Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
30.3.2011 | 17:24
Það versta er líklega það
við hrunið, að traustið á Íslandi og Íslendingaum er farið.Setning gjaldeyrishaftanna sýndi öllum að Íslendingar víla ekki fyrir sér að brjóta þá alþóðasamninga sem þeim sýnist, þegar þeim sýnist. Í stað þþess að taka kreppuna í einum sopa munum við engjast árum saman í gjaldeysihöftunum. Meðan þau vara og síðan gleymskutímabilið í viðbót, gerist fátt í þjóðlífinu utan stórðjunnar og sjávarútvegsins.
Ég hitti forríkan fjármála-og athafnamann sem er íslenskur ríkisborgari en hefur búið flest sín á erlendis. Ég spurði hann í tilefni fréttanna, hvort hann vildi ekki bara kaupa Orkuveitu Reykjavíkur, alla eða að hluta. Hann gæti án ef komið því til leiðar fjárhagslega. Bjargað landinu og allt það og grætt vel á.
Hann horfð á mig í forundran og spurði: "Hvernig dettur þér i hug að nokkur vilji fjárfesta í einhverju á Íslandi ? Þar er ekkert öryggi fyrir því að þú náir neinu til baka eða venjuleg viðskiptalögmál gildi. Það kemur eitthvað uppá og allt er læst inni, neyðarlög, gjaldeyrishöft og allt það. Það eru nóg svona tækifæri í heiminum að kaupa á svona brunaútsölum. En til Íslands, þangað geri ég ekki ráð fyrir að mörgum finnist ráðlegt að flytja peninga."
Ég andmælti og benti honum á að ég vissi til að Kínverjar væru farnir að kaupa varanlegar aflaheimildir af íslenskum útgerðarmönnum með einhverskonar leppibrögðum. Af hverju þyrðu þeir þessu? Kínverjar hugsuðu til langs tíma?
Nei, hann vildi ekki einu sinni ræða þetta enda kvóti óhlutbundið hugtak en orkulindir ekki. Hann vildi bara tala um eitthvað annað eins og hvar við myndum hittast í sumar þegar hann kæmi í heisókn. Það var greinilega hans mat að hann treysti ekki Íslandi né Íslendingum fyrir einu né neinu. Þessi maður fylgist grannt með okkar þjóðlífi og hlustar á íslenskar fréttir og Kastljós daglega. Rammíslenskur maður og þekkir menn og málefni og svíður niðurlæging landsins sárlega. Traust hans á landi og þjóð til að ráða fyrir sér er hinsvegar farið og kemur varla aftur.
Alveg sama þó að við borgum Icesave, þá eru íslensk stjórnmál jafn óræð eins og á Kúbu. Enda eru útrásarvíkingarnir og fleiri röskleikamenn fluttir brott þaðan. Hver hefur trú á okkar Alþingi og þeim mönnum sem þar sitja? Ekki við óbreyttir Íslendingar samkvæmt skoðanakönnunum.
Er þetta brottfall traustsins líklega ekki það versta sem skeði í hruninu? Það treystir okkur enginn lengur og við sjálfir ekki heldur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2011 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.3.2011 | 00:46
Áróður RÚV fyrir Iceasave JÁ
var opinberaður í kvöldfréttunum. Orkuveita Reykjavíkur, sem er nýbúin að ljúka við svívirðilegar hækkanir og aðför að almenningi sem á hana á einokunarþjónustu sinni og hækka gjaldskrá sina undir forystu besta flokksins og Samfylkingar um þriðjung, vælir hástöfum yfir því að húna fái ekki lán í útlöndum. Það vantaði bara beinlínis, en lá í orðunum, að þetta sé allt útaf Icesave. Ef við segjum já þá fær Orkuveitan lán. Annars ekki.
Er hægt að hafa þetta svívirðilegra? Fá það í andlitið að maður sé svo heimskur að það megi segja manni hvað sem er? Orkuveitan sem selur heitavatnið helmingi dýrara en Seltjarnarnes vælir og lýgur í þetta gjallarhorn misupplýsinga og ætlast til að við trúum! Kunna þeir ekki annan?
Svo stendur Steingrímur J. á Alþingi og segir það blákalt að engar sérstakar skatahækkanir séu á leiðinni ! Maðurinn sem sagði: "You ain´t seen nothing yet" Hver nennir að hlusta á þennan mann yfirleitt lengur?
Hvað ætlum við geðlausir Íslendingar að líða þetta liðónýta Alþingi lengur? Er ekki kominn tími á að það hypji sig allt út. Er ekki rétt að við reynum að kjósa okkur annað fólk þangað inn. Ég kem varla auga á nokkurn brúklegan mann þarna lengur sem maður getur sett traust sitt á.
Ef ég gæti sagt RÚV upp hefði ég gert það í kvöld. En ég er fangi þar eins og í Alþýðulýðveldi Steingríms Jóhanns.Fangi í gjaldeyrishöftum hjá Mávi Seðla með enga framtíð næstu 4 ár.
Loforðum Jóhönnu um 4300 ný störf trúi ég ekki engur. Yfirlýsingum Steingríms um batnandi hag trúi ég ekki lengur. Ég er búinn að tapa trúnni á þetta fólk.
Áróður Óðinsvéa fyrir Icesave JÁ verkar ekki á mig lengur.
Ég segi NEI!
27.3.2011 | 15:38
Á langafi að leggja á hana Icesave-skuldir?
Þetta er langafabarnið mitt nýja. Á ég að samþykkja skuld á þetta saklausa barn sem ekkert átti í Landsbankanum?
27.3.2011 | 11:52
Vel mælt um vandann
af Sveini Eldon á Evrópuvaktinni:
..."Lánshæfi ríkis ræðst af greiðslugetu þess, aðgengi að erlendum gjaldeyri, ef lánið er tekið í erlendri mynt og af efnahagsútlitinu í landinu sjálfu og í heiminum almennt. Öll þessi atriði endurspeglast einnig í gengi gjaldmiðla. Verði Icesave 3 samþykkt aukast skuldir íslenska ríkisins enn frekar og endur- og vaxtagreiðslur kalla á aukið útstreymi erlends gjaldeyris. Þetta lækkar gengi íslensku krónunnar, sem mun auka verðbólgu, lækkar gengi krónunnar enn frekar. Þessi vítahringur spillit síðan enn frekar efnahagsástandi og efnahagshorfum þjóðarinnar. Lánshæfi íslenska ríkisins og íslenskra fyrirtækja minnkar, sem gerir það bæði dýrara og erfiðara fyrir Íslendinga að fá lán erlendis. Við þetta má síðan bæta að líklegt er að gengi sterlingspundsins hækki þegar efnahagslífið í Bretlandi réttir úr kútnum. Sú hækkun, ef af henni verður, hækkar Icesave-skuldina og endurgreiðslur þess í íslenskum krónum. Um gengi ervunnar er erfitt að spá, vart hækkar það að ráði, kynni hins vegar að lækka en þó ekki verulega.
Ef þjóðin staðfestir lögin um Icesave 3, dökkna efnahagshorfur á Íslandi. Með samþykkt minnka einnig vonir um endurnýjun á núverandi bankakerfi heimsins. Kerfið var hannað eftir síðustu heimsstyrjöld og er ekki lengur vandanum vaxið. Atburðir haustsins 2008 sýndu það glögglega og erfiðleikar bankanna á Írlandi, Spáni og Portúgal sýndu það aftur 2010.
Margir bankamenn binda vonir við að Íslendingar hafni kröfum Breta og Hollendinga því það muni gera enn frekar ljóst að þörf sé á að endurnýja bankakerfið. Ekki er lengur hægt að ætlast til þess að skattgreiðendur beri kostnað af gjaldþroti banka fremur en annara fyrirtækja. Við Íslendingar berum því ekki einungis ábyrgð því hvort efnahagslífið í landinu rís upp úr þeim öldudal líðandi stundar, heldur höfum við einstætt tækifæri til að verða umheiminum að liði. Ef við neitum að staðfesta Icesave 3 höfum við heillavænleg áhrif á þróun bankamála alls heimsins. Sjaldan hefur jafnmikil ábyrgð hvílt á öxlum jafn fárra."
Vandi okkar vex við að samþykkja Icesave lll. Skuldirnar vaxa,gengið fellur. Allt hnígur að sama brunni. Það er óskynsamlegt að láta beygja sig til að borga skuldir sem Íslendingar eru sammála um að þeir eigi ekki að borga. Lárus Blöndal og margir aðrir hafa skilgreint þær staðreyndir með gildum rökum.
Á númeraplötu bíls frá New-Hampshire hér fyrir utan gluggann minn stóð þetta í rammanum:
"LIVE FREE OR DIE"(Lifðu frjáls eða ekki)
Þetta er grunnhugsun í bandaríska arfinum. Um frelsið semur maður ekki og leggur líf sitt við. Það hafa Bandaríkjamenn sýnt oftar en einu sinni að þetta er þeim ekki innantómt hjal heldur innrætt sannfæring.
Gef mér frelsið eða dauðann sagði Patrick Henry 23.mars 1775 í Richmond Virginiu. *
Svo má mæla vel um vandann.
*
Þannig fórust Patrick Henry orð á þinginu samkvæmt samtíma heimildum:
"It is in vain, sir, to extenuate the matter. Gentlemen may cry, Peace, Peace but there is no peace. The war is actually begun! The next gale that sweeps from the north will bring to our ears the clash of resounding arms! Our brethren are already in the field! Why stand we here idle? What is it that gentlemen wish? What would they have? Is life so dear, or peace so sweet, as to be purchased at the price of chains and slavery? Forbid it, Almighty God! I know not what course others may take; but as for me, give me liberty or give me death!"
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2011 | 12:54
Voilá !
Nýr boðskapur Seðlabanka Íslands undir hagstjórn kommúnista er að Íslendingar verði í viðjum gjaldeyrishafta til 2015.
Samkvæmt boðskapnum mun "afnám gjaldeyrishafta hefjast á uppboðsmarkaði fyrir eigendur aflandskróna. Eign erlendra aðila í krónum um þriðjungur af landsframleiðslu Uppboðin auka svigrúm Seðlabankans til vaxtalækkunar."
Segjum já við Icesave og bætum landsframleiðslu af skuldum við efnahaginn. Sjá ekki menn nú ekki hver framtíð þeirra verður í Alþýðulýðveldinu Íslandi ? Hinn heittelskaði EES samningur kratanna gildir bara þegar ríkisstjórn krata og komma passar og á afmörkuðum sviðum. Er einhver ástæða til að óttast brottfall hans við Icesave NEI?
Hvernig sjá menn framtíð sparnaðar í landi þessu með sífelldum vaxatalækkunum? Fara menn ekki að tala um skyldusparnað aftur eins og hér var? Er ekki furðulegt að Íslendingar geti ekki hugsað öðruvísi en í lánum? Það verði að fást vaxtalaus lán til allra hluta sem helst aldrei þarf að borga? Ekki vinnu, ekki tekjur, ekki sparnað?
Gjaldeyrishöftin tryggja framhald kreppu og atvinnuleysis næstu ár. Hér á ekkert að breytast fremur en það gerði í A-Þýskalandi þar til fólkið reif niður múrinn.
Voilá: Kreppan áfram í boði Steingríms J.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.3.2011 | 00:03
Jarðgangnagerð er þjóðarnauðsyn
sem Íslendingar eiga að drífa í allstaðar sem þau vantar af skynsamlegu viti skoðað.
Það er bara landsbyggðarheilkennið sem stendur í veginum fyrir jarðgangnagerð. Útilálandiliðið getur alls ekki séð að umferðin eigi að borga fyrir að fara í gegnum jarðgöng. Það séu bara höfuðborgarbúar sem eiga að borga fyrir að nota umferðarmannvirki.
Ef sett væri allstaðar sama gjald í jarðgöng og er núna í Hvalfirði, þá er hægt að grafa öll raunhæf göng strax. Það er þá bara spurning um tímalengdina sem þau eru að borga sig upp.
Ef lendsbyggðin vildi átta sig á þessu grunnatriði, þá yrði skammt stórra högga á milli í jarðgangnagerð á landinu, sem er auðvitað þjóðarnauðsyn.
24.3.2011 | 12:05
"Þegar Geir forðaði þjóðargjaldþroti"
Hallur Hallsson skrifar ágæta grein í Mbl. í dag, þar sem hann fer yfir Icesave málið. Hann segir m.a.:
"...En það er fleira sem vert er að nefna í þessu samhengi. Nú er upplýst að Geir Haarde neitaði að skrifa undir yfirlýsingu um að íslensk stjórnvöld ábyrgðust skuldir íslenskra banka við útlenda banka.
Geir Haarde neitaði að breyta bankakreppu í skuldakreppu þjóðar. Slíkt plagg mun hafa verið lagt fyrir ráðherrann. Það er kaldhæðni örlaganna að maðurinn sem skrifaði undir þjóðhættulegan Icesave-samning skuli standa að landráðaákæru á hendur manninum sem forðaði þjóð sinni frá þjóðargjaldþroti..."
Enn fremur kemur fram að Árni Mathiesen tók það fram í samtali við Darling að Íslendingar myndu aðeins ábyrgðjast innistæður á Íslandi.
Skömm Steingríms J. Sigfússonar og þeirra sem nú draga Geir H. Haarde fyrir Landsdóm er yfirþyrmandi.
Það var Geir en ekki ákærendurnir sem forðaði Íslandi frá þjóðargjaldþroti.
Segjum NEI við Icesave 9.aríl n.k.!
23.3.2011 | 16:27
Enginn tekjuskattur!
er í Florida og nokkrum öðrum ríkjum Bandaríkjanna.
Þau ríki í Bandaríkjunum sem ekki leggja á tekjuskatta leggja á söluskatta í staðinn.Menn fara þá gjarnan yfir fylkismörk til að versla og hafa með sér heim.
Þessvegna eru takmörk á því hvað menn geta leyft sér að leggja á háa söluskatta sem eru oft 6.5 %, en sumstaðar 10 % hef ég heyrt..Alríkistekjuskattur er á lagður og borgar meðaljóninn, með fjölskyldu, bíla og hús og allan þann frádrátt oft um 15 % af brúttólaunum sem vinnuveitandinn dregur af og sendir Sámi frænda.Svo hækkar þetta með meiri tekjum. Hæsti alríkisskattur er núna 36.5 % á ofurlaun.Slagurinn stendur um að Obama vili hækka skattinn í 39.5 % en kom því ekki í gegn.
Ég hélt að engir bensínskattar væru hér en þeir eru fyrir hendi en eru svo lágir, 30-60 cent á gallón að Þorvaldi Gylfasyni ofbýður og telur þá stuðla að lýðræðishalla í Arabalöndunum. Víðast er enginn ríkisskattur á bjór eða brennivíni. En það eru margbrotnir skattar á mörgu öðru til dæmis fjarskiptum og alls ekkert einfalt við bandarískt skattkerfi segja mér kunnugir.
Allt miðar þetta að því að fólk borgi lægri skatta en fái lægri laun í staðinn. Önnur hugsun en við höfum sem spennum upp taxtana en spáum ekki í það hvað við kaupum af gjöldum.Kerfið okkar er bara upp, upp, aldrei niður niður.
Hvernig litist okkur á það að hafa tekjuskatta hverfandi hluta í skattheimtunni á venjulegt launafólk? Reka ríki og bæi á neyslusköttum, fasteigna- og fjármagnssköttum og sölusköttum mismunandi eftir bæjarfélögum?
Hafa samkeppni bæjarfélaga í skattlagningu niðurávið í stað hámarksútsvarsprósentna? Lægri bílar í Kópavogi en í Reykjavík?
Ótrúlegt en mögulegt. Samkeppni í sköttum milli bæjarfélaga ?
21.3.2011 | 21:46
Hvaða tilgangur er með farsanum
sem er leikinn í Kastljósinu í kvöld?
Ríkisstjórnin er með meirihluta á Alþingi segir Árni Þór þó að Lilja og Atli hafi farið. Ekki hefur náðst í Jón Bjarnason eða Ásmund Daða. Veit þá Sigmar nokkuð um hvort Árni Þór sé að fara með staðreyndir um meirihluta?'
Þetta er eins og billeg framhaldssaga í sveitaróman. Nær Heimasætan ástum Flokkseigandas fríða? Kemur Ásmundur Djarfi fram óvæntu útspili? Hvað gerir Jón á Nautaflötum?
Á meðan getið þið áhorfendur góðir lifað í spennunni sem þið fáið fyrir nefskattinn til RÚV og skemmt ykkur við að spyrja hvort annað, hvort hefnd vondu drottningarinnar komi núna eða síðar. Allt kemur svo fram í næsta Kastljósþætti hjá Sigmari sagnaranda.
Á meðan líður einn dagur í viðbót.Hallinn vex og vextirnir hlaðast upp. Vandamálin eru einum degi lengur. Uppboðin halda áfram á morgun. Þetta fólk er að sóa tíma okkar, afli þjóðar og áræði, og fær borgað fyrir það af okkur.
Af hverju er ekki náð í Jón og Ásmund og þeir spurðir hvað þeir ætli að gera? Hvaða skýring er það að ekki náist í þennan né hinn sem skipta heila þjóð öllu máli? Má ekki láta lögregluna finna þá? Eru þessir og hinn svo fullir að það sé ekki hægt að hafa við þá viðtal? Hvað þvæla er þetta?
Þetta er rumpulýður sagði einn ágætur þingmaður einu sinni um samstarfsmenn sína á Alþingi. það er rumpulýður sem böðlast á þjóð sinni og sýgur blóð hennar.
Róm er að brenna!Hver er tilgangurinn með svona framhaldsfarsa?
21.3.2011 | 18:22
Vor í lofti?
fannst mér ég skynja augnablik þegar ég frétti af tíðendum úr þingflokki VG.
Getur verið að þrautum þjóðarinnar fari að linna? Þessi ríkisstjórn fari nú fljótlega veg allrar veraldar og verði fáum harmdauði. Að mínu áliti hefur henni illa tekist um flest vegna sundurþykkis aðstandendanna. En þar rekur sig hver á annars horn eins og hendir graðpening vorn eins og stóð í kvæðinu.
Ég lyngdi augunum og lét mig dreyma. Kosningar í maí n.k.. Sjálfstæðisflokkurinn með mörgum nýjum listaandlitum bætir væntanlega við sig verulega. VG hlýtur að bíða afhroð og fylgi Samfylkingar dalar eitthvað þó að þeir vísi ábyrgð á hendur öðrum eins og þeirra er háttur. Ný forysta hennar og þá líklega Össurar mun þó breyta ásýnd flokksins, sem getur þá farið að snúa sér aftur að stjórnmálum frá rakettusýningum og Evrópubandalagsumræðum.
Framsókn nýtur málflutnings formanns síns vafalaust og forframast því eitthvað. Hreyfingin væntanlega hverfur enda fáu einu komið til leiðar á sinni starfsævi. Nýjar trúðahreyfingar eru ekki líklegar til að ná árangri þar sem Besti Flokkurinn er þegar búinn að sýna sínar bestu hliðar og þær misjafnlega bestar.
Alefli yrði beitt fyrir atvinnusköpun. Stóriðjuframkvæmdir færu hugsanlega eitthvað í gang. Sérstaklega ef ný Seðlabankaforysta fyndi leiðir út úr gjaldeyrishöftunum, sem margir telja nú að sé forsenda viðreisnar þjóðfélagsins. Einhverjar tímabundnar þrautir munu því sjálfsagt fylgja. En allt verður þetta viðráðanlegra þegar Icesave málið er frá.
Djarfhuga tillagna nýrrar stjórnar til hvatningar þjóðarinnar og sérdeilis ungs fólks til að neyta krafta sinna og eflast í trú á landið og framtíðar þess, er beðið sem regns í eyðimörk. landflóttinn myndi vonandi stöðvast en gæta þyrfti þess að skipinu slái ekki flötu eftir að búið er að venda. Æðibunugangurinn hefur oft orðið okkur að falli.
Það getur þessvegna vel verið að það sé vor í lofti!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko