Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Góður Gestur

Ólafsson arkitekt í Morgunblaðinu í dag.

Gestur er brennandi í andanum í því að byggja ódýrara og viðráðanlegra húsnæði fyrir almenning. Þeir sem hafa dvalið í Bandaríkjunum hafa velt því fyrir sér hversvegna íbúðir hérlendis kosta svona pí sinnum meira en þar? Sama hvar á er litið og öllu snakki um gæði sleppt. Íbúð er íbúð sem er frumþörf mannsins og gæðin eru hans mál en ekki annarra.

 Gestur  segir m.a.:

"..... Getur verið að íbúðarverð hafi orðið of hátt bara vegna einhverrar verðbólu eða eru þarna einhver önnur öfl að verki?

 

Að verulegu leyti hafur umræðan snúist um lána- og afborgunarhlið þessa máls, en þar með er ekki nema hálf sagan sögð. Hinn helmingurinn lýtur að framleiðslu á íbúðarhúsnæði og hvernig standi á því að lítil íbúð eða hagkvæmt íbúðarhús þurfi að vera svona dýrt.

 

Nú er það einu sinni svo að íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði er ein meginforsenda fyrir því að fólk vilji yfirleitt búa á Íslandi......

 

............... Kostnaður við framleiðslu húsnæðisins, þ.m.t. upphafsgjöld sveitarfélaga, álagning og sölukostnaður, ráða svo verðinu og þennan hluta er ekki minni ástæða til að gaumgæfa en lána- og afborgunarhliðina eina og sér. Í ágætri grein sem Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðingur skrifaði í tímaritið Arkitektúr og skipulag fyrir meira en aldarfjórðungi benti hann á að verð á íbúðarhúsnæði á Íslandi hefði hækkað árlega um 1-3% umfram almennar verðhækkanir frá árinu 1950! Þetta hafði gerst þrátt fyrir aukna tækni bæði í framleiðslu og stjórnun og ný og öflugri tæki. 

..........Sveitarfélög hafa líka gengið á lagið og stóraukið upphafskostnað íbúðarhúsnæðis. Gatnagerðargjöld sem fyrst voru lögð á í Reykjavík til þess að malbika malargötur áttu bara að vera tímabundin en eru enn við lýði. Við þau hefur líka verið bætt byggingarréttargjöldum, byggingarleyfisgjöldum, tengigjöldum og úttektargjöldum, sem skipta milljónum og öll eru lögð á í upphafi framkvæmda. Hér hefur því líka orðið alger forsendubrestur þar sem opinberir aðilar stóðu ekki við gefin loforð um að fella niður gatnagerðargjaldið heldur héldu áfram að hlaða upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði og voru látnir komast upp með það,

í stað þess að dreifa þessum gjöldum á líftíma íbúðarinnar eða allar fasteignir í viðkomandi sveitarfélagi t.d. með lóðarleigu eða fasteignasköttum.

Allt þetta hefur stuðlað verulega að hækkun byggingarkostnaðar.

 

Auðvitað á strax að leggja þessi upphafsgjöld niður og dreifa þeim til langs tíma til þess að koma byggingariðnaðinum aftur af stað og auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. 

 

...........Við svo búið má ekki standa ef við viljum halda því fólki hér á landi á komandi árum sem framtíð Íslands veltur á. Ísland er stórt og strjálbýlt og það ætti að vera tiltölulega auðvelt mál að opna nýtt byggingarland og tryggja nægilegt framboð á íbúðarlóðum á sanngjörnu verði fyrir þá sem nú telja sig geta byggt hagkvæmar ódýrar íbúðir. Þetta gæti líka komið í veg fyrir að íslenskur byggingariðnaður lognaðist alveg út af á næstu árum. Ef þetta er ekki gert megum við búast við því að það fólk sem við höfum síst efni á að missa gefist hreinlega upp og flytji af landi brott, þangað sem það telur sig hafa meiri möguleika......"

 

Ég hef á undanförnum árum reynt að tala fyrir því í Sjálfstæðisflokknum að reynt yrði að gera eitthvað fyrir smærri húsbyggendur. Ég hef mætt algerri fyrirlitningu lóðaúthlutara og göslara á sjömílnaskóm sem engu vilja breyta heldur rukka eins mikið og hratt sem frekast er unnt fyrir lóðir. Þeir hafa svo mokað út lóðum í braskarana sem hafa beintengengu inn í bankana með stóra yfirdrætti sem svo byggja og eiga allskostar við vesalingana sem vantar íbúð. Afleiðingin er svona viðvarandi pí-sinnum hærri byggingakostnaður en í Bandaríkjunum.

Það er löngu kominn tími fyrir nýja hugsun eins og hinn góði Gestur Ólafsson bendir  á.

 


Hvað með nýhugsun í þjóðarsátt?


Ég var að reyna að formúlera hugsun sem gæti náð mörgum markmiðum í einu.

Það hefur enginn sagt mér að ég sé úti í móa með þessar pælingar. Bara einn vinur minn sagði að sér litist vel á þetta.

Þetta sameinar þá stefnu að lækka veiðigjaldið. Lækka verðlag á móti því að kauptaxtar séu ekki hækkaðir sem allir vita til hvers leiðir. 80 % taxtahækkanir skiluðu 8 % kaupmáttaraukningu nú síðast. 

Ef við förum þessa leið þá leiðréttast verðtryggðu lánin að miklu leyti. Getum við leyst margan vanda heimilanna og leiðrétt stökkbreyttu lánin án stórkostlegra tilfærslna frá vogunarsjóðum og kröfuhöfum ? Er  leiðin að lækna stökkbreytingu ef til vill best fólgin í að framkvæma aðra stökkbreytingu?

Getum við samið við alla launþega landsins, opinbera sem aðra, um að engar leiðréttingar á kauptöxtum  verði næsta 1 ár? Þjóðarsátt í 1 ár?  Betra 2 ár. Á móti því verði dollarinn færðu niður í 93 krónur og aðrir gjaldmiðlar eftir því auðvitað. Samdægurs! Og fastgengi verði næsta árið.

Greiðslujöfnunarvísitalan í janúar 2008 var 93. Hún er núna 122.2. Dollarinn er ca. 117. Þetta stemmir nokkurn veginn.  Setjum dollarann í 93 kr. Við erum með gjaldeyrishöft og handstýrt gengi. Þetta er stærð misgengisins sem þarf að leiðrétta. Hjá öllum sem eru með vísitölulán. Gengislánin jafna sig líka.

 Hvað skeður ef gjaldeyririnn fer svona niður? Allt verðlag lækkar sem þessu nemur. Útgerðin tapar tekjum. Slökun á veiðigjaldinu jafnar þetta eitthvað út hjá þeim.Bensínið snarlækkar.

Gjaldeyrishöft verða auðvitað nauðsynleg meðan þetta er að jafna sig að bestu manna yfirsýn. En dagar líða og koma ráð.  Höftin eru  hvort sem er núna og við lifum við þau.  Vísitala lánanna verður látin fara niður samdægurs sem þessu nemur líka. Viðskiptaráðherra hefur vald til þess. Lánin leiðréttast niður í svipuðu hlutfalli. Þeir sem eru búnir að tapa sínu verða teknir til sérskoðunar hver og einn.

Verðbólgan er þar með farin út í hafsauga og verðtrygging hættir að' vera áhyggjuefni. Engar sjónhverfingar heldur aðeins pennastrik.  Bara einfaldar aðgerðir. Án þess að kollsigla ríkissjóð eða skattkerfið.

Má ekki reyna bara nýja hugsun í erfiðu máli? 

 



Jákvætt hugarfar

er það sem við Sjálfstæðismenn eigum að hafa í heiðri á þeim dögum sem í hönd fara.

Ég hef heyrt raddir sem finna öllum viðræðum við Framsóknarmenn allt til foráttu. Við eigum að heimta þetta eða hitt og láta brjóta á einhverjum ófrávíkanlegum skilyrðum.

Ég hef hinsvegar heyrt fleiri raddir sem segja, að við verðum núna þjóðarinnar vegna að nálgast verkefnið með opnum huga.  Það er þjóðin sem býr við skort á fjárfestingum, það þjóðin sem býr við of háa gjaldtöku, það er þjóðin sem býr við atvinnuleysi og landflótta.

Það er þjóðina sem vantar viðfang fyrir krafta sína, ekkert má koma í veg fyrir að við gerum okkar ítrasta til að ná þeim sameiginlegu markmiðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að "heimilin séu hornsteinn samfélagsins" og "atvinna er undirstaða vaxtar og velferðar," og að  "Forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að tryggja velferð heimilanna.  Þú og þínir geta haft það svo miklu betra."

Ekkert má koma í veg fyrir það að tekið sé á málum í samræmi við yfirlýst markmið flokkanna og nýta það tækifæri sem gefst til að framkvæma í stað þessa venjulega "rabbarbara"- stíls smáflokkanna.

Kappkostum að hafa jákvætt hugarfar við lausn þeirra vandamála sem við blasa. 


Upplýst umræða

um ESB er það eina sem vantar að dómi Guðmundar Steingrímssonar. Þegar hann hefur leitt hana til lykta munum við samþykkja inngönguna.

Löndum góðum samningi við ESB sem þjóðin getur eftir upplýsta umræðu samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þannig er stefnan kynnt á vef Bjartrar Framtíðar.

Nær 10 % þingsins hefur skrifað undir þessa stefnu.

Upplýst umræða er það eina sem þarf og það eina sem vantar. 

 


Spádómur frá 2010

er á T24. 


Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins reyndist sannspár í þingræðu í nóvember 2010. Þá hélt hann því fram að þangað til skattar yrðu lækkaðir og farið yrði að framleiða og skapa verðmæti, myndi slæm tíðindi berast um efnahag landsins. Staðan í dag er sú að hagkerfið er 115 milljörðum króna minna en það ætti að vera, landsframleiðsla á mann hefur enn ekki náð því sem hún var fyrir sex árum og við glímum enn við kreppu. Verið er að ganga á framleiðslutækin og þar með möguleika okkar til hagvaxtar í framtíðinni.

Spilið myndband með ræðu Bjarna  og fáránlegu gargi Marðar Árnasonar undir ræðunni. Sem betur fer  fær  þetta Samfylkingarfyrirbrigði ekki tækifæri framar  til framhaldssýningar  á glennum sínum á þingi.

En spádómurinn sem fram kemur 2010 er þess virði að velta fyrir séer. 


Leiðin að hjarta kjósendanna

berst mér útlistuð í póstkassann nú á mánudagsmorgni. Borði frá Bjartri Framtíð sem segir m.a.:

" Klárum aðildarviðræðurnar ekki fleiri álver-betri hagstjórn betri pólitík" Áður höfðu þeir sagt að þjóðin myndi samþykkja inngöngu í " ESB eftir upplýsta umræðu."

Í beinu samhengi við andstöðu við fleiri álver þá kemur  "eflum atvinnugreinar sem geta vaxið mikið,s.s.skapandi greinar, grænan iðnað, tækni- og hugverkageirann og ferðaþjónustu. Fjölbreyttara atvinnulíf skilar meiri pening í vasann."

Af hverju sögðu þeir ekki :Stærri vasa fyrir alla? 

Þegar búið er að efla ferðaþjónustuna, grænan iðnað og tæknina þá:" Við vinnum of mikið fyrir of lítið, Bætum nýtinguna á hæfileikum, tíma og fé:-í skólum, í heilbrigðiskerfinu og út um allt."

Er hægt að skilja þetta öðruvísi en að allir eigi að fá kauphækkun?  Allt sé í vitleysu í heilbrigðiskerfinu, þar þurfi að hagræða svo allir skili meira vinnuframlagi? Alveg á n þess að einhver stóriðja komi til að greiða þetta niður?

"Nýtum auðlindir okkar hóglega en vel, svo þær skili arði og umfram allt: Verum græn í gegn."

Skyldu þeir ekki hafa velt fyrir sér á hvaða grunni góð staða Landsvirkjunar byggist? Hvað er hófleg nýting  Þjórsár og annarra auðlinda?

"Ef vexti væru eins og í Danmörku  myndi það spara tugþúsundir á mánuði í heimilsbókhaldinu." Skyldi það vera svo? Sjá þeir eftir að hafa stofnað lýðveldi 1944?

  

Útá þennan samsetning kýs 8.2 % þjóðarinnar 10 % af Alþingi.

Maður spyr sig hvort enn sé einhver von fyrir þjóðina ef þetta er leiðin að hjarta háttvirtra  kjósendanna? 

 

 


Jæja, svona fór það

þessar kosningar.

Suðvestur kjördæmið er það kjördæmið sem mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn koma út í líkingu við það sem mér fannst líklegt svona af undirtektum. Enda skynjar maður nærumhverfið kannski öðruvísi en víðara samhengi.Ég viðurkenni fúslega að ég var of bjartsýnn og mín tilfinning fyrir rísandi gengi flokksins stóðst ekki nema í nálægðinni.

Þá er það spurningin hvað tekur við. Það er víst best að hafa sem fæst orð um það. Enda Stefán Jón Hafstein búinn að fara mikinn á Sprengisandi og hefur ráð undir hverju rifi og var langt til búinn að mynda stjórnina að manni fannst. Spekingar hjá Agli Helga voru líka ósparir á aðfinnslurnar og sáu margt sem öðrum er hulið í túlkun sinni.

Líklegt er að einhverjir flokkar  muni breyta sínu innra skipulagi í framhaldi af þessum kosningum. Til dæmis heyrðust raddir um það að forusta Sjálfstæðisflokksins þurfi að sækja umboð sitt lengra en til landsfundar flokksins. Líklega er slíkt kall tímans. Vonandi verður þá líka tækifæri til þess að koma skikki á fjármál flokkanna. Því þeir eru félög í þeim skilningi og menn geta ekki verið í félagi nema leggja eitthvað fé til þess. Hann Birna tók ekki undir þetta sjónarmið á fundi sem ég var á og vildi leyfa öllum skráðum að kjósa sem mér finnst misráðið í ljósi þessa að flokkurinn sekkur æ dýpra fátæktina og er víst búinn að veðsetja Valhöll. Annars verður að blása lífi í styrktarmannakerfið hans Friðriks bjargaði á sínum tíma.

Ég var að fletta yfir þingmannalistann. Þar eru mörg andlit sem maður hreinlega þekkir ekki neitt. Þegar maður hugsar um verkefnið sem við blasir getur sett að manni svima. Hvernig mun ganga að koma þessu liði til samstilltra verka?

81.4 % kjörsókn tekur af tvímæli um pólitíska vitund þjóðarinnar.

Svona fór það og svona er það. 


Hvaða fólk kærir sig kollótt?

um kosningar. Telur þessa kosningabaráttu ekki eiga erindi við sig.Mætir ekki á kjörstað.

Er þetta fólk sem er ánægt með stöðu mála?. Kærir sig kollótt um einhverja þörf á breytingum? Er í skilum, er á bótum eða kemst vel af í einhverjum bísness. 

Er ekki frekar ólíklegt að þetta fólk sé reitt útaf hruninu? Er alveg sama um pólitík, finnst þetta allt sami grautur í sömu skál? Eru útlendingar með kosningarétt sem ekki kæra sig um að kjósa? Fyrirlíta stjórnmál sem eitthvað eiginhagsmunapot sem engu skipti nema fyrir þá sem ætli að græða fyrir sig? Komast að kjötkötlunum í eiginhagsmunaskyni? Trúir ekki að neitt fólk gangi fyrir hugsjónum? Kaldlyndir?

Erum við sem finnast kosningar skipta máli ef til vill ekki að sjá í gegnum þjóðfélagið? Sjáum ekki að þetta lagast af sjálfu sér? Fólkið puðar áfram og þetta reddast einhvern veginn? 

Hverjir eru þeir hinir svo mörgu sem kæra sig svo kollótta að þeir kjósa ekki? 


Hversu langt aftur?

á Bjarni Benediktsson að fara í því að ræða sögu Sjálfstæðisflokksins í umræðum um kosningarnar 2013? . Til Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors ?

Erum við ekki að kjósa um okkar framtíð í dag? Eða eru vinstrimenn uppteknari af því að stýra fortíðinni? 

Er ekki verið að ræða stjórnmál dagsins í dag? 


Samanburður

milli manna fékkst í sjónvarpsþættinum á RUV í gærkvöldi.

Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð báru af hvað prúðmannlegan málflutning varðaði. Ennfremur bauð Andrea af sér góðan þokka. Guðmundur Steingrímsson var einnig kurteis með ágætum.Skelfing er mikið kemmtilegra að horfa á Katrínu Jakobsdóttur en forverann enda var hún bæði kurteis og málefnaleg.

En Árni Páll, Herre Gud.  Hvernig getur þessi maður ætlast til þess að vera tekinn alvarlega eftir svona hegðun. Galandi eins og hani á haug, grípandi fram í fyrir fólki sem er með orðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maður sér þetta til hans því hann hefur verið með samskonar stæla í fyrri þáttum.

Sem betur fer er málstaðurinn og málflutningurinn í stíl við þessi læti. Það verða fáir sem vilja fara í ESB undir leiðsögn svona stráks. 


Næsta síða »

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband