfélög veittu verulegan afslátt af húsa- og innbústryggingum.

 

Að liðnum 15 árum gerðu þeir upp dæmið. Þá voru úðakerfi í 41,408 heimilum, yfir 50% heimila í bænum. Á tímabilinu áttu sér stað 598 brunar í heimahúsum. Engin dauðsföll áttu sér stað í húsum með úðakerfi. En 13 manns létust í húsum án úðakerfis. Meðalbrunatjón í óvörðu íbúðar húsnæði reyndist vera 45,019 dollarar á tímabilinu en í húsnæði með úðakerfi var meðaltjónið 2,166 dollarar. Að mati slökkviliðsins er talið að úðakerfin hafi bjargað13 mannslífum og yfir 20 milljóna dollara  eignatjóni hafi verið afstýrt á fyrstu 15 árunum. Getum við hlutfallað þetta til Íslands ?

 

Við undirritaðir teljum að vilji húseigandi leggja úðakerfi í sína íbúð þurfi það ekki að kosta nema 1-200.000 kr. eftir útfærslu. Hver getur sniðið kerfi sitt að sínum smekk. Efni fæst á markaði og nægt framboð er á ráðgjöfum ef svo ber undir. Íhlutir úðakerfa til heimilisnota eru mun ódýrari og einfaldari heldur en í kerfum sem notuð eru í iðnaðar- og verslunarhúsnæði.

 

Á svæðum þar sem langt er í slökkvilið t.d. 20 til 30 mín. væri ekki óeðlilegt að sveitarfélagið kæmi til móts við húseigendur við að koma sér upp úðakerfi, því þeir njóta alls ekki sömu brunaverndar og þeir sem nær búa. Ekki er að efa að tryggingafélög myndu liðka til við svona verkefni, með lækkun iðgjalda og hugsanlega lánveitingum vegna stofnkostnaðar.

 

Úðakerfi er rétt að yfirfara árlega til að sannprófa ástand þess. Það er lítið verk á litlu kerfi.

 

Öryggi fjölskyldunnar er hinsvegar ekki hægt að meta til fjár.

Upp með úðakerfin og björgum mannslífum.

  

Halldór Jónsson 

Átvaldur Eiríksson

Heimild: http://www.homefiresprinkler.org/hfsc.html

 

                                                                                                                                                                                                        Algeng tegund heimilisúðara                                                                                                                                                                                                                                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband