Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Afnám verđtryggingar

er ţađ sem ég mun beita mér fyrir segir forsćtisráđherran Jóhanna Sigurđardóttir.

En má ég spyrja svona á rönd? Hvernig verđur fólki gert kleyft ađ spara?

Hvernig á fólk ađ fara ađ ţví ađ geyma aurana sína án ţess ađ verđbólgan éti ţá? Hvernig á fólkiđ ađ leggja fyrir til elliáranna?

Ég hélt alltaf ađ Jóhanna vćri verndarengill ţessa fólks sem ekki grćđir á afskriftum og niđurfćrslum? Hún hugsađi ekki bara um ađ ţeir sem taka lán ţurfi ekki ađ borga ţau til baka? Hún myndi líka hugsa um ţađ hvađan lánsfé framtíđarinnar á ađ koma?

Hún myndi ekki hugsa bara um annan ţáttinn, sem er afnám verđtryggingar á skuldir?


Eigendavandamál Iceland Express

koma enn á ný upp ţegar nýr forstjóri Iceland Express hćttir eftir 10 daga starf vegna samskiptaörđugleika viđ stjórn félagsins.

Mönnum er í minni ţegar Vilhjálmur Bjarnason afţakkađi flugmiđa međ ţessu flugfélagi á grundvelli ţess hver ćtti ţađ. Slík stađfesta er ekki öllum gefin og játa ég ađ ég hef flogiđ međ félaginu ţó ég deili oftar en ekki skođunum međ Vilhjálmi. Almenningur virđist líka fljúga međ félaginu ţrátt fyrir eigandann ţó ég hafi nú einsett mér ađ fylgja héreftir fordćmi vinar míns Vilhjálms međan núverandi eigandaástand varir hjá félaginu.

En flugrekstur er ţess eđlis ađ ţađ má ekki vera efi um siđferđisstigiđ ađ baki félaginu. Samviskusemi, heiđarleiki og reglufesta er alger forsenda ţess ađ flugfélag starfi. Enginn má efast í hjarta sínu um ađ ţessi atriđi séu allstađar fyrir hendi í rekstri og ćđstu stjórn flugfélags.

Iceland Express er hinsvegar međ eigandavandamál á bakinu sem hamlar trúverđugleika starfseminnar.Félaginu er nauđsynlegt ađ skipta um eiganda til ţess ađ fólk geti litiđ ţađ réttu auga sem ţví er bráđnauđsynlegt sem eini sameppnisađilinn í stórflugi á markađnum. Félagiđ verđur ađ verđa félag fólksins en vera laust viđ ađ vera ţjakađ af ferilmálum eiganda síns.


Laugardagskvíđinn

ţjakar Ólínu Ţorvarđardóttur mikiđ ţessa dagana.

Ţađ er vissulega ekki gott ađ lögreglan skuli ekki geta veriđ viđstödd til ađ verja Ólínu og ríkisstjórnarliđiđ fyrir hugsanlegum fagnađarlátum stuđningsmanna á Austurvelli.Margsannađ er ađ svona fagnađarsamkundur geta fariđ úr böndum og ţeir sem hyllinnar njóta ţurft ađ koma sér í skjól fyrir ađdáendum sínum.

Mörgum er i fersku minni ţingsetningin í fyrra. Ţá gekk frú Dorrit Mussajef hnarreist nćst ađdáendahópnum úr kirkjunni ađ Alţingishúsinu, og deplađi ekki auga ţó einhverjir götustrákar vćru međ ólćti. Menn sáu svo útundan sér einhvern lítinn kall skjótast í hnipri á bak viđ hina kirkjugestina og hverfa sem örskot innum bakdyr ţinghússins og komast ţannig hjá fagnađarlátum stuđningsmanna sinna.Snarráđir menn eru allstađar í uppáhaldi fyrir vaskleik sinn.

Ćtti Ólína ekki bara ađ biđja hana frú Dorrit ađ leiđa sig ţessa erfiđu metra úr kirkjunni? Hinir vinsćlustu geta bara tekiđ ţetta á sprettinum bakviđ yfir götuna í Alţingishúsiđ. Ef einhverjir stuđningsmenn nenna ţá ađ mćta svona snemma á laugardegi. Ţeir Sjálfstćđismenn sem eru á venjulegum laugardagsfundum í Kópavogi akkúrat á ţessum tíma, geta auđvitađ ekki komiđ til ađ klappa fyrir sínum mönnum. Ţeir eeru hugsanlega ekki hrifnir af ţví ađ vera međ ţingsetninguna á ţessum tíma en svo verđur víst ađ vera.En stjórnarliđarnir í Kópavogi eru ekki međ neina fundi á laugardögum og geta ţví mćtt til ađ brjóta upp hversdagsleikann hjá sér.
Vonandi verđur Ólína međ hýrri há og laus úr ţessum laugardagskvíđa.Hvađ er svo sem líka ađ óttast ţegar ástmegir ţjóđarinnar fara ađ bćna sig áđur en ţeir ganga til sinna vinsćlu verka. Frú Dorrit og Herra Ólafur eru jú međ ţeim og ţau heiđurshjónin eru sannarlega fólk fólksins sem ţađ vill ađ verđi áfram á Bessatöđum.

Engan laugadagskvíđa Ólína, ţú sem ert bćđi fögur og fótfrá og kyndilberi hinna fjölmörgu kjósenda ţinna.


Hvađ vill kaffibrúsakarlinn ?

 

hann Howard Schultz gera í ríkisfjármálum Bandaríkjanna? En stöđugt vaxandi vonbrigđi eru međ frammistöđu stjórnmálamanna í ţví landi. Orđin sem bandarískur almenningur notar gefa ekki neitt eftir ţeim bođskap sem hér heyrist frá Íslendingum.

Hann Howard segir frá bréfi sem hann sendi nýlega út til 100 efstu stjórnenda stórfyrirtćkja í Bandaríkjunum. Honum finnst hinir kjörnu leiđtogar úr báđum flokkum hafa brugđist í ţví ađ ţjóna landinu. Ţeir séu uppteknir af eiginhagsmunapoti og hrossakaupum en gleymi fólkinu. Hvađ vill hann gera?

 Jú,  hann hvetur fyrirtćkin til ţess ađ hćtta fjárstuđningi viđ stjórnmálaflokkana tvo og frambjóđendur ţeirra ţangađ til ađ ţeir sýni af sér ábyrgđ og geri bragarbót. Ţannig muni styrkveitendurnir skrúfa fyrir peningana sem hinir sói og spilli undir sviknum loforđum.

 Gefum Howard orđiđ:

"Hvernig ég vil laga hlutina til:

 Ég hef nýlega sannfćrt meira en 100 efstu stjórnenda í stćrstu fyrirtćkjum landsins  ađ skrifa undir tveggja ţátta yfirlýsingu.

Í fyrsta lagi er ţađ, ađ ţeir  muni ekki leggja  pólitísk framlög í sjóđistjórnmálaflokkanna  ţeirra ţar til ađ örugg, langtíma, og ţverpólitísk  áćtlun um ríkisskuldir og tekjur  og fjárhagslegt öryggi hefur veriđ gerđ. Áćtlun sem fjallar bćđi réttindi og tekjur.

 Í öđru lagi, ţá skuldbindi ţeir sig sjálfir til ađ halda áfram  fjárfestingum til ađ fjölga störfum fyrir fólkiđ.

Hvers vegna vildi ég snúa mér til ađgerđa? Vegna ţess, eins og svo margir Bandaríkjamenn, ađ ég er fjúkandi vondur.  Fjórum milljörđum dollara var variđ í  forsetakosningarnar 2008. Nú er áćtlađ ađ 5,5 milljörđum verđi variđ til  forsetakosninganna 2012.  Á međan fólkiđ er atvinnulaust, efnahagsástandiđ heldur áfram ađ versna og ekkert er veriđ ađ gera í ţví  í Washington.

Ţetta er ekki lengur forystu-kreppa. Ţetta er neyđarástand. Sá skortur á samvinnu og ábyrgđarleysi međal kjörinna fulltrúa í dag, og ţađ, ađ ţeir hafa sett flokkshagsmuni framar hagsmunum fólksins, er hrođalegur og svívirđilegur. Hugsum okkur  bara um hvađ allir ţessir kosningapeningar hefđu getađ gert fyrir menntakerfiđ, fyrir félagsmálin sem stjórnmálamenn okkar mynda sig sífellt til ađ skera meira og meira niđur?

Hugsum okkur bara um hvernig hagsmunapotiđ um smáatriđi í sölum og göngum ţingsins hefur verđfellt  orđspor Ameríku um allan heim?

 Ţetta gćti vel veriđ veriđ sú forysta sem viđ hefđum mátt viđ ađ búast. En ţetta er ekki forysta sem viđ eigum  skiliđ.

Ţetta var  bođskapur minn í bréfinu  og hann hefur snert taug. Ég hef heyrt frá mörg ţúsund Bandaríkjamanna sem ég hef aldrei hitt, sem tjá mér stuđning og ţakklćti. Skođanabrćđur mínir í  fyrirtćkjunum  hafa skuldbundiđ sig til ađ gera hvađ viđ getum til ađ skapa fleiri  störf, alveg án tillits til ţess hvađ er ađ eiga sér stađ í Washington . Ađ minnsta  kosti,getum viđ unniđ ţannig gegn skemmdunum sem drembnir leiđtogar okkar eru ađ gera ţarna fyrir innan Beltway( í Washington).

Međ öđrum orđum, viđ ţurfum ađ hverfa á brautir trúnađartrausts sem  hverfa af brautum  ótta-og öryggisleysis sem nú ţjakar land okkar."

Ţarna hafa menn ţađ. Hann neitar ađ leyfa pólitíkusunum ađ komast lengur upp međ lygar og svik og ađgerđaleysi og ábyrgđarleysi sem einkennt hefur ríkisrekstur Bandaríkjanna nú um langt árabil.  Hann hótar einfaldlega ađl taka af ţeim peningana sem ţeir kúga af fyritćkjunum. Öfugt viđ Ísland, ţar sem ríkissjóđur er látinn borga í auknum mćli starfsemi stjórnmáaflokka en hlutur einstaklinga og fyrirtćkja rýrnar.Hverfur ekki hvatinn til ađ standa sig međ ţessu fyrirkomulagi? Illu heilli lét Sjálfstćđisflokkurinn draga sig inná ţessar brautir af kommaflokkunum, sem ekki gátu aflađ neins fjár útá stefnuskrár sínar eđa afrek. Sjálfstćđisflokkinn studdu flokksmenn fjárhagslega í gegnum styrktarmannakerfiđ og flokksmenn beittu áhrifum sínum til ađ láta fyrirtćkin auglýsa og styrkja flokkinn.

Howard vill hćtta ađ borga fyrir svikna vöru í bandarískum stjórnmálum. Halda stjórnmálamönnum til ábyrgđar og orđheldni međ ţví ađ borga ekki fyrir svik eđa stefnuleysi.

Hvađa augum skyldi hann líta á Steingrím J. Sigfússon? Leiđtoga stjórnmálaflokks  sem hefur svikiđ hvert einasta kosningaloforđ sem hann hefur nokkru snni gefiđ sjálfur eđa sem flokkur? Eđa Jóhönnu Sigurđardóttir, sem virđist ekki sjá hvađ er ađ gerast í kringum hana. Stjórnmálamenn sem ekki skynja neyđ fólksins og virđast undrast ţađ mest ađ fólkiđ skuli ekki bara borđa kökur ef ţađ vantar brauđ?

Howard ţessi er forstjóri stćrsta kaffibrúsa ţeirra vestanhafs, Starbucks. Greinilega kaffibrúsakall í krapinu.


Viđ borgum ekki erlendar skuldir óreiđumanna !

sem kallast Icesave. Nú reynir á stađfestuna og viđ segjum blákalt:

Viđ borgum ekki erlendar skuldir óreiđumanna.

Bretar og Hollendingar  skipa dóminn sjálfir međ einhverjum ráđum.  Auđvitađ dćma ţeir okkur seka og til ađ borga ţeim ítrustu kröfur.

Viđ segjum hinsvegar nei. Viđ leggjum allt undir, viđ látum frekar reka okkur úr EES(enda líklega ekki fćrt okkur neitt nema vandrćđi og vitleysu ţegar allt er taliđ), NATO, SŢ, Hvalveiđiráđinu og hvađa klabbi sem er og Bretar og Bandaríkjamenn stjórna. Látum Frakka og Ţjóđverja taka afstöđu gegn okkur ef ţeir ţora. Og ţćr skandínavísku vinaţjóđirnar sem vilja. En Fćreyingar munu ekki bregđast oikkur og varla Kína né Pútín heldur.

Samfylkingin og VG lyppast auđvitađ niđur og vćntanlega ýmsir ţingmenn ađrir sem vildu samţykkja Icesave lll. Ţeir segja auđvitađ núna, viđ sögđum ykkur ţetta!

Nú hjóla Tjallarnir og Tréskórnir  í okkur. Sannir Íslendingar taka nú á móti međ Ólaf Ragnar og Davíđ sem talsmenn.

Viđ borgum ekki erlendar skuldir óreiđumanna ! 

 


Árás Íslands

og međreiđarsveina ţess á Lýbíu gengur á fullu án teljandi afskipta né ályktana Alţingis Íslendinga. Gaddafi kallinn verst hetjulega međ sínum mönnum. En skiljanlega hallar á hann fyrir yfirburđa herstyrk Íslands og bandamanna ţeirra í Evrópusambandinu og tapar ţví unnu stríđi sínu.Manni er sem mađur heyri Egil Skallagrímsson kveđa vđ raust í haugi sínum, slíkur er okkar hetjuskapur viđ erlenda herkónga og ribbalda.

Hvađ bíđur Lýbíumanna eftir ađ viđ höfum rústađ Gaddafi og stoliđ olíunni af honum? Var einhver önnur lógísk skýring á hernađi okkar ţar suđurfrá önnur en olía? Alveg eins og ţegar viđ réđumst á hann kollega minn og jafnaldra, Saddam Hússein, ekki einu sinni heldur aftur.Nú erum viđ Íslendingar búnir ađ láta hann Saddam bíta í gras fyrir sameinuđum herstyrk okkar og viljugra vina okkar. Viđ erum búnir ađ tryggja flćđi olíunnar frá Írak um langa framtíđ og sýna Írönum í leiđinni hvađ bíđur ţeirra ef ţeir makka ekki rétt eins og Mossadek reyndi einu sinni og fékk til tevatnsins hjá okkurá Vesturlöndum.

En sögur fara af ţví, ađ ţessum ţjóđum sem viđ erum ađ dusta til í nafni lýđrćđisástar gangi illa međ democrazyiđ okkar.Bćđi í Íran og Afghanistan ţer sem Talíbanastláturtíđin hefur gengiđ međ afbrigđum illa og ţeir eru ţví sífellt ađ fćra sig uppá skaftiđ. Nú eru allar horfur á ţví ađ ţeirra verđi ríkiđ von bráđar ţegar viđ förum heim ţađan. Og í stađ lýđrćđis og takmörkunar trúarofstćkis talíbana komi andhverfa ţess. Ţó er samt tryggt betra heróinframbođ á Vesturlöndum til lengri tíma, sem er ţó áţreifanlegur árangur af herhlaupinu okkar. Ţví hvađ eiga fátćkir bćndur í fjöllum Tora-Bora ađ gera annađ en rćkta ţađ sem markađurinn vill?

Hvađ gefur í rauninni skeđ hjá ţessum ţjóđum eftir hernađ okkar? Hafa ţćr höndlađ Herrann eins og Jón Kadett í Hernum sínum?

Jú Saddam er farinn, sem var hreint ekki alvondur ef menn vilja kynna sér ţađ. Í stađ styrkarar stjórnar, ţar sem hann fćrđi ţjóđ sinni margvíslegar framfarir í menntun og heilsugćslu međal annars, mun líklega taka viđ stjórn vígamanna og óeirđaseggja.Ţeir bara bíđa eftir ţví ađ viđ förum af svćđinu.

Sama verđur uppi á teningnum í Lýbíu. Framfarirnar sem urđu undir traustri stjórn Gaddafís offursta hverfa sem dögg fyrir sólu og upplausn og agaleysiđ tekur völdin. Langvinn borgarstyrjöld blasir viđ í ţessum löndum ţangađ til ađ nýir einvaldar, jafnokar ţeirra fyrri, birtast sem geta friđađ löndin aftur. Annađ stjórnarfar en menntađ einveldi virđist bara ekki henta í löndum múslíma eins og dćmin sanna.

Gaddafi og Saddam voru í sjálfu sér alveg eins vond-góđir og Fidel Kastró á Kúbu. Menn sem komu međ framfarir til landslýđsins í formi menntunar, heilbrigđisţjónustu og friđar. Kaldrifjađir morđingjar auđvitađ ţegar ţess ţurfti međ en létu fólk yfirleitt í friđi međan ţađ ţagđi og hlýddi. Viđ höfum bara ekki ráđist á Kastró af ţví hann á enga olíu ţannig ađ ţangađ er ekkert ađ sćkja og lýđrćđisástin ađeins upptekin annarsstađar . En hann er ekkert öđruvísi pappír en hinir skálkarnir ţannig lagađ.Blóđugur upp ađ öxlum eins og ţeir, góđur vinum sínum en röggsamur viđ illţýđi og ófriđarmenn.

Kúbverjar búa viđ friđ og fátćkt, sem lćtur ţó heldur undan síga međ aukinni ferđamannagengd. En ţjóđir Lýbíu, Íraks og Afghanistan eiga langt í land međ ađ fá rólegan nćtursvefn Kúbverja. Ţeirra bíđa rán og rupl vígamanna og stríđsherra um leiđ og viđ drögum herstyrk okkar til baka.
Vesturlönd hafa međ samstilltu átaki séđ til ţess ađ margir enn munu snýta rauđu í fjandmannaríkjum ţeirra áđur en friđur kemst ţar á.

Árásarríkiđ Ísland hefur ekki atuđlađ ađ hćkkun međalaldurs í ţessum löndum hvađ sem öđrum árangri líđur.


Bretinn ekki auđsóttur

ţó ađ Steingrímur bjóđi upp á ţađ sem grunn fyrir málsókn ađ íslensk fyrirtćki hafi orđiđ fyrir einhverju óskilgreindu tjóni. Slíkt mál er ekki hćgt ađ sćkja í skađabótamálum sem ganga ekki út á almennt kjaftćđi.

En ţađ er hinsvegar lokun bankanna, Heritable og Singer og Friedlander eđa hvađ ţeir hétu, sem eru afmarkađar stćrđir. Sömuleiđis allar kyrrsetningar peningalegra eigna í Englandsbanka, vaxtalausar ađ ég hef heyrt. Vaxtakostnađur neyđarlána frá AGS. Álag ríkisskulda vegna lćkkun matsflokka. Afmörkuđ mál sem góđa lögfrćđinga ţarf til ađ formúlera og fćrustu bankamenn til ađ finna.

Ţar gćtu ţeir gömlu bankastgjórarnir kannski orđiđ hjálplegir ađ finna efni. Best vćri ađ Bretar sćju ađ sér og byđu uppá samkomulag utan réttar fyrir ţá svívirđu sem ţeir gerđu okkur. En ţađ ţýđir varla ađ senda ţau Jóhönnu og Steingrím međ félaga Svavari ţangađ í ţeim erindum held ég. Líklega verđur ţetta ađ bíđa betri tíma og annarra fulltrúa úr Stjórnarráđinu..

En ţađ er betra ađ ađ fara ađ safna sakarefnum í tíma ţví Bretinn er aldrei auđsóttur.


Upphlaup og offors

eru einkenni forsćtisráđherra ţegar kemur ađ stjórnarathöfnum.

Hún rauk til ađ sagđi ađ hér vantađi stjórnarskrá öđru fremur.Hún reyndi ađ fá slíkt frumvarp fram međ flumbrugangi. Hún datt á andlitiđ í forina, gerđi allt vitlaust sem hćgt var ađ gera og afleiđingin er sú ađ allt bröltiđ verđur ađ engu haft.Nćr enginn hefur áhuga á ađ lesa frumvarpiđ hvađ ţá meira.

Hún eyđilagđi septemberţingiđ međ ţví ađ truntast á frumvarpi um nokkuđ einrćđisleg völd til hennar ađ laga ráđuneytin ađ sínum sérţörfum og stórauka kostnađ viđ rekstur ţeirra.Ţau eru nú búin ađ virka nćgilega vel í áratugi svo ekki virtist liggja á ţessu.En hún skal setja sín spor í söguna og ţví skal öllu til tjaldađ.

Hún lagđi ofuráherslu á ađ framlengja gjaldeyrishöftin og tókst ţađ ađ hluta. Grunnurinn er ţá lagđur ađ áframhaldi kreppu og hagvaxtarleysi ţađ sem eftir lifir hennar valdatíđ. En hagvöxtur er neikvćđur öll hennar ár á valdastóli og hvergi sést bjarma fyrir betri tíđ ţví útilokađ er ađ hagvöxtur náist á nćsta ári.

Nú kemur hún nćst međ fjárlagafrumvarp sem verđur sjálfsagt álíka ómarktćkt og ţađ síđasta, ţar sem hallinn jókst um helming frá áćtlun. Nćsta frumvarp verđur sjálfsagt í sama stíl, uppfullt af óskhyggju útfrá forsendum sem ekki eru til.

Evrópusambandsađildin er sett ofar öllu. Sambandiđ sjálft er hinsvegar búiđ ađ setja skák á okkur međ landbúnađarskilyrđunum. Eiginlega eru viđrćđurnar sigldar í strand en ţađ mun Jóhanna aldrei viđurkenna heldur böđlast áfram á sinni hátt án tillits viđ alla synsemi eđa ţjóđarhag.

Stjórnin hennar er rúin trausti. Fjörbrot hennar eru hinsvegar allt of langdregin og lítil verđur frćgđ ţeirra Ţráins Bertelssonar og Guđmundar Steingrímssonar af ţví ađ láta smala sér í slíka kattatilveru.

Ţađ er ekki bjart framundan ţó nóg verđi um upphlaup og offorsţegar skynsemina vantar.


Getnađarmálaráđuneytiđ?

er hugsanlega lausin sem leitađ hefur veriđ ađ?

Mađur hefur haldiđ ađ getnađur og barnsmeđganga vćri málefni sem einstaklingar hefđu séđ um frekar óskipulagt ţessa og komiđ ţjóđinni á ţann stađ sem hún er nú stödd á? Barnsmeđganga konu höfum viđ haldiđ til ţessa ađ vćri hennar nokkuđ einkamál? Getur hún ekki fariđ í fóstureyđingu nokkuđ ađ eigin vali? hefur hún ekki nokkuđ međ fćđinguna ađ gera? Getur hún ekki gefiđ annarri konu barniđ?

Hefđi mađur ekki freistast til ađ álykta ađ stađgöngumćđrun vćri einkamál tveggja kvenna, hugsanlega međ ađkomu sćđisgjafa ađ einhverju leyti? Nei, ekki aldeilis er ţađ svo. Alţingi Íslendinga vill hafa hér ađkomu? Skyndilega eru ótal siđferđismál uppi á löggjafarsamkundunni ţegar kemur ađ málefnum slíkra barna.

Ef nú á ađ fara ađ skođa ţessi ţýđingarmiklu fjölgunarmál á löggjafarţinginu, er ţá ekki rétt ađ fara ađ taka ţetta föstum tökum? Verđur ekki ađ fara ađ vanda meira til verka? Láta ekki mannfjölgunarmálefnin vera svona algerlega stjórnlaus? Gera ekki hitt og ţetta í málflokknum án nauđsynlegra leyfa sem hugsanlega má veita eftir innlögn umsóknar eđa útdrćtti? Verđur ekki ađ vanda til mannfjölgunarmála ţjóđarinnar?

Er ekki sérstakt getnađarmálaráđuneyti best til ţessa falliđ ađ afgreiđa slík mál?


Á bara ađ ţegja?

Steingrímur J?

Í Mogga sér mađur ađ Guđlaugur Ţór hefur beđiđ fjármálaráđherra um mat á tjóninu sem varđ ţegar Gordon Brown beitti okkur hryđjuverkalögum:

"Tjón fyrirtćkja vegna hryđjuverkalaganna sem Bretar beittu gegn Ísland haustiđ 2008 er metiđ á um 5,2 milljarđa króna. Langmestan hluta ţess tjóns má rekja til niđurfelldra gjaldfresta.
Ţetta kemur fram í skýrslu fjármálaráđherra um mat á áhrifum af beitingu Breta á hryđjuverkalögunum og lögđ var fram á Alţingi fyrir stundu. Ţađ var Guđlaugur Ţór Ţórđarson og fleiri ţingmenn sem fóru fram á skýrsluna...."

Flest bendir ţó til ţess ađ óbeint tjón af hryđjuverkalögunum sé mun hćrra og líklegt sé ađ laskađ orđspor íslensks efnahagslífs, og ţar međ íslenskra fyrirtćkja, hafi langmest tjón í för međ sér...."

Er ekki hćgt ađ formúlera kröfu á ţetta fólk? Eigum viđ bara ađ borga ţeim vexti og skađabćtur?

Á bara ađ ţegja?


Nćsta síđa »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3417718

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband