Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Er of hćttulegt ađ blogga?

hvarflar ađ mér ţegar ég les um mál Gunnlaugs Sigmundssonar gegn Teiti Atlasyni, sem ríkisbubbinn  ćtlar ađ gera gjaldţrota fyrir ađ Teitur er ekki ánćgđur međ hvernig Gunnlaugur komst yfir Kögun.

Ég er ţađ ekki endilega heldur. En ţori ég ađ blogga um ţađ međ reiđi og peningavald Gunnlaugs yfir mér?

Og ég sem hélt ađ mađur mćtti skrifa um hugsanir sínar a blogginu.  Ţađ má ekki samkvćmt ţessu. Ég hef fundiđ fyrir ýmsum hugsunum til dćmis um Halldór Ásgrímsson og trilluútgerđina hans, kótamál Skinneyjar,  söluna á ÍAV, Finn Ingólfsson og Frumherja og fleiri slík mál tengd Framsóknarmönnum.   En er  óhćtt ađ tjá hugsanir sínar á bloggi ?  Er blogg ekki lengur farvegur hugsana heldur grundvöllur meiđyrđa eins og frásagnir af málum Teits, Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar, sýna?

Má ég ekki hugsa illa um einhvern ákveđinn manna. Má ég ekki segja neinum ţó ég hugsi illa um mann? Má ég ekki segja neinum frá ţví hvađ ég er ađ hugsa?  Get ég ţurft ađ sanna ţađ ađ ég sé ekki ađ hugsa tóma steypu?  Og borga skađabćtur ef ég hugsa vitlaust? Og bera foreldrar mínir ábyrgđina fyrir ađ hafa fćtt mig svo heimskan ađ ég hugsa skakkt um Gunnlaug Sigmundsson og fleiri?

Verđu mađur ađ hćtta ţessu bloggi? Standa viđ hvert orđ? 

 


Gaman ađ grćđa!

"Lögfrćđistofur grćddu fjóra milljarđa á tveimur árum
Níu lögfrćđistofur högnuđust samtals um 3,7 milljarđa króna á árunum 2009 og 2010. Gróđinn hefur aukist mikiđ eftir hrun. Samanlagđur hagnađur ţeirra dróst lítillega saman í fyrra. Logos grćđir langmest.
Viđskipti Níu lögfrćđistofur högnuđust samtals um 1,7 milljarđa króna á síđasta ári. Logos hagnađist langmest ţeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Níu lögfrćđistofur högnuđust samtals um 1,7 milljarđa króna á síđasta ári. Logos hagnađist langmest ţeirra allra í fyrra, um 633 milljónir króna. Ţetta kemur fram í ársreikningum lögfrćđistofanna. Ţćr eru Logos, BBA Legal, Lex, Mörkin, Réttur-Ađalsteinsson&Partners, Landslög, Juris, Sigurjónsson&Thor og Lögmál.

Logos, stćrsta lögfrćđistofa landsins, er í algjörum sérflokki ţegar kemur ađ hagnađi. Stofan hefur grćtt um 1,5 milljarđa króna á ţessum tveimur árum. Stjórn Logos lagđi til ađ 90% hagnađarins í fyrra yrđu greidd út sem arđur til 16 eigenda stofunnar. Gangi ţađ eftir mun hver ţeirra fá um 35,6 milljónir króna í sinn hlut vegna árangurs Logos í fyrra...."

BBA Legal hagnađist nćstmest ţeirra stofa sem Fréttablađiđ kannađi. Í fyrra skilađi stofan 252 milljóna króna hagnađi til viđbótar viđ ţćr 282 milljónir króna sem hún grćddi áriđ 2009. Sam

anlagđur hagnađur BBA Legal á árunum tveimur er ţví 534 milljónir króna. Eigendur stofunnar eru sex talsins. Ţar af eiga tveir samtals 54% hlut.

Sú stofa sem skilađi ţriđja mesta hagnađinum var Lex lögmannsstofa. Hagnađur hennar í fyrra var 194 milljónir króna, sem var nokkru minna en áriđ áđur ţegar hún skilađi 291 milljón króna í hagnađ. Á tveimur árum hefur Lex ţví halađ inn 485 milljónir króna. Hluthafar Lex eru 17 talsins..."

Svo stendur í Fréttablađinu.

En hverjir skyldu hafa borgađ ţetta ? Bara bankarnir hans Steingríms J..? Slitastjórnir ?

Eđa félagsmenn í hagsmunasamtökum heimilanna? Fólk sem var gert gjaldţrota.

Hýenurnar éta leifarnar af föllnu dýrunum í Afríku.


Sameinađir stöndum vér

og sundrađir föllum vér.Gamalt spakmćli sem ef til vill er ekki svo vitlaust.

Mađur er ađ reyna ađ átta sig á ţví hvađ mál sameini ţessa ríkisstjórn ţegar mađur les heilsíđuauglýsingu í Morgunblađinu frá valinkunnum stuđningsmönnum Vinstri Grćnna um allt land. Tilefniđ er ađ styđja viđ ţađ ađ Jón Bjarnason landbúnađar-og sjávarútvegsráđherra verđi ekki rekinn úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur sem kennir sig til norrćnnar velferđar og vinnur ađ inngöngu í ESB međ samţykki formanns flokks Jóns.

Jón Bjarnason er á móti inngöngu í ESB og sýnir ţađ bćđi seint og snemma.Varla er honum láandi miđađ viđ kosningastefnuskrá VG. Hann á ţví stuđning langt út fyrir rađir síns litla flokks bćđi međ varđstöđu um málefni landbúnađarins og ESB máliđ gagnvart sjávarútveginum.

Ţessu er öfugt fariđ um formann VG. Bćđi af ýmsum ástćđum öđrum heldur en ţeim ađ hann hefur ekki minnst á afstöđu sína til inngöngu í Evrópusambandiđ siđan í kosningunum 2009. Hann er ásakđur um ađ ver óheill í ţeirri afstöđu. Kosningaloforđ kunna ađ vera létt í vasa hjá sósíalistum ţar sem hin mikla hugsjón ađ baki ţeirra réttlćtir alla ţá krákustiga sem fara verđur ađ markinu mikla-Alrćđi Öreiganna.En VG á sér hugsjónalegan uppruna hjá kommúnistum sem fundu sig ekki í sama flokki og vinstri kratar.Eđli ţessu samkvćmt telst ţađ sigur ađ hafa getađ hindrađ öll stóriđjuáform til ţessa án ţess ađ nokkuđ annađ hafi komiđ í stađinn. Atvinnulífiđ til landsins er ţví í sömu sporum og fyrr.

Ţessi ríkisstjórn var hinsvegar kosin til ţess af fólkinu, ađ takast á viđ ađsteđjandi vanda.Sem var helstur ađ koma atvinnulífinu aftur af stađ og taka á skuldavanda heimilanna, vegna stökkbreytinga í kjölfars kerfishrunsins.

Hefur hún stađiđ undir vćntingum? Fullyrđa má ađ skuldamál heimilanna séu ađ mestu leyti óleyst. Atvinnulífiđ til landsins er í svipuđum vandamálum og atvinnuleysiđ og landflóttinn er viđvarandi. Svávarútvegur og útflutningur ganga vel sem eđlilegt er viđ 100 % gengisfall. Gjaldeyrishöft og stórhćkkađir skattar eru viđvarand stađreynd.
Vćntingar um breytingar sem ţessi ríkisstjórn standi fyrir međ einhverjum hćtti eru ţverrandi. Stuđningsmenn hennar eru hinsvegar duglegir ađ breiđa út ţá skođun ađ hún verđi ađ sitja vegna ţess hversu núverandi stjórnarandstađa sé léleg. Líklega ber almenningur ekki mikiđ traust til núverandi Alţingis. Almenningur er heldur ekki trúađur á ađ af inngöngu í ESB verđi.

Svo til hvers situr ţá ţessi ríkisstjórn? Standa vörđ um ađ ađildarviđrćđum viđ ESB verđi ekki frestađ? Skapa tíuţúsund störf? Leysa skuldavanda heimilanna? Vera landsmönnum til skemmtunar? Halda í núverandi samsetningu Alţingis vegna ţess ađ margir ţingmenn muni ekki eiga afturkvćmt ţangađ?

En hvernig líđur landsmönnum sjálfum ţá? Eru ţeir ánćgđir međ gang mála? Finnst ţeim gaman ađ skemmtidagskrá ríkistjórnarinnar? Störfum núverandi Alţingis? Eđa vilja gefa upp á nýtt?

Ţarf ekkiađ stokka uppá nýtt? Ţarf ekki ađ sameina kraftana en hćtta ađ toga sundrađir sitt í hvora áttina? Kjósa uppá nýtt?


Hvađ gerist nú ?

 

ţegar manni virđist ađ Ögmundur sé búinn ađ valda Jón Bjarnason, ţannig ađ Steingrímur er í vanda, hafi hann fengiđ leiđbeiningu frá Jóhönnu um ađ hún óski eftir öđrum ráđherra frá VG.

Ţetta kallar svo á meiri vanda ţví Lilja bíđur međ opnn fađm ađ hugga ţá hrjáđu. Nú verđa menn ađ spyrja sig, hvernig lítur  Hreyfingin á atburđina. Og svo dökki hesturinn, Framsókn međ Sigmundi  Davíđ?

Ţetta skeđur einmitt ţegar Steingrímur ćtlar ađ fara ađ leggja fram fjárlagafrumvarpiđ.

Erum viđ ađ lifa áhugaverđa tíma eins og Kínverjar segja?


Getur einhver afsalađ Íslandi?

eins og menn áfellast nú Ögmund Jónasson fyrir ađ hafa ekki samţykkt ađ hluta til. Er ekki kominn tími til ađ endurskođa allar reglur sem ađ slíkum afsölum lúta? Eru Samfylkingarmenn einhuga um ađ fordćma Ögmund ráđherra opinberlega fyrir ađ fara ađ lögum varđandi Nupo og Grímsstađi? Hvar er nú hin gamla stefna Alţýđuflokksins um ađ laust íslenskt land skuli vera í ríkiseign međ sem mestum hćtti eins og auđlindir í láđi og legi? Hvađ hefur breyst?

Hvađ gengur Jóhönnu og Birni Vali ţegar ţau ráđast međ slíku offorsi á samráđherra sína? Hvađ eigum viđ ađ lesa útúr orđum Jóhönnu um málsmeđferđ á frumvarpsdrögum Jón Bjarnasonar sem hann er búinn ađ vinna ađ lengi međ vitund Jóhönnu Sigurđardóttur? Ţekkja menn nokkur dćmi ţess ađ samherjar fari fram međ ţessum hćtti í ríkisstjórn eđa jafnvel í stjórn almennra félaga nema í ţeim tilgangi ađ láta skerast í odda?

Ég hélt ađ Ríkisstjórnin vćri í umbođi ţjóđarinnar ađ reyna ađ vinna henni gagn. Koma menn auga á ávinning ţess ađ ráđherrarnir deili svona opinberlega? Skapar ţetta landinu traust útáviđ? Er ţetta sú forysta sem ţjóđin ţarfnast mest á tímum atvinnuleysis og erfiđleika? Er ţetta ekki bara raunalegt ađ horfa uppá ţetta ţegar fólk sem á ađ vera samherjar og hefur veriđ ţađ lengi missir sig međ ţessum hćtti eins og manni finnst Jóhanna og Björn Valur gera vegna starfa Jóns Bjarnasonar? Útaf engu finnst manni. Getur veriđ ađ ef til vill komum viđ bara ekki auga á ţađ sem undir býr?

Ég er ekki í vafa ađ ţađ er almennur ţverpólitískur skilningur á ţví ađ fara varlega og varlegar en veriđ hefur í ţví ađ selja land til útlendinga sem hafa ólík viđhorf en innlendir menn til landsnota. Sama hvađan ţeir koma. Er rétt ađ einkaeignarhaldi á keyptu landi í Kína ljúki ávallt eftir 70 ár? Menn geti ekki selt land til lengri tíma. Mig myndi ekki undra nauđsyn slíks ţar.

Jarđalög og ábúđarlög íslensk eru ótvírćđ um vilja okkar sjálfra til ţess ađ halda landi í búskap og nytjum. Vćntanlega vegna innlendra sjónarmiđa fremur en útlendra. Ekki leist mönnum í ţá daga á ađ gefa kónginum Grímsey ţótt útsker vćri.

Er ekki meginstefiđ ađ einnni kynslóđ Íslendinga sé hreinlega ekki heimilt ađ gera neinar ţćr ráđstafanir međ land og landgćđi sem rýrt getur ţjóđareign komandi kynslóđa ţjóđarinnar? Ţađ geti enginn selt fiskimiđin. Ţađ geti enginn gefiđ Grímsey. Ţađ eigi enginn Ísland nema Íslendingar saman.

Ţađ getur enginn afsalađ Íslandi.


Erum viđ sjálf ekki óvinurinn?

sem fólkiinu vinnur tjóniđ? Ţessa fólks sem telur sig Íslendinga og allir ţykjast bera fyrir brjósti. Erlendar kreppur og aflabrestur á miđum eru smámál miđađ viđ ţađ viđ sjálfir höfum á okkur unniđ. Hvađ  forystumenn launţega, sem kalla sig ađila vinnumarkađarins á móti samtökum vinnuveitenda, hafa unniđ mikiđ  tjón í ţessu ţjóđfélagi.

Mörg ţúsund prósenta taxtahćkkanir launa hafa iđulega skilađ minnkun kaupmáttar og eyđilagt sparnađinn í ţjóđfélaginu međ ţvílíkum hćtti ađ íslenska krónan er til háđs og spotts ţegar hún er borin saman viđ dollarann og dönsku krónuna.  Viđ horfum á ţađ međ opnum augum hvernig fáeinum ljósmćđrum eđa flugumferđarstjórum, sem ríkiđ hefur veitt menntun sina ókeypis geta tekiđ ţjóđina í gíslingu og haft sjálfdćmi um kjör sín.  Kennarar taka börnin í gíslingu og komast upp međ segja ađ ţau skuli fyrr aldrei lćra ađ lesa en ţeir fái sinum kröfum fullnćgt. Rafiđnađarmenn hóta ađ slökkva á virkjunum landsins ef ţeir fái ekki ţćr taxtahćkkanir sem ţeir vilja. Og til viđbótar heimta ţeir ađ fá ađ ganga í ESB og taka upp  Evru. Hvar er ţjóđrćknin, hvar er ţjóđarstoltiđ? Hvar er virđing ţjóđarinnar utan 17, júni?

Ţetta er kallađ samningsfrelsi á vinnumarkađi. Svo er stunduđ stjórnmálastarfsemi í landinu sem er algerlega vanmegnug gegn ţessu liđi.  Ráherrar ráđa ekki viđ neitt.  Ţetta er svo galiđ kerfi,  ađ stöku hópar geti  tekiđ sig úrúr og knúiđ fram  hćkkanir verđlags ađ vild međ gíslatökum og skemmdarverkum til fjárkúgunar af saklausu fólki ađ ekki er hćgt ađ tala um ţađ. Enginn má vinna nema vera neyddur í verkalýđsfélag. Atvinnurekanndi er látinn sverja ađ taka ekki utanfélagsmenn í vinnu. Ţađ er einokun starfa fyrir opnum tjöldum.

Ţessir  svokölluđu verklýđsforingjar okkar eru drifkraftur verđbólgunnar sem ekkert stjórnmálaafl hefur geta tjónkađ viđ.  Ekki fyrr en ţeir Guđmundur Jaki og Einar Oddur, sinn af hvorum vćngnum, tóku höndum saman1989  og fengu  ţjóđina til ađ staldra viđ í vitleysunni. Ţeir töluđu ţjóđina inn sitt band og stjórnmálamenn gengu í liđ međ ţeim nauđugir viljugir.  Ţađ voru gerđir samningar af viti, sem samstundis ţurrkuđu út óđaverđbólguna sem ţá ríkti.  Ađ vísu kom kreppa beint í kjölfariđ sem gerđi mörgum erfitt fyrir. En í heild varđ  hlé á vitleysunni og í hönd fóru ein góđ 12 ár. Međ hjálp EES og Schengen  misstum viđ svo tökin á fjármálakerfinu og mörgu öđru  og ţađ fór eins og ţađ fór.

Nú eru víđast  komnir  til valda í ţjóđfélaginu efnahagslegir örvitar og er ţar víđast enginn kollurinn öđrum hćrri. Ţađ eru gerđir "kjarasamningar" sem allir sjá ađ standast ekki. Ţess vegna stefnir allt lóđbeint niđuráviđ  međ krónuna okkar. Ţađ  er svo heimskara en tárum taki ađ ţetta sama liđ talar um ađ taka upp einhvern alvöru gjaldmiđil  sem okkar eigin!  Krónan okkar sé ónýt og svo framvegis!  Hvernig dettur ţessu fólki ţetta  í hug ţegar ţađ er ekki tilbúiđ ađ breyta sjálfu sér hiđ minnsta?  Jafnvel ţó ađ ţađ teljist međ fullu viti dags daglega ţá virđist ţví  ljúka  ţegar kemur  ađ svokölluđum kjaramálum á vinnumarkađi. Hafi einhver unniđ tjón á ţessari krónu okkar ţá eru ţađ stéttarfélögin og engir ađrir. Krónan er saklaus og hlutlaus.

Ţjóđin virđist ekkert hafa lćrt upp til hópa. Hver samtökin af öđrum eru tilbúin til Jihads, heilags stríđs,  gegn restinni af ţjóđinni. Og ţegar sá fyrsti hefur fengiđ sínar óskir uppfylltar ţá tekur sjálfsvörn ţess nćsta viđ.

Engin stjórnmálaöfl ráđa viđ ţetta. ASÍ ţegir međan Samfylkingin er í stjórn. Komi Sjálfstćđisflokkurinn til valda ţá er í lagi ađ hefja kjarastríđ. Svona er ţetta bara hjá ţessu liđi sem kallar sig íslenska ţjóđ. Ber ekki virđingu fyrir neinu, hvorki fánanum né sjálfri sér.Hún lćrir aldrei af mistökunum. Og hún hefur heldur ekki lćrt neitt af hruninu ţegar hún horfir á útrásarvíkingana fá afhent til baka hvert vígiđ af öđru, hvert og vogunarsjóđirnir útlensku eins og Bćjarins Partners,Borgartún Associates, Geysir Advisors, Grindavík Fund, Gullfoss Partners, Keflavik Associates, Laugavegur Partners, Silfra Fund, og Sóltún Partners reka Aríonbanka og Íslandsbanka íslenskum heimilum og Steingrími J. SIgfússyni til tímanlegrar dýrđar.

Viđ erum eiginlega ekki ţjóđ í raunverulegum skilningi heldur samsett af  óaldarflokkum. Hreint ekki svo frábrugnir  ţeim á  Sturlungaöld sem börđust međ grjótkasti  um völd og áhrif. Alveg eins og ţá, eru sterkar raddir um ađ gagna erlendum konungi á hönd vegna ţess ađ viđ erum uppgefnir á sjálfum okkur.

Óvinurinn er međal okkar. Hann er eiginlega ţú og ég grannt skođađ.

 


Er allt sem sýnist?

varđandi gósenlandiđ Noreg?

Einn vinur minn var ađ koma heim eftir stutta heimsókn ţar. Í Noregi er smjörlaust. Smjöriđ er skammtađ í búđunum. Ţeir fara til Svíţjóđar ađ kaupa smjör sem er líka skammtađ ţar. Ţeir fá ekki smjör hjá Dönum og ekki Finnum. Ţađ snýst allt um olíuna.

Og međ olíuna ţá var norski sjóđurinn ađ viđurkenna ađ hann hefđi tapađ stjarnfrćđilegum upphćđum á bandarískum húsnćđisvafningum. Mega skandall og sjóđstjórarnir ţá ekkert betri en okkar lífeyrissjóđafurstar sem töpuđu okkar lífeyri? Hann sagđi mér frá dćmi úr skólanum ţar sem dóttir han kennir. Sami innkaupalistinn hafđi hćkkađ um 22% á einu ári. Dýrtíđin er svakaleg. Ţrjár pítsur kosta 14.000 kall. Strigaskór 40.000. Annađ eftir ţessu.

1500 velmenntađir Íslendingar vćru nýkomnir til landsins. En ţađ vćru líka komnir 15000 Svíar og 180000 Pólverjar og mikiđ af allskyns asýlöntum. Olían sogar allt til sín. Enginn fćst til landbúnađarstarfa. Nýleg pappírsverksmiđja lokađi og 400 misstu vinnuna. Ósamkeppnisfćr viđ Svíţjóđ. Og skógarbćndurnir standa uppi međ óseljanlegan skóg. Hvađ á ađ gera viđ timbur?  Hvađ á ađ gera viđ bćndur?

Vitum viđ Íslendingar ekki, ađ ţegar einn iđnađur sogar til sín vinnuafl eins og bankarnir okkkar gerđu nýveriđ, ţá fćrst enginn í önnur störf. Og verđbólgan heldur innreiđ sína. Ţetta gćtum viđ alveg kennt Norđmönnum.

En ástandiđ er ekki ađ batna hér fyrir ţetta. Viđ höldum áfram á helvegi hafta og kommúnismans í atvinnumálunum, leyndarhyggju og pukri, upphlaupum í stađ orđa og gjörđa.

Ţađ er kannski ekki allt sem sýnist?


Hvor er köttur?

Jón Bjarnason eđa Björn Valur Gíslason ţingflokksformađur Vinstri grćnna sem gagnrýnir vinnubrögđ Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra í tengslum viđ drög ađ nýju kvótafrumvarpi.

Ađspurđur um stöđu Jóns sem ráđherra svarar Björn Valur: „Ţetta er eins og međ vinnubrögđin, hans stađa hlýtur ađ vera jafn vond.“ Viđ ţađ bćtir Björn. „Ţađ hlýtur ađ vera erfitt ađ vera í ţeirri stöđu ađ vera ađ vinna framhjá sínum eigin ţingflokki og ţingmönnum. Hann rétt eins og er gegnir trúnađarstörfum í umbođi ţingflokksins.“

Er Jón Bjarnason orđinn ađ lús milli tveggja nagla? Lítiđ kattarlegur ef svo er? Eđa er ann bara köttur á heitu blikkţaki? Skyldi ţá Björn Valur vera orđinn uppáhaldskisan hennar Jóhönnu? Breima köttur međ níu líf eins og Jóhanna lýsir stjórninni sinni?


Bravó fyrir nýjum jarđgöngum!

sem "Grasrótar­samtök um gerđ Norđfjarđarganga tekur fyrstu skóflustungurnar ađ göngunum í dag. Međ ţessu vilja ţau senda skilabođ til ráđamanna um ađ Norđfjarđargöng ţoli enga biđ. Lengi hefur stađiđ til ađ gera ný göng á milli Eskifjarđar og Norđfjarđar. Núverandi göng um Oddskarđ, eru einbreiđ og í ţeim er blindhćđ. RÚV"

Sjálfsagt! Veggjald borgar ţau upp á einhverjum tíma. Gröfum göng í gegnum Vađlaheiđi, til Norđfjarđar og svo Seyđisfjarđar og öll í einu. Veggjöld borga göng, svo einfalt er ţađ.

Bravó! Strax!


Hriktir?

eđa eru ţetta bara traustabrestir?

Kristján Möller var ekki hress međ framgöngu Ögmundar í Nupo málinu. Eignlega grjótfúll.

En svo kom Jóhanna sjálf í RUV í hádeginu og gaf Jóni Bjarnasyni breiđsíđu úr af sjávarútvegsfrumvarpinu hans. Ef Davíđ hefđi einhverntíman tekiđ svona til orđa um samráđherra sinn hefđi Egill Helgason líklega ţegar veriđ kallađur til međ álitsgjafa sína til ađ fjalla um ţessi orđ og afleiđingar ţeirra.

Skiptir engu máli lengur hvernig forsćtissráđherra landsins hagar orđum sínum í garđ ráđherra sinna? Er ţađ af ţví ađ ţeir séu einhverskonar kettir sem verđi ađ smala međ mismunandi ađferđum?

Ég kann víst ekki lengur ađ ţekkja í sundur traustabresti og ađra bresti. En allvega heyrđist mér detta svartur ullarlagđur.


Nćsta síđa »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3417718

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband