Bloggfærslur mánaðarins, desember 2019
31.12.2019 | 16:30
Ömurleg Kryddsíld
var á Stöð 2.
Auglýsingahléin voru fleiri heldur en á hinum verstu bandarísku sjónvarpsstöðvum sem maður hefur séð þannig að maður missti gersamlega þráðinn og þolinmæðina vegna þess að auglýsingar virtust fá meira vægi en efnið.
Og efnið var endemis lélegt og sýndi ómerkilegheit vinstri stjórnmálamannanna, sem lögðust hundflatir að snobba fyrir loftslagskrökkunum sem voru útnefnd fólk ársins og mæla upp í þeim vitleysuna sem þau tala um í síbylju án þess að vita upp né niður um hvað þau eru að tala.
Alþingismennirnir töluðu um kolefnisjafnanir eins og við værum að bjarga heiminum og það þurfti Ingu Sæland af öllum til að minna þá á að samhengið vantaði hjá okkur þegar við brenndum samtímis 60.000 tonnum af kolum á Bakka og aðeins þeir ríku hefðu ráð á rafbílum.
Sigmundur benti á að vindmyllur væru ekki orkuskipti þar sem framleiðsla þeirra væri ekki vistvæn orkuskipti.Hann varaði við því sem gert var við borðið sem var að láta börnin segja fullorðnum fyrir verkum, en vinstra liðið lá hundflatt í hverskyns hrósyrðum fyrir þvælunni í unga fólkinu sem talar um allskyns vitleysu eins og súrnun hafsins og að heimurinn sé að farast í loftslagsvá meðan talsmaðurinn viðurkenndi eigin meðvirkni með að selja rakettur þegar hann færi út frá útnefningunni.
Sigmundur Davíð var eini maðurinn sem talaði af yfirvegun um loftslagsmál meðan vinstra liðið fimbulfambaði um að Íslendingar blésu út meira en allir aðrir Evrópubúar.
Enginn minntist á hina náttúrlegu losun CO2 eins og eldgíginn Kötlu sem blæs út miklu meira á hverjum degi af CO2 en allir Íslendingar eru að tala um að kolefnisjafna.
Sigmundur Davíð lagði áherslu á að engin þjóð hefði gert betur í að takmarka losun á gróðurhúsalofti með hitaveituvæðingunni heldur en Íslendingar og okkar áliðnaður væri umhverfisvænn miðað við tífalt meira mengandi samkeppnisverksmiðjur.
Ég var ánægður með Sigmund Davíð í þessum þætti sem oftar.
Forsætisráðherrann bar af í þekkingarleysi og vitleysu í málaflokknum loftslagsmál og er vonandi að hún sé skárri á öðrum sviðum. Maður má vona það því hún hefur Bjarna Ben. sér til halds og trausts.
Þorgerður Katrín og Logi reyndu að bera landsöluhugmyndir sinna flokka af þeim. En hlustendur vita væntanlega betur og láta ekki blekkjast af fagurgala formannanna. Logi ætlar að strjúka þeim kjósendum Samfylkingarinnar eftir föngum á nýja árinu og þakka þeim fyrir það að hafa komið í veg fyrir að flokkurinn safnaðist til feðra sinna í síðustu kosningum, hversu mikil þjóðargæfa sem það nú var.
Í heild var þetta ömurlega leiðinlegur auglýsingaþáttur Stöðvar 2, blandaður með Kryddsíld og má muna fífil sinn fegri þegar Davíð lyfti staupinu forðum daga og kallaði Össur dóna svo bragð var að.
31.12.2019 | 14:45
KAT6A og KAT6B
eru óvinir sem vísindamenn eru að kynna sér hvað járn bíti á.Læknavísindin eru á fleygiferð en almenningur veit lítið hvers hann má vænta.
https://www.wehi.edu.au/news/halting-chatter-stop-cancer
https://www.wehi.edu.au/news/new-anti-cancer-drugs-put-cancers-sleep%E2%80%A6permanently
Research led by Associate Professor Tim Thomas and Associate Professor Anne Voss from the Walter and Eliza Hall Institute, Professor Jonathan Baell from the Monash Institute of Pharmaceutical Sciences and Dr Brendon Monahan from Cancers Therapeutics CRC investigated whether inhibiting KAT6A and KAT6B could be a new approach to treating cancer.
Associate Professor Thomas said the new class of drugs was the first to target KAT6A and KAT6B proteins. Both are known to play an important role in driving cancer. KAT6A sits at number 12 on the list of genes most commonly amplified in cancers.
Það er samt eitthvað stórkostlegt í aðsigi í vísindaheiminum hvað varðar baráttuna við krabbameinin. Maður bara veit ekki neitt því þetta er allt svo fræðilegt og dularfullt fyrir leikmenn sem vonast auðvitað eftir einhverri einfaldri bólusetningu eða einföldu pilluglasi sem dugar gegn þessari höfuðpest mannkyns. Sem auðvitað verður ekki strax.
Mikið væri gaman ef einhver okkar vísindamanna, manni dettur auðvitað helst dr. Kári Stefánsson fyrst í hug, myndi skrifa grein fyrir okkur alþýðufólk um það hvernig hann sér framtíðina á þessu sviði fyrir sér. Eru þessar rannsóknir á meira flugi núna en lengi áður? Er langt í árangur?
Við krabbasjúklingar bíðum auðvitað í ofvæni. En það er erfitt að fá einhverja málsmetandi aðila til að gefa einhver vitræn svör um hvaða væntingar við megum hafa. Kannski vill enginn segja neitt til þess að verða ekki ásakaður um villuljós síðar þegar óhjákvæmileg bakslög koma? En eru ekki meiri væntingar eðlilegar með hverju árinu sem líður?
Jonas Salk kom skyndilega inn á sviðið á sínum tíma með mænusóttarlækninguna. Pasteur kom óvænt fram með bólusetninguna við hundaæðinu. Fleming kom skyndilega með penicillinið. Einhvern tímann skeður eitthvað í raunvísindum sem öllu breytir fyrir mannkynið.
Hvað er að gerast hinumegin á hnettinum með púkana KAT6A og KAT&B?
31.12.2019 | 12:22
Áramótapistlar forystumanna
voru að sjálfsögðu áberandi á síðum Morgunblaðsins. Mér fannst eiginlega að ég yrði að lesa þá til að vita hvað þeir væru að tala um.
Ég byrjaði auðvitað á mínum manni Bjarna Ben. Hann komst vel frá sínum pistli og ég var all-ánægður með karlinn.Hann var áður búinn að senda okkur flokksmönnum pistil á vídeói þar sem hann sýndi hvað hann getur verið sjarmerandi þegar hann nennir því, hreinlega brilléraði og sýndi sínar bestu hliðar. https://youtu.be/tNKGtPsoa4c Hann getur þetta kallinn.
Svo las ég Ingu Sæland þar sem hún sagði frá því hvernig það hefði borið að þegar hún grenjaði sig inn á þingið. Allgóður pistill hjá henni en röksemdafærslan svona og svona. Hún er er samt greinilega sannfærð um nauðsyn og réttlætingu fyrir kjarabótum til þeirra sem eru verst settir í launum og telur það vel framkvæmanlegt. Ég var nokkuð ánægður með Ingu þarna.
Svo las ég Sigmund Davíð. Þar talar stjórnmálamaður með yfirsýn og vit. Hann lætur ekki blekkjast af blindri fylgispekt við loftslagsprédikanirnar eins og forsætisráðherrann sem er heltekinn og heilaþveginn af rétttrúnaðinum.
Ég nenni hreinlega ekki að eltast meira við skrif hennar Katrínar Jakobsdóttur efir að lesa þá endemis samsuðu sem í hennar pistli er að finna.
Sigmundur Davíð lítur yfir heiminn og telur fram kosti og galla þess sem hann sér af yfirvegun og rökvísi.Mér líkar stórvel við það sem hann skrifar og finnst hann trausts verður.
Hann endar svona:
"Við höfum nú tækifæri til að halda áfram að draga úr fátækt í heiminum, takast á við sjúkdóma af meiri krafti en nokkru sinni fyrr, tryggja öllum börnum bólusetningu og menntun, veita öllum heimsbúum aðgang að nauðsynlegri grunnþjónustu eins og hreinu vatni og um leið að vinna á fátækt og öðrum samfélagsvanda á Vesturlöndum.
Nýtum tækifærin sem fyrri kynslóðir hafa veitt okkur, byggjum á árangrinum sem hefur náðst og höldum framfarasókninni áfram. Köstum ekki árangrinum á glæ á altari órökréttrar og skaðlegrar hugmyndafræði. Takist okkur það verður nýi áratugurinn enn betri en sá sem er að ljúka.
Á heildina litið."
Af fullveldisframsalsflokkunum tveimur, Samfylkingu og Viðreisn, þá byrja ég á Þorgerði Katrínu. Hún er eindregnari í yfirlýsingum um framsalið en hinn formaðurinn Logi, sem dulbýr boðskapinn betur.Þorgerður segir beint út:
"Við þurfum að stækka Ísland með víðtækara samstarfi við þjóðir Evrópu."
Hún er heltekinn af loftslagvánni eins og tízkan býður og ég nenni ekki að eltast frekar við textann frá henni.Enda er hún áhrifalaus að mestu pólitískt sem betur fer. Ég veit ekki af hverju þeir eru að dandalast með tvo flokka sem hafa báðir bara eitt mál, það er að framselja fullveldi Íslands. Einn flokkur er nóg af slíku fólki finnst mér.
Hinn fullveldisframsalsformaðurinn Logi Már skrifar aðallega kliðmjúkt kratakjaftæði um jöfnuðinn sem sé nauðsynlegur og það að berja niður stórfyrirtækin. Hann dulbýr framsalshugmyndirnar betur en Þorgerður og segir:" Við þurfum því stjórnvöld sem auðvelda alþjóðlega samvinnu; byggja brýr í stað þess að reisa múra." Sem þýðir auðvitað fyrir mér: göngum í ESB og tökum upp Evru.
Sigurður Ingi býr til framsóknarmann úr Jónasi Hallgrímssyni skáldi sem er í raun ágætt. Hann er skilyrðislaust hallur undir loftslagtrúna þó hann sé ekki eins forhertur og Katrín Jakobs en að öðru leyti kemst hann nokkuð vel frá verkefninu sem er að skrifa vel um verkefni þjóðfélagsins sem hann er að leysa.
Ég þurfti svo að beita mig pínu til að lesa Píratapostilluna frá Smára Mc.Carthy. Helst finnst mér hann vilja banna gúmmístígvél vegna kolefnisins við framleiðslu þeirra og segir að hægt sé að ganga þurrum fótum öðruvísi í á slíkum búnaði. Sama gildir um grein Björns Levís sem er oft á miðopnu Mogga mér til mikilla leiðinda þegar völ er á betra og þarfara. Líklega í og með af "þauerusúrsyndromi" rebba, þar sem ég fæ ekkert birt eftir mig í því blaði allt frá dögum Styrmis fyrrum ritstjóra sem lét mig hafa þessa bloggsíðu til að vera laus við mig líklega.
Ég velti fyrir mér hvernig Pírötum myndi ganga að standast freistingar ef einhver byði þeim upp á spillingu? Eitthvað betur í neiunum en öðrum? En á það reynir ekki þar sem þeir hafa ekkert fram að færa sem neinn annan vantar, svo gersamlega tilgangslaus er þessi lýður upp til hópa, Þeim virðist samt ekkert flökra við aðstöðumisnotkun þegar svo ber undir en forherðing bjargar þeim frá samvizkubiti hverskonar.
En Bjarni og Sigmundur standa upp úr sem menn sem hafa eitthvað að segja. Hitt er eiginlega froða sem litlu breytir.
30.12.2019 | 14:00
Ástralía
brennur talsvert þessa dagana. Okkar fremstu vísindamenn eins og Katrín Jakobsdóttir, Gunnar Guðbrandsson og Gréta Thunberg eru ekki í vafa um að þetta sé allt afleiðing af hamfarahlýnun jarðar.
Ástralir sjálfir eru ekki svo vissir um það þó að þeir viðurkenni að heimurinn fari hlýnandi síðan 1970. Hlýnun er mismunandi eftir svæðum og þeir gera ráð fyrir meiri hlýnun á Íslandi en í Ástralíu.
Á vef áströlsku veðurstofunnar eru margar athyglisverðar upplýsingar og kort sem sýna hvað þeir álíta sem Gunnar Rögnvaldsson vekur athygli á á bloggi sínu.
Samkvæmt þessu gera Ástralir ráð fyrir að heimshlýnun verði frekar hófleg frá 1970 í það heila tekið en norðlægari svæði hitni þó ívið meira.
Auðvitað eru spádómar bara spádómar en þessi spá byggir á reynslu hálfrar aldar aftur á bak.
En það er víst eðli skóglenda að brenna öðruhverju af náttúrlegum ástæðum, í Ástralíu sem í Ameríku.
29.12.2019 | 18:03
Framlag Íslands
til losunar CO2 er 0.007 Gigatonn.
Ef við viljum sjá hlut Íslands í heimslosuninni þá samsvarar hún líklega daufustu línunum á línuritunum sem sýna heila og hálfa tugi Gigatonna.
Það er stórkostlegt að vera í ríkisstjórn með Katrínu Jakobsdóttur og Gunnari umhverfisráðherra sem enginn kaus sem vilja taka lífeyrissjóði landsmanna til að kaupa græn skuldabréf(sem líklega þýðir að þau borgast síður til baka en venjuleg bréf) og sem vilja skattleggja landsmenn fyrir að losa CO2 og borga fyrir að minnka landbúnaðarframleiðslu Íslands með því að moka ofan í skurði ræktunarlands meðan Katla ein í hvíld sendir jafnmikið CO2 til himins og allir Íslendingar gera á hverju ári eða 0.007 Gigatonn af heimslosuninni sem er yfir 40 Gigatonn.Og Katla er bara eitt lítið eldfjall af mörgum.
Og Gunnar þessi vill friða allt miðhálendið svo þar verði aldrei virkjað vatn.
Og þetta á ég að styðja sem Sjálfstæðismaður sem framlag Íslands til loftslagsmála og geri því fleira en gott þykir á þeim bæ.
29.12.2019 | 11:45
Manifesto Viðreisnar
birtist mér í áramótahugleiðingu Benedikts Jóhannessonar á Kjarnanum.
Þar margt gullkornið að finna.
Benedikt er stofnandi Viðreisnar sem aðrir virðast þó langt til búnir að stela frá honum.
Mér skilst að hann hafi verið hallur undir Sjálfstæðisflokkinn fyrir þann tíma en hrökklast þaðan vegna fylgisleysis við inngöngu í Evrópusambandið sem þar virtist vera yfirgmæfandi það ég varð vitni að á Landsfundi. En sjálfur var Benedikt uppalinn á íhaldsfé úr frændgarði sínum þar sem faðir hans var mikill og vinsæll forystumaður hitaveitumála Höfuðborgarinnar.
Hvað Alþjóðastjórnmál varðar er skoðun Benedikts þessi:
" Hvað með Bandaríkin og Trump? Jafnvel í forysturíki lýðræðisins getur illa innrættur, siðlaus og fáfróður durgur orðið forseti. Vinsældir hans virðast jafnvel aukast eftir því sem hann gengur lengra í ofstopanum og illgirninni.
Það gæti svipað gerst hér ef popúlistarnir ná að styrkja sig enn frekar. Var Klausturmálið kannski skipulögð aðgerð eftir allt saman - undirbúin af almannatenglum Miðflokksins?
England er líklega það land sem hefur haft mest að segja í íslenskri pólitík að undanförnu. Sjálfstæðismenn hafa í rúman áratug litið til Íhaldsflokksins sem fyrirmyndar. Þegar Íhaldsflokkurinn sleit tengslin við hefðbundna hægri miðjuflokka, eins og Kristilega demókrata og norrænu hægriflokkana og gekk í Evrópusamtök með öflum yst til hægri, fylgdu Sjálfstæðismenn umræðulaust á eftir. Smám saman varð Evrópufælni sterkari innan flokksins og margir Sjálfstæðismenn á Íslandi fóru að éta upp tuggur um skrifræðið í Evrópusambandinu, margt af því bull sem orðhagur, ungur blaðamaður, Boris nokkur Johnson, dældi út fyrir aldarfjórðungi, sitjandi á krám í Brussel."
Af einhverjum ástæðum fór Benedikt ekki þá leið sem manni virðist að hefði verið honum greið, að taka yfir Samfylkinguna vegna þess talsverða hæfileikaskorts sem þar hefur hrjáð alla þá sem þar hafa viljað hafa forystu. Benedikt hefði getað gert sig gildandi þar innanhúss til jafns við marga aðra áberandi vitlausari í stað þess að stofna annan flokk um eina mál Samfylkingarinnar.
En Viðreisnarbrölt Benedikts hefur leitt til þess að hann hlýtur að bera ábyrgð á meirihlutanum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Hann víkur að þeirri ábyrgð en sneiðir hjá henni þannig:
"Það er ekki hægt að skrifa um stjórnmál á Íslandi án þess að minnast á höfuðborgina. Borgarstjórn ætti að vera óskadraumur þess sem vildi láta gott af sér leiða fyrir daglegt líf borgarbúa. Ástæðan fyrir því að borgarstjórar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis þeir Bjarni Benediktsson, Geir Hallgrímsson og Davíð Oddsson, voru vinsælir menn í embætti, jafnvel hjá pólitískum andstæðingum, var sú að þeir settu sig inn í vanda borgarbúa og gerðu sér far um að leysa hann.
Í Reykjavíkurborg samtímans virðist oft að stjórnendur borgarinnar skapi vandamálin og reyndist svo ófærir um að leysa þau. Á hverjum einasta degi kynnast tugþúsundir borgarbúa óstjórninni á umferðarljósum þar sem græn bylgja, sem áður var reglan hjá þeim sem keyrðu á löglegum hraða, heyrir sögunni til og rauð plága hefur tekið við. Borgin anar út í framkvæmdir, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvenær eða hvort þeim lýkur. Þegar spurt er um lausn er svarið alltaf það sama, óháð því hver spurningin er: Borgarlína.
Þegar Viðreisn gekk til samninga um myndun meirihluta var áskilið að gerð yrði úttekt á stöðu og rekstri borgarinnar og í kjölfarið ráðist í umbætur. Það er eitt og hálft ár frá kosningum og nú hlýtur umbótaskeiðið að fara að renna upp.
Engum dettur í hug að lausn á vandanum liggi hjá núverandi minnihlutaflokkum, þríklofnum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna og þremur popúlistabrotum."
Þarna fer Benedikt á kostum í lýsingu á stjórnuninni hjá Reykjavíkurborg. En þetta segir maðurinn sem ber mesta ábyrgð á ástandinu í Borgarstjórn sem hann lýsir svo ágætlega í innganginum.
Pólitísk niðurstaða Benedikts er svo furðulegri en mér hefði dottið í hug að jafngreindum manni og Benedikt gæti dottið í hug að setja fram nema þá sem pólitíska grafskrift sína:
"Það breytist lítið til batnaðar nema þjóðin flykki sér að baki eftirfarandi stórmálum:
- Ríkið hætti að úthluta gæðum til ákveðinna hópa án endurgjalds. Sjávarútvegur greiði markaðstengt auðlindagjald með því að árlega fari hluti kvótans á markað. Gjaldið renni til innviðauppbyggingar á heimasvæðum.
- Landbúnaður lúti lögmálum almennrar samkeppni. Innflutningshöft og tollar á landbúnaðarvörur verði afnumin í áföngum og bændur leystir úr fátæktargildru.
- Enginn verði þvingaður af vinnumarkaði eingöngu vegna aldurs.
- Hagur fólks og fyrirtækja bættur með því að lækka vexti og verðbólgu til samræmis við nágrannalönd með upptöku stöðugs gjaldmiðils.
- Námsárangur nái að minnsta kosti meðaltali innan OECD. Nám á bæði grunn- og framhaldsskólastigi verði markvissara en nú er. Til dæmis mætti gefa samræmdum prófum vægi á ný.
- Kosningaréttur verði jafn, óháð búsetu. Jafnrétti þegnanna er grundvallarhugsjón lýðræðisins.
- Þjóðaratkvæði um að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið til þess að ná aðildarsamningi sem borinn verður undir þjóðina."
Bændur frelsist úr fátækragildru með því að landbúnaður verði lagður niður. Öðruvísi verður liður 2 ekki skilinn.
Gengið sé í ESB og tekin upp Evra.Liður 4.og auðvitað liður 7. Landsmenn verði barðir inn í ESB og kosið um það þangað til að rétt niðurstaða fæst. Sem er ósamrýmanlegt lið nr. 6 þar sem sumir verða að verða jafnari en aðrir, sbr. Animal Farm.
Benedikt á þakkir skildar fyrir þessa yfirferð. Hún tryggir að fáum mun detta í hug að leita eftir hans stjórnmálalegu forystu héðanaf.
Greinin er því pólitísk grafskrift gamals og biturs manns sem er búinn að gefa frá sér að nokkuð geti breyst fyrir hans tilverknað.
Þetta er Manifesto Viðreisnarflokks Benedikts Jóhannessonar sem hljómar eins og draugsrödd úr fornegypskuu grafhýsi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2019 | 21:34
Carbfix
er heiti á dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur sem O.R. var að stofna á kostnað viðskiptavina sinna og eigenda.
Stofnun og rekstur myndarlegs fyrirtækis hlýtur að kosta myndarlegar upphæðir í forstjóra, stjórn,jeppa, húsnæði, risnu og alls sem slíkum rekstri tilheyrir. Allt þetta fé kemur frá orkukaupendum sem eiga ekki í önnur hús að venda með sínar þarfir.
Fyrir þá sem ekki vita er tilgangur fyrirtækisins CarbFix að dæla CO2 og H2S frá Hellisheiðarvirkjun niður í í jörðina þar sem lofttegundirnar ganga í samband við jarðlög og verða að bergi.
1/3 af heildarmagni CO2 sem stígur frá virkjuninni sem er einhver 34.000 tonn á ársgrundvelli, hefur verið fangað á þennan hátt og gert að bergi.
Þetta er stöðug vinnsla og hefur tekist mæta vel. Þetta er vissulega vísindalegt afrek sem ekki á sinn líka.
Upp úr Kötlugíg, sem hefur ekki gosið í eina öld, stíga einhver 20.000 tonn af CO2 á hverjum sólarhring til viðbótar við H2S og fleiri lofttegundir. Það má gera ráð fyrir að upp úr öðrum eldgígum í hvíld, eins og Holuhrauni, Eyjafjallajökli og Mið-Atlantzhafshryggnum, stígi talsvert magn slíkra lofttegunda en mér eru ekki kunnar neinar tölur um slíkt. En ég veit að ekkert félag er að fanga þá loftmassa né að dæla þeim niður í berggrunna landsins og hafsins.
En tölurnar um magnið virðast manni vera svo stjarnfræðilegar að varla er að búast við að þau fjárútlát af skattfé sem nú renna til CarbFix,muni skipta sköpum í baráttu stjórnvalda við það sem þau forsætisráðherra og Gréta Thunberg nefna hamfarahlýnun jarðar af mannavöldum.
Og CO2 er byggingarefni lífsins á jörðinni. Það gerir jörðina grænni og án þess vex enginn gróður.Og án gróðurs vöxum við menn ekki. Vatnsgufan í andrúmsloftinu stjórnar miklu meira en CO2 um útgeislun jarðar af orku sem sólin sendir henni.
En tízkan einblínir á orðið kolefnisfótsporið án þess að prédikararnir geri frekar grein fyrir því en verðleggi losunarheimildir á því efni eftir sínu höfði. Hvar skyldi gjaldkeri Kötlu vera til húsa?
Carbfix er tæknilegt verkefni sem vekur aðdáun fyrir hugvit og hvað ekki er hægt að gera fyrir peninga.
28.12.2019 | 11:45
Er stjórnvizka?
falin í boðuðum samræmdum hækkunum þjónustu, áfengis og eldsneytis um áramót sem nema um 2.5 % yfir línuna?
Í mínum huga er þetta stjórnvaldsákvörðun í sósíalískum VG-stíl um verðbólguskot af tvöfaldri þessari stærð vegna keðjuverkunar.En sá flokkur skilur aldrei lögmál markaðarins heldur trúir á miðstýringu alls mannlífsins.
Var þetta stjórnvizka eða var hægt að gera þetta öðruvísi? Margar tillögur væri sjálfsagt hægt að nefna.
Kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er langt til hálfnað. Við þessi áramót er kannski ástæða til að velta hlutunum aðeins fyrir sér.
Margt hefur lánast hjá þessari stjórn sem lofsvert er svo sem kjarasamningarnir sem annarri stjórn hefði vart tekist betur. Margt er samt að finna í stjórnarathöfnum og stefnu sem ganga í aðrar áttir en mér líkar.Svo sem auknar friðlýsingar og ofuráhersla á loftslagmál.
Í stefnuyfirlýsingunni segir:
Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum.
Í stjórnarsáttmálanum segir einnig:
Í loftslagsmálum verður stefnt að því að gera betur en Parísarsamkomulagið segir til um. Stefnt verður að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040 og 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð.
Gagnrýnilaust er haldið áfram á þeirri braut að hamfarahlýnun sé í gangi og því skuli mokað ofan í skurði og landbúnaðarframleiðsla skuli minnka.
Samt segir í sáttmálanum:
Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun í landbúnaði til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem felast í áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Innleiddir verða sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita.
Einhver hefði getað talið þetta þversögn við skurðafyllingarstefnuna sem hafin er víst á Bessastöðum.
Vísindaleg gagnrýni á Parísarsamkomulagið fær enga athygli svo sem frá Dr. Birni Lomburg:
Ennfremur segir í sáttmálanum:
Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma.
Sáttmálinn um stjórnarmyndunina var um margt metnaðarfullur og áreiðanlega vandasamt verk og eðlilegt að ekki séu allir eins ánægðir og ég auðvitað þar með talinn.
En ég efast um að verðhækkanir um áramót ásamt skattlækkunum verði til vinsælda fallnar.
Það rifjast upp gamla vísan:
Situr einn með sollið fés
Seðlabanka Jóhannes
Fellir gengið fyrsta des
fer þá allt til helvítes.
Ég er vantrúaður á að verðhækkanir á benzín einstæðra mæðra leiði til lífskjarabóta þeirra eða leysi vanda heilbrigðismálanna eða löggæslunnar sem var þó áberandi í því sem stefnt var að bæta skyldi.
Því var benzínhækkun ekki stjórnvizka að mínu viti frekar en hjá Maduro í Venezuela.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2019 | 13:32
Hvað á að gera?
Mannfjöldi heimsins núna:
26.12.2019 | 16:36
Af hverju ekki úðakerfi?
í ómetanlegar timburbyggingar okkar? Menntaskólinn í Reykjavík, Viðeyjarstofa, Fríkirkjurnar í Reykjavík og Hafnarfirði , Búnaðarfélagshúsið, Fríkirkjuvegur 3,5, 9 og 11,Ráðherrabústaðurinn, Tjarnargata 33 og sjálfsagt fleiri ómetanleg hús geta komið í hugann.
Skyldu ekki margir Frakkar naga sig í handarbökin yfir missi Frúarkirkjunnar sem var alger óþarfi? Af hverju gerum við ekki neitt?
Þar sem er úðakerfi verður ekki eldur laus. Svo einfalt er það.Og þau kosta ekki neitt með lækkun tryggingagjalda.
Af hverju ekki úðakerfi ef menn vilja ekki eldsvoða?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko