Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
29.5.2007 | 12:02
Um innflytjendamál enn
Því er ákaft haldið fram að innflytjendur af ólíkum kynstofnum og Íslendingar eru að meirihluta muni ekki skapa vandamál. Þeir verði Íslendingar eins og við sem eru líka innflytjendur, bara lengra síðan. Samt virðist okkur reynslan vera hérlendis, að innflyjendurnir kjósi að halda saman og mynda hópa sinna líka. Þetta er yfirleitt reynslan erelndis frá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2007 | 19:18
Laxérum Framsókn !
Nú er Framsókn kominn frá kjötkötlunum fitug eyrna á milli. Óli bróðir segir að þeir hafi verið að raða sínum mönnum á síðustu árum í allskonar nefndir og ráð. Hann nefnir Pál Magnússon til dæmis í formennsku Landsvirkjunar, Alfreð Þorsteinsson í bygginganefnd Háskólasjúkrahúss, Hjálmar Árnason og Runólf kennara í ráðstöfun kanaeignanna á Keflavíkurflugvelli og fleira og fleira. Hann spyr af hverju við rekum ekki þessa framsóknarmenn alla strax og setjum okkar stjórnarfólk inn. Hann býðst til að verða sjálfur stjórnarformaður Landsvirkjunar í stað Palla Magg. Viðskiptafræðingur fyrir guðfræðing og sjálfstæðismaður fyrir Framsóknarmann. Og til þess að gera þetta attraktívt þá býður hann sig fram á helmingi lægra kaupi en Páll er að fá.
Og af því að Páll er í vinnu hjá mér og öðrum skattgreiðendum í Kópavogi sem bæjarritari, þá finnst mér bara ágætt að hann sé bara í jobbinu sínu þar og sé ekki að sitja á fundum með Friðriki uppi í Landsvirkjun. Og verði Alfreð rekinn og ég settur í hans jobb, þá býð ég það sama og Óli bróðir, helming af því sem Alfreð tekur. Einhvernveginn held ég að ég sé minna en helmingi vitlausari en Alfreð þannig að það sé ekkert sjálfsgefið að þjóðin tapi á skiptunum. En þetta getur verið ofmat á sjálfum mér auðvitað. En þó að ég sé bara vesæll byggingaverkfræðingur á móti verðleikum Alfreðs og stjórnunareynslu, þá er það spurning hver heildarútkoman verður fyrir skattgreiðendur. Og ef þetta er ekki hægt , þá get ég líka tekið að mér að sitja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir hálft kaup framsóknarmanns, tel mig alveg kunna nóg í útlenzku til þess.
Af hverju eru framsóknarmenn að stofna nýjan Háskóla suður í Keflavík meðan á sama tíma á að fara að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll með því að fara að byggja yfir Háskólann í Reykjavík niður í Vatnsmýri. Af hverju má ekki hafa þann Háskóla þarna suðurfrá ? Þar er allt tilbúið fyrir hann, stúdentagarðar hvað þá meira..Nei það skal byggt fyrir milljarða ofaní sprungið umferðarkerfið á Miklubraut.
Það er sama hvar borið er níður, það blasir viða við manni að framsóknarmenn eru að spreða út opinberu fé í sig og sína. Byggja sendiráð og Guð veit ekki hvað. Óli bróðir heimtar stopp á þetta allt ekki seinna en strax. Nú geti nýjir stjórnarflokkar tekið við og skipað sína menn í nefndir og ráð.
Og svei mér þá, ég held að við Óli bróðir getum alveg sparað ríkinu mikla peninga og jafnvel grætt sjálfir á því líka. Hann er bara ríkisstarfsmaður á of lágum launum auðvitað að honum sjálfsagt finnst og ég er eiginlega án fastrar atvinnu og lífeyrisþegi í þokkabót.. Er það ekki talið gott núna að láta þá dúlla við eitthvað meðan þeir geta. Því ekki að láta þá leysa eitthvað af Framsóknarmönnum af ?
Er ekki kominn tími til þess að laxéra Framsókn almennt ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 00:15
Blaðaútgáfa byggð á hugsjónum en ekki peningum !
Ég hef lengi haft áhuga fyrir því, að Sjálfstæðismenn gæfu út blað á
landsvísu. Þetta er líka eini flokkurinn sem hefur einhverja grundvallarheimspeki til að fara eftir. Hún var skrifuð niður í tveimur málsgreinum þegar flokkurinn var stofnaður og hefur ekki verið breytt síðan. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið tímans tönn þó að einhverjir hafi reynt að snúa útúr henni í gegnum tíðina með málskrúði og laga hana þannig að eigin þörfum.
Ég hef hugsað mér það, að þetta blað væri skrifað af Sjálfstæðismönnum eingöngu og hugsanlega dreift líka af hinum öflugu flokksfélögum sem til eru á hverjum stað
Ef félagarnir tæku þátt í þessu þá eykur þetta félagsvitundina og þannig yrði flokkurinn stærri.
Þetta blað myndi fjalla um stjórnmál og áherzlur sjálfstæðismanna auk þess að vera létt og lifandi. Það yrði ekki galopið fyrir skrifum frá utanflokksmönnum frekar en tilefni gæfust til. Fyrst og fremst baráttutæki fyrir þann stjórnmálaflokk, sem meginmáli skiptir fyrir landið og landsmenn hafa líka fylkt sér um. Blaðinu yrði dreift um allt land og kæmi út öðru hverju þegar tilefni gæfist til. Ég held að þannig kæmumst við nær fólkinu sem sæi að við erum ekki þær grýlursem andstæðingarnir segja að við séum. Og Jói í Bónus, Jón Ásgeir, Styrmir og Björgólfur Thor gætu ekki ráðið neinu um það hvað í blaðið væri skrifað. Ég held að við gætum fengið einhverjar auglýsingar til þess að láta þetta standa undir sér, þó að við hefðum auðvitað ekki aðgang að Baugsveldinu eins og Fréttablaðið. Upplagið yrði þó ámóta jafnstórt og Féttablaðið.
Munurinn væri sá að fólk gæti treyst því að þetta blað gengi ekki erinda neins annars en þeirra almannasamtaka sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Hvað þá að það væri ofurselt ranghugmyndum eða sjálfsáliti einstakra manna. Það er eiginlega enginn endir á því hvað úr þessu gæti orðið.
Ef við byrjuðum fljótlega þá hygg ég að vígstaða SJálfstæðisflokksins gæti orðið allt önnur
þegar kemur að næstu kosningum. Fólkið myndi sjá að flokkurinn á ekki bara erindi við fólk til að betla atkvæði um kosningar heldur vill hann ræða við fólkið og leita það uppi til þess.
Ég hef talað fyrir daufum eyrum með þetta nokkuð lengi. Enginn af forystumönnum flokksins hefur gefið hætishót fyrir svona hugmyndir. Hér í Kópavogi trúa menn því margir, að útgáfa Voga hafi skilað einhverjum árangri í Kópavogi. Eða kannske bara forðað verri útreið en raun ber vitni. En kannske var þetta fólk bara á einhverju ímynduðu egóflippi. Það er auðvitað erfitt að fullyrða neitt eftirá í pólitík en okkur fannst þetta.
Vogar hafa verið gefnir út í bráðum 60 ár. Þeir eru auðvitað Kópavogsblað Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórninni og skrifa því mest um mál sem ná ekki útfyrir bæinn. En miðað við viðtökurnar sem ég hef nú fylgst með í ein 20 ár, þá hef ég ekki ástæðu til að ætla annað en þetta mætti útvíkka í landsmálin.
Ég kem ekki auga á annað stjórnmálaafl í landinu en Sjálfstæðisflokkinn, sem getur tekið upp viðspyrnu þeirrar gróðavæðingar sem mótar mestalla prentumræðu í landinu. Allt drukknar í poppmennskunni og því sem peningavaldið ákveður að fólkið fái að sjá, .... jólaguðspjallið erí boði ......, .....það er ...... sem færir ykkur ......
Af hverju gefumst við svona upp fyrir þessu nýríka liði öllu ? 'eg veit ekki hversu margir myndu lesa Moggann fyrir peninga ef væri ekki fyrir minningargreinarnar, sem eru kannske síðustu leifar mannlegheita í fjölmiðlum á Íslandi. Hitt er allt selt.
Ég er auðvitað gamaldags og úreltur fyrir löngu. Þó er ég sæmilega tölvulæs og get fylgst með því sem fyrir augu ber. En mér finnst Íslendingar um þessar mundir láta mata sig á skoðunum og segja sér fyrir verkum af fólki sem er hvorki fært til þess né heppilegt eins og leigupennar útgáfufélaganna eru. Mér finnt við þurfa nýjar raddir þó kverúlantarnir megi fyrir mér vera áfram á Útvarpi Sögu. Kannske les unga fólkið ekki neitt nema fréttir af músíkk og tilboðum í Bónus og aðrir kæra sig kollótta, þannig að prentmiðlar utan auglýsinga eigi ekkert erindi. Samt kjósa yfir 80 % þannig að liljur vallarins vaxa á akrinum einhversstaðar.
Ég vildi þessvegna bara koma þessu frá mér ef einhver skyldi slysast til að lesa þetta. Ég er hættur að skrifa í Moggann þar sem ég hætti að fá þar inni og hef því ekki annan vettvang en þennan.
Þetta er kannske dautt mál og þar með er það búið. Mér finnst samt Íslendinga nútildags vanta hugsjónir og meðvitund um þá ábyrgð, sem fylgir því að vera Íslendingur. Eiga þetta land og söguna án þess að vera í spreng með að breyta því í eitthvað fjölmenningarfyrirbrigði og gefa það til framandi fólks, þó það sé önnur saga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko